Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 35
Hér verða rakin nokkur athyglisverð hlutabréfavið- skipti á undanfórnum árum. Flest eiga pað sam- eiginlegt að hafa verið mjög í fréttum - og hafa vakið verðskuldaða athygli pegarþau áttu sérstað. Umfjöllunin segir hins vegar ekkert til um pað hvar í röðinni pau eru yfir umfangsmestu hluta- bréfaviðskipti hér á landi. Pétur Blöndal alþingis- maður. Hann seldi 51% hlut sinn í Kaupþingi árið 1990 á 115 milljónir króna. Það jafhgildir 140 milljónum á núverandi verðlagi. Pétur greiddi 30 milljónir í skatt af sölunni og dreifðist sá skattur niður á nokkur ár. ÖNNUR ATHYGLISVERÐ HLUTABRÉFAKAUP KAUP BÁSAFELLS Á NORBURTAWGANUM; UM 550 MIIXJÓNIR Útgerðarfyrirtældð Básafell á Vestíjörðum keypti í lok síð- asta árs Hraðfrystihúsið Norðurtangann á ísafirði fyrir 550 milljónir ki'óna. Nýir eigendur félagsins ákváðu fljótlega að selja hlut Norðurtangans í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og kom tilboð í hlutinn frá Lífeyrissjóði verslunarmanna upp á 475 milljónir króna. Sölumiðstöðin neytti ekki forkaupsréttar síns en það gerðu hins vegar aðrir eigendur Sölumiðstöðvarinnar og gengu þeir inn í kaupin svo ekkert varð úr sölunni til Lífeyris- sjóðs verslunarmanna. Básafell var stofnað 1992 en í nóvember sl. sameinuðust íjögur fé- lög undir nafni Básafells; Básafell, Togaraútgerð ísaljarðar, Útgerðarfélagið Sléttanes hf. og Ritur hf. Olíufélagið hf. er stærsti hluthafinn í Básafelli og er hlutur þess um 33,9%. SALAN A ALÞJOÐA LIFTRYGGINGAFELAGINU; UM 200 MILLJ0NIR Seint á síðasta ári keypti Kaupþing Alþjóða líftryggingafé- lagið af Sigurði Njálssyni og ijölskyldu. Kaupverð var ekki gefið upp en samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar var það um 200 milljónir. Ólafur Njáll Sig- urðsson, sonur Sigurðar Njálssonar og framkvæmdastjóri Alþjóða líftryggingafélags- ins, er áfram framkvæmdastjóri félagsins þrátt fyrir eigendaskiptin. KAUP STÖÐVAR 2 í DV; UM 200 MILLJÓNIR Viðskipti með hlutabréf í fjölmiðlum virðast jafnan vekja meiri áhuga og athygli en viðskipti með hlutabréf í öðrum fyr- irtækjum. Það er ákveðinn ljómi í gangi. Þannig voru kaup Islenska útvarpsfélagsins á 35% hlutabréfa í Frjálsri fjölmiðl- un, DV, af Sveini R. Eyjólfssyni snemma á árinu 1995 mjög í eldlínunni og mikið um þau ijallað. Kaupverðið var ekki gef- ið upp en það mun hafa verið í kringum 200 milljónir króna, samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar. Daginn áður en Islenska útvarpsfélagið keypti hlutinn af Sveini hafði Hörður Einarsson selt Sveini helmingshlut sinn í Fijálsri ijölmiðlun. Sveinn var því að endurselja stóran hlut af þeim hlutabréfum sem hann hafði keypt af Herði deginum áður. Vart þarf að taka fram að Sveinn R. Eyjólfsson er langstærsti eigandi Fijálsrar fjölmiðlunar og á um 2/3 í félag- inu. SALAN Á HLUT BJARNA Í VINNSLUSTÓDINNI; 190 MILUÓNIR Einhver rafmögnuðustu hlutabréfaviðskipti síðustu ára áttu sér stað haustið 1994 þegar íslenskar sjávarafurðir keyptu hlut Bjarna Sighvatssonar og nánustu skyldmenna hans í Vinnslustöðinni á um 180 milljónir. Kaupverð var ekki gefið upp. En samkvæmt heimildum Fijálsrar verslunar fékk Bjarni, sem er faðir Sighvats, framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar, í kringum 140 milljónir í sinn hlut en nánustu skyldmenni hans samtals í kringum 40 milljónir. Um heildar- pakka var að ræða. Jafnframt var gert frægt samkomulag við Islenskar sjávarafurðir um að þær tryggðu kaupendur að 250 milljóna króna hlutafé í 300 milljóna hlutafjárútboði Vinnslu- stöðvarinnar sem Handsal sá um í desember þetta ár. Eftir söluna á sínum hlut í Vinnslustöðinni íjárfesti Bjarni meðal annars verulega í SÍF hf. Sala Bjarna og hans nánustu skyldmenna á hlutnum í Vinnslustöðinni haustið 1994 jafngildir um 190 milljónum á núverandi verðlagi. SALA BÚNAÐARBANKANS Á KAUPÞINGI; UM150 MILLJÓNIR Á síðasta ári seldi Búnaðarbankinn Sparisjóðunum þann helmingshlut í Kaupþingi sem hann hafði keypt af Pétri Blön- dal haustið 1990. Söluverðið var á um 150 milljónir króna. Jafiiframt stofnaði Búnaðarbankinn sitt eigið fyrirtæki, Búnaðarbankann Verðbréf, til að annast verðbréfaviðskipti fyrir hönd bankans - raunar er um svið innan bankans að ræða fremur en sjálfstætt fyrirtæki. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.