Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 63
Leikritíð Dómínó er eina sýning Leikfélags Reykjavikur sem fengið hefur góða aðsókn í vetur. Hér sjást Egill Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttír og Halldóra Geirharðsdóttír í hlutverkum sínum. Mynd: Guðmundur Ingólfsson. ráða nýja í staðinn, varð mikill hvellur og stjórn félagsins lét Viðar fara í stað- inn. Þórhildur Þorleifsdóttir var ráðin í stað hans og hefur ekkert heyrst af mannabreytingum við leikhúsið í kjölfar þess. Af þessu má ljóst vera að vandi Leikfélagsins er ekki síst stjórnunarleg- ur. Nú liggur fyrir að Leikfélag Reykja- víkur muni skila hagnaði á því leikári sem er að ljúka og er talið að hann nemi 4-6 milljónum. Þetta kann að hljóma undarlega í ljósi mjög lélegrar aðsóknar. Þessum árangri nær félagið með því að draga úr sýningum. Tvær uppfærslur, Týról eftir Svein Einarsson og Astar- saga eftir Kristínu Omarsdóttur, verða ekki sýndar fyrr en á næsta leikári. Samstarfssamningur Reykjavíkur- borgar og Leikfélags Reykjavíkur er laus frá síðustu áramótum að telja. Sér- stök nefnd er að störfum sem hefur það hlutverk að endurnýja samninginn og endurskoða. I nefndinni sitja Hjör- leifur Kvaran borgarlögmaður, Þórhild- ur Þorleifsdóttir leikhússtjóri og Örn- ólfur Thorsson en Kristín Árnadóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, í forföll- um hans. Viðræðurnar nefndarinnar og stjórn- ar Leikfélagsins ganga hægt en helstu hugmyndir, sem taldar eru verðar skoð- unar, eru að gera Leikfélag Reykjavíkur að sérstakri rekstrareiningu innan húss- ins en setja að öðru leyti framkvæmda- eða rekstrarstjóra yfir húsið sem hefði fyrst og fremst það verkefni að tryggja aukna nýtingu þess. Auk þess eru uppi hugmyndir um að íslenski dansflokkur- inn fái varanlega inni í Borgarleikhúsinu en með því væri aðkoma ríkissjóðs að rekstri leikhússins tryggð. Samfara þessu stendur yfir sérstök úttekt á rekstri leikhússins hjá endurskoðend- um borgarinnar. Leikfélagið telur sig þurfa meiri styrk úr borgarsjóði og hefur talan 180 milljónir verið nefnd sem árleg upphæð í stað 140 milljóna nú. Borgaryfirvöld eru treg tíl að hækka framlagið og vilja fá meiri ítök í stjórnun leikhússins en miðað við núverandi skipulag á borgin aðeins einn fulltrúa í leikhúsráði. Reykjavíkurborg byggði Borgarleikhús- ið sem er metíð á 2.6 milljarða króna en eignarhlutur Leikfélags Reykjavíkur í því er 5.17%. Það er því ljóst að fyrst og fremst er tekist á um það hver eigi að ráða í Borg- arleikhúsinu, Reykjavíkurborg eða Leik- félagið. Alveg sérstakur angi þessa máls er sá að þetta mál í heild sinni er pólitískt viðkvæmt fyrir R-listann sem lofaði því fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að efla starfsemi Borgarleikhúsins og Leikfélagsins. Það liti því ekki nógu vel út á kosningaári að vera nýbúin að veita Leikfélagi Reykjavíkur „náðarhöggið", eins og háttsettur starfsmaður borgar- innar orðaði það í samtali við blaðið. LOFTKASTALINN ORÐINN NÆSTSTÆRSTA LEIKHÚSIÐ „Það hefur verið sagt árum saman að það sé ekki hægt að reka atvinnuleikhús á Islandi nema alfarið á kostnað hins op- inbera. Við teljum okkur hafa sýnt fram 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.