Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 20

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21, sími 533 2020. Baðáhöld Mikið úrval áhalda í baðherbergi Concorde Áferð: Burstað stál. Pagoda Áferð: Króm og króm/gull. Polo Áferð: Króm Eldorado Áferð: Króm og króm/gull. BIRGIR Ísleifur Gunnarssonseðlabankastjóri segir aðekki séu komnar það sterk-ar vísbendingar um að þenslan sé á niðurleið að tímabært sé að lækka vexti. Hér sé útlánaþensla innlánastofnana um 25% síðustu tólf mánuði. „Bandaríkjamenn voru að lækka vexti hjá sér. Sambærileg tala þar er 12% útlánaþensla á ári.“ Segir hann að það kunni að koma að því einhvern tíma síðar á þessu ári að vaxtalækkunarferli hefjist hér en hann telji það alls ekki tímabært nú. Jafnframt sagði hann að svo virtist sem gengislækkunin sem varð á síð- asta ári hafi ekki enn komið fram í verðlagi en á fundi sem hann hafi átt með Samtökum verslunarinnar ný- verið hafi menn talið að gengislækk- unin myndi koma fram í verðlagi á næstu vikum. Þetta kom fram í um- ræðum á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um efnahagsmál síðastliðinn laugardag. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist taka undir þetta með seðla- bankastjóra að ekki sé tímabært fyrir Seðlabankann að lækka vexti. Það sé áhættusamt þar sem ekki hafi dregið nægjanlega úr þenslunni. Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður og Þórður Pálsson, deildarstjóri greiningardeildar Kaup- þings, töldu aftur á móti að tímabært væri að lækka vexti. Í pallborðsumræðum kom fram að Birgir Ísleifur taldi ekki tímabært að lækka skatta og sagði skattalækk- unina árið 1997 hafa átt verulegan þátt í að örva þenslu. Kaupmáttar- aukningin það ár hafi verið 7,5% frá árinu á undan og átt ómældan þátt í þeirri þenslu sem fylgdi í kjölfarið. Var sú þensla, að sögn Birgis Ísleifs, að mestu drifin áfram af einkaneyslu. Víglundur telur heldur ekki tíma- bært í augnablikinu að lækka skatta og frekar ætti að horfa á vaxtalækk- anir og fínstilla raungengið upp á 3–4%. „Ef okkur tekst að auka hag- vöxtinn þá getum við kannski talað um einhverjar skattalækkanir á næsta ári.“ Pétur Blöndal, alþingismaður, Vil- hjálmur og Þórður töldu aftur á móti tímabært að huga að skattalækkun- um. Í erindi Birgis Ísleifs á fundinum kom fram að þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr útlánaaukningu innlána- stofanana að undanförnu séu ekki enn komnar óyggjandi vísbendingar um að útlánaþenslan sé í rénum og hún sé enn svo mikil að í öllum hagkerfum myndi hún vera talin ógna stöðug- leika til lengri tíma. Erlendar skuldir Íslendinga við lánakerfið nemi nú um 650 milljörð- um króna og miklar gengislækkanir geta hækkað þær að nafnverði í ís- lenskum krónum. Því geti reynst erf- itt fyrir skuldara að standa í skilum og bankar og fjármálakerfið geti lent í miklum vandræðum. „Því er skemmst að minnast að slík dæmi sáum við fyrir okkur á Norðurlönd- unum í upphafi þessa áratugar svo ekki sé talað um sambærileg dæmi í fjarlægari löndum nær okkur í tíma.“ Birgir Ísleifur segir að til skamms tíma litið séu ýmis merki um að hag- kerfið sé byrjað að kólna. Verðbólgan sé minni en hún var á síðastliðnu vori en enn eigi eftir að koma í ljós hver verða verðlagsáhrif þeirrar lækkunar á gengi krónunnar sem orðið hefur síðan í sumar. Til lengri tíma litið sé ekki ástæða til annars en bjartsýni þar sem efnahagslífið hvíli á traustum stoðum. „Ég held að það harðni á dalnum fyrst um sinn en það er nauð- synlegt til að koma á jafnvægi í efna- hagslífinu en jafnframt er engin ástæða til að ætla að annað en bjart sé framundan,“ sagði Birgir Ísleifur. Afnema ber stimpilgjöld og lækka eignarskatta Pétur segir að huga verði að því að lækka skatta sem ekki valda þenslu. Þar séu eignarskattar fremstir í flokki. Segir Pétur að með því að lækka eignarskatt fengjust fleiri til að spara sem vinni á móti þenslunni í þjóðfélaginu. „Ég held að það sé eina skattalækkunin sem hægt er að fram- kvæma án þess að valda þenslu. Svo finnst mér alveg sjálfsagt að afnema hið furðulega og fáránlega stimpil- gjald og það eru eiginlega allir sam- mála mér um það.“ Pétur gerði viðskiptahallann að umtalsefni og sagði hann að hallinn sé með ólíkindum mikill. Að sögn Péturs er einn veigamikill munur á viðskiptahallanum nú en áð- ur. Hér áður var hallinn við útlönd með ábyrgð ríkissjóðs. En þessi halli er ekki lengur með ábyrgð ríkissjóð sem þýði að hann er með ábyrgð ein- staklinga eða fyrirtækja. „Það þýðir að það þurfa að vera veð og ábyrgðir á bak við þetta. Ekki bara ríkisábyrgð sem er endalaus. Veð og ábyrgðir ein- staklinga. Ef við hugsum sem dæmi fjölskyldu sem kaupir sér nýjan jeppa og er áskrifandi að 70 þúsund króna greiðslu á mánuði. Hún gerir ekki mikið meira næstu 5–6 árin en að kaupa þennan jeppa. Hún kaupir jafnvel ekki ísskáp þótt hana vanti hann. Hún er búin með sitt lánstraust og veðmöguleika.“ Pétur segir að þessi viðskiptahalli geti því ekki hald- ið áfram án þess að veilur komi í gæð- um útlána bankakerfisins. Þeir séu farnir að lána slæm lán sem ekki eru mjög trygg. Þetta eigi hluthafar að spyrja stjórnendur viðskiptabank- anna út í: hvort gæðin séu farin að slakna og hver beri ábyrgðina? Pétur segir að Seðlabankinn hafi reynt að beita hefðbundnum aðferð- um til að slá á þensluna með því að hækka vexti endalaust en ein veila sé í því. „Hún er sú að Íslendingar hafa ekki mikið verðskyn á vexti. Þeim er eiginlega nokkuð sama hvaða vexti þeir borga. Hvort vextirnir eru 20%, 30% eða 10% skiptir ekki öllu því þeir taka lán ef þá langar í fallegan bíl. Þessi ótengni vaxtanna gerir það að verkum að einstaklingar taka lán sama hverjir vextirnir eru. Fyirtækin gera nokkurn vegin það sama, það er fyrirtæki sem eru illa rekin. En þau sem eru vel rekin taka öll lán erlendis. Öll stærri fyrirtækin og nánast öll stærri sveitarfélögin eru að taka lán í erlendri mynt.“ Segir hann að þau taki lán erlendis og kaupi síðan spariskírteini innan- lands á töluvert hærri vöxtum og stingi 4–5% vaxtamun á milli Íslands og útlanda í vasann. Birgir Ísleifur sagði á fundinum að það megi að vissu leyti til sanns vegar færa að Íslendingum sé sama hvaða vexti þeir borgi. Þeir taki bara lán. „Það er enginn vafi á því að vaxtaskyn Íslendinga og vaxtanæmi er töluvert annað heldur en erlendis. Tökum dæmi milli Íslands og Noregs. Í Nor- egi hófst vaxtahækkunarferli í vor og þegar þeir hófu þann feril voru mót- mælafundir fyrir utan seðlabankann í Ósló.“ Bankakerfið getur ekki fjármagnað viðskiptahallann Víglundur Þorsteinsson segir að engin leið sé fyrir viðskiptabankana, með CAD-hlutfall um 9,1–9,3%, að fjármagna viðskiptahalla upp á 100 milljarða á ári. En ekki sé óvarlegt að gera ráð fyrir því ef viðskiptahallinn í ár verði 68 milljarðar líkt og Þjóð- hagsstofnun spáir og greiðsluhalli vegna erlendra fjárfestinga þjóðar- innar nemi 30–40 milljörðum til við- bótar „Því skiptir máli einmitt núna í þessari stöðu hvernig Seðlabankinn heldur á málum.“ Hann segir að það sé styrkleiki í hagkerfinu hvað Íslendingar eigi mik- ið af fjármagni í erlendum fjárfest- ingum sem verði framtíðarávinningur þessa þjóðfélags. Hagkerfið sé sterkt sem slíkt á því leiki enginn vafi. Þar megi nefna að þjóðarsparnaður í formi lífeyrissparnaðar sé verulegur þó lítið sé um að einstaklingar leggi til hliðar í séreignarviðbótarsparnað í lífeyriskerfinu. Það sýni kannski hvað þjóðinni er mikið tamara að slá lán en að spara peninga. Víglundur segir að Seðlabankinn þurfi að breyta um stefnu í rólegheitum á næstu mánuð- um. „Við sjáum að vaxtalækkunar- skeið er hafið í Bandaríkjunum og ekki ólíklegt að slíkt skeið sé að hefja innreið sína í Bretlandi og margir spá því að það muni hefja innreið sína á evrusvæðinu síðar á árinu. Seðla- bankinn þarf að leiða þróun sem lækkar raungengi krónunnar um nokkur prósent til viðbótar við þá 7–8% raungengislækkun sem varð á síðasta ári. Lækka raungengið þann- ig að við náum því jafnvægi í raun- gengi sem væri svipað og það var að meðaltali á árunum 1996 og 97. Ég held að þar náum við jafnvægi. Um síðustu áramót var raungengið um 107 samanborið við 100 árið 1996. Þetta er ekki stórvægilegur munur og það er tækifæri núna þar sem á ýmsum sviðum er eftirspurnarsam- dráttur núna. Ekki vegna aðgerða Seðlabanka né ríkisstjórnar heldur vegna þess að eyðslusveiflan er búin að vera slík á liðnum árum að það hef- ur hreinlega orðið mettun á ýmsum sviðum.“ Nefndi Víglundur bílainnflutning og byggingar á atvinnuhúsnæði máli sínu til stuðnings. Hann sagðist hins vegar vera sannfærður um að sterk eftirspurn yrði áfram eftir íbúðarhús- næði. Þar verði sennilega ekki um neinar verðbreytingar að ræða nema ef til þess kæmi að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu næðu að auka lóðaframboð því lóðaskortur á höfuð- borgarsvæðinu á liðnum árum hafi- valdið tvennu: of mikilli áherslu á að byggja atvinnuhúsnæði því þar hafa verið til lóðir á meðan það vantaði lóð- ir fyrir íbúðahúsnæði og vegna skorts á lóðum til íbúðarbygginga „þá er verðmiðinn einn og sér vegna lóða- skortsins eins og sér á fjögurra til fimm herbergja íbúð tveggja milljón króna hækkun um það bil“. Harðnar tvímælalaust á dalnum Þórður Pálsson segir að verðbólg- an hér á landi hafi fylgt í kjölfarið á aukningu peningamagns. Dregið hafi úr þeirri aukningu og verðbólga er á niðurleið „Það má telja líklegt að í kjölfar þess komi í ljós að nokkuð af þeirri fjárfestingu sem ráðist hefur verið í á undanförnum misserum reynist ekki jafnarðbær og til var ætl- ast. Eftir að fólk er orðið vant því að hagvöxtur sé 4,6% á ári að meðaltali harðnar tvímælalaust á dalnum á þessu ári ef marka má spá Þjóðhags- stofnunar sem gerir ráð 1,6% hag- vexti. Það er þó ekki svartnætti fram- undan þótt nýjasta tískan sé bölsýnisspá og vart má í milli sjá hvort sé vinsælla þessi misserin böl- móður eða Pokemon.“ Þórður segir að til þess að hægt sé að stuðla að því að hagvöxtur verði hér sambærilegur og hann gerist meðal nágrannaþjóðanna þá verði að koma til lægri vextir, lægri skattar, þá sérstaklega á fyrirtæki, og áfram- haldandi einkavæðing. Segja má að háir vextir séu orðnir lífsstíll hér á landi að sögn Þórðar og segir hann öll heimili í landinu finna fyrir þessu vegna afborgana af lán- um. Segir hann háa vexti hér draga úr samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja og auka hættu á að þau flytji starf- semi sína úr landi. Einnig megi telja líklegt að fyrirtæki skipti um upp- gjörsmynt til að forðast áhrif geng- isbreytinga á rekstrarreikning sinn. Segist Þórður ekki telja ástæðu til að ætla að hér eigi eftir að koma djúp niðursveifla í efnahagslífinu heldur muni þvert á móti myndast svigrúm til þess að byggja grunn að áfram- haldandi vexti hagkerfisins. Hagkerfið stækkað um 25% og lífskjör batnað í sama takti Vilhjálmur Egilsson sagðist í erindi sínu telja að frá árinu 1995 hafi náðst mikill árangur í efnahagsmálum. Hagkerfið hafi stækkað um 25% á þessum árum og lífskjör almennings hafi batnað í sama takti. Mikil ný- sköpun hafi verið í gangi og breyt- ingar í atvinnulífinu. Atvinnuleysi er hverfandi og fleira fólk farið að flytja til landsins en frá því. „Staðan er þannig á þessu ári að mínu mati að við erum að draga andann. Ástæðan er sú að þessi 25% hagvöxtur á undan- förnum árum hefur reynt mjög mikið á þanþol hagkerfisins. Við erum með fullnýttan vinnumarkað. Það er að vísu þannig núna að stjórnendur fyr- irtækja eru ekki að kvarta í sama mæli og oft áður um það að þeir séu að missa fólk en engu að síður þá má segja að vinnuafl landsmanna sé full- nýtt. En nú þarf að stilla upp til nýrr- ar sóknar að mínu mati. Verðbólgan hefur náðst niður og er komin í um 3% takt og gæti verið á leiðinni ennþá niður úr 5–6% takti sem hún var í fyr- ir tveim, þrem misserum. Gengis- hækkunin sem varð á árunum 1997– 2000 er gengin til baka og í rauninni meira en það því gengi krónunnar er töluvert lægra en það var á árinu 1997. Vextir hafa hækkað um 5% frá árinu 1998 og það er atriði sem ég tel að þurfi að vinna í. Ég tel að þessi vaxtahækkun hafi á tímabili verið nauðsynleg en nú tel ég að séu uppi aðrar aðstæður. Ef við lítum til næstu ára þá mundi ég halda því fram að það væru öll skilyrði til þess að ná ár- angri. Í rauninni tel ég að það sé und- ir okkur sjálfum komið hvort við náum árangri eða ekki. Þetta er ekki bara spurning um að gá til veðurs heldur er þetta spurning um hvað við gerum sjálf í landsstjórninni. Hvað fólk er að starfa í atvinnulífinu og hvernig við skipuleggjum okkur al- mennt séð.“ Höfum við flutt inn rétt fólk? Vilhjálmur segir vinnumarkaðinn vera annan af lykilmörkuðum hag- kerfisins. „Þá er þekking og færni starfsfólksins sífellt þýðingarmeiri. Auðvitað verðum við alltaf að spyrja okkur að því hvort við erum að gera nóg í þeim efnum. Hvort við séum að byggja upp okkar menntakerfi rétt. Hvort það sé að skapa okkur hæft starfsfólk. Annað sem ég vil nefna er að uppgangur kallar á nýtt fólk. Öll svæði í heiminum sem eru að ná ár- angri eru að fá til sín flæði af nýju fólki erlendis frá. Það mun þurfa að gilda það sama um Ísland eins og önn- ur hagkerfi. Við getum tekið Lúxem- borg og Írland. Nú eða borgir eins og New York eða hvaða stað í heiminum sem er þar sem eitthvað er að gerast. Uppgangi tengist eiginlega alls stað- ar innstreymi af fólki erlendis frá. Jú, við höfum verið að flytja inn fólk. En höfum við verið að flytja inn rétta fólkið? Höfum við verið að flytja inn menntað fólk? Jú, í einhverju mæli höfum við verið að gera það. Við höf- um verið að flytja inn menntaða Ís- lendinga frá útlöndum. Fólk sem hef- ur fengið menntun erlendis er að koma heim. Nú, þetta fólk hefur kom- ið með sína maka og annað sem hefur fengið vinnu en við höfum líka verið að flytja inn fullt af fólki sem hefur verið að vinna í störfum sem eru kannski ekki vel launuð og hafa ekki verið eftirsótt af Íslendingum. En hvað um það, ég tel að við verðum að spá dálítið betur í þessi mál en við höf- um verið að gera og í rauninni að gera miklu meira fyrir þetta fólk sem við höfum verið að fá inn í landið til þess að aðlaga það okkar samfélagi svo það nýtist okkur sem best.“ Vilhjálmur segir að mikið hafi verið gert í skattamálum atvinnulífsins en þeim breytingum sé hvergi nærri lok- ið. Hann segir að skattalækkanir und- anfarin ár hafi yfirleitt falið í sér pró- sentulækkanir og ívilnanir hafi verið felldar niður. Því séu skatttekjur rík- issjóðs meiri í dag en nokkru sinni fyrr. Segir hann að eignarskattar og stimpilgjöld séu farin að verða þjóð- inni fjötur um fót. Ekki tímabært að lækka vexti Skiptar skoðanir voru um hvort nú væri færi til vaxtalækkana hjá Seðlabankanum á fundi um efnahagsmál sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, stóð fyrir á laugardag. Morgunblaðið/Jim Smart Vilhjálmur Egilsson alþingismaður Þórður Pálsson, deildarstjóri greining- ardeildar Kaupþings, og Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, telja allir að tímabært sé fyrir Seðlabanka Íslands að lækka vexti. Geir H. Haarde fjármálaráðherra á opnum fundi um efnahagsmál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.