Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 78
Hampiðjan er gott dæmi um fyrirtæki, sem málað hefur verið í nokkrum sterkum litum. Hér hafa menn sýnt dirfsku
í litavali, að mati Nikulásar Ulfars, dirfsku sem gjarnan mætti sjást víðar.
„Ég er ekki frá því að þetta sé rétt
lýsing á litaþreytingunum, nema
hvað mín tilfinning er að sú að frels-
ið sé nú að verða meira hérna hjá
okkur en fýrir einum til tveimur ára-
tugum. Þá máluðu allir hvítt og ekki
kom annað til greina. Menn viku
ekki frá því, sem var í tísku, og eng-
inn vildi vera öðruvísi en nágrann-
inn,” segir Nikulás Úlfar. Þegar und-
anhald hvíta litarins hófst varð það
með þeim hætti að þeir huguðustu
fóru hægt og varlega að blanda
rauðu, gulu eða gráu saman við hvítu
málninguna svo úr varð bleikt eða
ljósrautt, ljósgult eða Ijósgrátt, „en
síðan hafa litirnir alltaf verið að
styrkjast. Þessu næst var farið að
mála einn eða tvo veggi í pastellitum.
Nú erum við loks komin yfir í jarðlit-
ina og gjarnan farin að mála heilu
húsin í þeim litum. Hvítt hefur þrátt
fyrir það alltaf sterka stöðu á mark-
aðnum og hefur alls ekki horfið af
húsveggjunum þótt aðrir litir séu
komnir til sögunnar.”
Nikulás segir að sér finnist það hið
besta mál að menn séu svolítið kaldir
þegar þeir velji liti á hús, hvort heldur
eru fyrirtæki eða íbúðarhús. „Við eig-
um að mála húsin okkar í litum, og þá
helst jarðlitum, til þess að fá hlýju í
umhverfið af því að við lifum hér í snjó
og gráma í níu mánuði á ári,” bætir
hann við, „og það er oft ansi litlaust í
kringum okkur. Þó ber að fara með
mikilli aðgát. Slæmir litir geta eyðilagt
góða byggingarlist, en vel hugsuð lita-
samsetning getur einnig lyft upp
slæmri byggingarlist.
Því er ætíð ráðlegt að
fá faglega ráðgjöf
varðandi litaval. Við
sjáum allt of víða liti
sem hreinlega eru
ekki útilitir og ætti því ekki að nota á
hús og umhverfið verður þar af leið-
andi hálf afkáralegt.”
-Erum við ef til vill að færast yfir í
liti eins og við sjáum á eldri húsum,
meðal annars húsunum hjá ykkur í
Arbæjarsafni?
, Já, við höfum verið að nálgast jarð-
litina sem voru notaðir í gamla daga.
Fyrir 60 til 70 árum, og þaðan af fyrr,
hafði fólk ekkert annað en þessa jarð-
liti og það eru þeir sem eru nú að
koma aftur.”
SKORT HEFUR A VIÐHALD
-Heldurðu að endurbætur gamalla
húsa og það að verið er að færa þau til
upprunalegs útlits, hafi þá ef til vill
áhrif á litaval okkar hinna þegar við
málum húsin okkar, þótt nýrri séu?
„Ég er alls ekki frá því að svo sé.
Við sáum mikið af gömlum húsum
sem er verið að gera upp til dæmis í
Þingholtsstræti og í Grjótaþorpi. Hús-
in hafa verið máluð í
upprunalegum litum og
þar fær fólk tækifæri til
þess að sjá þessa hlýju
liti í réttu umhverfi. Það
hlýtur að hafa áhrif,
samanber Pósthúsið og áhrif þess á
litaval. „Pósthúsrautt” er komið víða,
til dæmis á Japishúsið við Brautarholt.
En talandi um viðhald bætir Niku-
lás Úlfar við: „Það hefur verið nokkuð
áberandi í gegnum árin hversu illa við-
haldi er oft sinnt á atvinnuhúsnæði.
Maður skyldi ætla að það væri fyrir-
tæki til framdráttar að ytri búnaður
þess sé snyrtilegur, ekki síst nú á tím-
um þegar mikið er rætt um ímynd fyr-
irtækja í sambandi við aukinn hlut í
markaði." 33
TEXTI:
Fríða Björnsdóttir
78