Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 36
LISTIR
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þrjú frábær fyrirtæki
1. Einstaklega falleg nýleg blóma- og gjafavöruverslun í einu fjöl-
mennasta hverfi borgarinnar og í nýrri verslanamiðstöð þar sem
eru þekktustu stórmarkaðir landsins. Skemmtilegt fyrirtæki. Mjög
fallegar gjafavörur og góð vaxandi velta.
2. Framköllunarfyrirtæki sem býður upp á alla möguleika varðandi
myndir. Myndatökur, innrömmun, stækkanir og hvað sem er. Allt
til staðar. Eigandi skilur ekki við fyrr en búið er að kenna kaup-
anda allt sem þarf að vita og gera. Góð staðsetning. Þekkt fyrir-
tæki. Selst vegna veikinda. Einstaklega góð framlegð.
3. Eitt þekktasta veitingahúsið á stór-Reykjavíkursvæðinu til sölu.
Sami eigandi í 25 ár. Stórir salir sem eru leigðir út fyrir þorrablót,
erfidrykkjur, fermingarveislur og afmæli. Mikið pantað langt fram í
tímann og margir fastir, stórir viðskiptavinir. Allt nýgegnumtekið.
Gott eldhús. Einstakt tækifæri til að byrja strax í bullandi verkefn-
um. Húsnæðið einnig til sölu. Veltuaukning 20% á sl. ári og stöð-
ugt vaxandi.
Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
HALLGERÐUR Gísladóttir og
Nanna Rögnvaldardóttir hlutu við-
urkenningu Hagþenkis 2000, „fyrir
merk og vönduð grundvallarrit um
matargerð og matargerðarlist,
þjóðlega og alþjóðlega“ eins og
skráð er á viðurkenningarskjölin
að þessu sinni. Rit Hallgerðar, Ís-
lensk matarhefð, kom út hjá hjá
Máli og menningu í samvinnu við
Þjóðminjasafn Íslands árið 1999.
Rit Nönnu, Matarást, var gefið út af
bókaforlaginu Iðunni árið 1998.
Sverrir Jakobsson, formaður
Hagþenkis, afhenti styrkþegunum
viðurkenningarskjal og 500.000 kr.,
er skiptust milli höfundanna.
Ryðja mikilvægar brautir
Í greinargerð viðurkenning-
arráðsins er samning og útgáfa
þessara rita talin tákna „. . . merki-
leg umskipti á mikilsverðu menn-
ingarsviði“ þannig að „. . . þjóðin
hefur við upphaf nýrrar aldar að-
gang að tveimur vönduðum yfirlits-
ritum um matarhætti, öðru um
þjóðlega matarhefð fyrr á tímum,
hinu um mat og matargerð um ver-
öld alla“.
Í greinargerðinni segir enn frem-
ur: „Báðir höfundar stóðu frammi
fyrir hafsjó af meira eða minna
brotakenndum heimildum um víð-
tækt og margslungið efni, báðum
hefur tekist að leggja fram heild-
stæð og vönduð rit sem að sjálf-
sögðu tæma ekki efnið en spanna
það á sannfærandi hátt, hvort með
sínu móti. Með framlagi sínu ryðja
höfundarnir mikilvægar brautir,
vekja vonir um frekari afrek á
þessu sviði og vísa bæði áhuga-
mönnum og faghópum á ótal spenn-
andi leiðir um áður illfærar slóðir.“
Þetta er í fjórtánda sinn sem
Hagþenkir – félag höfunda fræði-
rita og kennslugagna veitir við-
urkenningu sína. Sérstakt við-
urkenningarráð, skipað fulltrúum
ólíkra fræðigreina, er kosið til
tveggja ára í senn og ákveður hver
viðurkenninguna hlýtur. Við-
urkenningarráðið skipa Gunnar
Karlsson sagnfræðingur, Ingunn
Ásdísardóttir bókmenntafræð-
ingur, Kristín Indriðadóttir bóka-
safnsfræðingur, Sigurður Stein-
þórsson jarðfræðingur og Torfi
Hjartarson námsefnisfræðingur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hallgerður Gísladóttir og Nanna Rögnvaldardóttir taka við viðurkenn-
ingu sinni úr hendi Sverris Jakobssonar, formanns Hagþenkis.
Tvö yfirlitsrit
um matarhætti
fá viðurkenningu
TÍMALENGD tónverka segir
ekki allt. Stuttar smíðar geta verið
kröfuharðar á við margfalt lengri
verk, og var sú raunin á tónleikum
ofangreindra þremenninga í Salnum
á sunnudag. Efnisskráin náði rétt að
teygja sig út fyrir eina klukkustund,
sumpart vegna tímadrjúgra hljóð-
færaskiptinga, en á hinn bóginn voru
verkin fjögur auðheyrilega af kröfu-
harðari sortinni.
Þó að saxofónninn sé síðasta blás-
arahljóðfærið sem fundið var upp,
hefur þessi kóníska einblöðungs-
málmpípa, sem sameinar dýnamíska
kosti klarínettsins með hagkvæmri
fingrasetningu flautu og óbós, verið
furðulengi að ná eyrum alvarlegra
tónhöfunda, og má vera að velgengni
hljóðfærisins í djassi hafi tafið fyrir
því framan af, meðan „synkóperuð
tónlist“ þótti varla húsum hæf. En
kammerverkum fyrir saxofón hefur
samt farið fjölgandi, einkum á seinni
helmingi nýliðinnar aldar, og fer
saxófónninn því óðum að hugtengj-
ast öðru fremur framsækinni tónlist,
líkt og slagverkshljóðfæri eins og
marimba og víbrafónn sem einnig
komu til löngu eftir daga vínarklass-
íkur. Saxofónakvartettinn fyrir sópr-
an, alt tenór og barýton má nú heita
jafnfastur í sessi og lúðrakvintettinn,
þótt enn sé hann fremur óalgengur
hér um slóðir.
Mun sjaldnar gefst kostur á að
heyra tónlist fyrir einn sax (hvað þá
tvo) og píanó. Það var því vissulega
nokkur forvitni að dagskrá Guidos
Bäumer, Vigdísar Klöru Aradóttur
og Unnar Fadilu Vilhelmsdóttur.
Það var til marks um áður getna
tregðu fagurtónhöfunda að aðeins
eitt þekkt nafn stóð á matseðlinum,
Sofia Gubaidulina, og verk hennar
m.a.s. umritun á fagottdúói. Hinir
höfundarnir þrír voru nánast með
öllu ókunnir hérlendis og hefur ekki
farið mikið fyrir þeim heldur á al-
þjóðlegum hljómplötumarkaði.
Gætu verk þeirra því mætavel hafa
verið frumflutt hér á landi, þótt ekk-
ert væri tekið fram um það tonleika-
skrá.
Frakkar hafa öðrum þjóðum
fremur verið duglegir við að semja
afstrakt tónlist fyrir saxofón. Einn
þeirra er Francois Rossé (f. 1945),
fyrrum nemandi Messiaens. Hann
samdi að sögn „Lombric“ (=Ána-
maðkur) fyrir tvo altsaxa og píanó
þannig að mætti „flytja á mismun-
andi vegu eftir því hvernig hlutum
þess væri raðað niður“. Ber slíkt
óneitanlega gamalkunnan keim af
slembiaðferðum módernista á miðri
öldinni, sem nú virðast aðallega hafa
sögulegt gildi. Framan af bauð verk-
ið af sér nokkuð góðan þokka með
allt að því líðandi melódískum hend-
ingum. En þegar á leið kvaddi marg-
þvælt effektagallerí núþáliðinnar
framúrstefnu sér hljóðs ásamt ískr-
um, klappaskrölti, meðsöng og ann-
arri „gernýtingu“ á möguleikum
hljóðfæranna, og verkið fór að drag-
ast á langinn. Þriðja stykki dag-
skrár, Adria eftir Christian Lauba
(næst á eftir Sónötu Gubaidulinu),
var svipuðu marki brennt, og megn-
aði ekki einu sinni innlifuð og örugg
spilamennska að hefja það í teljandi
hæðir frekar en Ánamaðkinn.
Duo – Sonata eftir Sofiu Gubaidul-
inu var listrænt séð bitastæðasta
verk kvöldsins. Þrátt fyrir nokkrar
kollkinkingar rússnesku tónskáld-
konunnar til framsækinna handan-
tónlistareffekta um miðbik verksins
héldu þær ekki áfram von úr viti eins
og í fyrrgetnu verkunum tveim.
Formið bar vott um agaða og mark-
vissa hugsun; þrástefjuðu kaflarnir
voru skemmtilega unnir og radd-
færslan hnitmiðuð og skáldleg.
Að hætti forngríska leikhússins,
þar sem slegið var á léttari strengi
eftir aðalharmleik kvöldsins svo allir
færu ekki grátandi heim, var brugðið
á glens í tónleikalok með „Three
Quarks for Muster Mark!“ frá árinu
1990 eftir Kanadamanninn Ran-
dolph Peters (f. 1959). Hvað sem líð-
ur öllum sögðum hugleiðingum höf-
undar um eðlisfræðilögmál, rót-
eindir og nifteindir hafði þetta
fimmþætta kammerverk umfram
allt eitt sér til ágætis: það var ekki
leiðinlegt. Þvert á móti hélt það
prýðilega athygli hlustandans og
gott betur, og þrátt fyrir skynjanleg
áhrif úr tóntaki biksvartrar sveiflu
og sjóðandi sölsu átti það líka til ým-
islegt úr fórum eldri og yngri mód-
ernista. Nálgun höfundar var að vísu
ekki alls staðar laus við að verka svo-
lítið ungæðisleg, en ferskleiki og
kraftur meira en vó það upp.
Flutningur þessa óvanalega pí-
anótríós var hér sem fyrr vandaður.
Þó að einstaka þáttur, t.a.m. „Prot-
on“ (1.), hefði kannski þolað ögn
hressilegra tempó, var túlkun þre-
menninganna í heild sérlega vel sam-
stilltur og blásaratónninn bæði fjöl-
breyttur og fágaður.
ÍSLENSKIR einleikarar er und-
irtitill tónleika Kammersveitar
Reykjavíkur, sem haldnir voru í
Listasafni Íslands sl. sunnudags-
kvöld, en þar komu fram fjórir ís-
lenskir einleikarar á flautu, fiðlu, gít-
ar og klarínett og fluttu einleiksverk,
sem spanna ýmislegt af því sem tón-
skáld síðustu aldar voru að velta fyrir
sér. Fyrsta verkið var Ballaða fyrir
flautu, píanó og strengjasveit eftir
Frank Martin (1890–1974), sviss-
neskan píanista og tónskáld. Þrátt
fyrir að hann hæfi að semja tónverk
átta ára, átti hann í erfiðleikum með
að „kompónera“ en það var hljóm-
sveitarstjórinn Ansermet, sem hjálp-
aði honum og hvatti til dáða og var
hann 36 ára er hann fór að semja fyrir
alvöru. Hann samdi sex verk undir
heitinu Ballaða og sú fyrsta er fyrir
fyrir alto saxófón sem einleikshljóð-
færi. Flautu ballöðuna samdi Martin
1939 og það var Áshildur Haralds-
dóttir sem lék einleikinn. Verkið er
tilþrifamikið á köflum og var afburða
vel flutt af Áshildi. Hljómsveitin lék
vel en ritháttur Martins felur í sér
margháttað tónmál, sem minnir jafn-
vel á Stravinskij og Hindemith, auk
þess að vera mótað af tóntegunda-
bundinni úrvinnslu. Í seinni verkum
sínum mun hann hins vegar hafa hall-
að sér nokkuð að tólftónaaðferðum
Schönbergs.
Annað viðfangsefnið á tónleikun-
um var Partita fyrir fiðlu og kamm-
ersveit eftir Lutoslawskí (1913). Það
var mjög sérkennilegt, er tólf tóna
tónlistin var alls ráðandi í Evrópu,
voru það „austantjalds“ tónskáldin,
Pólverjar og Ungverjar, sem felldu
dóminn yfir raðtónlistinni og Lutosl-
awsky var einn þeirra. Þeirra fram-
lag var bæði nýtískulegt en með til-
vísun í eldri aðferðir. Partítan er
þannig verk, þar sem blandað er sam-
an nýju og gömlu, er gerir tónmálið
skemmtilega fjölbreytt og var t.d.
miðþáttur verksins mjög fallegur og
þá ekki síst fyrir frábæran leik, bæði
hljómsveitar en þó einkanlega ein-
leikarans, sem var Sif Tulinius er lék
verkið sérdeilislega vel, en hún hefur
þegar sýnt sig, að vera frábær fiðlari.
Þriðja verk tónleikanna var Kons-
ert fyrir gítar og strengjasveit, eftir
Jean Francaix (1912) og var frægur
sem píanóleikari og var sjötugur er
hann samdi gítarkonsertinn 1982 en
hann var sérlega vinsæll fyrir létt og
skemmtilega leikandi verk. Konsert-
inn er í þessum anda og var mjög vel
fluttur. Arnaldur Arnarson hefur
þegar getir sér orð fyrir góðan leik,
og það á einnig við að þessu sinni, sér-
staklega í hröðu köflunum, sem ef til
vill voru við hægferðugri mörkin en í
seinni hæga þættinu og
kadensunni var leikur
Arnaldar mjög góður.
Lokaverk tón-
leikanna var Domaines
fyrir klarínett og 21
hljóðfæri, langt og erf-
itt verk, eftir Pierre
Boulez, er var kallaður
„óþekktarormurinn“ í
franskri tónlist. Hann
kannaði ný svið í mótun
tónmáls og hefur ritað
margt um tónskynjum
nútímamannsins, sem
margt er nú að sannast,
t.d. að hljóðheimurinn
sé að breytast og að
tónlist sé í raun ekkert
annað en mishá, mis-
löng, missterk og „mis-
lit“ hljóð. Tónverkið
Domaines (svið, um-
ráðasvæði) útheimtir
ákveðna skipan hljóð-
færaflokka á sviðinu og
gengur einleikarinn á
milli hópanna og leikur
á víxl við þá en lýkur
verkinu á sérlega veik-
um tónum sem
umbreytast í blástur,
sem mætti túlka svo að
allur vindur væri úr ein-
leikaranum. þetta er í
raun rökréttur endir á
þessu margslungna
verki, sem var sérlega
vel flutt af Einari Jóhannessyni og
má segja að flutningur hans hafi verið
galdri líkastur. Ýmsir í hljómsveitinni
áttu tilþrifamiklar tónhendingar, eins
t.d. Daði Kolbeinsson á óbó, Joseph
Ognibene á horn og Rúnar Óskarsson
á bassaklarínett. En það var galdra-
maðurinn Einar, sem lék þetta langa
og erfiða verk af einstökum glæsi-
brag. Hljómsveitirnar, sem Bernhard
Wilkinson stjórnaði, léku mjög vel en
það voru einleikararnir sem „brill-
eruðu“ og áttu stæstan þátt í gera
þessa tónleika sérlega skemmtilega.
Frábær flutningur
TÓNLIST
L i s t a s a f n Í s l a n d s
flutti verk eftir Frank Martin,
Lutoslawskí, Francaix og Boulez.
Einleikarar: Áshildur Haralds-
dóttir, Sif Tulinius, Arnaldur
Arnarson og Einar Jóhannesson.
Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Sunnudagurinn 21. janúar 2001.
KAMMERSVEIT
REYKJAVÍKUR
Jón Ásgeirsson
Arnaldur
Arnarson
Einar
Jóhannesson
Sif
Tulinius
Áshildur
Haraldsdóttir
Söxum sveiflað
TÓNLIST
S a l u r i n n
Rossé: Lombric. Gubaidulina: Duo-
Sonata. Lauba: Adria. Peters:
Three Quarks for Muster Mark!
Vigdís Klara Aradóttir, Guido
Bäumer, alt- & barýton-saxofónar;
Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, pí-
anó. Sunnudaginn 21. janúar kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
www.mbl.is