Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 45

Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 45
um árnar okkar sem kenndar eru við perlu. Betur væri að hlustað hefði verið oftar á þig. Einn fallegasti dagur síðasta sum- ars rann upp. Hitinn hár, sól í heiði, ekki gára á Fljótinu. Skyrtuveður. Næstum óveður fyrir okkar smekk, veiðimanna. Þín beið erfitt verkefni. Ég hafði beðið þig um að ganga með mér um bakka ánna með erlendum gesti mínum og koma honum í fisk. Þú fórst létt með það. Settum í 2, náðum öðrum og gáfum honum líf. Ég vissi ekki af því þegar ég bað þig um greiðann að þetta væri afmæl- isdagurinn þinn. Ekki datt þér þó í hug að segja nei. Síðasti afmælisdag- urinn þinn og við sátum uppvið Höf- uðhyl, hámuðum í okkur rjómatertu og drukkum nýlagað í blíðunni. Lax- arnir byltu sér í hylnum. Hvílíkur dagur. Ásgeir, þakka þér fyrir alltof stutt kynni. Guð blessi syrgjandi ástvini þína. Ólafur Vigfússon. Í dag er til moldar borinn fyrrver- andi mágur minn, Ásgeir Ingólfsson, þýðandi, f.v. blaðamaður og rithöf- undur. Fráfall hans kom öllum að- standendum mjög á óvart því Ásgeir var heilsuhraustur og stundaði íþróttir fram á síðasta dag, en ekki er deilt við dómarann þegar lokakall- ið kemur. Kynni okkar Ásgeirs hófust er hann heimsótti okkur hjónin í New York fyrir hartnær 30 árum. Með okkur tókst strax góð vinátta sem entist til hinsta dags. Ég varð þess fljótt aðnjótandi að læra að kasta flugu fyrir lax hjá þessum einum mesta fluguveiðisnillingi okkar tíma. Og margar góðar stundir áttum við saman á okkar uppáhalds veiðistað austur við Sog. Ég minnist líka allra þeirra stunda sem við áttum saman við rabb um okkar sameiginlega áhugamál, laxveiðina og ekki síður laxavernd. Við höfum deilt góðum stundum og erfiðum, en að leiðarlok- um eru það góðu stundirnar og góðu minningarnar sem standa upp úr. Ásgeir hefur átt ríkan þátt í fram- vindu verndunar laxastofna, þótt hann kysi að standa að tjaldabaki til styrktar forsvarsmönnum. Barátta hans fyrir og framlag til verndunar og endurreisnar perlu Reykjavíkur, Elliðaánna, er vel kunn því hann hef- ur verið ötull við að miðla af þekk- ingu sinni til yngri kynslóða. Synir Ásgeirs, Ingólfur og Árni Ólafur og sonarsonurinn Styrmir Ingólfsson hafa misst föður og afa sem unni þeim heitt, og ég óska þess að minningin um hann verði þeim öll- um styrkur um ókomin ár. Að lokum vil ég kveðja þig kæri mágur og vinur og hver veit nema við eigum eftir að hittast aftur á bakkanum hinum megin. Guð blessi þig vinur. Sigfús Bjarnason. Kveðja frá Félagi þýðenda við Stöð 2 Stórt skarð var höggvið í okkar litla hóp þegar Ásgeir hvarf svo skyndilega á braut. Í slíku fámenni vegur hver ein- staklingur mjög þungt og það er sárt að sjá á eftir góðum félaga sem allir bjuggust við að yrði karla elstur og fastur punktur í tilveru okkar enn um sinn. Við höfum flest starfað við hlið Ás- geirs síðan Stöð 2 fór í loftið árið 1986 og fengið að njóta traustrar nærveru hans. Við þökkum fyrir samfylgdina og óskum Ásgeiri vel- farnaðar á þeirri leið sem fram und- an er. Lára Hanna Einarsdóttir. Það er ekki ófyrirsynju að lífinu er stundum líkt við fljót sem sífellt streymir fram, safnar í sig lækjum og lindum sem tákna reynslu hvers og eins, ljúfa sem sára. Og eins og hvert fljót á sér upptök og ós eru líf- inu takmörk sett. „Áin er lifandi og eilíf,“ sagði Ás- geir „og það skiptir miklu að um líf- æð hennar fari ekki það sem dregið getur úr gæðum vatnsins.“ Sem veiðimaður og náttúruunnandi gerði hann sér grein fyrir því að árnar væru viðkvæmar. Ásgeir gjörþekkti vistkerfi vatnasvæða svo sem ættir hans stóðu til. Hann var fjórði ætt- liður fluguveiðimanna í Elliðaánum. Hann leit á það sem skyldu sína að standa vörð um þær og aðrar ger- semar náttúrunnar. Góðir veiðimenn hafa sérstaka hæfileika til að lesa árnar eins og opna bók, túlka af nákvæmni sér- hvert straumlag og útskýra hvaða þýðingu það hefur á vistkerfið. Þeir bestu lifa sig inn í umhverfið sem henta lónbúanum og vita hvað er honum fyrir bestu. Ásgeir var einn af þessum fáu og hann lá ekki á leyndardómunum og miðlaði ómælt til okkar minni spámanna. Framlag hans til sportveiða var mikilvægt og varanlegt. Sem sagnamaður lagði hann áherslu á að lýsa vatnasvæðum og þekkti flestar íslenskar ár öðrum betur. Skrif hans eru með því besta sem skrifað hefur verið um ár og vötn á öldinni sem leið. Hann þekkti flest og allt það besta sem erlendir menn höfðu skrifað um þessi hugð- arefni hans og áfram miðlaði hann þeim fróðleik til landsmanna. Bók hans um Elliðaárnar lýsir vel þekk- ingu hans á vatnakerfinu, sögu ánna og fólki sem hafði umsjón með þeim. Hann kunni sögu þess og vissi hvaða hlutverki það gegndi. Alltaf dró hann fram það besta í fari hvers og eins. Hann vissi hvað það er erfitt í nútíma þjóðfélagi að vernda svo viðkvæmt lífríki. Ásgeir þekkti hvern stein í Elliða- ánum og alla hylji, hvort sem þeir eru laxheldnir í dag eða ekki. Hann sagði okkur oft sögu ánna og það fór ekki á milli mála að hann hreifst mjög af því sem hann kallaði gullald- artímabil þeirra eftir aldamótin 1900 þegar þær voru í umsjón breska frið- dómarans Harry Alfred Payne. Hann fór með okkur margar ferðir í dalinn, fræddi og upplýsti, bar sam- an við söguna sem hann skráði svo vel í bókinni. Hann var vel að sér um sögu ánna á 19. öldinni, lífríki vatna- svæðisins þegar mikill hluti Elliða- vatnsins sem nú er var engjar, eig- endur ánna og hvernig árnar voru nýttar, stundum ofnýttar. Frásagnir hans voru lifandi eins og áin hans sem liðaðist um dalinn. Ófáir nutu leiðbeininga hans um stangaveiði og veiðiár. Hann kenndi mörgum að veiða, hnýta flugur og umframt allt að njóta verunnar á ár- bakkanum í sátt við náttúruna. Þegar kom að því að nokkrir félag- ar tóku sig saman og ýttu úr vör al- þjóðaverkefni um verndun villtra laxastofna mætti hann fyrstur á staðinn. Hann tók þátt í undirbún- ingi og stefnumótun af einlægni. Hann tók að sér þýðingar og samn- ingu greinargerða um mörg fjölþjóð- leg efni. Þannig vann hann kauplaust í meira en áratug og var alltaf boðinn og búinn að gera meira. Enginn vissi meira um söguþráðinn og var betur að sér í vandamálum veiðisvæða í löndum umhverfis Atlantshafið. Við sem störfuðum með honum getum aldrei fullþakkað þau grettistök sem hann lyfti. Seinustu mánuði var lagt að Ás- geiri að skrifa yfirlitsbók um íslensk- ar laxveiðiár. Slík bók hefur ekki komið út síðan R.N. Stewart undir- hershöfðingi skrifaði Rivers of Ice- land árið 1950. Verkið gekk vel enda þekkti hann efnið, árnar sem höfðu verið hans helstu hugðarefni allt hans líf. Trúr uppruna sínum var honum fluguveiði og náttúruvernd í blóð borin. Ekkert var honum hjart- fólgnara en synir hans og sonarson- ur og víst er að þeir munu taka við merkinu að honum föllnum. Orri Vigfússon. Ásgeir Ingólfsson sem nú er fall- inn frá langt fyrir aldur fram hafði þýðingar fyrir Stöð 2 að aðalstarfi síðustu þrettán ár ævinnar. Þar var hann í góðum hópi fólks sem hefur annast þennan mikilsverða þátt sjónvarpsvinnslunnar af alúð, smekkvísi og elju allt frá því stöðin tók til starfa. Í sjónvarpi gerast hlutirnir hratt og fyrir kemur að þýðendur hafa nauman tíma til að ljúka sínu verki. Tímahrak og tilfallandi óklárheit eru harðir húsbændur og það er því þeim mun aðdáanlegra hve vandaðar þýð- ingar ber yfirleitt fyrir augu áhorf- enda heima í stofu. Seint verður hægt að búa svo um hnúta að hnökr- ar og allt upp í stöku bommertur fljóti ekki með, en hitt vegur þó margfalt þyngra að þegar saman fer metnaður þýðenda og miðilsins sem þeir starfa hjá er von á góðu. Metsöluhöfundar þjóðarinnar eru ekki mest lesnir. Þar hafa sjónvarps- þýðendur vinninginn. Því eru góðir sjónvarpsþýðendur drýgri liðsmenn tungunnar en margir sem meira er hossað. Ásgeir var einn af okkar góðu og vandvirku þýðendum og skarð hans verður vandfyllt. Bestu skjátextarnir eru þeir sem maður tekur varla eftir. Þeir líða yfir skjáinn í sátt og samræmi við mynd- ina sem þeir styðja á eðlilegu og til- gerðarlausu máli. Þeir eru hvorki áleitnir né frekir og þar eiga tiktúrur og sérviska ekki við. Þeir eru ekki sýningargluggi fyrir egó þýðandans. Þessi sannindi leita á huga minn núna þegar Ásgeir kveður. Í þessum punkti finnst mér verk hans lofa meistarann. Einn af mínum póstum sem deild- arstjóri þýðinga- og flutningsdeildar Íslenska útvarpsfélagsins eru um- talsverð samskipti við þýðendur. Á þeim tæpu fjórum árum sem af eru í þessu starfi kynntist ég Ásgeiri ekki aðeins sem góðum verkmanni heldur einnig sem viðfelldnum, fáguðum manni sem gaman var að skrafla við þegar hann kom í gættina, fróður, smákíminn og góðgjarn. Á samstarf okkar bar aldrei skugga. Ég veit ég mæli fyrir munn vinnu- félaga minna á deildinni, sem og margra annarra innanbúðarmanna hér á Lynghálsinum sem kynntust Ásgeiri gegnum árin, þegar ég kveð hann með væntumþykju og eftirsjá. Sonum hans sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Hjörleifur Sveinbjörnsson. Ásgeir ólst upp í Vesturbænum, á Hávallagötunni, Hringbraut og Grenimel, eldri tveggja systkina. Hann átti ættir að rekja til kaup- manna og sjómanna í Reykjavík og á Ísafirði. Menntabrautin hófst í einkaskóla frk. Sigríðar Magnús- dóttur sem var á efri hæð hússins þar sem Ásgeir bjó. Síðan lá leiðin í Miðbæjarbarnaskólann, Gaggó Vest og gamla Menntaskólann í Reykja- vík. Ásgeir var mikill námsmaður enda bæði góðum gáfum gæddur og iðinn. Sérstaklega lágu tungumál vel fyrir honum og hann talaði ensku og þýzku reiprennandi. Leiðin lá nú í Háskóla Íslands og þar lauk Ásgeir prófi í viðskipta- fræði. Hann var farinn að starfa sem blaðamaður með náminu og einnig eftir að því lauk. Þegar sjónvarp komst á laggirnar á Íslandi réð hann sig þangað sem fréttamaður og varð þá að sjálfsögðu þjóðkunnur maður. Ásgeir var hár og grannur, iðkaði enda íþróttir af kappi. Hann var glaðsinna og ljúfur maður í lund. Við vinir hans og skólafélagar nutum samvista við hann á þessum árum á gleði- og alvörufundum, í skóla og ut- an. Afi hans og nafni kenndi honum ungum að kasta flugu fyrir lax í Elliðaánum. Var það upphaf aðal- tómstundaiðkunar Ásgeirs og fram- tíðarstarfs um skeið. Hann knýttist einnig við þetta sterkum böndum við Elliðaárnar, gerði bók og myndband um árnar og skrifaði í blöð um laxa- ræktun í þeim. Þar sem stangveiðin var honum ævilangt áhugaefni tókst honum að smita okkur ýmsa vini sína til að taka þátt í þessari íþrótt með sér. Þessi áhugi leiddi einnig til þess að hann réðst sem framkvæmda- stjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hann kvæntist góðri konu og eignaðist tvö börn. Þannig virtist líf- ið brosa við þessum vini mínum, en það er sitthvað gæfa og gervileiki. Í mannlífinu gætir flóðs og fjöru; sé flóðsins neytt, er opin leið til gæfu, en láist það, er lífsins sigling teppt. Ásgeir missti af flóðinu og und- irstaða lífs hans brotnaði skyndilega í mola þegar hann var á besta aldri. En honum tókst að raða brotunum saman. Síðustu áratugina starfaði hann af alefli við þýðingar á bókum og kvikmynda- og sjónvarpstextum. Hann unni sonum sínum og studdi þá til frama. Stangveiði var honum sífellt hugðarefni, rannsóknir á laxa- gengd í norðurhöfum, íþrótta- mennska og kurteisi í umgengni veiðimanna við náttúruna og síðast en ekki síst framtíð Elliðaánna, þess- arar perlu Reykjavíkur. Ég kveð nú æskuvin minn, þakka honum samfylgdina, óska honum góðrar vistar á árbökkum annars heims og sendi sonum, systur og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Árni Kristinsson. Það er komið sumar, það er mikið líf við veiðiána, fegðarnir Ásgeir og Ingólfur ganga eftir árbakkanum með veiðistangirnar sínar. Þeir ætla að renna fyrir fisk í Norðurá í Borg- arfirði og það er lax víða í ánni og þeir velja réttu fluguna. Ásgeir kast- ar og fær fisk, Ingólfur kastar og fær fisk, þetta eru stórkostlegir tímar, fiskurinn tekur grimmt enda veiði- mennirnir flinkir. Þeir setjast niður, þeir spá í næstu flugur, ræða málið og sá eldri gefur góð ráð. Sá yngri kastar flugunni yf- ir hylinn, laxinn tekur ekki strax, hann er kominn neðst á brotið. Allt í einu tekur lax og þvílík taka, sá eldri stendur upp og aðstoðar son sinn. Þetta er það sem alla veiðimenn dreymir um, góð veiði og vænir lax- ar. Þeir landa laxinum saman, þeir fara heim í veiðihús, aðeins hálfur dagur eftir og ennþá geta þeir veitt laxa. Daginn eftir veiða þeir vel, feðgarnir veiddu 48 laxa þessa þrjá daga og alla á flugu. Síðan eru liðin níu ár, þeir hafa veitt marga fiska saman og talað mikið um veiðiskap. Veiði var þeim í blóð borin, þeir gengu vel um veiði- árnar og spáðu í vatn og vinda. Þeirra tími var við þær. Með Ásgeiri Ingólfssyni er geng- inn einhver mesti veiðihugsuður landsins, hann hefur skrifað fjölda greina um veiði og ekki má gleyma bókinni um Elliðaárnar, sem hann skrifaði. Bókin er minnisvarði um góða veiði í ánni, sem var hérna áður fyrr, en er ekki lengur. Af Elliða- ánum hafði Ásgeir miklar áhyggjur og lét það ópart í ljós í fjölda greina sem hann skrifaði. Ásgeir vann að bók um laxveiðiár á Íslandi sem vonandi verður gefin út seinna og gæti orðið minningar- bók um mikinn hugsuð, mann sem unni veiðiánum og náttúrunni. Ásgeir var ekki að flýta sér við veiðiskapinn, heldur spáði í vatn og vinda, hvaða flugu fiskurinn tæki næst og hvar ætti að kasta á hylinn. Síðan gekk hann rólega fram á ár- bakkann og kastaði flugunni fimlega. Stundum tók laxinn, stundum ekki, það er gangurinn í veiðinni. Honum var alveg sama, hann valdi bara aðra flugu og kastaði aftur, skömmu seinna tók laxinn, hann los- aði varlega úr fiskinum og sleppti honum aftur í hylinn. Laxinn synti niður strauminn og í burtu, Ásgeir gekk frá ánni. Kannski voru laxar í næstu hyljum, hann ætlaði að kanna málið. Minningin um Ásgeir mun lifa um ókomin ár, manninn sem fór lipur- lega með stöng og penna og var fljót- ur að skrifa greinar þegar farið var þess á leit við hann. G. Bender. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 45                                      !      "#" $           %   & '( )*+ ,-*./*     "      #    %   0 1 ! 12  !  3  ,! $   41%"   & 25! ' 255!(! &   %   '  #   (  2 ! /4# 6 ! 2 4# 6 $             ! 41%% $2 % & ' 6#7 8 ! &   %   2, 4#  ! '( ''9 ,!  24#  ! !  ! !  2, !4#     4# 9 ,! 1! ,  ! /%,-   !.2,  ! ,!/6'/  $

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.