Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 38
MENNTUN 38 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ B ÖRN eru snjöll á ólík- um sviðum. Greind þeirra er ekki einsleit, heldur birtist hún á marga vegu. Barn hef- ur hæfileika til að átta sig á rök- legum og tölulegum mynstrum, annað barn sýnir góða hæfni í mannlegum samskiptum. Mikil- vægt er að meta þessa hæfni að verðleikum og rækta. Til er kenn- ing um mannlega greind sem hefur reynst vel til að varpa ljósi á hæfi- leika mannsins og sem hefur brotið sér leið til kennara sem nýta sér hana í daglegri kennslu. Höfundur kenningarinnar er Bandaríkjamað- urinn Howard Gardner, prófessor í sálar- og menntunarfræðum við Harvard-háskólann og prófessor í taugafræði við Boston-háskóla. Gardner vann að rannsókn um mannlega möguleika og birti nið- urstöður sínar árið 1983 í bókinni Frames of Minds, en þar skipti hann mannlegri greind í sjö greindir. Hann notar enska hug- takið intelligence í fleirtölu og í umfjöllun um kenningu hans verð- ur að gefa hugtakinu greind fleir- töluna greindir. Hver manneskja er því með margar greindir. Síðar bættist áttunda greindin við hjá Gardner og hann vinnur að rann- sóknum á þeirri níundu. Vinsældirnar komu höfundi á óvart Greindirnar nefnast: 1) mál- greind (Linguistic Intelligence), 2) rök- og stærðfræðigreind (Logical- mathemathical Intelligence), 3) rýmisgreind (Spatical Intelli- gence), 4) hreyfigreind (Bodily- Kinesthetic Intelligence), 5) tón- listargreind (Musical Intelligence), 6) samskiptagreind (Interpersonal Intelligence), 7) sjálfsþekkingar- greind (Intrapersonal Intelli- gence), 8) umhverfisgreind (Nat- uralist Intelligence). Níunda greindin gæti orðið tilvistar- eða heimspekigreind (Existential In- telligence). Eitt af átta skilyrðum Gardners fyrir nafngiftinni „greind“ er að hægt sé að finna höfuðstöðvar hennar í heilanum, d. tónlistargreind er í hægri gagn- augageira. Greindirnar vinna sam- an á flókinn hátt og hver einstak- lingur hefur sinn greindaprófíl. Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, kynntist fjölgreindarkenningu Gardners er hún nam við Harvard-háskólann og hefur haldið henni á lofti frá því hún hóf störf við KHÍ árið 1985. „Gardner leitaði víða fanga áður en hann bar fram niðurstöður sínar, m.a. í vinnu sína með heilasködd- uðu fólki,“ segir Erla, „hann notar þverfaglega aðferð og leitar fanga í mörgum fræðigreinum.“ Erla segir að það hafi komið Gardner í opna skjöldu hversu vin- sæl kenning hans um fjölgreind (multiple intelligences) varð meðal kennara og skólamanna, og hann hafi í framhaldi af því farið að skoða tengsl hennar við uppeldi og skólastarf og segja má að þar standi hann á fræðigrunni Johns Dewey (Sjá Hugsun og menntun e. Dewey, Rannsóknarstofnun KHÍ, 2000). Málgreind og rökgreind hefur verið hampað á Vesturlöndum Fjölgreindarkenningin virðist vera ágætt tæki til að auka jöfnuð í skólastofunni og til að stuðla að því að fleiri einstaklingar fái tæki- færi til að njóta sín. Í henni felst engin uppskrift, heldur aðeins víð- ari sýn á mannlega möguleika. Kenningin hefur varpað skýru ljósi á það sem margir skólamenn gerðu sér óljósa grein fyrir, að skólinn hafi lagt áherslu á alltof fáa hæfi- leika, aðallega þætti sem flokkast undir málgreind og rök- og stærð- fræðigreind. Vægi ýmissa þátta greindarinnar birtist m.a. í því að í framhaldsskóla geti t.d. verið skylda til stúdentsprófs að taka 17 einingar í stærðfræði en aðeins 3 í heimspeki eða t.d. tónfræðum. Gardner hefur m.a. með því að nefna svæði greindarinnar í heila- berki opinberað að skólakerfið hafi oft og tíðum ofmetið gildi tiltek- inna greindarþátta á kostnað ann- arra. „En sagan og samfélagið ákvarða vissulega á hverjum tíma hvaða greind er mest metin,“ segir Erla. „Vestræn samfélög hafa hampað málgreind og rökgreind, en til eru önnur samfélög þar sem t.d. tónlistar- og hreyfigreind eru í mestum metum. Núna, vegna áherslunnar á þjónustu og við- skipti á Vesturlöndum, er sam- skiptagreind og sjálfsþekkingar- greind að verða það sem atvinnulífið sækist mest eftir, ásamt rök- og stærðfræðigreind sökum tækninnar.“ Hverju á menntun að efla skilning á? Erla segir að Howard Gardner leggi nú mikla áherslu á spurn- inguna um menntun. „Hverju á menntun að efla skilning á?“ Og hann svarar: Hinum eðlisfræðilega heimi, hinum líffræðilega heimi, heimi mannsins, heimi afurða mannsins, og heimi sjálfsins. Hug- myndin er einfaldlega að gefa börnum tækifæri til að þroskast sem hæfir einstaklingar, að mennt- unin geri þau að góðum mann- eskjum. Til að öðlast skilning á heimi mannsins og heimi sjálfsins þarf að læra um tilfinningar, hugs- un og samskipti því það er fyrst og fremst það sem gerir okkur að mönnum. Kenningin er að allir einstak- lingar hafi alla þessa flokka greindar og að menntun eigi að veita tækifæri til að þroska þá alla og e.t.v. að velja svo einhverja til að leggja sérstaka rækt við. Áhugi íslenskra kennara góður „Kenning Gardners varð vinsæl meðal kennara vegna þess að þeir hafa alltaf vitað að börn hafa mis- munandi hæfileika, að sum þeirra eru góð í stærðfræði og önnur í dansi eða fótbolta. Það sem skiptir mestu máli er að viðurkenna fjöl- breytileikann og virða.“ Áhuginn á fjölgreindarkenningunni er vax- andi á Íslandi. Nokkrir íslenskir kennarar hafa unnið markvisst með fjölgreindarkenninguna í skólastofunni. Kennarafélögin héldu svo skólamálaþing árið 1999 um fjölgreindarkenningu Howards Gardners. Þar sýndi Kristín Dýr- fjörð, lektor við Háskólann á Ak- ureyri, leikskólann í ljósi kenning- ar Gardners, Esther Ágústsdóttir grunnskólann og Guðrún Geirs- dóttir, lektor við Háskóla Íslands, fjallaði um kenninguna í tengslum við menntun framhaldsskólakenn- ara. Aðalfyrirlesari var dr. Thomas Armstrong, sálfræðingur frá Clov- erdale í Kaliforníu. Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra sl. haust fjallaði einnig um kenningu Gardners. Í Kennaraháskóla Íslands er fjölgreindarkenningin kynnt öllum verðandi grunnskólakennurum, þar er m.a. bókin Multiple Intelli- gences in the Classroom eftir Armstrong lesin. Í framhaldsnám- inu er boðið fram námskeið þar sem nemendur lesa m.a. bækur eftir Gardner (hann hefur skrifað 18 bækur). Erla hefur einnig kynnt fjölgreindarkenninguna á endurmenntunarnámskeiðum á vegum Símenntunarstofnunar KHÍ og Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur. Hún verður næst með nám- skeið fyrir almenning um fjöl- greind hjá Mími/tómstundkólanum (www.mimir.is) í mars nk, s. 588- 7272. Að nota bestu gáfuna sína til að leysa verkefni Erla segir að þótt kenningin sé engin uppskrift sé einkum unnið með hana í skólastofunni á þrenn- an hátt: Í fyrsta lagi með því að kenna þær hefðbundnu námsgrein- ar sem höfða til samsvarandi greinda, t.d. stærðfræði, mál, myndmennt og íþróttir. Í öðru lagi með því að gefa nemendum kost á því að nota greind eða greindir sem þeir eru sterkir í til að læra ýmis viðfangsefni, t.d. tónlistar- greind til að læra stærðfræði, hreyfigreind til að læra mál o.s.frv. Ef nemendur fá að nota það form sem hentar þeim best til að leysa verkefni byggir það upp sjálfs- traust með þeim. Þá gefst þeim tækifæri til að nota þá gáfu sem gefst þeim best. Einnig minnkar það líkurnar á að nemendum sé refsað fyrir þá greind sem þeir eru sterkastir í, t.d. samskiptagreind eða hreyfigreind. Hversu mikils er það í raun metið í skólum þegar börn vinna af innlifun og kappi að t.d. leikriti eða öðru félagslífi? Gegn veldi skriflegra prófa Í þriðja lagi með því að kenna nemendum um greindirnar og hjálpa þeim við að þróa og þroska þær allar. Armstrong, sem hefur unnið mjög vel að því að gera kenninguna aðgengilega fyrir kennara og nemendur, hefur gefið greindunum nöfn sem ung börn eiga auðvelt með að skilja og nota. Orðsnjall (word smart), röksnjall (number/reasoning smart), tón- snjall (music smart), myndsnjall (picture smart), hreyfisnjall (body smart), félagssnjall (people smart), Fjölgreind/ Kennarar hafa hrifist af kenningu Howards Gardners um átta þætti mannlegrar greindar, enda fell- ur hún vel að starfinu í skólastofunni. Hún virðist duga til að gáfur allra nemenda fái að eflast. Kenningin er mannúðleg, börnum vinsamleg og virðist virka. Gunnar Hersveinn kynnti sér þessa snjöllu þverfaglegu kenn- ingu og ræddi við Erlu Kristjánsdóttur sem hefur haldið henni á lofti og kynnt fyrir kennaraefnum í KHÍ. Margþættar námsgáfur skólabarna Morgunblaðið/Kristinn Kennarinn spyr sig m.a.: Hvernig get ég beitt tónlist eða umhverfishljóðum, eða dregið fram lykilatriði á taktfastan og melódískan hátt? Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands.  Skólakerfið hefur lagt of mikla áherslu á of fáa hæfileika.  Kenningin er ágætt tæki til að auka jöfnuð í skólastofunni. ● Málgreind: Næmi fyrir hljóð- um, gerð, merkingu og hlutverk- um orða og tungumáls. Kemur glöggt í ljós hjá þeim sem tala á opinberum vettvangi, blaðamönn- um, rithöfundum og ljóðskáldum. Er afar mikið notuð í námi og kennslu. ● Rök- og stærðfræðigreind: Hæfileiki til að átta sig á röklegum og tölulegum mynstrum; hæfileiki til að fást við langar rökleiðslur. Augljós hjá vísindamönnum, stærðfræðingum og rannsóknar- lögreglumönnum. Að átta sig á mynstrum og tengslum. ● Rýmisgreind: Hæfni til að skynja hinn sýnilega rýmisheim nákvæmlega og til að ummynda fyrstu skynjun. Augljós hjá mál- urum, myndhöggvurum, arkitekt- um og flugmönnum. Felur í sér færni stil að stýra e-u í rýminu, t.d. bíl. Líflegt ímyndunarafl. ● Hreyfigreind: Hæfni til að hafa stjórn á eigin líkama og til að handleika hluti, beita verkfærum. Dansarar og íþróttafólk sýnir hreyfigreind og einnig þeir sem reiða sig á samhæfingu alls líkam- ans eins og gullsmiðir og skurð- læknar. Felur í sér næmt tíma- skyn. ● Tónlistargreind: Hæfni til að framleiða og meta að verðleikum takt, tónhæð, tónblæ; að meta form tónskynjunar. Hún er aug- ljós hjá söngvurum, hljóðfæraleik- urum, tónskáldum, tónlistargagn- rýnendum, hljóðmönnum og færum hlustendum. Hún kemur fyrst í ljós af öllum greindarþátt- um. Mörg af bestu tónskáldum heimsins byrjuðu að semja á barnsaldri. Slík afrek eiga sér ekki stað á öðrum greindarsviðum hjá ungum börnum. ● Samskiptagreind: Hæfni til að átta sig á og bregðast rétt við hug- arástandi, skapgerð, áhuga og óskum annarra. Augljós hjá kenn- urum, ráðgjöfum, meðferðarsér- fræðingum, prestum og stjórn- málamönnum. Hæfni til samstarfs og næmi á yrt og óyrt tjáskipti. Hæfileiki til að hugleiða mörg sjónarmið. ● Sjálfsþekkingargreind: Að- gangur að eigin tilfinningalífi og hæfni til að greina á milli tilfinn- inga sinna, þekking á eigin veik- leika sínum og styrkleika. Augljós hjá geðlæknum, heimspekingum og andlegum leiðtogum. Næmi til að öðlast sjálfsvitund og geta til að þróa og tjá tilfinningar. Þroskast síðast af öllum greindarþáttunum. ● Umhverfisgreind: Leikni í að greina tegundir; þekkja skyldar tegundir. Augljós hjá garðyrkju- mönnum, grasafræðingum, veður- athugunarmönnum og kokkum. Næmi fyrir fyrirbrigðum náttúr- unnar og umhverfis. Hæfileiki til að rata. Hver er þín sterkasta/greindasta hlið?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.