Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 40
NÆRMYND STJÓRNUN SIGURÐAR Hann tekur menn tali, spyr hvernig gangi og ýtir á hæglátan hátt á eftir því sem hann vill að sé gert. Þannig veit hann nákvæmlega á hverjum tíma hvernig púlsinn slær í hinum ýmsu afkimum ísfélagsins. Hann gengur ekki með fílófax og sést aldrei skrifa neitt hjá sér, s.s. fundartíma eða þessháttar, og veit alltaf hvaða tíma hann hefur lausan þegar ákveða þarf fund. Hann er manna stundvfsastur og gleymir aldrei fundi. 24.7.1921 í Reykjavík og Einar Sigurðs- son útgerðarmaður f. 7.2.1906 í Vest- mannaeyjum. Systkinin voru 10 talsins og eru Guðríður, hjúkrunarfræðingur f. 1948, Elísabet meinatæknir, f. 1949, Sig- urður forstjóri, f. 1950, Ágúst prófessor, f. 1952, Svava kennari, f. 1953, Ólöf pró- fessor, í. 1956, Helga, meinatæknir f. 1958, Sólveig kennari, f. 1959, Auður ís- lenskufræðingur, f. 1962 og Elin, kenn- ari f. 1964. Um ættir Sigurðar má segja að föður- ættin sé úr Vestmannaeyjum og Reykja- vik en móðurættin að mestu norðan úr Skagafirði þó að móðir hans sé fædd í Saurbæ á Kjalarnesi. Segja má að af þessum stóra systk- inahóp hafi aðeins bræðurnir fetað í fót- spor föður síns en Ágúst Einarsson, bróðir Sigurðar, hefur verið talsvert áberandi í þjóðlífinu fyrir kennslu, fræði- störf og setu á Alþingi fyrir Þjóðvaka. Ágúst er meðal stærstu hluthafa í Granda hf. og tekur þannig þátt í sjávar- útveginum en Ágúst tók við rekstri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík sem var síðan sameinuð Bæjarútgerð Reykjavíkur þegar Grandi hf. var stofn- aður. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja var annað fyrirtæki í eigu Einars Sigurðs- sonar og Sigurður settist þar við stjórn- völ. Það var síðan í mikilli hagræðingu 1991-1992 sem Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja og Isfélag Vestmannaeyja voru sameinuð undir nafni hins síðar- nefnda. 25 ÁRA GAMALL FORSTJÓRI HRAÐFRYSTISTÖÐVARINNAR Sigurður varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1970 og nam síð- an lögfræði við Háskóla Islands og út- skrifaðist þaðan 1974. Hann lauk því námi á einum skemmsta tíma sem þá hafði þekkst. Hann fór þó ekki að starfa sem lögfræðingur heldur fór til Vest- mannaeyja að vinna í Hraðfrystistöðinni og varð forstjóri þess fyrirtækis 1975 að- eins 25 ára gamall. Hann gegndi því starfi allt til 1992 þegar hann varð for- stjóri ísfélags Vestmannaeyja við sam- einingu þessara tveggja fyrirtækja og hefur verið það síðan. Þótt starfsvett- vangur Sigurðar hafi jafnan verið í sjáv- arútvegi lét hann lögfræðina ekki alger- lega liggja í láginni því hann fékk starfs- réttindi sem héraðsdómslögmaður 1983 og hefur skrifað greinar um lögfræðileg efni í Ulfljót, timarit laganema. Sigurður hefur tekið nokkurn þátt í félagsmálum, bæði á vettvangi sinnar starfsgreinar og einnig í stjórnmálum. Hann sat í stjórn SÍF frá 1976 - 1989 og í varastjórn LÍÚ frá sama tíma. Hann hef- ur átt sæti í stjórn Tryggingamiðstöðv- arinnar frá 1977, í stjórn Vinnuveitenda- félags Vestmannaeyja frá 1980, í stjórn SIGURÐUR Nafn: Sigurður Einarsson. Starf: Forstjóri. Aldur: 46 ára. Fæddur: 1. nóvember 1950 í Reykjavík. Fjölskylduhagir: Kvæntur Guöbjörgu Matthías- dóttur og þau eiga fjóra syni. Foreldrar: Einar Sigurðsson útgerðarmaður og Sólborg Svava Ágústsdóttir. Systkin: Guöríður hjúkrunarfræðingur, f. 1948, Elísabet meinatæknir, f. 1949, Sigurður for- stjóri, f. 1950, Ágúst prófessor, f. 1952, Svava kennari, f. 1953, Ólöf prófessor, f. 1956, Helga meinatæknir, f. 1958, Solveig kennari, f. 1959, Auður íslenskufræðingur, f. 1962 og Elín kenn- ari, f. 1964. Áhugamál: Starfið, bóka- og blaðasöfnun og stjórnmál. Stjórnandi: Fylgist vel með öllum rekstri, í stöð- ugu sambandi við allar deildir, ýtinn, íhaldssamur og vel skipulagður. Útvegsbændafélags Vestmannaeyja frá 1982, í stjórn útibús Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum frá 1985 og í varastjórn félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda frá 1988. Sigurð- ur hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins frá 1985 og verið bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum frá 1986 og ræðis- maður Finnlands í Vestmannaeyjum frá 1986. Loks situr hann í stjórn Skeljungs. Sigurður er kvæntur, Guðbjörgu Matthíasdóttur kennara við Barnaskóla Vestmannaeyja f. 14.3. 1952. Foreldrar hennar voru Kristín S. Magnúsdóttir og Matthías Jónsson framkvæmdastjóri. Matthías er ættaður frá Þórshöfn á Langanesi en Kristín norðan af Strönd- um, frá Litlu-Ávík í Reykjarfirði. Guðbjörg á tjögur systkini sem eru Einar byggingafræðingur, f. 1947, Mar- grét leikskólastjóri, f. 1950, Svandís hjúkrunarfræðingur, f. 1953 og Viðar Már, lögfræðingur og prófessor við Há- skóla Islands, f. 1954. Sigurður og Guðbjörg búa í Birkihlíð 17 og eiga fióra syni. Einar, f. 1977, Sig- urð, f. 1979, Magnús, f. 1985 og Kristín, f. 1989. LIFANDI EFTIRMYND FÖÐUR SÍNS Sigurður er alinn upp í hjarta Reykja- víkur, nánar tíltekið á Bárugötu 2. Hann gekk í Miðbæjarskólann við Tjörnina og fór þaðan í MR. Sigurður var alla tíð mjög handgenginn föður sínum og tók hann mjög sér tíl fyrirmyndar. Sigurður var snemma fullorðinslegur í útíliti og framgöngu og segja sumir að útlit hans hafi lítt breyst frá því að hann var 16 ára. Kunnugir segja að þegar þeir feðgar Sig- urður og Einar gengu vestur Austur- stræti á leið heim á Bárugötu, báðir í frakka og skóhlífum, hafi baksvipur þeirra verið nákvæmlega eins því Sig- urður lagði sig eftír því að temja sér göngulag föður síns og gekk með hend- ur á baki nokkuð álútur. Þessi minning er frá þeim tíma þegar Sigurður var 12- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.