Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.04.1997, Qupperneq 33
SALA SUNDS HF. í OLÍS; UM 1,0 MILLJARÐUR Það var laugardagur, 20. mars 1995. Skömmu fyrir hádegi boðuðu ESSO og Texaco skyndilega til blaðamannafundar eftir hádegi á Hótel Sögu. Fyrirvarinn var stuttur og tilefnið ekki gefið upp - aðeins tilkynnt að það yrði stórfrétt sögð á fundinum. Og það var hverju orði sannara! Gunnþórunn Jónsdóttir, ekkja Óla heitins í Olís, aðaleigandi Sunds hf. hafði selt Olíufélaginu hf., ESSO, og Texaco 45% hlut Sunds í Olís á um 1 milljarð króna. KAUP ÚTVEGSBANKANS HF; UM 1,2 MILLJARÐAR Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn og Alþýðubankinn keyptu 768 milljóna króna hlut ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. á um 1,1 milljarð króna árið 1989. Endanlegt söluverð varð hins vegar lægra, eða um 960 milljónir. Upp kom ágreiningur á milli ríkisins og kaupendanna um virði ákveðinna útlána og kvað bankaeftirlitið upp úr um að kaupverðið skyldi lækkað um 140 milljónir. í framhaldi af því voru þessir íjórir bankar sameinaðir í einn banka, íslandsbanka, sem tók til starfa í ársbyrjun 1990. Um var að ræða einhveija mestu sameiningu í fyrirtækjarekstri á Islandi hin síðari ár. Hlutafé i Útvegsbankan- um hf. var 1 milljarður að nafhverði og skiptist á milli ríkisins, sem átti 768 milljónir króna, og Fiskveiðasjóðs Islands, sem átti afganginn, eða 232 milljónir króna, en sá hlut- ur gekk inn í Islandsbanka. Framreiknuð er sala Útvegsbank- ans hf. um 1.180 milljónir á núverandi verðlagi. HLUTUR SAMBANDSINS I ESS0 „SELDUR“; TÆPIR 1,2 MILUARÐAR Hinn 24. nóvember 1992 keypti Olíufélagið hf. hlut í sjálfu sér. Þetta var hlutur Sambandsins í félaginu og greiddi Olíu- félagið um 1.050 milljónir króna fyrir hann. Landsbankinn var með þessi hlutabréf að handveði vegna erfiðleika Sam- bandsins. Nafnverð þessara hlutabréfa var um 210 milljónir króna og var um 32% af öllu hlutafé i félaginu. Félagið keypti því bréfin á genginu 5,0. Olíufélagið seldi bréfin ekki aftur heldur ógilti þau - hlutafé í félaginu var fært niður um þessa 1,2 Qárhæð - í 503 milljónir að nafnvirði. Jafnframt efndi félagið til hlutafjárút- boðs upp á 50 milljónir sem hluthafar keyptu og neyttu þar með forkaupsréttar síns. Þess má geta að hlutafjárlög á þessum tíma kváðu á um það að félög mættu að jafnaði aðeins eiga 10% hlut í sér sjálfum. Reglurnar voru þannig að væri keyptur stærri hlutur yrði að selja hann innan þriggja mánaða. Framreiknuð jafh- gilda kaupin á hlut Sambandsins í ESSO um 1.160 milljónum króna á núverandi verðlagi. MINNIHLUTINN í STÖÐ 2 KEYPTUR ÚT; UM 1,1 MILUARÐAR Þegar Útherji hf., félag meirihlutans í íslenska útvarpsfé- laginu undir forystu Jóns Olafssonar í Skífunni, Siguijóns Sig- hvatssonar, kvikmyndagerðarmanns í Hollywood, Jóhanns J. Ólafssonar, eiganda samnefnds fyrirtækis, og Haraldar Har- aldssonar í Andra, keypti minnihlutann í Stöð 2 út sumarið 1995 á um 1,0 milljarð króna komu þau kaup ekki bara á óvart - heldur þótti mörgum þau lítt skiljanleg. Til hvers að nota hluta af stóra láninu hjá Chase Manhattan bankanum í New 1,1 York til að kaupa minnihlutann út úr félaginu og stórauka þar með kröfur um arðsemi Islenska útvarpsfélagsins - og voru þær þó ærnar fyrir vegna mikilla skulda félagsins og stærstu hluthafanna? Meirihlut- inn keypti hlutabréf minnihlutans, um 254 milljónir að nafn- virði - og sem námu um 46% af heildarhlutafé í félaginu - á genginu 4,0, eða fyrir 1.016 milljónir. Framreiknuð jafngilda kaup meirihlutans á hlut minnihlutans um 1.046 milljónum á núverandi verðlagi. MYNDIR: GEIR 0UFSS0N 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.