Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 73
sinni.
OTO
W--r^ «Sn««á6kU' Þega'
án efa ímyndað sér að þeir séu komnir á
gangstéttarveitingahús í París þegar
þeir sitja undir glerhiminum á sólskins-
dögum og séu að horfa á iðandi götulíf-
ið fyrir utan.
Kristinn bendir okkur einnig á að
reynt hafi verið að haga því svo að allir
starfsmenn fyrirtækisins gætu setið við
glugga og alls staðar er hægt að opna
glugga og þar af leiðir að húsið er að
mestu sjálfloftræstandi. Loftræsting er
frá sal í kjallara, miðrými og öllum lok-
uðum rýmum. Skapar þetta mun betra
loft en menn þurfa víða að
búa við þar sem treyst er
algjörlega á loftræstibúnað
sem brenna vill við að ekki
sé alltaf í fullkomnu lagi.
FALLEGA BÚIÐ HÚS
Gestir, sem koma í ÍS
húsið, veita því fljótt eftir-
tekt að þar er mikið af
fallegum málverkum,
ljósmyndum og plakötum
auk annarra listmuna. Að
sögn Kristins var það
Sjofn Har myndlistarmað-
ur sem var listfræðilegur
ráðgjafi við litaval og upp-
setningu mynda. Fyrir-
tækið átti svolítið mál-
verkasafn frá fyrri tíð, en
líklega eru menn nokkuð
hógværir þegar þeir taka þannig til
orða því þarna eru verk eftir Kjarval,
Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal og
Nínu Sveinsdóttur, svo nokkrir séu
nefndir. Auk fjölda málverka prýða
veggina ljósmyndir, sumar hveijar af
skipum sem tengja umhverfið vel
starfsemi fyrirtækisins.
I kjallara undir tengibyggingunni
er rúmgóður salur sem tekur á annað
hundrað manns í sæti. Þar segir Krist-
inn að haldnir séu allir fundir fyrirtæk-
isins, nema aðalfundurinn, enda eru
hluthafar um 500 og myndu ekki kom-
ast fyrir þarna. Gert er ráð fyrir að
nýta megi salinn til dæmis til líkams-
ræktar ef ákveðið yrði, því baðaðstaða
er í tengslum við hann. í kjallaranum
er líka heili fyrirtækisins eða hjarta,
hvort heldur menn vilja kalla tölvu- og
símamiðstöðina sem nauðsynleg er í
Artoleumgólfdúkur, sem er firá Kjar-
an, mætir hér parketinu sem er á
hluta þessarar hæðar. Parketið er frá
Teppalandi. I horninu eru þægilegir
stólar ef fólk þarf að setjast niður og
ræða saman. Oll ljós eru Lúmex,
sem hannaði alla lýsingu.
sérhveiju stórfyrirtæki. Reyndar seg-
ir Kristinn að á leiðinni sé ný móður-
tölva sem muni taka aðeins lítið brot
af því rými sem nú fer undir þá sem
fyrir er.
Eins og fram kom í
upphafi var gengið frá lóð
fyrirtækisins og var það
verk nær fullbúið í nóv-
ember eftir að starfsemin
flutti í Sigtúnið. Það var
Landmótun hf., sem
skipulagði lóðina. Svo vel
tókst til um skipulagn-
ingu og framkvæmd að í
ágúst í fyrra var íslensk-
um sjávarafurðum veitt
viðurkenning Umhverfis-
málaráðs Reykjavíkur.
Það er því líklega ekki of-
sagt að flutningur ís-
lenskra sjávarafurða í nýtt
hús hafi tekist með ein-
dæmum vel og það hvarfl-
ar líklega ekki að neinum
að betra hefði verið að
leigja eða kaupa gamalt húsnæði und-
ir starfsemina sem hefði án efa þurft
að breyta og bæta með tilheyrandi til-
kostnaði. 33
Fundarsalur framkvæmdaráðs er fallega búinn húsgögnum
eins og reyndar húsið allt, og þar eru málverk gömlu meist-
aranna á veggjum. Gluggatjöldin eru frá Sólargluggatjöld-
um.
73