Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 41
n, skóla-
Austur-
ður fagr-
m sé að
hugmynd
ugmynd-
oma á fót
irtæki á
rjabúðum
ama tíma
ramtíðar-
kólann í
ramt var
ækka hús-
ðist síðan
, sem að
ngið góð-
elsta for-
ntamála-
a fram fé í
lans, en
væmdum
um.
hafi víða
irtæki og
hafi ver-
að fram-
og starf-
upplýs-
Eyjólfs
feiknar-
möguleika
m á braut-
r sem er
g snerta
ugreinar,
og sam-
unar og
a sótt
mum
r hérna í
yrir hvað
við lifum.
era er að
reyna að tengja þessar rætur við
Nýheima og það gera kannski fáir
betur en krakkar á þessum aldri
sem eru að vaxa upp og eru farin að
velta fyrir sér hlutunum eftir öllum
leiðum með ýmsum formerkjum.
Ef við getum beint þeim inn á þá
braut að nota sinn grunn og þekk-
ingu á svæðinu og tengja það við
þessa nýju hugsun, sem gagnvart
sumum virkar eitthvað fjarlægt og
ótengt því sem þau eru að upplifa
hér, þá erum við í grundvallaratrið-
um að ná þeim árangri sem við
stefnum að.“
Eyjólfur segir að þessi heild sem
Nýheimar mynda sé ekki einvörð-
ungu hugsuð fyrir Hornfirðinga
eða Austfirðinga heldur fyrir alla
landsmenn. „Hér eiga menn að
geta sótt sér aðstöðu sem hentar
um skemmri eða lengri tíma. Það
sem er kannski spennandi við
þetta, er að við vitum ekki nákvæm-
lega hvernig þetta kemur til með að
virka. Við erum komnir með efnið
og vitum nokkurn veginn hvernig
það lítur út, en hvað kemur til með
að gerjast þarna er óráðin gáta að
verulegu leyti.“
Auk þess að tvinna saman ný-
sköpun, menntun og upplýsinga-
miðlun í einni stofnun segir Gísli
Sverrir að augjóst hagræði fylgi því
að sameina Framhaldsskólann og
bókasafnið á staðnum í sama hús-
næði, auk þess sem að húsnæði
safnsins tvöfaldist í fermetrum í
Nýheimabyggingunni sem reist
verður í miðbæ Hafnar.
„Mesta byltingin verður þó lík-
lega sú að komast inn í þetta nýja
samfélag, þar sem við munum
örugglega vera með opið frá
morgni til kvölds þar sem að mikil
umferð verður í safninu allan dag-
inn.“
Morgunblaðið/Eiríkur P.
Árnason, forseti bæjarstjórnar, og Eyjólfur
llssýslu. Þeir standa við lóðina á bak við ráð-
n í baksýn sést ráðhúsið.
a á Höfn í Hornafirði
þættingu
köpunar
Teikning/Gláma/Kím
ornafirði.
GRÍGORÍ Javlinskí er einnþekktasti umbótasinniRússlands. Hann hefurfarið fyrir hinum frjáls-
lynda Jabloko-flokki frá stofnun
hans 1993 og sjálfur verið tvisvar í
forsetaframboði. Hann er hagfræð-
ingur að mennt og varð fyrst þekkt-
ur er hann var meðhöfundur að „500
daga-áætluninni“ svokölluðu árið
1990, sem samin var að beiðni
Mikhaíls Gorbatsjovs, síðasta Sov-
étleiðtogans. Í henni voru lagðar
fram tillögur að því hvernig umbylta
mætti áætlanabúskap Sovétríkj-
anna í virkt markaðshagkerfi á 500
dögum.
Javlinskí hefur fest sig í sessi sem
fulltrúi frjálslyndra afla í Rússlandi,
sem vilja að rússneskt þjóðfélag til-
einki sér gildi vestur-evrópskrar
stjórnmálamenningar á borð við
réttarríki og virðingu fyrir mann-
réttindum.
En ýmis ljón eru í veginum fyrir
því að Rússlandi takist að nálgast
þessi markmið Javlinskís og sam-
herja hans. Á síðusta áratug dróst
iðnframleiðsla landsins saman um
u.þ.b. 60% og verg landsframleiðsla
um 50%. Eins og er horfir lítið eitt
betur í þróun efnahagsmálanna, en
vandamálin eru mörg.
Eitt grundvallarvandamálið við
að koma á virku réttarríki og mark-
aðshagkerfi í Rússlandi er að sögn
Javlinskís skorturinn á skýrum
reglum um einkaeign, eign á landi
og vernd fjárfestinga. „Enginn for-
seti, allt frá Gorbatsjov, hafa sagt að
það væri forgangsmál ríkisins að
vernda einkaeignarrétt fólks,“ segir
hann.
Svipað megi segja um stöðuna í
skattamálum. „Við viljum einfalda
kerfið og lækka skattana. Munurinn
á því sem þessi eða hinn borgar í
skatta er gríðarlegur,“ segir Javl-
inskí. Og gráa hagkerfið blómstrar.
Fimm höfuðvandamál
Í stuttu máli segir hann rússneskt
efnahagslíf eiga við fimm megin-
vandamál að stríða.
Í fyrsta lagi sé löggjöfin eitt, en
raunveruleikinn allt annar. Þar á
milli sé djúp gjá.
Þá séu fyrirtækjarekendur, yfir-
völd á hverjum stað og ríkið í sí-
felldu stríði þar sem stjórnvaldsað-
gerðum er óspart beitt en einnig
glæpsamlegum.
Stórt vandamál felist einnig í því
að ekkert opinbert eftirlit sé með
fjármagnsstreymi. Stór hluti fjár-
magnsflutninga og auðlinda Rúss-
lands séu á valdi fámennra hópa
fjármálajöfra.
Fjórði vandinn er að hans sögn
mikill skortur á trausti í viðskiptum.
Þetta hái viðskiptalífinu mjög.
Og loks nefnir hann að stórt
vandamál felist í því að stjórnendur í
rússnesku viðskiptalífi hugsi aðeins
skammt fram í tímann. Það skorti
skynsamlega langtímaáætlanagerð í
viðskiptalífinu.
„Þetta eru lykilvandamálin,“ seg-
ir hann.
Að vísu séu opinberar tölur um
hagþróun nú mjög hagstæðar, mið-
að við hrunið á árunum þar á undan.
Hagvöxtur á síðasta ári hafi sam-
kvæmt opinberum tölum 7,1%,
aukning iðnframleiðslu 9% og aukn-
ing útflutningstekna um 14% frá
árinu á undan. En þetta skýrist að
miklu leyti af hækkuðu heimsmark-
aðsverði á olíu og gasi og mikilli
gengisfellingu rúblunnar haustið
1998.
Til þess að efnahagsbati verði
varanlegur er að sögn Javlinskís víð-
tækra kerfisbreytinga þörf. Í
stórum dráttum séu menn sammála
um það hverju þurfi að breyta; það
sem vanti sé að um stjórntaumana
haldi menn sem séu þess megnugir
að hrinda því sem þarf að gera í
framkvæmd.
Þá þurfi að byggja upp borgara-
legt samfélag í Rússlandi og berjast
gegn spillingu. „Gráa hagkerfið“ nái
yfir í kring um 40–45% af þjóðar-
framleiðslunni eins og er. „Það
skortir skilvirkt bankakerfi. Það
verður að setja nýjar og skýrar regl-
ur um eignarhald á landi. Það vantar
reglur um gjaldþrot. Á þeim tíma
sem landsframleiðsla dróst saman
um 50% var ekki eitt einasta fyr-
irtæki tekið til formlegra gjald-
þrotaskipta! Það vantar áreiðanlega
vernd fjárfestinga. Og fleira,“ segir
hann.
Gamla valdastéttin
hélt völdum
Javlinskí segir það eiga sér aug-
ljósar skýringar, hvers vegna Mið-
og Austur-Evrópuríkjunum, sem
áður tilheyrðu Austurblokkinni,
skyldi hafa gengið betur að koma á
umbótum en Rússum frá því kerfi
kommúnismans hrundi. „Í Mið- og
Austur-Evrópulöndunum varð 1990
raunveruleg lýðræðisbylting, þar
sem gömlu kommúnistastjórnklík-
unni var skipt út fyrir nýja stétt
valdamanna. Þessi umbylting átti
sér aldrei stað í Rússlandi; þar
skiptu þeir sem öllu réðu í Sovét-
kerfinu um nafnspjöld og í stað þess
að tala um Lenín, kommúnisma og
sósíalisma töluðu þeir um umbætur,
lýðræði og markað,“ segir hann.
Segja megi að þessum gömlu/nýju
ráðamönnum Rússlands hafi tekizt á
fyrstu tíu árunum eftir fall sovét-
kerfisins að villa um fyrir Vestur-
landabúum með því að ráða marga
unga og hæfa sérfræðinga, sem frá
bæjardyrum Vesturlanda séð voru
álitnir lýðræðis- og umbótasinnar.
„Með þetta ‚þokutjald‘ fyrir sér
tókst gömlu/nýju valdaklíkunni að
slá Vesturlönd um 50 milljarða
bandaríkjadollara á síðustu 10 ár-
um,“ segir hann.
Engin eiginleg
stjórnarandstaða?
Jabloko-flokkurinn ræður nú að-
eins yfir 22 þingmönnum í dúmunni,
neðri deild rússneska þingsins.
Stærsti þingflokkurinn eru komm-
únistar og kosningabandalag stuðn-
ingsmanna Pútín-stjórnarinnar er
næststærstur. Eftir síðustu kosn-
ingar gerðu þessir tveir stærstu
þingflokkar með sér samkomulag
um stuðning við stjórnina. Það eru
aðeins þingflokkar Jabloko og
hægribandalags Anatolís Tsjúbajs,
Borís Nemtsovs og Sergejs Step-
ashíns sem hægt er að kalla stjórn-
arandstöðuflokka. „Við erum enn
opnir fyrir samvinnu við stjórnina,
en hikum ekki við að lýsa andstöðu
við ákveðin mál þegar þannig ber
undir, t.d. sovéttímaþjóðsönginn
[sem samþykktur var sem þjóðsöng-
ur Rússlands fyrir skemmstu],“ seg-
ir Javlinskí. „Við erum stundum ein-
ir í okkar afstöðu, en eigum
stundum samleið með hægribanda-
laginu og einstaka sinnum flokki
Jegors Gajdars.“ Javlinskí segir að
Gajdar hafi nýlega lýst því yfir að
skorturinn á virkri stjórnarand-
stöðu væri ógn við lýðræðið, en eins
og sakir standa væri það rangt fyrir
hans flokk að vera í yfirlýstri stjórn-
arandstöðu.
Til að skilja þann aðstöðumun
sem er á hlutverki þingmanna í
Rússlandi og t.d. hér á Íslandi segir
Javlinskí að hafa verði í huga, „að á
Íslandi má gera ráð fyrir að þegar
ráðherra mætir til vinnu þurfi hann
kannski í 90–95% af þeim málum
sem hann afgreiðir að taka tillit til
vilja þingsins. 5% á hann sjálfur
frumkvæði að. Í Rússlandi er þetta
öfugt. Hann fer sínu fram í 90–95%
tilvika; það er aðeins í svona 5% til-
vika sem honum eru settar skorður
af þinginu, stjórnarskránni eða
öðru.“
Og aðspurður hvort honum þyki
Pútín vera að safna ískyggilega
miklu valdi í sínar hendur segir Javl-
inskí dæmisögu: „Í Rússlandi er
hægt að nota alla hluti í mismunandi
tilgangi. Þannig er hægt að nota
gaffal til að borða pylsur. En það er
líka hægt að nota hann til að drepa
nágrannann. Með sama verkfærinu.
Sé ég því spurður, hvort gaffall sé
góður hlutur á ég í vandræðum með
að svara. Svipuðu máli gegnir með
breytingarnar á stjórnarskrár-
bundnu hlutverki héraðsstjóranna
sem Pútín þrýsti í gegn. Að tak-
marka vald þeirra og setja því skýr-
ari stjórnskipuleg mörk var mjög
æskileg ráðstöfun að mínu mati.
Þeir höguðu sér nefnilega því sem
næst eins og miðaldabarónar sem
kúguðu eigin þegna og brutu á þeim
mannréttindi. Þeir virtu ekki úr-
skurði Hæstaréttar Rússlands ef
það hentaði þeim ekki.
En jafnframt er það ekki æskileg
ráðstöfun hjá Pútín að draga úr
valddreifingu í ríkinu.“
Eins segir hann það rétta ákvörð-
un að fækka stjórnskipulegum ein-
ingum Rússlands úr 89 í 7. „Að
vernda mannréttindi er rétt. Að
standa vörð um lögin og stjórnar-
skrána er rétt. En þegar hershöfð-
ingi af vígvellinum í Tsjetsjníu er
settur í eitt af þessum sjö yfirhér-
aðsstjóraembætta er þessi ráðstöf-
un aftur orðin vafasöm. Þegar í þessi
embætti eru setztir sex hershöfð-
ingjar og einn komsomol-foringi
fara að renna grímur á menn, sem
studdu upprunalegu hugmyndina að
þessum breytingum,“ segir hann.
Umbætur í Rússlandi eru eins og
þetta dæmi sýnir flókið viðfangsefni.
Á Evrópubraut en á móti
stækkun NATO
Javlinskí átti viðræður í gær-
morgun við Halldór Ásgrímsson um
tengsl Rússlands og Vestur-Evrópu,
öryggismál og fleira. Sagðist Javl-
inskí hafa lýst fyrir Halldóri því hve
miklum vandkvæðum það væri
bundið fyrir venjulega rússneska
borgara að ferðast til Vestur-Evr-
ópulanda. Fólk eyddi heilu vikunum
í biðröð eftir vegabréfsáritun. Vest-
urlönd þyrftu að opna sig betur fyrir
ferðamönnum frá Rússlandi, það
myndi hjálpa Rússum á brautinni að
því takmarki að tileinka sér gildi
pólitískrar menningar grannþjóða
sinna í Evrópu, en það væri eitt af
stefnumiðum Jabloko-flokksins.
„Mafíósar standa ekki í biðröðunum
við sendiráðin í Moskvu; þeir ferðast
að vild þangað sem þeim sýnist“ seg-
ir hann.
„Ef ráðamenn Evrópu segðu: Eft-
ir 20 ár getið þið fengið aðild að Evr-
ópu [les: Evrópusambandinu], þá
hefðum við skýrt markmið fyrir
augum og gætum hagað okkur eftir
því; það myndi hraða umbótum,
lagalegum, félagslegum, efnahags-
legum. Við höfum ekkert á móti því
að efnahagslegt bandalag Evrópu-
ríkja stækki upp að okkar landa-
mærum, en erum á móti því að fá
hernaðarbandalagið NATO upp að
okkur,“ segir hann. Flokkur hans sé
mótfallinn frekari stækkun NATO.
Sérstaklega eftir Kosovo-stríðið séu
Rússar fullir tortryggni í garð
NATO og það sé mjög skiljanlegt
Javlinskí segir þó að Bandaríkja-
menn séu í fullum rétti að koma sér
upp eldflaugavarnarkerfi til að verj-
ast þeirri hættu sem stafar af al-
þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og
óútreiknanlegum ríkjum. Evrópa
hefur sama rétt, segir hann. „Land-
fræðilega gengur það bara með
Rússlandi. Ekkert land á landamæri
að eins stóru óstöðugleikasvæði eins
og Rússland; einu landamæri þess
sem eru örugg eru vesturlandamær-
in. Við suður-landamærin býr yfir
helmingur fátækasta hluta mann-
kynsins. Við leggjum til að búa til
slíka regnhlíf fyrir Evrópu frá
Portúgal til Úralfjalla,“ segir Javl-
inskí. Til að búa slíkt kerfi til liggur
að hans sögn beinast við að nota
rússneska tækni. Flaugar af gerð-
inni S300 og S400 séu mjög vel til
þess fallnar. „Þetta myndi skapa
raunverulegt samstarf í öryggismál-
um,“ segir hann.
Rússneski stjórnmálamaðurinn Grígorí Javlinskí í Íslandsheimsókn
Umbætur
eiga enn
langt í land
Rússneski stjórnmálamaðurinn og
hagfræðingurinn Grígorí Javlinskí hitti í
gær íslenzka ráðamenn og flutti erindi á
hádegisverðarfundi landsnefndar
Alþjóðaverzlunarráðsins um efnahags-
ástandið í Rússlandi og framtíðarmögu-
leika á viðskiptum við Rússland.
Auðunn Arnórsson talaði við hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grígorí Javlinskí