Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 32

Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANDRI Snær Magnason fékk Ís- lensku bókmenntaverðlaunin fyrir ári fyrir Söguna af bláa hnettinum. Samhliða bókarskrifunum samdi hann leikrit um efnið sem hlaut 2. verðlaun í leikritasamkeppni Þjóð- leikhússins í tilefni af 50 ára afmæli þess. Blái hnötturinn er margslungið verk. Á yfirborðinu er þetta einföld útópísk frásögn um villibörn sem mynda sitt eigið samfélag á eyju í hafinu djúpa einhvers staðar á hnett- inum bláa, saga sem sver sig í ætt við ótal sögur um einangraða barnahópa í öðrum sögum. Einn meginmunur er þó á, börnin í leikritinu eru á engan hátt upp á fullorðna komin og í raun er hugtakið „fullorðinn“ ekki til sem viðmið við þá eiginleika barnsins. Þetta er mjög athyglisvert ef skoðað er að hugtakið „barn“ er allajafna skilið svo að það sé ung mannvera sem mun fullorðnast. Hér eru börn börn af því að þau hafa sömu eigin- leika og börnin sem horfa á ævintýra- leikinn. Ógnin sem breytir samfélaginu kemur utan úr geimnum. Glaumur Geimmundsson kemur inn í fyrir- myndarsamfélag barnanna og koll- steypir því. Hann er ekki illmenni í venjulegum skilningi þess orðs, en hann er búinn öllum þeim eiginleik- um sem einkenna lýðskrumara, eig- inleikum sem gera hann enn hættu- legri börnunum og því sem gera þeim kleift að lifa í sátt við sjálf sig og um- hverfi sitt í byrjun leiksins. Kjartan Guðjónsson fór á kostum í hlutverk- inu. Með sannfæringarkrafti sínum tókst honum að umturna öllum þeim gildum sem samfélag þeirra byggir á. Boðskapur verksins felst í þeirri and- stæðu sem skapast á milli kenninga hans og afleiðinga þess að þeim er hrint í framkvæmd og grundvallar- sakleysi þess samfélags sem um- breytist fyrir tilverknað hans. Hið illa er hér afleiðing gjörða breyskrar manneskju – einstaklega raunsæis- legt viðhorf í annars ævintýralegri frásögn. Inga María Valdimarsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson leika Huldu og Brimi, fulltrúa andófsins í leikritinu, persónur sem vegna reynslu sinnar af kjörum barnanna hinum megin á hnettinum þroskast, taka afstöðu og berjast fyrir hugsjónum sínum og valda þannig straumhvörfum í verk- inu. Barátta þeirra fyrir því að nagl- inn verði dreginn úr sólinni og börn- unum hinum megin á hnettinum verði bjargað frá eilífu myrkri og loks hungurdauða er táknræn fyrir stærsta siðferðisvanda okkar jarðar- búa í dag. Viðbrögð Glaums eru dæmigerð fyrir þær skammtíma- lausnir sem viðgangast og eru til þess gerðar að slá ryki í augu almennings. Inga María leikur Huldu með þeim krafti og þeirri þrautseigju sem hlut- verkið þarfnast. Atli Rafn ljær Brimi viðkvæma lund og barnslegan ákafa, en leikararnir eru í heild afar trú- verðugir í túlkun sinni á því barns- lega. Af leikurum í minni hlutverkum sem allir léku fleiri en eitt hlutverk er Bjarni Haukur Þórsson sérstaklega eftirminnilegur sem björninn, Linda Ásgeirsdóttir sem hýenan, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson sem Rökkvi og Valur Freyr Einarsson sem hinn hrelldi Örvar, bráð hýen- unnar. Auk þess vakti Nanna Kristín Magnúsdóttir athygli fyrir einbeittan og jafnan leik í öllum atriðum. Hún, Linda Ásgeirsdóttur og Marta Nor- dal léku saman köngurlóaþrenningu í mjög vel heppnuðu og hrollvekjandi atriði. Auk þeirra sem upp hafa verið taldir léku í verkinu sjö statistar sem komu fram í hinum fjölmörgu hóp- atriðum og stóðu sig yfirleitt með ágætum. Á sviðinu er sköpuð ævintýraleg töfraveröld úr verkinu og hinn mynd- ræni þáttur á stóran þátt í því að gera verkið aðgengilegt börnum sem eru ekki komin í grunnskóla og eiga erf- iðara með að tileinka sér boðskap verksins. Búningar Glaums eru mjög fjölbreyttir og litríkir án þess að glata hinni táknrænu tilvísun. Gráminn er allsráðandi í kulda og myrkri andfæt- linganna og grár er notaður út í gegn sem litur ógnar, sorgar og elli í beinni andstöðu við litríka búninga barn- anna sem búa við eilíft sólarljós. Hér koma kostir Axel Hallkels sem leik- myndahönnuðar berlega í ljós; ald- inum hlaðnar eikur mynda stílhreina umgjörð um autt hringsviðið; hér er mikið lagt upp úr tilfinningu fyrir nægu rými enda ekki vanþörf á – hópurinn er á fleygiferð mikinn hluta sýningarinnar. Ljósin marka hinn gífurlega mun birtu og myrkurs, gráma og skærra lita. Þessi sýning höfðar til víðs áhorf- endahóps – yngstu börnin geta gleymt sér í litríkum ævintýraheim- inum, þau eldri velt fyrir sér boðskap verksins og hinir fullorðnu getið sér til um hverjar séu fyrirmyndir Glaums í hinum ýmsu birtingar- myndum. Þetta er ágengt verk sem fær hvern og einn til að spyrja sig þeirrar spurningar sem mestu skiptir um framtíð þeirrar plánetu sem við byggjum; hverju vil ég fórna af mín- um lífsgæðum til að þeir sem verr eru settir í heiminum geti líka notið lífs- ins. Er ekki kominn tími til að draga naglann úr sólinni? Að draga naglann úr sólinni Morgunblaðið/Jón Svavarsson Höfundur Bláa hnattarins, Andri Snær Magnason, hylltur í leikslok. LEIKLIST Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Höfundur: Andri Snær Magnason. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Tónlist: múm. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Útfærsla á búningum: Margrét Sigurðardóttir. Grímur: Stefán Jörgen Ágústsson. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Sögumaður: Helga E. Jónsdóttir. Leikarar: Anna Brynja Baldurs- dóttir, Atli Þ. Albertsson, Atli Rafn Sigurðarson, Árni Egill Örnólfsson, Bjarni Haukur Þórsson, Guðjón Davíð Karlsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldóra Harð- ardóttir, Inga María Valdimars- dóttir, Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sveinn Kjarval, Valur Freyr Ein- arsson og Þórdís Elva Þorvalds- dóttir. Sunnudagur 21. janúar. BLÁI HNÖTTURINN Sveinn Haraldsson ÞAÐ er merkilegt að sjá þessa litlu sýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar. Við erum vön að sjá frekar stór verk eftir Kristján þar sem rómuð sveifla hans nýtur sín í léttum og leikandi pensildansi. Hér eru það hins vegar smámyndir frá ofanverðum sjötta áratugnum – Kristján hélt einmitt sýningu árið 1958 á lýrískum abstraktmyndum – sem vitna um upphaf hans sem ex- pressjónísks abstraktmálara þótt hann væri þá þegar búinn að sýna af sér óvenju frjálslega takta í drjúgan áratug. Það er ef til vill þykkt litarins sem fyrst vekur athygli áhorfandans. Miðað við síðari tíma þróun eru þessar frekar smáu myndir í austur- herbergi Ásmundarsalar við Freyjugötu þykkt smurðar. Það er eins og listamaðurinn sé að kanna eðli málningarinnar fremur en sjálf- an litinn og hvernig byggja megi upp efnismikla áferð. Meginvirknin er í miðju flestra málverkanna líkt og þar sé að finna eldfjall sem veiti hraunlækjum yfir barma sína. Bein tengslin við ís- lenska náttúru – og þá einkum jarð- fræði hennar – eru ef til vill augljós- ari í þessum smáu verkum en stóru dúkunum sem síðar komu. Það bendir til þess að tengslin við hið sýnilega landslag séu enn býsna sterk. Hins vegar má sjá að allt er hér til staðar sem síðar átti eftir að ein- kenna vinnubrögð Kristjáns. Það er einungis stærðin sem á eftir að koma og sterkari litasambönd. Frammi fyrir sumum þessara mynda verður manni frekar hugsað til Fautrier og Wols en þeirra lit- fjörugu verka sem Kristján átti síð- ar eftir að mála. Þannig fer mun meira fyrir heit- um jarðlitum en títt er um síðari myndir Kristjáns. Pensildrættirnir eru heldur ekki lausir undan áhrif- um austurlensks myndleturs. Önnur verk bera með sér ákveðnari ein- kenni táknrænnar myndgerðar, ekki ósvipaðri þeirri sem Klee stundaði en könnun efniviðarins var einmitt sérgrein hans. Það er vissulega upplýsandi að sjá sýningu sem þessa og rifja upp þá tíð þegar ljóðræn abstraktlist var að leysa geometríska abstraktlist af hólmi. Þótt ekki sé langt um liðið frá því þessar myndir voru málaðar hef- ur mikið vatn runnið til sjávar. Þannig er vert að bregða upp glefs- um úr eigu Listasafns ASÍ til að minna okkur á hvernig einn fremsti listmálari okkar nálgaðist viðfangs- efni sitt fyrir ríflega fjörutíu árum. Þótt ekki sé bein þörf fyrir sýn- ingarskrá væri óneitanlega fróð- legra ef einhverjar upplýsingar fylgdu sýningunni aðrar en nöfn myndanna og ártöl. Fjölritaður ein- blöðungur mundi vissulega duga. Halldór Björn Runólfsson Á ljóðrænum nótum MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í Til 28. janúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. MÁLVERK – KRISTJÁN DAVÍÐSSON Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Verk eftir Kristján Davíðsson á sýningu Listasafns ASÍ. MYNDLISTARSÝNING Eggerts Magnússonar stendur yfir í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi þessa dagana. Á sýningunni eru 29 olíu- málverk sem flest eru unnin sl. ár, en einnig er þar að finna eldri verk. Sýningin stendur til 18. febrúar. Eggert Magnússon er 85 ára að aldri, en hann byrjaði að mála upp úr 1960, þegar draga tók úr sigl- ingum hjá honum en hann hefur verið sjómaður frá unglingsaldri. Eggert er einn af þekktari nævist- um landsins, en hann er sjálfmennt- aður listamaður. „Það er einhver listræna í ættinni, systur mínar hafa þetta einnig í sér. Við erum komin af Miðdalsættinni, eins og Guð- mundur frá Miðdal,“ segir Eggert. Myndirnar á sýningunni eru með líku sniði og þær hafa verið á fyrri sýningum. „Ég mála mikið lands- lagsmyndir og gamlar minningar, m.a. frá sjóferðunum.“ Eggert hefur siglt víða um ævina og má sjá merki þess, m.a. í mynd- um frá Gambíu og af Fujifjalli. Þá sýna margar myndir fisk- og hval- veiðar og á einni koma ísbirnir við sögu. Sýning Eggerts hefur einnig yfir sér heimssögulegt yfirbragð, en margar lýsa minningum hans frá því í stríðinu. Myndin „Bismark út af Hellissandi“ sýnir herskip í orr- ustu úti fyrir jökli. ,,Það var mikil sjóorrusta norður af Ströndum í maí 1941,“ segir Eggert. Þar sökk herskipið Hood og 1.422 menn fór- ust. Orrustan barst síðan vestur fyr- ir land, niður allt Grænlandssundið og sást síðast til hennar út af Hellis- sandi þaðan sem myndin mín er.“ Þá hefur Eggert fært í mynd sögulega atburði á borð við Pearl Harbor-árásina, heimsókn Church- ills til Reykjavíkur og komu loft- farsins Zeppelín. Atómógnin er síð- an tjáð í myndinni „Atómsprengjan“ sem myndar sterka andstæðu við friðsælar nátt- úrulífsmyndirnar. Eggert segir myndlistina fyrst og fremst stytta sér stundir á eftir- launaaldrinum. Vel hafi hins vegar gengið, allar myndir seldust á sýn- ingu sem hann hélt í Gerðubergi fyrir þremur árum, og nú hafi 21 af 29 verkum selst strax á frumsýning- ardaginn. Morgunblaðið/Ásdís Eggert við myndirnar „Churchill kveður Reykjavík“ og „Skógareldur“. Málar minningar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.