Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 26
FORSÍÐUEFNI
komumst aftur að sömu niðurstöðu. Menn verða, að mínu
mati, fyrst og fremst að sýna raunsæi í allri áætlanagerð og
hafa úthald. Markmið okkar er að geta lifað mismunandi tíma,
því fyrr eða síðar koma óhagstæðari skilyrði og þá reynir á
þann grunn og þá innviði sem í fyrirtækinu eru og hæfileika
þess til að dafna við erfiðar aðstæður.”
Að sögn Eysteins var því ákveðið að fjárfesta ekki í vélum
og tækjum heldur nýta það sem til var og nota féð frekar til að
greiða niður skuldir þar til þörf yrði fyrir aukin afköst og
hærra tæknistig. „Það tímabil hefur einmitt verið nú á síðustu
misserum. Við ijárfestum td. nýlega í 8 lita prentvél til að
mæta þörfum vandlátari kaupenda en hún ein er ijárfesting
upp á tæpar 90 milljónir króna. Við höfum því ijárfest í vélum
og tækjum fyrir vel á annað hundrað millj-
ónir króna síðustu tvö árin,” sagði Ey-
steinn.
ÚTFLUTNINGUR UNDIRBÚINN
Fleiri grundvallarákvarðanir voru
teknar á þessu stefnumótunartímabili.
„Við ákváðum að aðaláhersla yrði lögð á
virðismeiri vörur, eins og litgreinda
áprentun á umbúðir, og endurskipulagn-
ingu efnahagsreikningsins. Við skuld-
breyttum því lánum og færðum þau yfir í
íslenskar krónur og hófum undirbúning
að útflutningi með því að gera markaðs-
könnun í Evrópu. Okkar niðurstaða varð
sú að miðað við þá áherslu sem við höfð-
um markað í rekstrinum væri okkar styrk-
leiki að sinna prentuðum verkefnum af
háum gæðaflokki, í litlu magni en með
stuttum afgreiðslufresti. Færum við með þessi áhersluatriði á
erlendan markað töldum við okkur eiga prýðilega möguleika.
Allt frá árinu 1993 höfum við því verið að byggja upp útflutn-
inginn smátt og smátt og einbeitum okkur aðallega að Bret-
landi í því sambandi. Utflutningurinn eykst hröðum skrefum
og er tæp 5% í dag en verður vonandi 10% af veltu í lok áratug-
arins. Utflutningur á litprentuðum umbúðum er ennfremur
lykillinn að góðri nýtingu á þeim fjárfestingum sem við höfum
farið út í undanfarið.”
GÆÐAKERFIKOMIÐ Á
Árið 1994 kom Plastprent sér upp vottuðu gæðakerfi sam-
kvæmt ISO 9002 staðlinum sem lið í að breyta sínum áhersl-
um, bæði gagnvart viðskiptavinum innanlands og ekki síður
sem stuðningi við útflutninginn. „Eftir á að hyggja hefur það
verið mjög heilladrjúgt spor, ekki síst vegna þess að þetta
hefur komið á miklum aga og skilvirkni í rekstri. Lykillinn að
okkar árangri er, að mínu mati, mjög samhent og traust
starfsfólk, en hér starfa yfir hundrað manns. Okkar starfs-
mannastefna hefur að miklu leyti verið rekin í gegnum gæða-
kerfið þar sem ráðningarferli, þjálfun og upplýsingagjöf til
starfsmanna eru mjög mikilvægar stoðir. Á síðasta ári fram-
kvæmdum við sjálfsmat til að meta virkni gæðakerfisins og
svo aftur í ár. Þar förum við mjög gagnrýnið í reksturinn og
fundum út að við vissum of lítið um afstöðu starfsmannanna
og viðhorf viðskiptavinanna til okkar. Við létum því gera fyr-
ir okkur tvær viðamiklar kannanir á því síðastliðið haust,
annars vegar vinnustaðagreiningu og hins vegar þjón-
ustukönnun. Á grundvelli þeirra höfum við endurskoðað
okkar starfsmannastefnu með því t.d. að auka vægi þjálfun-
ar, upplýsingagjöf til starfsmanna og endurmenntun. Einnig
erum við smátt og smátt að byggja upp kerfi til að umbuna
starfsfólkinu.”
STÆRSTI EINSTAKISIGURINN
„Við lögðum einnig áherslu á að bæta afkomu fyrirtækis-
ins á þá leið að ef eigendur þess kysu værum við hæfir til að
fara á almennan hlutabréfamarkað, þ.e. að opna fyrirtækið.
Það gerðist einmitt í fýrra en þá var hlutafé aukið í 200 millj-
ónir. Áður var það 96 milljónir, síðan voru
gefin út jöfnunarhlutabréf að verðmæti 74
milljónir og hlutafé aukið um tæpar 30
milljónir á nafnverði, þ.e. genginu 3,25.
Nú, rúmu ári síðar, er gengið rúmlega 8.
Þetta er stærsti einstaki sigurinn í sögu
fyrirtækisins og viðurkenning á farsælu
starfi síðustu fjögurra áratuga. Hluthöf-
um fjölgaði úr sautján í vel á fjórða hund-
rað og okkur þótti sérstaklega ánægjulegt
að mikill meirihluti starfsmanna og mak-
ar þeirra gerðust hluthafar.”
Eysteinn sagði fyrirtækið ekki hafa
verið mjög áberandi gagnvart almenningi
síðustu árin en að það hefði e.t.v. breyst
síðustu vikur og mánuði eftir að fyrirtæk-
ið opnaðist. „Við höfum einnig hafið sókn
í sölu á neytendavörum, sem nú stendur
sem hæst með kynningu á nýrri neyt-
endalínu, þ.e. heimilispokalínu sem kynnt er af talsmanninum
„Ráðhildi” undir nafninu Pokahornið. Fram að þessu hefur
samband okkar fyrst og fremst verið beint við viðskiptavinina,
enda 70-80% þeirra verkefna, sem við vinnum, sérframleiðsla
en nú erum við staðráðnir í að auka markaðshlutdeild okkar
þar sem hún hefur verið hvað lægst, þ.e. í innfluttum endur-
söluvörum og lagervörum.”
HAGSTÆÐ YTRI SKILYRÐI
„I dag er Plastprent traust iðnfyrirtæki með mikla vaxtar-
möguleika og mjög dýrmætan hóp viðskiptavina í öllum at-
vinnugreinum, viðskiptavina sem munu á naestu árum hafa
þörf fyrir fjölbreyttari og vandaðari umbúðir. Eg held að okk-
ar gæfa síðustu tíu árin hafi að stórum hluta komið utan frá
en fyrirtækið hefur líka alla tíð haft stjórnendur sem hafa
skilið farveg markaðarins og þróast með mjög ijölbreyttum
og traustum viðskiptamannahópi.
Stöðugleikinn í efnahagslífinu, sem hér hefur ríkt, hefur
gegnt lykilhlutverki í þessari endurskipulagningu og gefið
okkur frið til að vinna að málum og gera langtímaáætlanir.
Einnig hefur gæðakerfið skipt sköpum. Það er orðið þunga-
miðjan í fyrirtækinu þar sem allir okkar ferlar og öll okkar að-
ferðarfræði er skráð. Það hefúr veitt okkur verulega aukinn
aga og gert okkur auðveldara að vinna að úrbótum og raða
þeim í forgangsröð.” 33
HEILRÆÐI!
1. Leggiö áherslu á stefnumótun.
Dreifið ekki athyglinni. Sinnið því
sem fyrirtækiö kann best.
2. Sýnið raunsæi í áætianagerö • og
hafið úthald. Markmiðið er að geta
lifað af mismunandi tíma.
3. Slakið aldrei á í kröfum um gæði
framleiðslunnar.
4. Komið upp afkastahvetjandi launa-
kerfi ■ ef það er hægt.
5. Opnið fyrirtækin. Fáið frekar fé til
framkvæmda hjá hluthöfum en
lánastofnunum.
26