Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 15

Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 15 Egilsstöðum - Fyrir skemmstu lauk smíði á gestamóttökuborði í Gisti- húsinu Egilsstöðum og væri það lík- lega ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að það er unnið úr stiga sem í níutíu og sjö ár bar fólk milli fyrstu og annarrar hæðar hússins og hurð sem talin er vera vel á ann- að hundruð ára gömul. Gistihúsið hefur verið í rekstri síðan árið 1913, að undanteknum ár- unum 1994–1998. Eigendur Gisti- hússins, þau Gunnlaugur Jónasson, langafabarn Jóns Bergssonar sem húsið byggði, og Hulda Daníelsdótt- ir, hafa linnulítið unnið að lagfær- ingum síðustu þrjú árin. Hafa þær endurbætur verið unnar í samræmi við gamlan og glæsilegan herra- garðsstíl hússins. Fortíðin efniviður nútíðar Í spjalli við Morgunblaðið sagði Hulda frá því að þau hjónin hefðu í kjölfar mikillar endurbótahrinu ver- ið að svipast um eftir hentugu efni og smíðalagi á gestamóttöku og Gunnlaugur þá minnst stiga sem rifnir höfðu verið út úr húsinu. Hann ásamt smiðnum Frosta Þorkelssyni drógu einn stigann inn og reyndust kjálkarnir sitja „eins og flís við rass“ milli veggja á hentugum stað. Þeir leyfðu svo hugmyndafluginu að bera sig um víðan völl og útkoman varð sú að kjálkarnir mynda botn og borð og þrepin sem slitin eru af fótataki forfeðra Gunnlaugs sitja lóðrétt millum kjálkanna, ásamt fagurlega útskornum pílárum. Virðuleg súla, sem markaði áður upphaf handriðsins, var klofin í tvennt og myndar ásamt gömlum útskornum stólpa úr húsinu um- gjörð um hlið, þar sem gegnt er inn fyrir borðið. Hliðið er gert úr æva- gamalli hurð sem hékk af gömlum vana milli geymsluherbergja í kjall- aranum og er talin vera úr gamla Egilsstaðabænum, sem rifinn var í kringum 1930 og stóð vestanundir Gistihúsveggnum. Hurðinni fylgja klinkur og hjarir og var sagað ofan og neðan af til að fella í hliðið. Að síðustu var spegilslitnu stigahand- riðinu komið fyrir í gólfinu framan við borðið, til að gestir geti þar tyllt fæti. Efnið í borðinu er að mestu úr furu og lítilsháttar harðviði. Verkið var fullkomnað með því að Hlynur Halldórsson á Miðhúsum, völundur og listasmiður, skar út nafn og smíðaár hússins og skartar gesta- móttakan útskurðinum. Hulda og Gunnlaugur segja að gestir þeirra séu flestir sannfærðir um að móttakan sé ævagömul og hafi alltaf verið svona og beri það vott um að hönnunin hafi líklega tekist nokkuð vel. Trónir á togarakeðju Annar skemmtilegur smíðisgrip- ur sem vert er að geta um, er býsna frumlegt auglýsingaskilti Gistihúss- ins. Milli tveggja ógnarsverra reka- viðarstólpa af Héraðssandi, hangir gild togarakeðja og í henni smíða- járnsmynd af hótelinu. Ofan á trónir ekki vanalegur vind- hani, heldur vindnaut í anda „Eg- ilsstaðakúnna“ sem frægar eru. Vindnautið er þónokkuð rassþungt og sýnir því skakkar áttir enn sem komið er. Börkur Stefánsson og Grétar Reynisson hönnuðu og smíð- uðu skiltið og var það sett upp sl. vor. Gestamóttaka gerð úr tæplega hundrað ára gömlum stiga. Stigamenn og vindnaut á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gunnlaugur Jónasson og Hulda Daníelsdóttir með dóttur sína Maríu. Kjallarahurðin tekur stakka- skiptum og verður að hliði. Auglýsingaskilti með áttavilltu vindnauti. Selfossi - Páll G. Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samverks á Hellu, gaf í desemb- er út bókina Flateyjardalsheiði. Texti bókarinnar er frá árinu 1944, skrifaður af afa hans Páli G. Jónssyni í Garði í Fnjóskadal en hann lést 1948. „Mér datt þetta í hug fyrir 20 árum en lét ekki verða af því fyrr en núna sennilega vegna þess að nú hef ég tíma sem ég hafði ekki áður,“ sagði Páll um þessa útgáfu. Bókin hefur að geyma frásagnir af búendum á Heiðinni og lífsbaráttu þeirra er þar bjuggu. Í upphafi bókarinnar segir Páll í Garði frá því að hann hafi verið beðinn að skrifa nokkur orð um Flateyjardalsheiðina. Þar segir hann þetta vera sér ljúft enda var hann gjörkunn- ugur öllum aðstæðum. Páll dó 1948 og mælti svo fyr- ir að handritið skyldi geymt á sýslusafninu á Húsavík. Þeir sem vissu af handritinu lýstu oft áhuga sínum á því að það kæmi fyrir almenningssjónir en marg- ir leituðu fanga í því við athug- anir á þessu svæði. „Þeir voru margir sem vildu vita hvað afi minn hefði skrifað, hann ferðaðist mikið þarna um og þekkti manna best til svæð- isins,“ sagði Páll G. Björnsson. „Ég tók handritið og lét lesa það inn á spólu og þaðan var það svo skrifað inn á tölvu og síðan fór það í prentsmiðjuna. Það sem mér finnst merkast er að lesa um líf fólksins á Heið- inni. Hann lýsir hvernig fólk bjó og hvað það hafði fyrir stafni í vinnu og frístundum. Þannig er þetta góð þjóðlífslýsing og það er góð tilfinning að vera búinn að koma þessu í bók sem gamli maðurinn skrifaði,“ sagði Páll G. Björnsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Páll G. Björnsson með bókina Flateyjardalsheiði. Gaf út bók með texta afa síns frá 1944 Grundarfirði - Eflaust hafa fáir haldið upp á fertugs- afmælið sitt á jafn frum- legan hátt og Helga Fríða Tómasdóttir í Grundarfirði. Helga er mikill áhugamað- ur um björgunarstörf og á sjálf einn forláta björgun- arhund. Hún fékk til liðs við sig félaga sína í Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu og saman settu þau á svið hópslys í einu frystihúsinu. Leki átti að hafa komist að ammoníakbirgðum húss- ins og þurfti að fínkemba húsið og umhverfi þess í leit að slösuðu fólki. Allt til- tækt lið í þorpinu var kall- að út, slökkvilið, læknir, sjúkrabílstjórar, björgunar- sveit, almannavarnanefnd og ýmsir fleiri. Æfingin stóð yfir í 3 klst. og ýmsar aðstæður gerðu hana enn erfiðari en til stóð. Mikið myrkur var og talsverð rigning og á tímabili fór rafmagnið af öllu þorpinu. Á end- anum fundust þó hinir „slösuðu“ allir með tölu m.a. með hjálp leit- arhunda. Eftir æfinguna hófst hin eiginlega afmælisveisla með kvöld- verði og síðan var dansað fram á nótt. Afmælisbarnið Helga Fríða Tómasdóttir ásamt leitarhundinum Bessa. Hélt upp á fertugs- afmælið með hópslysaæfingu Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.