Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN
TIL HAMINGJU!
Það er mikil vinna að halda fyrirtækjum frískum og
síungum- og láta hjarta þeirra slá í takt við örar og sí-
felldar breytíngar viðskiptalífsins. Það er Iika mikið
verk að stofria fyrirtæki og láta þau halda velli. Mörg
fyrirtæki eru stofnuð á hverju ári og mörg hætta -
hvort heldur sem þau verða gjaldþrota eða eigendur
þeirra missa áhugann. Þannig er þetta út um allan
heim. Það telst í raun stórgott ef fyrirtæki nær 30 ára
aldrinum - flest hætta á fyrsta ári, eða á fyrstu fimm ár-
unum. Þess vegna er ástæða til að óska
stjórnendum og starfsmönnum þeirra
fyrirtækja, sem ná háum aldri, til ham-
ingju með árangurinn!!
Allt er í heiminum hverfult Enginn,
sem ræður sig tíl fyrirtækis, getur leng-
ur gert ráð fyrir því að hann verði þar
um aldur og ævi - að hann sé búinn að
koma sér vel fyrir, eins og það er stund-
um nefnt Kannski gengur slíkt upp í rík-
isfyrirtækjum en engan veginn í einka-
fyrirtækjum sem lifa aðeins af með því
að standast samkeppnina. Starfsmenn
verða stöðugt að standa sig vel í starfi,
lesa sér tíl, fylgjast með, sækja námskeið eða jafnvel
setjast á skólabekk með reglulegu millibili; endur-
mennta sig. Samkeppnin á milli fyrirtækja og starfs-
manna sér tíl þess að það er ekkert tíl í fyrirtækjum -
fremur en lífinu sjálfu - sem heitír að námi sé Iokið.
Stjórnendur og starfsmenn verða að breytast með
breytilegu umhverfi. Svo lengi lærir sem lifir!!
Flestír eru þvi sammála að léleg stjórnun felli fyrir-
tæki fremur en óheppni. Einhver kynni þó að halda
því fram að það flokkist undir óheppni ef framleiðslu-
vara fyrirtækis verður gjörsamlega úrelt í einu vetfangi
vegna nýrrar tækni. En á mótí má spyrja hvort það
hefði ekki átt að vera á undan keppninautunum með
hina nýju tækni. Framtíðarsýn er nauðsynleg til að fyr-
irtæki hafi trygga yfirburði á hveijum tíma. Yfirburðir
fyrirtælds geta breyst frá ári tíl árs. Þeir eru í raun sí-
breytílegir. Aldrei má sofna á verðinum og slaka á.
Helsta verk stjórnanda er að tryggja fyrirtækinu
stöðuga yfirburði á sínu sviði. Það er erfitt og mikið
verk að ná yfirburðum - og halda þeim!
I forsíðugrein Fijálsrar verslunar er að þessu sinni
rætt við forstjóra fjögurra þekktra fyrirtækja sem fagna
stórafmæli á þessu ári. Þrjú þeirra
komust í hann krappan fyrir 8 tíl 10
árum en hafa unnið sig út úr þeim erfið-
leikum með glæsibrag. Oll eru þessi fyrir-
tæki spræk og lífleg þrátt fyrir að árin séu
orðin mörg, mælt á kvarða almenns ald-
urs fyrirtækja. Þau bera aldurinn vel.
Nokkur mjög athyglisverð heilræði í
stjórnun má lesa út úr viðtölunum við for-
stjórana fjóra. Sérstaklega er vert að
benda á heilræðið um að láta þarfir við-
skiptavina ráða ferðinni. Með öðrum orð-
um: Aðlaga verður fyrirtækin að þörfum
viðskiptavinanna fremur en að viðsldpta-
vinirnir séu aðlagaðir að fyrirtækjum. Þeir, sem ekki
hlusta á ósldr viðsldptavina og bjóða þeim réttu þjón-
ustuna, eða réttu vörvma, fljóta ekki aðeins sofandi að
feigðarósi - heldur sýna þeir líka viðskiptavinunum
fyllstu vandlætíngu.
Fyrirtæld reka sig aldrei sjálf, hversu góð sem vara
þeirra eða vörumerld eru. Þeim þarf að stjórna - og
það er barátta upp á hvern dag. Þess vegna er það
sterk vísbending um að fyrirtæki, sem ná háum aldri,
séu alls ekld gömul heldur þveröfugt; ung og frisk. Og
því ber að fagna.
Jón G. Hauksson
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðsldpta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir -
BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa
Ragnarsdóttir. ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,
105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er
með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast
fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. -
LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
6