Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 65
Hallur Helgason hefiir ærna ástæðu til að vera brosmildur. Loftkastalinn er orðinn næststærsta leikhús landsins, næst-
ur á eftir Þjóðleikhúsinu. Leikhúsið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg og nýtur sáralítílla opinberra styrkja. Það er
rífandi gangur á Loftkastalanum og áætlanir aðstandenda hans engir loftkastalar. Hallur segist aldrei hafa sett upp sýn-
ingu með tapi. Hann er einn þriggja eigenda Loftkastalans og leikstjóri A sama tíma að ári. Meðeigendur hans eru
Baltasar Kormákur og Ingvar Þórðarson.
FVmynd: Geir Olafsson
sem hefur reyndar ekki enn allt verið
greitt út. Helmingur þess er vegna
nýs íslensks leikrits eftir Þorvald Þor-
steinsson sem verður frumsýnt í
haust.
„Ég tel að við höfum bætt við leik-
húsflóruna og höfðað til hóps sem
fram til þessa hafði ekki sótt mikið í
leikhúsin."
Hvað vill Hallur segja um sambúð-
ina og samstarfið við stóru leikhúsin,
Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið.
„Þjóðleikhúsið hefur verið okkur
velviljað og starfað með okkur í
ákveðnum málum. Þeir búa við aðrar
forsendur en við. Við getum ekkert
verið að kvarta undan þvi að þetta sé
ójafn leikur. Það eina, sem okkur
finnst athugavert, er að samkeppnin
er ekki jöfii þegar opinbert leikhús,
eins og Borgarleikhúsið er að selja
leikhúsmiðana á „tveir fýrir einn“
tilboðum eins og pizzastaður og
undirbjóða á útleigumarkaðnum. Þeg-
ar annar aðilinn nýtur ekki opinberra
styrkja verður sá leikur aldrei jafn.“
Þó að hér hafi einkum verið tjallað
um stóru leikhúsin tvö og Loftkastal-
ann eru talsvert mörg önnur leikhús
sem geta gert tilkall til þess að teljast
atvinnuleikhús. Ekkert þeirra hefur
þó haldið uppi starfsemi sem kemst
neitt í hálfkvisti við þessi þrjú hvaða
mælikvarði sem er notaður. Þarna
mætti nefna Hermóð og Háðvöru í
Hafnarfirði sem hefur notið mikilla
vinsælda og fékk 18 milljóna króna
styrk á síðasta ári, Möguleikhúsið,
Frú Emilíu, P-.leikhópinn og fleiri sem
hafa sett upp fleiri en eina sýningu en
teljast varla halda uppi reglulegri
starfsemi.
Ljóst er að leikhúslífið á íslandi er
að breytast. Samkeppni við stóru leik-
húsin fer vaxandi, sýningar standa í
auknum mæli allt árið frekar en hið
hefðbundna leikár sem markast frá
hausti til vors. Leikhúsin keppa oftast
sín á milli um hylli áhorfenda en mörg
dæmi eru um samvinnu ólíkra leik-
húsa um einstök verkefiii. Þannig hef-
ur Flugfélagið Loftur unnið verkefni í
samvinnu við Þjóðleikhúsið sem að
óreyndu mætti ætla að skilgreindi þá
sem keppinaut. Það gefur ástæðu til
að ætla að þessi ólíku rekstrarform
listalífsins geti blómstrað hlið við hlið.
EKKIÁ VÍSAN AÐ RÓA
Af mörgu, sem hér kemur fram,
má ljóst vera að það er áhættusöm at-
vinnugrein að gera út leikhús. Samt
eru stöðugt fleiri sem freista gæfunn-
ar og einkum eru það söngleikir sem
virðast draga að sér áhorfendur. Jesús
Kristur Súperstar, Hárið og Stone
Free drógu til sín gesti í tugum þús-
unda og sjálfsagt finnst mörgum við
hæfi að llokka Þrek og tár t Þjóðleik-
húsinu sem söngleik. Fiðlarinn á þak-
inu er nú á íjölum Þjóðleikhússins og
stutt er síðan Saga úr Vesturbænum
heillaði marga þar. Vinsældir söng-
leikja eru ekki síst meðal ungs fólks
sem sést best á því að skólasýningar
framhaldsskólanna eru nær eingöngu
söngleikir.
Það er samt ekki á visan að róa því
stundum falla söngleikir með bravúr
og enginn eða fáir koma til að sjá
dýrðina. Hér mætti nefna söngleiki
eins og Sumar á Sýrlandi og Fögru
veröld sem dæmi um söngleiki sem
fengu mun færri áhorfendur en reikn-
að var með.
Um þessar mundir er verið að
frumsýna í Reykjavík söngleikinn
Evitu eftír Andrew Lloyd Webber. Það
er P-leikhópurinn sem stendur að
uppsetningunni. Söngleikurinn verð-
65