Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu VW Passat station
1800, sjálfskiptur, nýskráður
14.08.1998, ekinn 42 þ. km,
álfelgur, geislaspilari. Ásett
verð 1580,000
lagður í suður frá núverandi enda
við verslunarmiðstöð. Á meðan á
brúarsmíð stendur mun umferð um
Reykjanesbraut verða órofin.
Mikilvægt skref
í þágu umferðar
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að verið væri að
stíga mikilvægt skref í þágu um-
ferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu,
enda um mjög fjölfarin gatnamót
að ræða. „Mislæg gatnamót á þess-
um stað munu létta mjög á umferð-
inni, bæði um Reykjanesbrautina
og ekki síður inni í Kópavog og upp
í Breiðholt,“ sagði Sturla. Aðspurð-
ur hvernig fyrirhuguð mislæg gatn-
mót færu saman við tvöföldun
Reykjanesbrautar, sagði Sturla að
framkvæmdirnar væru að sjálf-
sögðu í tengslum við framkvæmdir
við Reykjanesbraut.
„Við gerum ráð fyrir að ljúka
mislægu gatnamótunum í haust og
erum að vinna að undirbúningi tvö-
földunar Reykjanesbrautar um
Hafnarfjörð. Síðan er gert ráð fyrir
að bjóða út veginn frá Kúagerði inn
að Hafnarfirði á næsta ári og jafn-
framt veginn frá Fífuhvamms-
gatnamótum að Arnarnesgatna-
mótum í Kópavogi og Garðabæ. Ég
geri ráð fyrir að þegar tilboð hafa
borist í kaflann frá Kúagerði að
Hafnarfirði á næsta ári, þá verði í
tengslum við endurskoðun vega-
áætlunar, tekin ákvörðun um á
hvaða hraða við tvöföldum afgang-
inn af Reykjanesbrautinni til
Keflavíkur.“
Sturla sagði hafa komið
skemmtilega á óvart hversu lág til-
boðin voru í eftirlitshluta við fram-
kvæmd mislægu gatnamótanna og
lýsti ennfremur áægju sinni með
tilboð Ístaks í sjálft mannvirkið.
„Það er ánægjulegt að lægsta til-
boðið er undir kostnaðaráætlun.
Það segir okkur það að verktak-
arnir eru tilbúnir til að standa
þannig að verkinu að það kosti
minna en áætlanir geri ráð fyrir.“
ÍSTAK hf. átti lægsta tilboðið í
gerð mislægra gatnamóta á
Reykjanesbraut og Breiðholts-
braut, þegar tilboð voru opnuð í
gær hjá Vegagerðinni. Tilboðsupp-
hæð Ístaks er 931 milljón króna,
eða um 39 milljónum undir kostn-
aðaráætlun Vegagerðarinnar.
Hæsta tilboðið átti Völur hf.,
1.233,5 mkr. Við opnun tilboða bár-
ust fjögur tilboð og var upphæð Ís-
taks sú eina sem var undir kostn-
aðaráætlun.
Tilboð voru einnig opnuð í eftirlit
með framkvæmdinni og áttu Línu-
hönnun ehf., Forverk ehf, og verk-
fræðistofa Björns Ólafssonar
lægsta tilboðið í þann verkhluta,
18,4 mkr., eða 11,5 mkr. undir
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.
Alls bárust fimm tilboð í eftirlitið,
þar af þrjú undir kostnaðaráætlun.
Að sögn Jónasar Snæbjörnsson-
ar, umdæmisstjóra Vegagerðarinn-
ar í Reykjanesumdæmi verður far-
ið yfir tilboðin og gengið frá
samningum innan hálfs mánaðar,
en gert er ráð fyrir að aðalgatna-
mótin verði tilbúin 1. september og
mannvirkið í heild sinni 15. októ-
ber.
Stærsta verkefnið á árinu
Vegagerðin býður út verkið í
samvinnu við Reykjavíkurborg og
Kópavogsbæ og er hér um að ræða
langstærsta verkefni Vegagerðar-
innar á þessu ári. Mannvirkið er í
grundvallaratriðum sömu gerðar
og gatnamót Vesturlandsvegar og
Höfðabakka. Reykjanesbrautin
mun liggja hindrunarlaust í gegn-
um gatnamótin, tvær akgreinar í
hvora átt, en Nýbýlavegur/Breið-
holtsbraut munu liggja þar yfir á
brú. Nýbýlavegur/Breiðholtsbraut
verða lögð upp á nýtt frá Stekkjar-
bakka og upp á brekkubrún
skammt austan Skemmuvegar.
Dalvegur og Skemmuvegur verða
lagðir upp á nýtt með tilliti til
nýrra gatnamóta og snjóbræðslu-
kerfi verður sett í neðsta hluta
Skemmuvegar. Álfabakki verður
Í aðalframkvæmdina, buðu eft-
irtaldir aðilar, auk Ístaks hf.: Ís-
lenskir aðalverktakar, rúmar 999,6
mkr., Eykt ehf., Háfell ehf., Suð-
urverk hf. og Sveinbjörn Sigurðs-
son ehf., tæpar 1.197,7 mkr. og
Völur hf., 1.233,5 mkr. Kostnaðar-
áætlun Vegagerðarinnar er 970
mkr.
Í eftirlit með framkvæmdinni,
auk Línuhönnunar ehf., Forverks
ehf, og verkfræðistofu Björns
Ólafssonar, buðu eftirtaldir aðilar:
Hönnun hf. 34,2 mkr., VSO – Ráð-
gjöf og VSB verkfræðistofa ehf.,
Fjölhönnun ehf ásamt samstarfs-
aðilunum Hniti hf, Raftæknistof-
unni ehf. og Almennu verkfræði-
stofunni hf., 33,2 mkr.
Ístak átti lægsta tilboðið í mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar
Fyrirhuguð mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar verða að fullu tilbúin 15. október sam-
kvæmt áætlun Vegagerðarinnar.
!
""#$""
%
%&
%'"(
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá opnun tilboða í gær. Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur hjá
Reykjavíkurborg, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra og Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri sam-
gönguráðuneytisins.
Ráðgert að
ljúka fram-
kvæmdum
næsta haust
KÖNNUN Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands á „Framtíðarsýn
ungs fólks á Austurlandi og afstöðu
þeirra til álvers í Reyðarfirði“ annars
vegar og „Afstöðu brottfluttra Aust-
firðinga til álvers í Reyðarfirði“ hins
vegar var kynnt í gær. Könnunin var
unnin fyrir Reyðarál og er hluti af
umhverfismati vegna álvers í Reyð-
arfirði. Sigfús Jónsson frá Nýsi
kynnti skýrsluna og helstu niðurstöð-
ur hennar.
Rétt rúmlega helmingur svarenda
var frekar eða mjög óánægður með
atvinnu- og tekjuöflunarmöguleika
sína eystra, sem og fjölbreytni í at-
vinnulífinu. Atvinnuöryggi þótti þó
töluvert. 51% svarenda var ósátt við
vöruúrval og vöruverð í verslunum á
Austurlandi. Tæplega helmingur
unga fólksins var ánægður með fram-
boð hentugs húsnæðis, en síður þó í
Fjarðabyggð en annars staðar. Nokk-
ur ánægja er með tækifæri til náms
að loknum grunnskóla og segjast 43%
mjög eða frekar ánægðir með náms-
tækifæri. Ánægðastir virðast ungir
Austfirðingar vera með möguleika til
að stunda tómstundir og útivist í sín-
um byggðarlögum.
Um 68% svarenda hefur á undan-
förnum tveimur árum hugleitt að
flytja frá Austurlandi og eru áberandi
flestir í þeim hópi á aldrinum 20–22
ára. Aðspurðir hvort fleiri og betri at-
vinnutækifæri í þeirra byggðarlögum
myndu auka líkur á að þeir yrðu um
kyrrt sögðu um 90% þeirra að slíkt
myndi auka líkur á áframhaldandi bú-
setu á svæðinu.
Þar sem flestir eru hlynntir álveri á
Reyðarfirði eða 84%, má draga þá
ályktun að tilkoma álvers myndi auka
líkur á búsetu þeirra á Austurlandi.
Þetta má einnig sjá í því að af þeim
sem sögðu að fleiri og betri atvinnu-
tækifæri myndu auka líkur á búsetu á
Austurlandi sagðist rúmlega helm-
ingur hafa áhuga á að vinna í álverinu
ef það yrði reist. Í heild voru það 40%
sem sögðust hafa áhuga á að vinna í
álverinu á Reyðarfirði og eru karlar
þar í meirihluta.
Þeir sem telja líklegt að þeir eigi
eftir að vinna við verkamanna- eða af-
greiðslu- og þjónustustörf í framtíð-
inni eru frekar til í að vinna þar en t.d.
þeir sem stefna á skrifstofustörf eða
sérhæfð störf. Vinnandi fólk er einnig
fúsara til að vinna í álverinu heldur en
námsmenn. Hæsta hlutfall þeirra
sem langar að vinna í álverinu á
heima í Fjarðarbyggð, 53%, en það
lægsta á svæðum norðan Fjarðar-
byggðar, 25%. Einnig voru nefnd til
sögunnar sem hvetjandi atriði til bú-
setu atriði eins og menningarlíf, af-
þreyingarmöguleikar, betri verslun
og þjónusta og betri aðstæður til
náms.
Stóriðjan styrkir efnahagslega
stöðu byggðarlaga
Almennt séð voru ungir Austfirð-
ingar frekar jákvæðir í garð þeirrar
stóriðju sem er starfandi í landinu.
Um 67% þeirra voru hlynnt henni, en
8% mótfallin. Afstaða fólks sem
stundar vinnu er jákvæðari en náms-
manna. Það sem helst þótti jákvætt
við stóriðjuna var að hún veitir at-
vinnu og styrkir efnahagslega stöðu
byggðarlaga og sveitarfélaga, en nei-
kvætt þótti einkum að stóriðja meng-
ar nánasta umhverfi og henni fylgir
losun gróðurhúsalofttegunda.
56% svarenda sögðust mjög hlynnt
byggingu álvers í Reyðarfirði og þrír
af hverjum fjórum mjög eða frekar
styðja framkvæmdina. Langflestir
þeirra sem eru hlynntir álveri telja að
það eigi eftir að styrkja efnahagslega
stöðu byggðarlaga á Austurlandi og
að með tilkomu þess myndu laun
hækka. Menn telja einnig að mannlíf
verði betra í kjölfar álvers.
Helstu ástæður þess að fólk á aldr-
inum 20 til 50 ára flutti frá Austur-
landi á árunum 1995–1999 voru að það
fór í nám eða að því þótti of fá og ein-
hæf atvinnutækifæri í fyrrum byggð-
arlagi sínu. Brottfluttir Austfirðingar
eru almennt jákvæðir í garð stóriðju
og ungir, brottfluttir Austfirðingar
sýna því áhuga að flytja aftur í fjórð-
unginn ef möguleikar á vinnumarkaði
og tekjumöguleikar aukast. Þrátt fyr-
ir töluverðan vilja fólks til að flytja
aftur á Austurland ef fleiri og betri at-
vinnutækifæri sköpuðust, töldu ekki
margir líklegt að þeir flyttu þangað ef
álver risi í Reyðarfirði. Um 17% telja
það mjög eða frekar líklegt, en 49%
segja það ólíklegt.
Úrtöluraddir kveðnar niður
Meðal fundarmanna var Smári
Geirsson, forseti bæjarstjórnar
Fjarðarbyggðar. Hann sagði að það
merkilegasta við könnunina væri að
menn sem hefðu barist fyrir fram-
gangi þessa stóra verkefnis, þ.e.
virkjuninni og byggingu álvers, hefðu
oft mætt fullyrðingum um að þarna
væri ekki verið að skapa eftirsókn-
arverð störf og allra síst myndi ungt
fólk hafa áhuga á störfum af þessu
tagi.
Könnunin sýndi hins vegar glöggt
að ungir Austfirðingar eru hlynntir
álveri og reiðubúnir til þess að sækja
þar um störf, auk þess sem hluti
brottfluttra gæti hugsanlega flust til
baka með auknum atvinnu- og tekju-
möguleikum.
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Reyðarál komin út
Ungir Austfirðingar
vilja vinna í álveri
Egilsstöðum. Morgunblaðið.