Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Einstakt tækifæri
Verslunin Veiðisport
er til sölu
Verslunin er í
miðbæ Akureyrar
Góður tími
framundan
Upplýsingar veitir Páll
í s. 462 2275/462 2116
SIGURRÓS Kristinsdóttir, fyrrum
húsfreyja á Hálsi í Öxnadal, varð
100 ára í gær, mánudag. Sigurrós
fæddist að Gili í Öxnadal hinn 22.
janúar 1901, dóttir hjónanna Guð-
rúnar Maríu Sigurðardóttur og
Kristins Magnússonar. Dóttir Sig-
urrósar, Sigríður Ásgrímsdóttir,
verður sjötug hinn 30. janúar nk.
og í tilefni þessara tímamóta var
þeim mæðgum haldin vegleg af-
mælisveisla á Hótel KEA sl. sunnu-
dag.
Sigurrós er ágætlega hress en
sjón og heyrn eru þó farin að dapr-
ast. Sigurrós flutti 5 ára gömul að
Geirhildargörðum í Öxnadal og
dvaldi þar til 17 ára aldurs. Þá fór
hún að Ytri-Kotum í Skagafirði og
dvaldi þar í 3 ár en flutti þá að
Bakkaseli í Öxnadal og var þar í
vinnu til 24 ára aldurs. Í Bakkaseli
hitti hún mann sinn Ásgrím Hall-
dórsson en þau eignuðust sex börn.
Sigurrós og Ásgrímur keyptu
jörðina Háls í Öxnadal árið 1925,
sem þá var í niðurníðslu og byggðu
hana upp af myndarskap. Þau hjón
bjuggu á Hálsi til ársins 1963 en
fluttu þá til Akureyrar og bjuggu
þar í 3 ár. Þá fóru þau aftur heim í
Háls og bjuggu þar til ársins 1973,
er þau hættu búskap endanlega og
fluttu aftur til Akureyrar. Ásgrím-
ur lést í janúar árið 1980.
Sigurrós er ánægð með að hafa
haft búskap að lífsstarfi, enda þótti
henni gaman að umgangst skepnur.
Hún var mikill göngugarpur enda
snerist hún mikið í kringum sauð-
féð. Og sjötíu ára að aldri lét hún
sig ekki muna um að ganga upp úr
Eyjafirði og inn í Nýja bæ.
Sigurrós
Kristins-
dóttir
100 ára
Morgunblaðið/Kristján
Mæðgurnar, Sigríður Ásgrímsdóttir og Sigurrós Kristinsdóttir, í af-
mælisveislu sinni á Hótel KEA. Sigurrós átti 100 ára afmæli í gær,
mánudag, en Sigríður verður sjötug þann 30. janúar nk.
BROTIST var inn í Umferðarmið-
stöðina á Akureyri aðfaranótt
sunnudags og stolið þaðan 100
kílóapeningaskáp og vöruvagni
sem trúlega hefur verið notaður
við þjófnaðinn. Í peningaskápnum
voru um 50.000 krónur í peningum
og bókhaldsgögn.
Þá var brotist inn í húsnæði
Endurvinnslunar við Réttar-
hvamm enn einu sinni um helgina
og stolið þaðan dýru verkfæra-
setti.
Innbrotsmál þessi eru til rann-
sóknar hjá rannsóknardeild lögegl-
unnar á Akureyri.
Tvö innbrot um helgina
TÆPLEGA fimmtugur karlmaður
hefur verið dæmdur í Héraðsdómi
Norðurlands eystra til að greiða 60
þúsund króna sekt til ríkissjóðs auk
þess sem hann var sviptur ökurétt-
indum í eitt ár vegna ölvunarakst-
urs og að hafa ekki meðferðis öku-
skírteini við aksturinn. Þá var
honum og gert að greiða verjanda
sínum 50 þúsund krónur í máls-
varnarlaun.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ekið undir áhrifum áfengis frá
Svalbarðsströnd og til Akureyrar
uns lögregla stöðvaði akstur hans á
Drottningarbraut. Blóðsýni sem
tekið var úr honum reyndist inni-
halda 2,68% alkóhóls.
Viðurkenndi maðurinn að hafa
ekið umrædda leið en neitaði að
hafa fundið til áfengisáhrifa við
aksturinn. Hann játaði þó að hafa
verið að drekka áfengi. Skýrði hann
svo frá að eftir að akstri lauk og
hann var kominn inn í lögreglu-
bifreiðina hafi hann byrjað að neyta
áfengis úr fleyg sem hann hafði
með sér og hafi hann sopið á frá því
hann var handtekinn og að lög-
reglustöð. Ennfremur sagðist hann
hafa drukkið úr fleygnum í yfir-
heyrsluherbergi þegar tóm gafst til.
Lögreglumenn sem handtóku
manninn báru aftur á móti að hann
hefði verið allölvaður þegar hann
var handtekinn. Sá er ók lögreglu-
bifreiðinni kvaðst ekki hafa orðið
þess var að maðurinn væri að neyta
áfengis í bílnum. Sérfræðingur á
þessu sviði bar og fyrir dómi að úti-
lokað væri að svo mikið magn
áfengis mældist í blóði eftir svo
skamma drykkju sem maðurinn
staðhæfði.
Kemst dómurinn að þeirri nið-
urstöðu að frásögn mannsins af vín-
neyslu hans í lögreglubifreið og yf-
irheyrsluherbergi sé fremur
ótrúverðug. Ekki sé útilokað að
hann hafi drukkið áfengi í bifreið-
inni á leið á lögreglustöð, en ekki
verði með skynsamlegum rökum
efast um að maðurinn hafi gerst
sekur um þau brot sem hann hon-
um voru gefin að sök.
Dæmdur í
Héraðsdómi vegna
ölvunaraksturs
Bar að hafa
byrjað
drykkju í
lögreglu-
bifreiðinni
SNÖRP vindhviða varð þess
valdandi að vír í stólalyftunni í
Hlíðarfjalli fauk út af hjólunum
við næstefsta lyftustaurinn. Kári
Sigurðsson var einn í lyftunni á
nokkuð löngum kafla en hann var
fyrir neðan staurinn þar sem vír-
inn fór út af. „Ég fann að það fór
að taka verulega í stólinn og hann
svignaði mikið, en ég kippti mér
ekkert upp við það, taldi að allt
væri fullkomlega traust og leiðin
upp var að taka enda,“ sagði
Kári, en hann vaknaði skyndilega
upp við þann vonda draum að
stólinn féll niður um eina fimm
metra og flaug upp aftur af sama
hraða.
Í þessari „flugferð“ rann Kári
úr sæti sínu og hékk á höndunum
á grindinni framan á stólnum
með fæturna dinglandi í lausu
lofti, en þá var hann í um tveggja
metra hæð frá jörðu. „Ég hékk
þarna í smástund, furðu lostinn,
en náði svo áttum og spennti af
mér skíðin og henti frá mér stöf-
unum. Í sömu andrá bar fólk að,
bæði starfsfólk og gesti á skíða-
svæðinu, mjög elskulega náunga
sem spurðu um líðan mína. Ég
náði svo að setja grindina upp og
stökk niður,“ sagði Kári og bætti
við að honum hefði ekki orðið
meint af.
Eftirminnileg skíðaferð
Kári sagði að illa hefði getað
farið bæði ef börn hefðu verið í
þessum stólum og eins taldi hann
það lán í þessu óláni hversu fáir
voru í lyftunni þegar vindhviðan
skall á, hefðu fleiri verið þar á
ferð er alls óvíst að stólarnir
hefðu togast upp aftur eins og
raunin varð í þessu tilviki. „Ég er
hræddur um að þá hefðu fleiri
stólar getað hrokkið af vírnum og
þeir hefðu lent á jörðinni,“ sagði
Kári.
Hann sagði starfsfólk á skíða-
svæðinu hafa brugðist skjótt við
og var snarlega tekið til við að
bjarga því fólki sem í lyftunni var
úr stólunum. Kára voru afhent
þrjú dagskort í lyfturnar í Hlíð-
arfjalli eftir þessa lífsreynslu og
hann sagðist staðráðinn í að not-
færa sér þau, en gerði ráð fyrir
að velja lygna daga til skíðaiðk-
unar á næstunni.
„Mér varð ekki meint af þessu
og þessi lífsreynsla gerir að verk-
um að skíðaferðin var eftirminni-
leg,“ sagði Kári sem kom með
hópi fólks af höfuðborgarsvæðinu
til að renna sér á skíðum norðan
heiða um helgina.
Nýlega búið að yfirfara
öryggisþætti
Valgeir Guðmundsson, starfs-
maður Vinnueftirlitsins á Norður-
landi eystra, skoðaði lyftuna í
gærdag, en hann sagði síðdegis
að rannsókn væri ekki að fullu
lokið. Svo virtist þó sem afar
snörp og skyndileg vindhviða úr
suðri hefði valið því að vírinn fór
út af hjólunum. Þetta gerðist á
tveimur stöðum, í öðru tilvikinu
virkaði öryggisbúnaður á þann
veg að vírinn féll ofan í járnsæti
til hliðar við hjólin og kom í veg
fyrir að hann fór út af.
Af einhverjum ástæðum gerðist
þetta ekki í hinu tilvikinu og
sagði Valgeir að verið væri að
fara yfir ýmsa þætti til að kanna
hvað hefði valdið. Hann sagði að
um væri að ræða viðurkenndan
staðalbúnað og að nýlega væri
búið að hálfu Vinnueftirlits að yf-
irfara öryggisþætti í stólalyftunni
og ekkert athugavert komið í ljós.
Stólalyftan er um þrjátíu ára
gömul en vírinn í henni er nýr og
í góðu lagi að sögn Valgeirs.
Lyftan var lokuð í gær vegna
rannsóknarinnar, en Valgeir átti
von á að hún yrði opnuð að nýju í
dag, þriðjudag.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðastaða, sagði að
menn væru að skoða hvað hefði
farið úrskeiðis. Hann sagði að ör-
yggisbúnaðurinn hefði virkað að
öðru leyti og lyftan stöðvaðist. Þá
var tekið til við að bjarga fólki
sem var í stólunum, en til þess
var notaður sérstakur stigi sem
festur er við snjótroðara. Alls
voru 12 manns í lyftunni þegar
atvikið átti sér stað. Ekki er vitað
hversu sterk vindhviðan var sem
feykti vírnum út af.
Hann sagði að í yfir þrjátíu ára
saga lyftunnar væri óhappalaus
og farið væri yfir öll öryggisatriði
einu sinn á ári, nú síðast fyrir um
hálfum mánuði. „Ég tel að röð til-
viljana hafi ráðið því að svona fór,
en stólalyftur eru almennt mjög
öruggar og fólk þarf ekkert að
óttast,“ sagði Guðmundur Karl.
Snörp vindhviða úr suðri feykti vír í stólalyftunni í Hlíðarfjalli út af sporinu
Hékk á höndunum á grind-
inni með fæturna dinglandi
Morgunblaðið/Kristján
Valgeir Guðmundsson, starfsmaður Vinnueftirlitsins í Norðurlandsumdæmi eystra, skoðar verksummerki
þar sem vírinn í stólalyftunni í Hlíðarfjalli hafði farið út af hjólunum upp við lyftuhúsið. Vírinn féll þó ekki
niður þar sem þarna eru sérstök öryggissæti við hjólin en hann féll niður á næsta mastri fyrir neðan.