Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 64
REKSTUR LEIKHUSA
á að það sé hægt og erum orðnir næst-
stærsta leikhúsið því að í vetur höfum
við fengið til okkar fleiri áhorfendur en
Leikfélag Reykjavíkur," sagði Hallur
Helgason, einn aðstandenda Flugfélags-
ins Lofts í samtali við FV.
Flugfélagið Loftur rekur Loftkastal-
ann í Héðinshúsinu við Seljaveg. Félag-
ið var upphaflega sett á stofn árið 1994
til þess að setja upp söngleikinn Hárið í
Islensku óperunni. Hárið sló í gegn og
40 þúsund aðgöngumiðar voru seldir á
tæpum 6 mánuðum. 500 manns voru á
biðlista þegar sýningum var hætt vegna
þess að Islenska óperan þurfti að nota
húsið. Tekjurnar námu um 70 millj-
ónum.
„Þetta hefði átt að geta gengið út leik-
árið og enginn veit hve margir hefðu
komið. Það var virkilega sárt að þurfa
að pakka saman og hætta. Við hefðum
getað stungið afrakstrinum undir kodda
og hætt þessu veseni en við ákváðum að
setja hagnaðinn aftur inn í leiklistina."
Þá var húsnæðið á Seljavegi keypt og
næsta sýning var söngleikurinn Rocky
Horror Picture Show sem 23 þúsund
manns keyptu sig inn á. I kjölfarið lá
starfsemi niðri um tíma vegna þess að á
sama tíma og Rocky Horror rann sitt
skeið var félagið aðili að uppsetningu á
Hárinu í Barcelona á Spáni og hafði fyr-
ir vikið ekkert leikrit til að sýna þegar
Rocky Horror hætti. Starfsemin hófst
aftur síðastliðið sumar með sýningum á
Sirkus Skara Skrípó og A sama tíma að
ári sem eru á vegum Lofts en auk
þess hafa verið í húsinu aðrar sýn-
ingar, s.s. Áfram Latibær sem not-
ið hefur mikilla vinsælda en
Flugfélagið Loftur er aðili að
sýningunni í samvinnu við
Magnús Scheving.
I lok maí voru áhorf-
endur á sýningar Lofts
því orðnir rúmlega
40 þúsund yfir
veturinn á þessar
þrjár sýningar. Þar
af eru rúmlega 25
þúsund áhorfendur á
sýningar sem ein-
göngu eru á vegum
Lofts. Þetta þýðir að fleiri
áhorfendur hafa komið á
sýningar Lofts en Leikfé-
lags Reykjavíkur og þar með
er félagið orðið næst stærsta
leikhús landsins á eftir Þjóðleikhúsinu.
„Það hefur verið ásetningur að reka
sýningar félagsins með hagnaði og það
hefur tekist," sagði Hallur. „Þær áætlan-
ir sem við höfum gert, hafa alltaf staðist,
enda myndum við hætta að sýna ef við-
komandi sýning stæði ekki undir sér.“
L0FTUR K0MINN Á FLUG
Þrátt fyrír ungan aldur er ljóst að
Flugfélagið Loftur er búið að festa sig
í sessi meðal atvinnuleikhúsa. Velta
ársins 1995 var 44 milljónir, 60 milljón-
ir árið 1996 og að sögn Harðar Þor-
steinssonar, framkvæmdastjóra
verður veltan á þessu ári yfir 100
milljónir.
Flugfélagið Loftur hefur fest tæpar
100 milljónir í húsnæði undir starf-
semi sína en hefur ekki fengið neina
ábyrgð frá opinberum aðilum á lánum
eða öðru sem tengist rekstri félags-
ins. Félagið hefur samtals fengið um
10 milljónir í styrki frá hinu opinbera
síðan það tók til starfa, þar af var
helmingurinn í formi atvinnuátaks
Reykjavíkurborgar og 3 milljónir voru
veittar vegna nýrrar uppsetningar
sem verður frumsýnd í haust.
Árin 1994 til og með 1996 komu
samtals 110 þúsund gestir á sýningar
Lofts, flestir á Hárið eða um 40 þús-
und.
Sé upphæð styrkja frá hinu opin-
bera umreiknuð yfir í styrk á hvern
miða í Loftkastalanum
kemur í ljós að
hæstur var styrkur-
inn árið 1995 eða
219 krónur á
miða en lækkaði niður í 58 krónur á
miða árið 1996 og er áætlaður 39
krónur á miða árið 1997.
Eins og kemur fram hér að framan
er sama tala fyrir stóru leikhúsin allt
önnur og margfalt hærri eða aldrei
lægri en rúmar 3.000 krónur sem
greiddar eru með hverjum leik-
húsmiða og allt upp í 6.600 krónur í
erfiðum árum.
Flugfélagið Loftur er ekki með
neinn leikara á föstum samningi held-
ur eru allir ráðnir í lausamennsku í
einstök verkefni. Öllum eru tryggð
laun fyrir hverja sýningu og síðan er
oft samið um bónusgreiðslur þegar
ákveðnum ijölda sýninga er náð.
„Það getur vel komið til að við sjá-
um okkur hag í því að fastráða leikara
í framtíðinni en ég leyfi mér að full-
yrða að við greiðum hæstu launin sé
tekið mið af fjölda sýninga.“
Stofnkostnaður leiksýningar er eitt
en við hana bætist síðan það sem kall-
að er „keyrslukostnaður“ sem er það
sem kostar að sýna hveija sýningu
fyrir sig. Framlegðin er því munurinn
á þeim kostnaði og aðgöngumiðaverði
á hveiju kvöldi.
- En leggur þá Flugfélagið Loftur
sig fram um að setja upp eins ódýrar
sýningar og kostur er og hafa þannig
lægri framleiðslukostnað en stóru
leikhúsin og kemur það ekki óhjá-
kvæmilega niður á gæðunum?
„Okkar sýningar hafa verið gerðar
af fullum metnaði. Við erum í beinni
samkeppni við hin leikhúsin í bænum
og ef við stöndumst ekki gæðakröfur
þá erum við ekki samkeppnishæfir.
Hárið er t.d. talinn einn glæsilegasti
söngleikur sem hér hefur sést. Við
reynum að setja upp það sem fólk vill
sjá og vitum að fólk vill ekki sjá drasl.
Þannig verður áherslan alltaf að vera á
gæði, hvort sem þú ert að setja upp
léttmeti eða klassísk leikverk. Eg held
að okkar vinnubrögð séu ekki í neinu
frábrugðin í listrænu tilliti því sem
tíðkast í stóru leikhúsunum."
Hallur segir að frá upphafi hafi
Flugfélagið fengið styrki frá ríki og
sveitarfélögum að upphæð 6 milljónir
Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunn-
laugsdóttir hafa fyllt Loftkastalann á tug-
um sýninga á hinum vinsæla gamanleik, Á
sama tima að ári.
64