Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BYGGINGU útibús frá Borgarbóka-
safni Reykjavíkur í Árbæjarhverfi
er ekki að finna á 3ja ára fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar en menn-
ingarmálanefnd borgarinnar sam-
þykkti einróma sl. haust að slíkt
útibú skyldi opnað á árinu 2002. Júlí-
us Vífill Ingvarson, borgarfulltrúi
sjálfstæðismanna og flutningsmaður
tillögunnar, segir að einnig hafi verið
gert ráð fyrir byggingu útibúsins í
tillögum nefndarinnar vegna fjár-
hagsáætlunar.
Hann sakar borgarstjóra um að
hafa komið í veg fyrir að samþykktin
næði fram að ganga því hún geti ekki
unað því að mál sem sjálfstæðismenn
eiga frumkvæði að fái framgang.
Júlíus Vífill sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa orðið var við
mikla óánægju íbúa í Árbæjarhverfi
að eiga ekki aðgang að útibúi borg-
arbókasafns í hverfinu en slík útibú
er t.d. að finna í yngri hverfum eins
og Grafarvogi og Breiðholti. Hann
kvaðst því hafa lagt til á fundi menn-
ingarmálanefndar fyrir 2 mánuðum
að borgarbókaverði yrði falið að
skoða hvort hægt væri að efla og
auka þjónustustig safnsins í Árbæ. Í
vandaðri úttekt borgarbókavarðar
hafi verið tekið undir þörf á að bæta
úr þjónustu í hverfinu og í framhaldi
af því hafi menningarmálanefnd
samþykkt einróma að stefnt skuli að
opnun útibús frá safninu í Árbæjar-
hverfi á árinu 2002. Júlíus kvaðst
hafa fagnað því að menn hefðu þar
horft fram hjá flokkslínum og viljað
vinna að því að íbúar Árbæjar nytu
sömu þjónustu og veitt er í öðrum
hverfum.
Við frágang 3ja ára fjárhagsáætl-
unar borgarinnar hafi menningar-
málanefnd gert ráð fyrir opnun úti-
bús á þeim tíma sem samþykkt
nefndarinnar gerði ráð fyrir en sú
tillaga hafi verið afturkölluð og ekki
verið hluti af þeirri tillögu, sem borg-
arstjóri hefur nú lagt fyrir borgar-
stjórn. „Mér finnst það vægast sagt
aumt og smásálarlegt að geta ekki
unað sínum pólitísku samherjum og
andstæðingum þess að koma fram
með góða tillögu,“ sagði Júlíus Víf-
illog sagðist telja víst að borgarstjóri
sjálfur hefði staðið gegn framgangi
málsins á þeirri forsendu sjálfstæð-
ismenn hefðu flutt tillöguna. Júlíus
Vífill kvaðst mundu endurflytja til-
löguna á næsta fundi borgarstjórn-
ar, „til að fá fram vilja borgarfulltrúa
í þessu máli. Það er ekki hægt að una
við þetta. Ég hef fundið gríðarlega
óánægju íbúa í Árbæjarhverfi með
að ekki fá borgabókasafn,“ sagði
hann og nefndi að í trausti þess að
tillagan væri hluti af langtímafjár-
hagsáætlun hefðu borgarráðsfulltrú-
ar sjálfstæðismanna í síðustu viku
lagt til í borgarráði að skoðað yrði
hvort ekki væri unnt að velja úti-
búinu stað við Árbæjarskóla, sem er
stærsti grunnskóli í borginni. Með-
ferð þeirrar tillögu var frestað á síð-
asta borgarstjórnafundi.
Segir borgarstjóra ekki
una frumkvæði sjálf-
stæðismanna að málinu
Árbær
Engin fjárveiting vegna samþykktar menningarmálanefnd-
ar um bókasafn í Árbæ 2002 í 3ja ára fjárhagsáætlun
ÞAÐ ber margt fyrir sjónir
þeirra sem sitja við glugga og
fylgjast með bæjarlífinu. Það á
ekki ekki síst við um litlar mann-
eskjur sem hafa litla reynslu af
lífinu utan við gluggann og sjá
heiminn nýjum augum á hverjum
degi.
Morgunblaðið/Golli
Ungur
áhorfandi
Reykjavík
ÞEIR foreldrar barna á leikskól-
anum Reykjakoti í Mosfellsbæ sem
í desember síðastliðnum kærðu til
lögreglu að leikskólastjóri skyldi
aka með hóp barna á pallbíl frá
Reykjakoti að íþróttahúsi Mosfells-
bæjar eru óánægðir með hvernig
bæjaryfirvöld hafa tekið á málinu.
Foreldrarnir höfðu farið þess á leit
við bæjaryfirvöld að þau könnuðu
atvikið nánar og að auki tvö önnur,
en öll þrjú munu hafa átt sér stað á
tímabilinu september–desember í
fyrra. Bréf sem foreldrarnir rituðu
þessa efnis 14. desember síðastlið-
inn var tekið fyrir á bæjarstjórn-
arfundi 20. desember og þar sam-
þykkt að óska eftir greinargerð
forstöðumanns fræðslu- og menn-
ingarsviðs um málið. Málið var tek-
ið fyrir í fræðslunefnd og sent það-
an í bæjarráð sem fjallaði um það á
fundi sínum 11. janúar og vísaði því
aftur til fræðslunefndar sem fyrir
skemmstu lokaði því endanlega.
Eru foreldrarnir búnir að senda
kæruna til siðanefndar Félags ís-
lenskra leikskólakennara; það mun
hafa verið gert í síðustu viku.
Röð óheppilegra atvika
er orsökin
Morgunblaðið hafði af þessu til-
efni samband við Björn Þráin Þórð-
arson sem er forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs. Kvað
hann þessa umfjöllun vegna áður-
nefndra atvika hafa verið ákaflega
villandi og í sumum tilfellum ranga
og ekki hafa gefið rétta mynd af at-
vikunum, né heldur hvernig brugð-
ist hafi verið við.
„Það hefur komið fram að keyrt
var með börn á opnum pallbíl og
hefur mátt skilja það svo að þau
hafi verið laus aftan á pallinum, en
hið rétta er að það var keyrt með
fjögur börn frá leikskólanum að
íþróttahúsi bæjarins, u.þ.b. 3–4 km
í lokaðri jeppabifreið, og starfsmað-
ur sat hjá þeim,“ sagði Björn. „Þau
voru hins vegar ekki í bílbelti og
það voru mistök af skólans hálfu.
Þetta fyrirkomulag á flutningi
barnanna að íþróttahúsinu var ekki
skipulagt með þessum hætti, heldur
varð röð óheppilegra atvika þess
valdandi að þessi leið var farin.
Foreldrar barnanna hafa allir verið
beðnir afsökunar og því verið heitið
að slíkt endurtaki sig ekki.“ Enn-
fremur sagði Björn að umkvört-
unarmál foreldranna hefðu verið af-
greidd frá fræðslunefnd og
bæjarráði og þeim væri lokið af
hálfu bæjarins hvað varðaði af-
greiðslu einstakra mála.
„Málefni Reykjakots voru rædd á
fjölmennum foreldrafundi í byrjun
desember og þar komu ábendingar
frá nokkrum foreldrum þess efnis
að reglur um öryggi barnanna væru
e.t.v. ekki nægilega skýrar. Þá var
ákveðið á fundinum að endurskoða
öll öryggismál leikskólans og það
skyldi gert í samvinnu við stjórn
foreldrafélags leikskólans og Skóla-
skrifstofu. Þeirri vinnu var strax
hrint í framkvæmd og Herdís
Storgaard, framkvæmdastjóri Ár-
vekni, var fengin til liðs við verk-
efnið. Framlag hennar hefur tryggt
að sem faglegast sé unnið að þess-
um málum. Þessi hópur er að gera
öryggishandbók fyrir alla leikskóla
bæjarins og samræma þannig regl-
ur og safna öllum upplýsingum um
öryggi barna í leikskólum Mosfells-
bæjar á einn stað. Við vonumst til
að öryggishandbókin verði tilbúin
nú í byrjun febrúar.“
Margir foreldrar
styðja leikskólastjórann
Þá gat Björn þess að umfjöllun
um þetta mál í fjölmiðlum hefði
leitt til þess að nokkrir aðrir for-
eldrar barna á leikskólanum
Reykjakoti létu í sér heyra. Sagði
hann að foreldrarnir fögnuðu því að
farið væri að vinna að öryggismál-
um barna, því alltaf mætti gera bet-
ur. Þeir hörmuðu að ekki hefði ver-
ið reynt að leysa úr málum á
heimavelli og teldu m.a. að ágrein-
ingsmál þyrfti að skoða með mál-
efnalegum hætti þar sem allir sem
koma að málinu fengju tækifæri til
þess að tjá skoðun sína og færa rök
fyrir máli sínu. Foreldrarnir vísuðu
til foreldrafundar í desember þar
sem ágreiningsmál voru rædd og
þeim komið í viðunandi farveg.
Kvað hann foreldra leggja áherslu á
að sátt næðist um rekstur Reykja-
kots og vinnufriður kæmist á þann-
ig að gott og faglegt starf gæti
áfram farið þar fram. Jafnframt
hefðu foreldrarnir lýst yfir stuðn-
ingi við leikskólastjóra Reykjakots,
Margréti Pálu Ólafsdóttur, og þá
starfsemi sem þar færi fram og
fagnað samstarfi við hana og annað
gott starfsfólk skólans í framtíðinni,
og vildu einnig þakka fulltrúa
skólamála fyrir framgöngu hans í
þessu máli.
Næsta skref er að leita til
menntamálaráðuneytis
Garðar Skarphéðinsson, sem er í
hópi þeirra foreldra sem kærðu títt-
nefnt atvik á sínum tíma, segist
mjög ósáttur við bæjaryfirvöld í
þessu máli. „Einu viðbrögð sem við
fáum frá bæjaryfirvöldum eru að
þau harma að þetta hafi gerst, en
að öðru leyti sé þetta allt í lagi,
börnin hafi aldrei verið sett í
hættu,“ sagði Garðar. „Um málið er
annars það að segja að kæran sem
við sendum til lögreglunnar er í
ákveðnum farvegi og þess utan var
málið sent til siðanefndar Félags ís-
lenskra leikskólakennara í síðustu
viku. Næsta skref hjá okkur er svo
að leita til menntamálaráðuneytis-
ins, það er það eina sem við getum
gert úr þessu. Við erum búin að
ganga frá einum til annars hérna í
Mosfellsbæ og allir segja að þó svo
að við hendum börnum upp á bílpall
og keyrum þau á milli staða og setj-
um átta börn út fyrir girðingu og
látum þau rölta meðfram umferð-
argötu stefnum við þeim ekki í
neina hættu. Þegar enginn vill gera
neitt eigum við ekki um neitt annað
að velja en að fara alla leið upp til
hæstu staða.“
Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa afgreitt Reykjakotsmálið í eitt skipti fyrir öll
Óánægðir foreldrar ætla að
fara með málið lengra
Mosfellsbær
SKÁTAFÉLAGIÐ Vífill og Hjálp-
arsveit skáta í Garðabæ hafa sent
erindi til bæjaryfirvalda þar sem
óskað er eftir leyfi til að reisa
skátamiðstöð við Bæjarbraut í
miðbæ Garðabæjar, þar sem hús-
næði hjálparsveitarinnar stendur,
en ef fallist verður á óskina er lík-
legt að húsið verði rifið. Erindið
var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í
síðustu viku og var því vísað til
skipulagsnefndar hvað varðar lóð-
armörk og skipulag lóðar.
Á fundi bæjarráðs voru einnig
tekin fyrir drög að þjónustusamn-
ingi á milli Garðabæjar og skátafé-
laganna og var bæjarstjóra falið að
ganga frá endanlegum samningi. Í
drögunum er meðal annars skil-
greint hvert hlutverk skátafélags-
ins er og kveðið á um að það skuli
reka fjölbreytt barna- og unglinga-
starf.
Kostnaður um 60
til 70 milljónir króna
Að sögn Guðmunds Þórs Birg-
issonar, formanns Hjálparsveitar
skáta í Garðabæ, er stefnt að því
að reisa um 400 til 500 fermetra
húsnæði á tveimur hæðum, þar
sem bæði verður aðstaða fyrir tæki
hjálparsveitarinnar og fundarað-
staða fyrir skátafélagið. Hann
sagði að áætlaður framkvæmda-
kostnaður væri um 60 til 70 millj-
ónir króna. Ef ráðist verður í fram-
kvæmdirnar verða þær
fjármagnaðar með sölu á núverandi
húsnæði skátafélagsins og síðan
hafa félögin farið fram á fjárstyrk
frá bænum.
Í erindi skátafélaganna kemur
fram að félögin hafi hug á að
byggja sameiginlega aðstöðu í mið-
bænum þar sem aðstaða verði til
félagsstarfs ásamt opinu svæði sem
nýtist við ævintýra- og útilífsnám-
skeið skátanna, jólatréssölu og
ýmsar uppákomur og skemmtanir.
Skátafélagið Vífill hefur hug
á að færa sig inn í bæinn
Guðmundur Þór sagði að þar
sem mikið samstarf hefði verið á
milli skátafélaganna hefðu þau
ákveðið að sameinast um byggingu
nýs húsnæðis. Hann sagði að hjálp-
arsveitin þyrfti stærra húsnæði,
þar sem núverandi hús væri orðið
alltof lítið og sagði hann að mjög
mikilvægt væri fyrir hana að vera í
miðbænum þar sem hún reiddi sig
á flugelda- og jólatréssölu til að
halda starfseminni gangandi.
Guðmundur Þór sagði að
skátafélagið hefði mikinn hug á að
færa sig inn í bæinn, en í dag hefur
það að aðstöðu við Hraunhóla, sem
eru alveg við bæjarmörk Garða-
bæjar og Hafnarfjarðar. Lóðin við
Bæjarbraut stendur hins vegar á
milli Flataskóla og Hofsstaðaskóla
og aðgengi ungmenna að skátafé-
laginu yrði þar með mun betra.
Vilja skáta-
miðstöð í
miðbæinn
Garðabær
VEGNA tíðarfarsins er nú al-
gengt að sjá menn vinna að
ýmsum verkefnum, sem al-
gengara er að sjá unnin á
öðrum árstímum.
Sjálfsagt eru þau sem
stunda vinnu sína utandyra
allra karla og kvenna fegnust
því hve veturinn hefur verið
mildur og snjóléttur það sem
af er. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Útivinna
á mildum
vetri
Reykjavík