Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 35

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 35 - Í FAÐMI FJALLA Fagurt umhverfi, glæsilegir salir, ljúffengur matur, fullvissa um ljúft kvöld, Sími. 567 2020 fyrir stærri sem smærri hópa að hætti Skíðaskálans í Hveradölum Borðapantanir í síma 567 2020 Frábært tækifæri fyrir vina-og vinnustaðahópa til að gera sér dagamun í frábæru umhverfi R a m m í s l e n s k t K O R T E R Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frá- bærar aðstæður á suðurströnd Spánar í rúmar 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Vorin eru falleg- asti tími ársins á suður-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þess- um yndislega heimshluta og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm 22. og 23. apríl frá 51.500 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 57.300 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, Timor Sol, 32 nætur, 22. apríl. Skattar ekki innifaldir. Verð kr. 72.500 M.v. 2 í studio, Timor Sol, 22. apríl, 32 nætur. Völ um aukaviku. Skattar kr. 2.530, ekki innifaldir. Costa del Sol Verð frá kr. 51.500 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, El Faro, 32 nætur, 23. apríl. Verð kr. 67.400 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 32 nætur, 23. apríl. Skattar kr. 2.530 ekki innifaldir. Benidorm Í HEIMI Dario Fo er öllu einatt snúið á haus, viðteknum gildum hafnað, reglurnar í valdatafli mann- anna teknar til endurmats og fals- myndir þjóðfélagsins skoðaðar aft- anfrá svo skín í beran strigann. Í Nöktum manni og öðrum í kjólfötum eru lögmál gamanleiksins líka end- urskoðuð. Í hefðbundnum farsa væri maðurinn sem slapp með naumind- um undan eiginmanni ástkonu sinn- ar og húkir nú nakinn í ruslatunnu aðalpersónan. Fo beinir hins vegar athyglinni að götusóparanum sem ber ábyrgð á nefndri tunnu, og því hvernig tilveru hans er kollsteypt við að verða á vegi farsans. Leikslokin, þegar kjólfataklædd- ur götusóparinn hefur öðlast lífs- gleðina meðan strípaður ríkisbubb- inn forðar sér undan lögreglunni, segja okkur hvorttveggja í senn að fötin skapi manninn og að í þjóð- félagi byggðu á stéttskiptu ofbeldi sé einblínt á yfirborðið og ekkert til- lit tekið til mannkosta og innri eig- inleika. Boðskapur sem kannski stendur félögum í Halaleikhópnum nærri, en hópurinn samanstendur að mestu leyti af líkamlega fötluðu fólki. Sú fallega hugsun sem birtist í leikskrá sýningarinnar, að enginn sé fatlaðri en hann vill vera, leiðir hug- ann að því hvað felst í að vera þeim vanda vaxinn að skila listrænu verki á borð við leiksýningu til viðtakenda. Allir búa við takmörk á getu sinni til allra hluta og fánýtt að gera kröfur um að slík takmörk verði yfirstigin. Fötlun er einfaldlega ein tegund slíkra takmarka, ekkert eðlisólík öðrum tegundum. Kröfurnar sem gerðar verða eru einfaldlega tilfinningin fyrir að allir beiti sér til ítrustu marka sinnar getu. Líkamleg fötlun leikara setur sviðsetningu auðvitað ýmsar skorð- ur, aðrar skorður en önnur einkenni myndu setja. Og vissulega njóta ýmsir eiginleikar verksins sín ekki af þessum sökum, snerpa þess og farsakenndustu atriðin. Á hinn bóg- inn stendur fötlun auðvitað ekki í vegi fyrir því að hægt sé að skila hlýrri skopathugun Fos á mann- skepnunni og þar tekst leikhópnum iðulega ágætlega upp. Allir leikar- arnir eiga sönn andartök sem verða fyndin af því þau eru sönn, en varla er á nokkurn hallað þó Jón Þór Ólafsson sé nefndur sérstaklega fyr- ir að gera götusóparanum fyrr- nefnda prýðileg skil. Leikstjórinn, Björn Gunnlaugs- son, hefur skilað góðu verki, ef und- an er skilin tónlistin sem er að mínu viti aldeilis snertipunktalaus við verkið og stemmningu þess. Nýting- in á rýminu er prýðileg, leikmynd smekkleg og innskot í textann sem tengja sýninguna við nútímann og þau mál sem helst brenna á öryrkj- um þessa dagana launfyndin og al- gerlega í anda Nóbelsskáldsins ítalska sem aldrei hefur þreyst á að nota leikhúsið sem hrossabrest til að vekja fólk til umhugsunar um þjóð- félagslegt óréttlæti af öllu tagi. Fötin skapa manninnn LEIKLIST H a l a l e i k h ó p u r i n n eftir Dario Fo. Þýðandi: Sveinn Einarsson. Leikstjóri: Björn Gunn- laugsson. Laugardagur 20. janúar. NAKINN MAÐUR OG ANNAR Í KJÓLFÖTUM Þorgeir Tryggvason KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði hefur nú opnað heima- síðu á Netinu og er slóðin www.heimir.is. Í tilkynningu frá kórnum segir að á síðunni sé að finna margvíslegan fróðleik um Heimi, svo sem sögubrot, frásögn frá heimssýningunni í Hannover sl. haust, þar sem kórinn kom fram, grein um starfsemi kórsins, umsagnir, tónleikadagskrá ársins, tónbrot úr nokkrum lögum ásamt nýjustu fréttum af kórnum. Þar er einnig hægt að leggja inn pantanir fyrir geisladiska kórsins og sitt- hvað fleira. Þrettándaskemmtun karla- kórsins var haldin í félagsheim- ilinu Miðgarði í Skagafirði nýlega. Í tilkynningu frá kórnum segir að skemmtunin hafi tekist í alla staði mjög vel og mikil ánægja meðal hinna fjölmörgu gesta sem troð- fylltu húsið. Gestur kvöldsins var Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sem þykir hafa farið á kostum í „þrumandi ræðu sinni um Skagfirðinga og fleira fólk“. Karlakórinn Heimir mun halda í venjubundna söngferð á suðvest- urhorn landsins 22. mars næst- komandi en þá verður sungið á Akranesi og í Grindavík og Reykjavík. Heimir með heimasíðu Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri ÞURÍÐUR Sigurðardóttir sýn- ir verk í Búnaðarbankaglugg- anum, nemendaglugga Búnað- arbanka Íslands við Hlemm. Sýningunni lýkur 2. febrúar. Nemanda- verk í banka- glugga HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.