Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 63
Leikritíð Dómínó er eina sýning Leikfélags Reykjavikur sem fengið hefur góða aðsókn í vetur. Hér sjást Egill Ólafsson,
Guðrún Ásmundsdóttír og Halldóra Geirharðsdóttír í hlutverkum sínum.
Mynd: Guðmundur Ingólfsson.
ráða nýja í staðinn, varð mikill hvellur
og stjórn félagsins lét Viðar fara í stað-
inn. Þórhildur Þorleifsdóttir var ráðin í
stað hans og hefur ekkert heyrst af
mannabreytingum við leikhúsið í kjölfar
þess. Af þessu má ljóst vera að vandi
Leikfélagsins er ekki síst stjórnunarleg-
ur.
Nú liggur fyrir að Leikfélag Reykja-
víkur muni skila hagnaði á því leikári
sem er að ljúka og er talið að hann nemi
4-6 milljónum. Þetta kann að hljóma
undarlega í ljósi mjög lélegrar aðsóknar.
Þessum árangri nær félagið með því að
draga úr sýningum. Tvær uppfærslur,
Týról eftir Svein Einarsson og Astar-
saga eftir Kristínu Omarsdóttur, verða
ekki sýndar fyrr en á næsta leikári.
Samstarfssamningur Reykjavíkur-
borgar og Leikfélags Reykjavíkur er
laus frá síðustu áramótum að telja. Sér-
stök nefnd er að störfum sem hefur
það hlutverk að endurnýja samninginn
og endurskoða. I nefndinni sitja Hjör-
leifur Kvaran borgarlögmaður, Þórhild-
ur Þorleifsdóttir leikhússtjóri og Örn-
ólfur Thorsson en Kristín Árnadóttir,
aðstoðarmaður borgarstjóra, í forföll-
um hans.
Viðræðurnar nefndarinnar og stjórn-
ar Leikfélagsins ganga hægt en helstu
hugmyndir, sem taldar eru verðar skoð-
unar, eru að gera Leikfélag Reykjavíkur
að sérstakri rekstrareiningu innan húss-
ins en setja að öðru leyti framkvæmda-
eða rekstrarstjóra yfir húsið sem hefði
fyrst og fremst það verkefni að tryggja
aukna nýtingu þess. Auk þess eru uppi
hugmyndir um að íslenski dansflokkur-
inn fái varanlega inni í Borgarleikhúsinu
en með því væri aðkoma ríkissjóðs að
rekstri leikhússins tryggð. Samfara
þessu stendur yfir sérstök úttekt á
rekstri leikhússins hjá endurskoðend-
um borgarinnar.
Leikfélagið telur sig þurfa meiri
styrk úr borgarsjóði og hefur talan 180
milljónir verið nefnd sem árleg upphæð
í stað 140 milljóna nú. Borgaryfirvöld
eru treg tíl að hækka framlagið og vilja
fá meiri ítök í stjórnun leikhússins en
miðað við núverandi skipulag á borgin
aðeins einn fulltrúa í leikhúsráði.
Reykjavíkurborg byggði Borgarleikhús-
ið sem er metíð á 2.6 milljarða króna en
eignarhlutur Leikfélags Reykjavíkur í
því er 5.17%.
Það er því ljóst að fyrst og fremst er
tekist á um það hver eigi að ráða í Borg-
arleikhúsinu, Reykjavíkurborg eða Leik-
félagið.
Alveg sérstakur angi þessa máls er
sá að þetta mál í heild sinni er pólitískt
viðkvæmt fyrir R-listann sem lofaði því
fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar
að efla starfsemi Borgarleikhúsins og
Leikfélagsins. Það liti því ekki nógu vel
út á kosningaári að vera nýbúin að veita
Leikfélagi Reykjavíkur „náðarhöggið",
eins og háttsettur starfsmaður borgar-
innar orðaði það í samtali við blaðið.
LOFTKASTALINN ORÐINN
NÆSTSTÆRSTA LEIKHÚSIÐ
„Það hefur verið sagt árum saman að
það sé ekki hægt að reka atvinnuleikhús
á Islandi nema alfarið á kostnað hins op-
inbera. Við teljum okkur hafa sýnt fram
63