Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 85

Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 85
□ autinn er sá veitíngastaður á ís- landi sem hefur elstu kennitöluna og hefur verið rekinn af sömu að- ilum irá upphafi. Bautínn er 28 ára og hef- ur i gegnum tíðina notið þess að vera á besta stað á Akureyri, á horni Hafnarstræt- is og Kaupvangsstrætís. Fyrir vikið er hann ekki aðeins einn þekktastí veitinga- staður á Islandi heldur er hann líka orðinn frægt kennileiti á Akureyri. „Þegar Bautinn var stofnaður þóttí eig- endum hans vanta veitingahús á Akureyri í líkingu við þau sem spruttu upp í Reykja- vík, Ask og Sælkerann. Það sama er að gerast í dag. Ungum veitingahúsaeigend- um þykir vanta meiri fjölbreytni meðal veit- ingastaða á Akureyri og það er mjög já- kvætt,“ segir Stefán Gunnlaugsson, veit- ingamaður á Bautanum, sem rekið hefur staðinn frá upphafi ásamt Hallgrími Ara- syni. Stefán Gunnlaugsson er einn af fiórum eigendum Bautans, þessa elsta og þekktasta veitinga- húss á Islandi. Það eru 28 ár síðan Bautinn var stofnaður og hefur hann frá uþþhafi verið rek- inn afsömu eigendum. FV-mynd: Gunnar Sverrisson. Bautinn er kennileiti Bautinn hefur frá uþpkafi, eða í 28 ár, verið rekinn afsömu mönnunum. Hann er sá veitingastaður á Islandi sem hefur elstu kennitöluna og er raunar líka kennileiti. Á besta stað á Akureyri „Auðvitað eru þessi veitingahús samkeppisaðilar okkar en hins vegar virðist Bautinn ávallt hafa mjög stöðugan hóp viðskiptavina. Ef við lít- um á Smiðjuna, sem er finni staður og á öðrum markaði, þá er hún frekar í sam- keppni við nýja veitingastaði í bænum heldur en Bautinn." Spurður um það hvort Bautinn sé best staðsetta veitingahúsið á íslandi segist Stefán halda að svo sé. „Staðurinn hefur skilað Bautanum miklu og gert hann að einum þekktasta veitingastað á Islandi. Það er í a.m.k. þremur bókum og tímarit- um, sem gefin eru út fyrir ferðamenn og þar sem minnst er á Island, mælt með að fólk fari út að borða á Bautann á Akureyri. Við njótum þess einnig að hafa öll hótelin á Akureyri í kringum okkur og fáum marga hótelgesti hingað fyrir utan inn- lenda ferðamenn sem ávallt stoppa á Baut- anum keyri þeir í gegnum bæinn.“ Fjölbreyttur matseðill hefur verið ein- kenni Bautans frá upphafi og fiskréttir hafa löngum verið aðall staðarins. Yfir sumar- tímann er boðið upp á fimm fiskrétti á mat- seðli dagsins og tvo kjötrétti og þá er sér- réttaseðillinn eftir. „Þegar við heyrum það frá fólki að við breytum aldrei neinu þá er það ekki rétt. Við breytum sérréttaseðlinum eitthvað á hverju ári en það eru engar byltingar. Eg tel líka að maður eigi að geta farið inn á góðan veitingastað, sem maður var ánægð- ur með fyrir tíu árum, og fengið svipað að borða og maður fékk þá. Hægar breyting- ar eru betri en endalausar byltingar. Við myndum aldrei henda Bautasneiðinni og Smiðjuborgaranum út af matseðlinum." Grundvöllur fyrir Bautann utan Akureyrar Stefán talar um að á Bautanum sé ekki lagt jafh mikið upp úr faglegri þjónustu og á Smiðjunni en engu að síður þurfi hún að vera góð; óþvinguð og persónuleg. „A Bautanum erum við með tvær frábærar starfsstúlkur í sal sem hafa unnið hjá okk- ur í nær 15 ár og margir halda að þær séu giftar eigendum eða eigi í staðnum. «=Ál Við höfum líka verið heppn- ir með matreiðslu- menn, þar sem Guð- mundur Karl hefur verið helsti matreiðslumaður okkar til margra ára, og einnig má nefna Öldu, yfirsmur- brauðsdömu, sem hefur verið hjá okkur frá fyrsta degi.“ Það er ekki hægt að komast hjá því að minnast á stórveislur Bautans, sem Stefán segir að eigendurnir séu ákaflega stoltir af, en stefnt er á að fara með þá veisluþjónustu til Reykjavíkur. En hefur eigendunum aldrei dottið í hug að opna Bautann í Reykjavík? „Það er aldrei að vita hvað við gerum í framtíðinni," segir Stefán og hlær. „Baut- inn er hátt skrifaður af Reykvíkingum þannig að það gæti verið góður grundvöll- ur fyrir Bautann utan Akureyrar." S5 TEXTI: HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.