Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Síða 6

Frjáls verslun - 01.04.1997, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN TIL HAMINGJU! Það er mikil vinna að halda fyrirtækjum frískum og síungum- og láta hjarta þeirra slá í takt við örar og sí- felldar breytíngar viðskiptalífsins. Það er Iika mikið verk að stofria fyrirtæki og láta þau halda velli. Mörg fyrirtæki eru stofnuð á hverju ári og mörg hætta - hvort heldur sem þau verða gjaldþrota eða eigendur þeirra missa áhugann. Þannig er þetta út um allan heim. Það telst í raun stórgott ef fyrirtæki nær 30 ára aldrinum - flest hætta á fyrsta ári, eða á fyrstu fimm ár- unum. Þess vegna er ástæða til að óska stjórnendum og starfsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ná háum aldri, til ham- ingju með árangurinn!! Allt er í heiminum hverfult Enginn, sem ræður sig tíl fyrirtækis, getur leng- ur gert ráð fyrir því að hann verði þar um aldur og ævi - að hann sé búinn að koma sér vel fyrir, eins og það er stund- um nefnt Kannski gengur slíkt upp í rík- isfyrirtækjum en engan veginn í einka- fyrirtækjum sem lifa aðeins af með því að standast samkeppnina. Starfsmenn verða stöðugt að standa sig vel í starfi, lesa sér tíl, fylgjast með, sækja námskeið eða jafnvel setjast á skólabekk með reglulegu millibili; endur- mennta sig. Samkeppnin á milli fyrirtækja og starfs- manna sér tíl þess að það er ekkert tíl í fyrirtækjum - fremur en lífinu sjálfu - sem heitír að námi sé Iokið. Stjórnendur og starfsmenn verða að breytast með breytilegu umhverfi. Svo lengi lærir sem lifir!! Flestír eru þvi sammála að léleg stjórnun felli fyrir- tæki fremur en óheppni. Einhver kynni þó að halda því fram að það flokkist undir óheppni ef framleiðslu- vara fyrirtækis verður gjörsamlega úrelt í einu vetfangi vegna nýrrar tækni. En á mótí má spyrja hvort það hefði ekki átt að vera á undan keppninautunum með hina nýju tækni. Framtíðarsýn er nauðsynleg til að fyr- irtæki hafi trygga yfirburði á hveijum tíma. Yfirburðir fyrirtælds geta breyst frá ári tíl árs. Þeir eru í raun sí- breytílegir. Aldrei má sofna á verðinum og slaka á. Helsta verk stjórnanda er að tryggja fyrirtækinu stöðuga yfirburði á sínu sviði. Það er erfitt og mikið verk að ná yfirburðum - og halda þeim! I forsíðugrein Fijálsrar verslunar er að þessu sinni rætt við forstjóra fjögurra þekktra fyrirtækja sem fagna stórafmæli á þessu ári. Þrjú þeirra komust í hann krappan fyrir 8 tíl 10 árum en hafa unnið sig út úr þeim erfið- leikum með glæsibrag. Oll eru þessi fyrir- tæki spræk og lífleg þrátt fyrir að árin séu orðin mörg, mælt á kvarða almenns ald- urs fyrirtækja. Þau bera aldurinn vel. Nokkur mjög athyglisverð heilræði í stjórnun má lesa út úr viðtölunum við for- stjórana fjóra. Sérstaklega er vert að benda á heilræðið um að láta þarfir við- skiptavina ráða ferðinni. Með öðrum orð- um: Aðlaga verður fyrirtækin að þörfum viðskiptavinanna fremur en að viðsldpta- vinirnir séu aðlagaðir að fyrirtækjum. Þeir, sem ekki hlusta á ósldr viðsldptavina og bjóða þeim réttu þjón- ustuna, eða réttu vörvma, fljóta ekki aðeins sofandi að feigðarósi - heldur sýna þeir líka viðskiptavinunum fyllstu vandlætíngu. Fyrirtæld reka sig aldrei sjálf, hversu góð sem vara þeirra eða vörumerld eru. Þeim þarf að stjórna - og það er barátta upp á hvern dag. Þess vegna er það sterk vísbending um að fyrirtæki, sem ná háum aldri, séu alls ekld gömul heldur þveröfugt; ung og frisk. Og því ber að fagna. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðsldpta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23, 105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. - LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.