Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 55
VIÐTAL en það íyrirtæki hefur tryggt sér einkaleyfi á lagningu símnets í Berlín sem áætlað er að tekið verði í notkun í haust. HARÐNANDISAMKEPPNI Þegar Gunnar hóf störf í Þýska- landi var mikill uppgangur í bygg- ingaframkvæmdum í Berlín eftir sameiningu landsins 1989. En Gunn- ar segir aðstæður hafa breyst á síð- ustu 8 árum. Núna sé mjög erfitt að komast inn á þennan markað því hann hafi yfirfýllst af menntuðu, sér- hæfðu en ódýru vinnuafli sem flykkt- ist frá Austur-Evrópu eftir fall Berlín- armúrsins. Launakostnaður þýskra fyrirtækja sé gífurlega hár samanbor- ið við flest önnur ríki og geri þeim erfitt að bregðast við undirboðum verkfræðinga og verktaka frá Aust- ur-Evrópu. Þýski vinnumarkaðurinn er þekktur fyrir ósveigjanleika og má rekja það að nokkru leyti til sterkra stéttarfé- laga sem virðast frekar einbeita sér að bættum kjörum og rétt- indum vinnandi manna heldur en að auka at- vinnu í landinu. „I Þýskalandi eru mjög íhaldssöm og sterk stéttar- félög sem, að mínu mati, eru mikill dragbítur á atvinnulífið. Við megum ekki gleyma því að hver starfsmaður hér er dýr þar sem launakostnaður er hár og við bætist langt sumarfrí. Og að segja starfsmönnum upp er oft það fyrsta sem fyrirtækin hugleiða ef það fer að ganga illa hjá þeim.” Þrátt fyrir að Berlínarborg fái hlut- fallslega mest ijármagn til stórfi-am- kvæmda miðað við aðra hluta lands- ins, verða mörg byggingafyrirtæki í Berlín gjaldþrota því að meðaltali tekst ekki að fjármagna nema um 75% af kostnaði við byggingaframkvæmdir í borginni. Einkaaðilar hafa því í aukn- um mæli fjármagnað stórframkvæmd- ir sem áður voru ijármagnaðar af hinu opinbera og mun t.d. nýi flugvöllurinn í Berlín líklega verða ijármagnaður þannig. FJÖLSKYLDAN ÁNÆGÐ í BERLÍN Gunnar og kona hans, Anna Niel- sen, sem einnig er lærður bygginga- verkfræðingur, búa í úthverfi Berlínar ásamt 4 börnum sínum. Gunnar telur hugsunarhátt Þjóðverja ólíkan hugs- unarhætti íslendinga að því leyti að þeir velji oft á milli þess að eignast börn eða öðl- ast starfs- frama en heima á Is- landi gera flestir hvoru tveggja í einu. Gunnar segir að eftir að hafa aðlagast séu hann og fjöl- skylda hans mjög ánægð í Berlín. „í 2 ár þurftí ég að fljúga viku- lega á milli Berlínar, þar sem ég vann, og Frankfurt, þar sem Anna var með börnin. Þetta var ekki einfaldur tími og rótleysi á fjölskyldunni. En nú býr fjölskyldan í rólegu og góðu út- hverfi Berlínar. Eg neita því samt ekki að maður er að einhveiju leytí kominn með hugann heim, sérstaklega út af börnunum." Þó að hugur Gunnars leití heim til Islands virðist framtíð hans sem byggingaverldræðings í Berlín vera björt. S3 LAHMEYER INTERNATIONAL GMBH Stofnað: 1966 Eignarfyrirkomulag: Hlutafélag, að hluta til í eigu Deutsche Bank og Dresner Bank. Höfuðstöðvar: Frankfurt am Main, Þýskalandi. Umfang fyrirtækisins: 7 dóttur- fyrirtæki, útibú í öllum helstu borgum Þýskalands og fulltrúar í öllum heimsáifum. Starfsmenn: 2.300 manns, þar af 1700 verkfræðingar og aðrir sérfræðingar. Velta á síðasta ári: 15,2 milljarð- ar ísl. kr. Starfssvið: Upphaflega vatns- orkuframkvæmdir en í dag er áherslan á orku-, vatna-, um- hverfis- og samgöngufram- kvæmdir þar sem flóknar grunngerðarframkvæmdir vega þungt. Fyrirtækið hefur unnið verkefni í yfir 120 löndum og leggur áherslu á umhverfisvæn- ar lausnir. Lahmeyer hefur með rannsóknum sínum fundið margar nothæfar nýjungar sem vernda umhverfið. Dæmi um verkefni: Lahmeyer vann við eitt stærsta mannvirki Evrópu, Evrópugöngin, sem liggja milli Bretlands og megin- lands Evrópu og voru opnuð 1994. Þar sá fyrirtækið um kostnaðareftirlit fyrir þá banka sem fjármögnuðu framkvæmd- ina. Nýjustu verkefni Lahmeyer: Vinna við alþjóðlegt vatnaþró- unarverkefni í Malawi, alþjóð- legur flugvöllur í S-Afríku, hrað- brautanet á Grikklandi og bygg- ing ráðstefnuhallar í Munchen. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.