Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 14
LANDIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hellu - Nú um miðjan janúar var tekið í notkun bráðabirgðahúsnæði sem hýsir mötuneyti og heim- ilisfræðikennslu grunnskólans og leikskólans í Þykkvabæ, en sam- komuhús Þykkvabæjar, þar sem eldhúsið var áður, skemmdist mjög mikið í jarðskjálftunum í sumar. Við upphaf nýs skólaárs sl. haust var órói í foreldrum, kennurum, skólastjóra og ekki síst nemendum að þurfa að notast við gamla húsið og varð að ráði að fella niður heim- ilisfræðikennslu af þessum sökum, en ekki var í önnur hús að venda með hádegisverðarhlé nemenda og kennara. Það var því létt brúnin á mörgum þeirra þegar bráða- birgðahúsið var formlega tekið í notkun og ekki ósennilegt að það geti átt þátt í að skapa meira ör- yggi meðal notenda þess gagnvart hugsanlegum jarðskjálftum. Bráðabirgðahúsið er samsett úr þremur gámaeiningum sem settar voru niður á lóð skólans, en að sögn oddvita Djúpárhrepps, Heim- is Hafsteinssonar, er auðvelt að hífa húsið og flytja á brott þegar hlutverki þess er lokið. Um þessar mundir er unnið að byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Þykkvabæ, þar sem gert er ráð fyrir framtíð- araðstöðu fyrir mötuneytið. Una Sölvadóttir er skólastjóri Grunnskólans í Þykkvabæ, en nem- endur hans eru 37. Kennt er í fjór- um bekkjardeildum, 1. og 2. bekk saman, 3. og 4. bekk saman og 5., 6. og 7. bekk saman. Eldri börn- unum er ekið í Grunnskólann á Hellu. Samkomuhús Þykkvabæjar skemmdist mjög mikið í jarðskjálftunum Það var slegið upp pitsuveislu þegar nýja bráðabirgðamötuneytið í Þykkvabænum var tekið í notkun þar sem nemendur 3. og 4. bekkjar sáu m.a. um eldamennskuna, en heimilisfræði var einmitt á stunda- skránni þeirra þennan dag. Hús undir mötuneytið Kennarar og starfsfólk í nýja mötuneytinu, t.v., Guðfinna Sigvaldadótt- ir kennari, Særún Sæmundsdóttir kennari, Maríanna Másdóttir tónlist- arkennari, Ragnheiður Pálsdóttir matráðskona og Kristrún Þorsteins- dóttir skólaliði. T.h. Berglind Pedersen kennari, Una Sölvadóttir skólastjóri og Anna Magnúsdóttir tónlistarkennari. Í Grunnskólanum í Þykkvabæ er einnig starfræktur leikskóli og kunnu yngstu börnin vel að meta veitingarnar. Með þeim er leikskólastjórinn, Anna Lilja Torfadóttir. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Selfossi - Árvirkinn hf. á Sel- fossi er eitt þeirra fyrirtækja sem undirbúa byggingu nýs atvinnuhúsnæðis í Fossbyggð- inni við Eyraveg á Selfossi. Húsið sem er að hluta til á tveimur hæðum er 970 fer- metrar að grunnfleti og sam- tals ríflega 1400 fermetrar. Árvirkinn mun flytja raf- magns- og rafeindaverkstæði sitt og verslun í hið nýja hús- næði sem verður gegnt núver- andi starfsstöð fyrirtækisins við Eyraveginn. Auk þeirra verða í húsinu tvö önnur fyr- irtæki, Kælivélaþjónustan og Rafvélaverkstæði Hjalta Sig- urðssonar. Hönnuður hússins er Helgi Bergmann Sigurðs- son. Aðalstarfssviðið nýlagnir Aðalstarfssvið Árvirkjans eru nýlagnir en auk þess starfrækir fyrirtækið raf- magnsverkstæði, rafeinda- verkstæði og verslun með raf- magns- og rafeindatæki ásamt fleiri vörum. Loftnetsþjónusta er hluti af starfsemi fyrirtæk- isins og ísetning á bíltækjum. Verkefni eru mest á Suður- landi og hluti af þeim eru viðamikil viðhaldsverkefni fyrir Landsvirkjun í Búrfelli, Sigöldu og Hrauneyjum. Fastir starfsmenn eru 35 um þessar mundir. „Það er búið að vera nóg að gera og það er ekkert lát á verkefnum fram- undan. Það eru að vísu ekki nein stórverkefni en það er næg vinna fyrirsjáanleg,“ sagði Jón Finnur Ólafsson framkvæmdastjóri Árvirkj- ans. Árvirkinn byggir nýtt hús á Selfossi Stykkishólmi - Það telst til tíðinda að tvö íbúðarhús séu reist á sama tíma í Stykkishólmi. Á síðasta ára- tug hafa íbúðarbyggingar dregist mjög saman hér eins og svo víðar á landsbyggðinni. Í Stykkishólmi er íbúðaskortur og því er ánægjulegt þegar slíkir atburðir gerast. Í vetur var skipulagt nýtt bygg- ingahverfi í Stykkishólmi sem nefn- ist Hjallatangi. Hafin var þá bygg- ing tveggja einbýlishúsa og var því fagnað á föstudag að búið var að reisa húsin. Hvort húsanna er um 190 fm að stærð með bílskúr. Það er Skipavík í Stykkishólmi sem tók að sér að reisa húsin og mun skila þeim fokheldum um miðjan næsta mánuð. Góð tíð hefur létt smiðunum vinnuna og hefur verkið gengið samkvæmt áætlun. Skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Trésmiðir hjá Skipavík fagna því að hafa lokið við að reisa tvö ný íbúð- arhús í Stykkishólmi, enda tilefni til því íbúðarbyggingar hafa dregist mjög saman á síðasta áratug. Tvö íbúðarhús reist í Stykkishólmi Selfossi - Tvö íbúðahverfi eru nú í hraðri uppbyggingu á Selfossi. Ann- ars vegar er það íbúðahverfi og fyr- irtækjalóðir í Fosslandi með Eyra- vegi sem einkaaðilar, Fossmenn ehf, standa að og hins vegar hverfi, Suð- urbyggð sunnan Tryggvagötu á veg- um sveitarfélagsins Árborgar. Mikil spurn hefur verið eftir lóðum í báðum þessum hverfum og samtals verða framkvæmdir í hverfunum á þessu ári fyrir um 180 milljónir. Sérstaka athygli hefur vakið hversu spurn er mikil eftir fyrirtækjalóðum við Eyra- veginn og greinilegt að forsvarsmenn fyrirtækja telja vöxt byggðarinnar á Selfossi og nágrenni trúverðugan. 28 milljónir í Suðurbyggð Á þessu ári gerir sveitarfélagið Ár- borg ráð fyrir að verja 28 milljónum til að ljúka við gatnagerð og lagnir fyrir nýjar byggingalóðir í Suður- byggð. Á þessu svæði eru nú tilbúnar 84 lóðir og er búið að úthluta þeim flestum. Eftir eru 10 einbýlishúsalóð- ir og ein lóð með fjögurra íbúða húsi. Þá er í fjárhagsáætlun fyrir 2001 gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við 2. áfanga Suðurbyggðar og taka fyrir eina íbúðagötu með 22 íbúðum, 16 einbýlishúsum og 3 parhúsum. Að sögn Jóns Guðbjörnssonar, forstöðu- manns tæknisviðs Árborgar, er þetta gert til að koma til móts við fjölgun á svæðinu og vaxandi eftirspurn eftir lóðum. Á Eyrarbakka eru á vegum sveit- arfélagsins tilbúnar til úthlutunar níu einbýlishúsalóðir og þrjár á Stokks- eyri. Verði eftirspurn meiri á þessum stöðum verður henni, að sögn Jóns Guðbjörnssonar, mætt með því að gera fleiri lóðir byggingarhæfar. 150 milljóna framkvæmdir í Fosslandi „Við erum að ljúka við úthlutun lóða í fyrsta og öðrum áfanga Foss- lands, 150 íbúðum ásamt atvinnu- og verslunarhúsnæði við Eyraveg. Frá- gangi svæðisins með malbikun gatna, gangstéttum og opnum svæðum verður lokið á þessu ári og er kostn- aður við það áætlaður 36 milljónir króna,“ sagði Guðmundur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Fossmanna. Hann sagði og að framkvæmdir við þriðja áfanga í Fosslandi væru hafnar en þar verða 120 íbúðir í einbýlishús- um og par- og raðhúsum. Áætlaður kostnaður við gatnagerð þess áfanga er um 120 milljónir króna en allar lóð- irnar í þeim áfanga verða gerðar byggingarhæfar á þessu ári en mal- bikun og lokafrágangur á næsta ári. „Sala á lóðum í 3. áfanga er að hefj- ast. Það hefur komið fram verulegur áhugi á þessu byggingasvæði en eftir er að sjá hvort hann skilar sér alla leið,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fossmanna ehf. á Selfossi. Tvö íbúðahverfi í hraðri uppbyggingu á Selfossi Morgunblaðið/Sig. Jónss. Þessa dagana er grafið fyrir hverju húsinu á fætur öðru á Selfossi. Myndin sýnir framkvæmdir í Fosslandi þar sem byggðin rís hratt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.