Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það er óendanlega sárt að hugsa
til þess að við skyldum ekki geta
komið þér til hjálpar í erfiðleikum
þínum síðustu dagana. Þú tókst
þína ákvörðun og við því er lítið að
segja, hver og einn á rétt til þess
hvort sem við erum því sammála
eða ekki.
Við hugsum til góðs drengs og
eigum fallegar miningar um þig,
systur þínar eiga einnig fallegar
myndir í huga sínum þar sem þær
muna eftir „stóra bróður“ sem
passaði þær og sagði þeim sögur,
las fyrir þær og söng, þú varst alla
tíð mjög hugmyndaríkur. Við pabbi
rifjum upp hve hissa við vorum
þegar þú aðeins fjögurra ára varst
farinn að lesa án þess að nokkur
hefði kennt þér, eftir það vildir þú
bara lesa sjálfur, þú varst ekki
gamall þegar þú fórst þínar eigin
leiðir, ákveðinn og hugrakkur. Við
eigum líka eftir að hlusta á lögin
þín flutt af þér við eigin undirleik,
það er okkur dýrmætt núna.
Við rifjum upp ævintýri vinanna
á Sunnubrautinni, vorferðir í Akra-
fjall með Óla Val, Gunna Sigga og
Orra. Sumardaga í Bakkaseli með
Guðjóni Leif og fjölskyldunni, með
Óla frænda, ömmu og afa í Þrast-
arskógi, sögurnar af dýrum og
mönnum í sveitinni, brallið með
Sigga, Inga Rúnari, Baldri og
Hjörleifi og öðrum vinum þínum,
þú og Valdi vinur þinn að spila fyr-
ir okkur í garðinum. Veiðiferðir
með pabba, Ella, stóra Leif, og nú
síðast Önnu, Kjartani og minnsta
Leif, Magna og Vigni. Það er okk-
ur óendanlega dýrmætt nú að eiga
þessar minningar, afmælisgjöfina
12. ágúst, góðar minningar um
duglegan dreng sem lét sig ekki
muna um að ganga í vinnuna frá
Háteigsvegi, koma við í kaffi hjá
Þorbergi í Ármúlanum og halda
áfram ferðinni í Súðarvoginn. Við
þökkum Jónasi og öðru góð sam-
starfsfolki þínu í Nota Bene, nú-
verandi og fyrrverandi eigendum
stuðninginn og umhyggjusemi
þeirra við þig, fullviss að þú hafir
staðið þína pligt þar sem annars
staðar.
Við erum ekki sátt við þína
ákvörðun og sár yfir því að þú
skyldir ekki gefa sjálfum þér ann-
að tækifæri til að takast á við
þunglyndi og fíkn.
Megi góður guð styrkja ömmu,
afa, alla þína góðu frændur, frænk-
ur og vini sem nú eiga um sárt að
binda. Megi ákvörðun þín verða til
þess að hvetja ungt fólk sem á við
erfiðleika að stríða til að taka á
sínum málum og gefa sér, fjöl-
skyldunni sinni og vinum eitt tæki-
færi enn til að leita sér hjálpar og
taka á vandanum. Við fyrirgefum
þér og hugsum fallega til þín.
Mamma, pabbi og systur.
Ég man alltaf, þegar ég eign-
aðist mitt fyrsta barn, hvað ég var
alsæl og mér fannst ég aldrei geta
LEIFUR INGI
ÓSKARSSON
✝ Leifur Ingi Ósk-arsson fæddist í
Reykjavík 18. janúar
1972. Hann lést í
Reykjavík 12. janúar
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Hallberu Stellu
Leifsdóttur og Ósk-
ars Hrafns Ólafsson-
ar. Systur Leifs eru
Helena Guðrún, f. 10.
apríl 1975, Írena Ás-
dís, f. 6. ágúst 1977,
Anna Ósk, f. 2. jan-
úar 1981.
Leifur Ingi ólst
upp á Akranesi og lauk þaðan
stúdentsprófi árið 1992.
Hann flutti til Reykjavíkur
1992. Hann vann ýmis störf til sjós
og lands og nú síðast hjá auglýs-
ingastofunni Nota Bene í Reykja-
vík.
Útför Leifs fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
fullþakkað þessa
guðsgjöf; það var
mamma þín. Ég hafði
virkilegar áhyggjur,
þegar ég varð fljót-
lega ófrísk aftur, ég
kveið því að nú ætti
ég ekki nóga ást til að
miðla, en það var alls
ekkert til að hafa
áhyggjur af. Við eig-
um fimm börn og allt-
af fannst mér jafn-
vænt um þau öll. Svo
kom að því að við átt-
um von á fyrsta
barnabarninu, þá var
ég löngu búin að komast að því að
ég átti nóga ást sem ég gat gefið
af. Það var ansi erfið fæðing hjá
dóttur okkar, enda hennar fyrsta
barn, en loks sáum við yndislegan
dreng, sem heillaði okkur sam-
stundis, hann var allt sem við gát-
um óskað okkur og Guð veit að við
áttum nóga ást fyrir hann og þau
13 barnabörn sem okkur hafa
auðnast.
Hann dvaldist hjá okkur dálítinn
tíma meðan foreldrar hans voru að
koma sér fyrir. Frá því fyrsta
fundum við hvað hann var skýr og
hvað hann snemma hugsaði full-
orðinslega, honum fannst hann
geta tekið þátt í öllu í tilverunni
strax tveggja ára. Honum þótti svo
vænt um okkur öll. Við afi og
frænka (Erla) fórum til Danmerk-
ur og vorum í eitt ár, en hann tók
okkur eins og við hefðum aldrei
farið neitt, þegar við komum aftur.
Hann fékk alltaf að dvelja hjá okk-
ur af og til og aldrei leiddist hon-
um.
Leifur talaði mikið um gróður og
dýr enda mikill dýravinur. Þau
áttu hund sem hann var alveg
heillaður af og hugsaði um hann
eins og fullorðinn maður þó hann
væri bara 10 ára. Hundurinn átti
það til að vekja hann upp um næt-
ur ef hann þurfti út, en alltaf var
Leifur sami ljúflingurinn. Systur
hans elskuðu hann og litu upp til
hans. Honum gekk afar vel að læra
enda mjög greindur. Hann var
trygglyndur og af svo ungum
manni vinmargur. Við afi huggum
okkur við að honum verði vel tekið,
því það er sagt að þeir sem guð-
irnir elski deyi ungir.
Megi góður Guð styrkja okkur í
þessari miklu sorg. Við elskuðum
hann öll og þökkum honum fyrir
allt sem hann gaf okkur. Guð
blessi ykkur öll.
Afi og amma.
Blítt og rótt
breiðir nótt
blæju um fjöll og voga.
Augun þín,
ástin mín,
eins og stjörnur loga.
Sonur kær!
svefninn vær
sígur brátt á hvarma.
Sofðu rótt
– sumarnótt
svæfir dagsins harma.
(Jón frá Ljárskógum.)
Í dag kveðjum við elskulegan
frænda Leif Inga Óskarsson. Það
er eins og ávallt þegar ungt fólk
fer fyrir aldur fram að eftirlifend-
ur sitja með sorg í hjarta og spurn
á vörum; hvers vegna hann, hvers
vegna svo fljótt?
Ég man enn eftir nóttinni þegar
hann fæddist, ég man hve hrædd
við vorum um að hann næði hrein-
lega ekki inn í þennan heim, fæð-
ingin gekk erfiðlega og þurfti því
að flytja móður hans til Reykjavík-
ur með sjúkrabíl frá Selfossi í
snarhasti. Veðrið var auðvitað kol-
vitlaust og heiðin nær ófær. En
sem betur fer gekk þetta allt sam-
an að lokum og myndarpiltur leit
dagsins ljós og varð okkar ljós
næstu árin. Ég var ekki nema 10
ára og sá ekki sólina fyrir þessum
litla ljóshærða frænda, sem fljót-
lega tók öll völd á heimilinu. Ég
var mjög stolt af því að fá að passa
hann, svona þegar amma var ekki
eitthvað að leika við hann eða
stríða honum. Eftir að hann flutti
til Hafnarfjarðar með mömmu
sinni og pabba kom hann oft í
heimsókn til okkar ömmu, afa og
frænku og áttum við þá góðar
stundir saman.
Með árunum fjarlægðumst við,
en þó var alltaf eitthvert sérstakt
samband á milli okkar, hann átti
alltaf sinn ákveðna sess í hjarta
frænku. Ég var líka „drottnirí“ eða
“drottingin mín“, það voru reyndar
flétturnar mínar sem minntu hann
á Línu Langsokk, dúkku sem hann
átti. Hann tók stundum í flétturnar
á henni og sveiflaði henni og sagði
„drottnirí, drottnirí“ og af því að
ég var með fléttur eins og hún
sagði hann þetta líka við mig. Ég
var auðvitað mjög upp með mér af
þessu.
Ég var líka ákaflega stolt af
honum þegar hann hélt ræðu, fyrir
hönd útskriftarnema, yfir fullum
sal af fólki við stúdentsútskrift
sína, eða þegar hann tók fram gít-
arinn og spilaði og söng. Bubbi var
nú hans sérgrein, mér fannst hann
nú eiginlega betri en Bubbi sjálfur!
Í fjölskylduútilegum hélt hann
uppi fjörinu, hann kenndi okkur
ýmis skemmtileg lög, sem okkur
eru enn minnisstæð, eins og t.d.
„Me and my mom are gona pick a
bal of cotton, me and my mom are
gona pick a bal a day, Oh Lordy“
... En Leifur lét sér ekki nægja að
syngja og spila lög eftir aðra, hann
samdi líka fjölmörg lög og falleg
ljóð. Eitt það fallegasta sem ég hef
lesið eftir hann gaf hann móður
sinni á afmælisdegi hennar síðast-
liðið sumar.
Leifur Ingi var mikill efnispilt-
ur, bráðgáfaður og miklum hæfi-
leikum búinn. Kannski var það
hans mesta ógæfa í lífinu að vera
of vel gefinn og hæfileikaríkur, því
honum gekk illa að finna lífi sínu
stefnu og tilgang. Hann var mikið
náttúrubarn, enda ekki skrítið því
hann og afi Leifur fóru í margan
göngutúrinn og þá var nú ýmislegt
skoðað og spjallað. Hann las líka
mikið, mest á ensku og gerði hann
það bæði til að þroska ímyndunar-
afl sitt og til að auka orðaforða
sinn enda alltaf mikill tungumála-
maður. Talaði t.d. dönsku við
mömmu sína eftir sveitadvölina í
Sólheimatungu ellefu ára gamall,
en húsfreyjan var dönsk og Andrés
Önd var auðvitað líka á dönsku „i
den tid“.
Elsku Stella, Óskar, Helena,
Írena og Anna, og elsku amma og
afi, við Lassó og Maggý vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og von-
um að algóður Guð leiði ykkur og
styrki í sorg ykkar. Við biðjum
þess líka að Guð verndi og blessi
drenginn okkar og vaki yfir honum
að eilífu.
Guðrún Erla Leifsdóttir.
Elsku frændi.
Frá fyrstu tíð var starfsvett-
vangurinn minn tryggður, jú ég
átti að fá að fljóta með öskubíl-
stjóranum, frænda mínum, og
keyra fyrir hann trillurnar.
Þú varst rétt málfær og ég
ómálga en strax farinn að hugsa
um hagi fólksins í kringum þig. Við
áttum margar ánægjulegar sam-
verustundir í bernsku og þau eru
ófá augnablikin sem hugurinn reik-
ar aftur til þeirra, t.a.m. sumranna
í Bakkaseli. Þegar þú dast í vatnið
og „fiskarnir voru rétt búnir að éta
þig“.
Lífróður á pollinum. Tvíraddaðir
söngvar í þokunni, meðan við bið-
um kalnir á fingrum eftir að eitt-
hvað biti á. Og til að ýta undir
spenninginn gullu reglulega við
hróp: „Ég er með’ann!“ „Er það?“
„Nei ég mist’ann.“ Tilraunir til
fiskeldis með murturnar hans Ella.
Steikt murta, rúgbrauð með
spægjó.
Draugasögur og brandarar. Bar-
dagar við villikettina á Skaganum
og rottuveiðar í Fossvoginum.
Kolaveiðar í höfninni. Þú varst mér
sem bróðir og fyrirmynd. Ég man
vel eftir 12 ára trúbador sem
hermdi allt eftir Bubba Morthens
milli þess sem hann söng og lék
negrasálma af lífsins innlifun við
arineld. Lög sem ég hafði aldrei
heyrt en lærði þar með.
Leifur Ingi var gæddur næmum
gáfum og ákaflegu tilfinningaríki.
Hann bast dýrum og fólki sterkum
böndum og heilum og framkoma
hans var mörkuð af tillitssemi og
heiðarleika. Leifur hafði fjörugt
ímyndunarafl og skrifaði skemmti-
leg ljóð og prósa sem báru hæfi-
leikum hans glöggt vitni. Líklega
var hann einhvers konar trúbador
af guðs náð en hvers konar köllun
er það í þjóðfélagi dagsins í dag?
Leifur átti auðvelt með að tileinka
sér allar nýjungar og nám og gat
því orðið hvað sem hann kærði sig
um. Hann hafði gott lag á dýrum
og eiginleika sem eftirsóttir eru
hjá dýra- og barnalæknum. Og trú-
lega stefndi hann að þeim störfum
áður en hann veiktist. Erfitt er að
segja fyrir um upphaf veikindanna
en Leifur lýsti nýlega fyrir mér
ókyrrð í sálu sinni sem hafi hvílt á
honum frá því að hann myndi eftir
sér. Þegar ég horfi til baka sé ég
blikur á lofti sem einkenna veik-
indi Leifs og hefur það vafalaust
verið honum þungbær byrði sem
hann af næmi sínu fyrir öðrum bar
einn og í hljóði. Leifur sagði mér
nýlega að hann ætlaði að feta í fót-
spor nafna síns og móðurbróður
sem hann kallaði aldrei annað en
Frænda, enda hefði hann alltaf
verið hetjan hans og hann litið upp
til hans sem fyrirmyndar.
Leifur var frændrækinn og
hjartahlýr og ég sagði honum ný-
lega að ég saknaði hans en þau orð
nægja engan veginn til að lýsa
tóminu sem hann skilur eftir sig í
frændgarði mínum því þessi
drengur átti allt gott skilið og vona
ég að guð gefi að hann sé nú með
hundinn sinn, Ripp, og meðal ætt-
ingja og vina þar sem hann unir
sér vel og hæfileikar hans fá notið
sín. Við eigum ennþá eftir að hitt-
ast yfir kaffibolla og það boð
stendur enn. Ég minnist þín af hlý-
hug kæri frændi og bið góðan guð
að gæta þín og styrkja foreldra
þína og systur og þá sem eiga
bágt.
Þinn frændi,
Guðjón Leifur Gunnarsson.
Elsku frændi, ég ætla að reyna
að skrifa nokkrar línur til minn-
ingar um þig, eða Frændi, já það
má vera með stórum staf því þótt
við værum nafnar og hvor með sitt
millinafn kölluðum við alltaf hvor
annan frænda. Leitar hugurinn
auðvitað fyrst til baka á Sólvellina,
heim til mömmu og pabba, og
skemmtilegar minningar um fyrsta
barnabarnið þeirra koma þá upp í
hugann. Þú fæddist 18. janúar
1972 og hefðir því orðið 29 ára í
síðustu viku ef þú hefðir lifað leng-
ur hjá okkur. Já nú vona jafnvel
hörðustu raunsæiskarlar að það sé
eitthvert líf eftir svo allt of stutta
ævi. Ég get ekki látið hjá líða er
ég hugsa um þig að minnast á þeg-
ar þú varst lítill og ég kom heim,
oft of seint í kvöldmatinn. Þá
komst þú iðulega til Frænda og ég
lék mér við þig dágóða stund áður
en ég fór að borða, en þú sast oft í
fanginu á mér á meðan. Þú þurftir
alltaf að gera eins og frændi og þó
að þú værir búinn að borða fékkstu
þér líka með mér og á ég margar
góðar minningar frá þessum tím-
um. Afi Leifur var líka að rifja það
upp þegar ég hljóp upp til að finna
þig, þá kallaði amma Ásdís: „Þvoðu
þér fyrst um hendurnar áður en þú
tekur barnið upp.“ Svo mikill var
spenningurinn oft að leika við þig
að ég átti það til að gleyma mér og
taka þig upp úr rúminu án þess að
þvo mér fyrst um hendurnar, jafn-
vel eftir bílaviðgerðir. Ég man líka
eftir Saabinum sem þú áttir og
Palli erfði, gamall trékassi með
orginal stýri og gírstöng af Saab
sem ég hafði fest við kassann. Þú
sast öllum stundum á kassanum og
lokaðir ímynduðum dyrum á eftir
þér og keyrðir svo eitthvað út í ei-
lífðina og varst í þínum drauma-
heimi. Við skulum vona að þú sért
á Saab núna og líðir eins vel og á
gamla Saabinum og svífir um
heima og geima. Við munum líka
eftir lögunum sem þú kenndir okk-
ur þegar þú varst orðinn eldri og
lést alla syngja með þér þegar við
fórum í fjölskylduútilegu saman
um verslunarmannahelgi. Þá
gafstu líka mikið af þér og varst
hrókur alls fagnaðar og spilaðir lög
eftir sjálfan þig og aðra og allir
sungu með eða hlustuðu á þig
syngja og spila. Kannski er gítar
líka í Saabinum núna.
Kæru foreldrar Leifs Inga.
Elsku systir, mágur, Helena,
Írena og Anna, ég veit að þið sakn-
ið Leifs Inga mikið og ekkert kem-
ur í stað hans. Það er sárt að þurfa
að hugsa til þess að við eigum aldr-
ei eftir að sjá hann aftur en hann
skildi eftir bunka af minningum
sem þið eigið eins og ég og amma
og afi og þið getið farið í að skoða
þegar ykkur líður sem verst. Megi
guð hjálpa ykkur að komast sem
fyrst út úr sárasta söknuðinum og
í skemmtilegu minningarnar, sem
við eigum öll eftir þó allt of stuttan
tíma með Leifi Inga (Frænda).
Kveðja frá Dælenginu,
Leifur Leifsson.
Það tekur á að vera langt í burtu
þegar maður fréttir að góður vinur
sé fallinn frá. Í sorg minni hugsa
ég um allar þær góðu stundir sem
við áttum saman. Við Leifur
kynntumst þegar við unnum saman
í Lýsi hf. (verksmiðjunni). Þetta
sumar voru margir hressir drengir
þar við vinnu og náðum við allir vel
saman og oft var mikið fjör í kaffi-
tímunum í Reykhúsinu (eins og við
kölluðum kaffiaðstöðu okkar). Ég
náði fljótt góðum tengslum við Leif
Inga en við áttum það sameig-
inlegt að spila báðir á gítar og
fljótlega var hann tekinn með í
vinnuna og tókum við lagið saman í
flestum kaffitímum eftir það. Ég á
Leifi Inga margt að þakka, bæði
kenndi hann mér margt í sambandi
við gítarinn og jafnframt reyndist
hann mér traustur og góður vinur.
Mér þótti vænt um hvað hann var
góður við litla drenginn minn sem
núna er fimm ára. Hann gaf sér
tíma til að hlusta á hann og talaði
við hann eins og fullorðinn mann
og það líkaði þeim stutta. Utan
vinnu kom ég oft til hans og var þá
spilað, spjallað og drukkið mikið
kaffi fram undir morgun. Seinna
eftir að við hættum báðir hjá Lýsi
leið oft langur tími milli þess sem
við hittumst, kannski 1–2 mánuðir,
en samt var alltaf eins og það hefði
verið í gær. – Þannig var Leifur
alltaf jafn hress og skemmtilegur.
Sérstaklega leið langur tími milli
funda okkar eftir að Leifur fór á
sjóinn í millilandasiglingar. Úr
einni slíkri ferð kom hann færandi
hendi með gjöf sem mér þykir
mjög vænt um.
Leifur var tónlistarmaður sem
ég leit upp til. Hann hafði lært
djassgítarleik, verið í rokkhljóm-
sveit sem gaf út nokkra smelli,
einnig komið fram sem trúbador
og sungið frumsamið efni og efni
annarra. Það sem ég dáðist mest
að í gítarleik hans var það að hann
impróviseraði af þvílíkri innlifun
og tilfinningu jafn áreynslulaust og
hann væri að tala, eitthvað sem fá-
ir leika eftir. Þessi sköpunarkraft-
ur kom líka vel fram í lagasmíðum
hans.
Í næstum hvert einasta skipti
sem við hittumst fékk ég að heyra
eitthvað nýtt sem hann hafði verið
að semja, bæði lög og texta. Ég
hugsa til þess hversu vel hann
hefði notið sín ef hann hefði getað
gert tónlistina að sínu lifibrauði.
Ég man að eitt sinn sagði hann við
mig: „Valdi, nú stofnum við hljóm-
sveit“ og það var eitthvað sem
hefði vel getað gengið upp, en ég
var í erfiðu námi og varð að hafna
því. En ég sá fyrir mér að í fram-
tíðinni ættum við áreiðanlega eftir
að vinna að einhverju saman. Það
varð því miður ekki. Við náðum þó
að koma einu sinni fram saman en
það var í tilefni 50 ára afmælis
móður hans. Þá spiluðum við sam-
an nokkra djassstandarda og einn-
ig spilaði Leifur lag sem hann
hafdi þá nýlega samið og vakti það
mikla lukku.