Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 33
SALA SUNDS HF. í OLÍS;
UM 1,0 MILLJARÐUR
Það var laugardagur, 20. mars
1995. Skömmu fyrir hádegi boðuðu
ESSO og Texaco skyndilega til
blaðamannafundar eftir hádegi á
Hótel Sögu. Fyrirvarinn var stuttur
og tilefnið ekki gefið upp - aðeins
tilkynnt að það yrði stórfrétt sögð á
fundinum. Og það var hverju orði
sannara! Gunnþórunn Jónsdóttir,
ekkja Óla heitins í Olís, aðaleigandi
Sunds hf. hafði selt Olíufélaginu
hf., ESSO, og Texaco 45% hlut
Sunds í Olís á um 1 milljarð króna.
KAUP ÚTVEGSBANKANS HF; UM 1,2 MILLJARÐAR
Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn og Alþýðubankinn
keyptu 768 milljóna króna hlut ríkisins í Útvegsbanka íslands
hf. á um 1,1 milljarð króna árið 1989. Endanlegt söluverð varð
hins vegar lægra, eða um 960 milljónir. Upp kom ágreiningur
á milli ríkisins og kaupendanna um virði ákveðinna útlána og
kvað bankaeftirlitið upp úr um að kaupverðið skyldi lækkað
um 140 milljónir. í framhaldi af því voru þessir íjórir bankar
sameinaðir í einn banka, íslandsbanka, sem
tók til starfa í ársbyrjun 1990. Um var að ræða
einhveija mestu sameiningu í fyrirtækjarekstri
á Islandi hin síðari ár. Hlutafé i Útvegsbankan-
um hf. var 1 milljarður að nafhverði og skiptist
á milli ríkisins, sem átti 768 milljónir króna, og Fiskveiðasjóðs
Islands, sem átti afganginn, eða 232 milljónir króna, en sá hlut-
ur gekk inn í Islandsbanka. Framreiknuð er sala Útvegsbank-
ans hf. um 1.180 milljónir á núverandi verðlagi.
HLUTUR SAMBANDSINS I ESS0 „SELDUR“; TÆPIR 1,2 MILUARÐAR
Hinn 24. nóvember 1992 keypti Olíufélagið hf. hlut í sjálfu
sér. Þetta var hlutur Sambandsins í félaginu og greiddi Olíu-
félagið um 1.050 milljónir króna fyrir hann. Landsbankinn
var með þessi hlutabréf að handveði vegna erfiðleika Sam-
bandsins. Nafnverð þessara hlutabréfa var um 210 milljónir
króna og var um 32% af öllu hlutafé i félaginu. Félagið keypti
því bréfin á genginu 5,0. Olíufélagið seldi bréfin ekki aftur
heldur ógilti þau - hlutafé í félaginu var fært niður um þessa
1,2
Qárhæð - í 503 milljónir að nafnvirði.
Jafnframt efndi félagið til hlutafjárút-
boðs upp á 50 milljónir sem hluthafar keyptu
og neyttu þar með forkaupsréttar síns. Þess
má geta að hlutafjárlög á þessum tíma kváðu á
um það að félög mættu að jafnaði aðeins eiga 10% hlut í sér
sjálfum. Reglurnar voru þannig að væri keyptur stærri hlutur
yrði að selja hann innan þriggja mánaða. Framreiknuð jafh-
gilda kaupin á hlut Sambandsins í ESSO um 1.160 milljónum
króna á núverandi verðlagi.
MINNIHLUTINN í STÖÐ 2 KEYPTUR ÚT; UM 1,1 MILUARÐAR
Þegar Útherji hf., félag meirihlutans í íslenska útvarpsfé-
laginu undir forystu Jóns Olafssonar í Skífunni, Siguijóns Sig-
hvatssonar, kvikmyndagerðarmanns í Hollywood, Jóhanns J.
Ólafssonar, eiganda samnefnds fyrirtækis, og Haraldar Har-
aldssonar í Andra, keypti minnihlutann í Stöð 2 út sumarið
1995 á um 1,0 milljarð króna komu þau kaup ekki bara á óvart
- heldur þótti mörgum þau lítt skiljanleg. Til hvers að nota
hluta af stóra láninu hjá Chase Manhattan bankanum í New
1,1
York til að kaupa minnihlutann út úr
félaginu og stórauka þar með kröfur
um arðsemi Islenska útvarpsfélagsins - og
voru þær þó ærnar fyrir vegna mikilla skulda
félagsins og stærstu hluthafanna? Meirihlut-
inn keypti hlutabréf minnihlutans, um 254 milljónir að nafn-
virði - og sem námu um 46% af heildarhlutafé í félaginu - á
genginu 4,0, eða fyrir 1.016 milljónir. Framreiknuð jafngilda
kaup meirihlutans á hlut minnihlutans um 1.046 milljónum á
núverandi verðlagi.
MYNDIR: GEIR 0UFSS0N
33