Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.
ERFIDRYKKJUR
STÆRRI OG MINNI SALIR
Borgartún 6 ehf., sími 561 6444
Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is
Nei, nei, nei! Þetta
getur ekki staðist, var
það fyrsta sem kom
upp í hugann við þá
staðreynd að Benni
vinur okkar er dáinn.
Það er bara einn
Benni, skarð hans verður aldrei
fyllt. Hnippt er í okkur og við
minnt á að þetta líf höfum við að
láni í næsta óvissan tíma.
Þær eru ófáar sleðaferðirnar
sem við þeyttumst saman á fjöllum
dag- og næturlangt. Góðar minn-
ingar hrannast upp. Það er erfitt
að sætta sig við að eiga ekki
„…fleiri stundir, fleiri mínútur.
Fleiri orð, fleiri nætur…“ með þér.
Benni var harður af sér, dugleg-
ur, ósérhlífinn og einstaklega bón-
góður. Með okkur tókust góð kynni
og traust vinátta, sem aldrei bar
skugga á.
Nú að leiðarlokum er efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að
þekkja Benna og söknuður vegna
þess að kynni okkar urðu allt of
stutt.
Takk fyrir tímann sem með þér við
áttum
tímann, sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðir vættir,
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga,
indælar minningar hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Elsku Danni, Eva, Guðrún og
aðrir ástvinir, við biðjum góðan
Guð og alla hans engla að styrkja
ykkur og styðja í ykkar sorg.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“ (K. Gibran.)
Guð blessi Benna. Megi minning
hans lifa. Innilegar samúðarkveðj-
ur.
Þór og Siv.
BENEDIKT
VALTÝSSON
✝ Benedikt Valtýs-son fæddist í
Reykjavík 8. október
1957. Hann lést af
slysförum 14. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grafarvogskirkju
19. janúar.
Græja og gera
strax!
Þetta var upp-
áhaldsorðatiltæki
Benna. Kynni okkar
af honum hófust árið
1986, er við byrjuðum
sleðamennsku af al-
vöru. Hafði hróður
hans þá þegar borist
víða.
Strax hrifumst við
af krafti Benna, áræði
og hugmyndaflugi sem
voru engin takmörk
sett, enda uppátækin
eftir því. Hann var
einstaklega ósérhlífinn hvort sem
var á sig eða sitt.
Við nutum þeirra forréttinda að
ferðast með honum og bralla
margt, hvort sem var vetur eða
sumar.
Á Landmannaafrétti (innan girð-
ingar) skákaði enginn Benna og
leiðsögn hans þar var ómetanleg
enda þekkti hann hvert gil og
hverja þúfu, þótt fyrir kæmi að
einstaka hola stykki fyrir sleðann,
eða þúfa velti honum.
Eftir að Benni ásamt fimm félög-
um reisti Glaðheima í Jökuldölum
varð skálinn nafli svæðisins og nut-
um við ómetanlegrar gestrisni
þeirra félaga þar.
Það var ekki bara á fjöllum sem
Benni var driffjöðrin og viljum við
þakka fyrir allar þær stundir og
atorku sem hann lagði í allar þær
uppákomur sem við lentum í sam-
an.
Við biðjum góðan Guð að vaka
yfir aðstandendum hans og veita
þeim styrk til að sigrast á sorginni
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Bragi, Kristján, Halldór, Þór,
Skúli, Hreggviður og Ólafur
(HK-gengið).
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Góður vinur er farinn.
Staðreyndin svíður og við fáum
sting í hjartað, fyllumst tómleika
og skiljum ekki hvað er að gerast.
Ætli maður fari ekki hratt yfir svið
tilfinninganna þegar sorgin ber svo
óvænt að dyrum. Maður grætur og
kreppir hnefann í furðu og mátt-
leysi gagnvart ósanngirni örlag-
anna.
Til hvers? spyrjum við aftur og
aftur. Hvaða tilgangi þjónar að
taka lífið frá heilbrigðum og góðum
manni í blóma lífsins, með framtíð-
aráform um að nota tímann í ná-
inni framtíð til að sinna börnum
sínum, Evu og Daníel. Af hverju er
lögð á fólk slík sorg og erfiði um
langan tíma?
Það er fátt um svör. Við sem eft-
ir stöndum verðum að trúa að ein-
hver sé tilgangurinn. Við getum
allavega verið viss um að ef mik-
ilvægari störf finnast hjá hinum al-
máttuga, verður Benni fremstur
meðal jafningja miðað við þá
atorku, dugnað og viljaþrek sem
hann sýndi okkur í lifanda lífi.
Við vorum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga Benna sem vin og
kynntumst honum í gegnum sam-
eiginlegt áhugamál, sleðaferðirnar,
sem þróaðist síðan í miklu meira
en þær einar. Við áttum margar
góðar stundir með honum og Guð-
rúnu ásamt Papco-genginu, en þar
var Benni oftast fremstur í flokki
með að skipuleggja eitthvað
skemmtilegt sem styrkti hópinn.
Það er stórt skarð fyrir skildi í
vinahópnum og finnst okkur við
vera eins og höfuðlaus her án
Benna.
Það var auðvelt að hrífast með
Benna. Ekki bara vegna áður-
nefnds dugnaðar, heldur miklu
fremur að maður eignaðist félaga
og vin búinn öllum þeim kostum
sem maður helst kýs.
Hægt væri að skrifa langar
greinar af ógleymanlegum dögum í
samfylgd hans, þó ekki sé minnst á
öll uppátækin. En besta minningin
er hversu góðan og tryggan vin við
áttum. Hann kveðjum við nú. Kæri
vinur, hafðu þökk fyrir samfylgd-
ina.
Elsku Daníel, Eva og fjölskylda
ykkar, megi Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Bergrós og Skúli.
Það er ákaflega mismunandi
hversu mikil áhrif menn hafa á
samferðamenn sína, bæði í leik og
starfi. Benni var einn þeirra manna
sem hafði í ríkum mæli áhrif í því
frístundasporti sem hann valdi sér,
vélsleðamennskunni. Í hans tilfelli
væri e.t.v. nær að tala um lífsstíl,
frekar en áhugamál. Það að ferðast
um hálendi landsins og jökla á vél-
sleða var hans lífsstíll.
Allir sem eitthvað hafa stundað
vélsleðamennsku þekktu Benna í
Papco. Hann var foringinn. Það var
sama hvar á var tekið. Þegar farið
var í langferðir þvert fyrir landið
sá hann um að skipuleggja leiðina
og búa fyrir fram til GPS-leiða-
punkta fyrir alla ferðina og koma
þeim fyrir í öllum GPS-staðsetn-
ingartækjum ferðafélaganna, sem
er mikið öryggisatriði. Oftast
keyrði hann fyrstur í ferðum og ef
eitthvað bilaði í vélsleðunum sá
hann um viðgerðir. Það er ekki of-
sögum sagt að svona menn eru
ómissandi.
Í fjallaskálanum okkar, Glað-
heimum, sem við eigum saman
nokkrir félagar, lék hann einnig
stórt hlutverk. Hann sá um að allt
væri í lagi, rafkerfið, símakerfið,
olíueldavélin o.s.frv. Skálinn er í
Jökuldölum á Fjallabaksleið
nyrðri, uppáhalds vélsleðasvæði
Benna, og var hann búinn að kanna
og keyra allar þær leiðir sem
mögulegar eru um Torfajökuls- og
Fjallabakssvæðið með öllum þeim
giljum og hindrunum sem þar eru.
Það var mikil upplifun að fara með
honum á góðum degi um þessar
slóðir og kynnast þessu yndislega
landsvæði frá sjónarhornum sem
aldrei er hægt að njóta með öðrum
ferðamöguleikum. Þarna var Benni
á heimavelli, alltaf glaður og það
veitti honum augljóslega mikla
ánægju að finna hve ferðafélag-
arnir voru heillaðir af staðháttum.
Á sumrin fórum við í fjórhjóla-
ferðir á þessu stóra svæði sem hef-
ur upp á að bjóða slóðir um allt.
Fyrir lágu fyrir áætlanir um vél-
sleðaferð í vetur á Mývatnsmót og
þaðan í Öxarfjörðinn, á slóðir for-
eldra hans og frænda. Næsta sum-
ar ætluðum við að vera duglegir á
fjórhjólunum, fara bæði um á Glað-
heimasvæðinu og í veiðiferðir um
heiðar í Öxarfirði. Benni var ákveð-
inn að koma með mér í Horn-
bjargið í vor í svartfuglseggjatínslu
með móðurfrændum mínum.
En nú er allt búið. Benni fallinn
frá á besta aldri. Við voru í fyrstu
vélsleðaferð nýrrar aldar, að halda
okkar árlega þorrablót í Veiðivötn-
um, sem félagi okkar Jóhannes
Stefánsson, kokkur í Múlakaffi,
stendur svo myndarlega að,
helgina fyrir bóndadaginn. Þvílíkt
áfall. En minningarnar eigum við
eftir um góðan dreng sem alltaf
var þægilegur og skemmtilegur að
umgangast. Hann var í senn fullur
af húmor og stríðni, alltaf jákvæð-
ur og til í hvað sem var. Fyrir
Benna voru vandamálin til þess
eins að leysa þau.
Minningarnar hrannast upp. Ég
minnist ferðar úr Glaðheimum þar
sem við vorum fyrir nokkrum árum
tveir á heimleið í brjáluðu veðri.
Við vorum 12 tíma að keyra á vél-
sleðum sem við vorum innan við
klukkustund að fara í góðu veðri og
þurftum að brjótast inn í land-
varðakofann við Landmannalaugar
til að komast í skjól. Ég minnist
ferðanna á liðnum árum austur yfir
Vatnajökul í Fljótsdal og Lónsör-
æfi og Hornstrandaferðanna, auk
allra ferðanna um okkar heima-
lendur í Glaðheimum. Ég minnist
þriggja daga fjórhjólaferðar fyrir
tveimur árum frá Sultartanga yfir
Kjöl og Arnarvatnsheiði í Húsafell.
Ég minnist allra skemmtilegu
kvöldanna í Glaðheimum, þar sem
sagðar voru endalausar sögur af
ferðum og afrekum þar sem Benni
var oftar en ekki í aðalhlutverki.
Fyrir allt þetta þakka ég. En nú er
allt breytt. Það verður erfitt að
taka upp þráðinn aftur í Glaðheim-
um. Benna verður minnst sem eins
mesta vélsleðamanns sem uppi hef-
ur verið á Íslandi, enda þegar orð-
inn goðsögn í lifanda lífi.
En þó að missir okkar félaganna
sé mikill er missir fjölskyldunnar
mestur. Við Bryndís vottum fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum.
Sævar Reynisson.
Kæri vinur. Mikið söknum við
þín. Það hefur myndast stórt skarð
í hóp okkar vélsleðamanna. Þú
varst svo litrík persóna, þjótandi
upp um öll fjöll, alltaf tilbúinn að
hjálpa ef með þurfti. Mikið vildum
við félagarnir hafa geta komið þér
til hjálpar loksins þegar þú virki-
lega þurftir á okkur að halda. Þú
sem ert búinn að hjálpa svo mörg-
um sem hafa verið fastir, með bil-
aða sleða eða villtir. Enginn okkar
þekkti þetta svæði jafn vel og þú
og enginn af okkur hafði farið
þarna um jafn oft og þú. Við mun-
um minnast þín þegar við sleðumst
þær leiðir sem þú kenndir okkur.
Vertu sæll kæri vinur.
Guð blessi þig og megi minning
þín lifa.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin)
Kristmundur, Ríkharður,
Samúel, Haraldur, Örn og
Guðmundur Leifsson.
Það var fyrir nokkrum árum að
við kynntumst Benna í gegnum
störf okkar innan vébanda Lands-
sambands íslenskra vélsleðamanna
í Reykjavík. Sögur af Benna höfð-
um við þó heyrt áður en við kynnt-
umst honum í raun. Þær sögur
lýstu sleðaforingja sem fór ekki
troðnar slóðir hvað hálendisferðir
varðar. Þetta var maður sem okkur
langaði að kynnast og fara í ferðir
með sem síðan varð raunin og er-
um við þakklátir fyrir það þó að
þau kynni hafi verið of stutt. Okk-
ur fannst það vera ávísun á spenn-
andi ferð ef Benni var með í för,
það var allt að gerast eins sumir
orðuðu það og ef eitthvað bjátaði á
þá var Benni fyrstur til að redda
málum. Þær líða seint úr minni,
ferðirnar sem við fórum með hon-
um um hálendið, og þá sérstaklega
ferðirnar á Vestfirði, Tröllaskag-
ann, Mývatn og vorferðirnar á
Vatnajökul. Ein haustferðin inn í
Glaðheima kemur einnig upp í hug-
ann því þá kaus Benni að mæta á
sexhjólinu meðan allir hinir voru á
vélsleðum. Mönnum þótti það nú
vera mikil bjartsýni að reyna þetta
á sexhjóli, en þannig var Benni.
Hann vildi fara ótroðnar slóðir.
Innan stjórnar LÍV-R störfuðum
við náið saman og hann var lyk-
ilmaðurinn í öllu sem viðkom GPS-
málum og útgáfu á fréttabréfinu
okkar. Ósjaldan vorum við fram á
kvöld í Papco að undirbúa félags-
fund og var þá oft rabbað mikið
saman. Gaman var að heyra hann
tala um Formúlu 1-kappaksturinn,
segja frá síðustu sleðaferð eða hug-
myndir hans um hvernig bæta
mætti aðgengi og skráningu GPS-
punkta LÍV-R.
Þær virðast endalausar, sögurn-
ar sem hægt er að rifja upp um
hann Benna, en með þessum fáeinu
línum viljum við minnast góðs
félaga og vinar. Megi guð veita
hans nánustu styrk í þessari miklu
sorg.
Eðvarð Þór Williamsson
og Þór Kjartansson.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa minningarorð um vin sem
fallinn er frá. Þetta er svo snemmt,
hann var svo ungur. Ég get ekki
hætt að hugsa um símtalið sem ég
fékk á sunnudaginn þar sem mér
var sagt frá þessu hörmulega slysi.
Síðustu daga hef ég verið að velta
mér upp úr engu og öllu, og hafa
minningarnar um Benna hellst yfir
mig. Þetta eru skemmtilegar minn-
ingar því það var aldrei lognmolla í
kringum hann. Okkar fyrstu kynni
voru tengd vinnunni en fljótlega
eftir að ég eignaðist minn fyrsta
sleða tók Benni mig með sér til
fjalla og er óhætt að segja að ég
hafi svo til einungis ferðast með
hópum þar sem Benni var allt í
öllu. Það var passað uppá að ný-
græðingurinn færi sér ekki að voða
og þau voru ófá kvöldin sem Benni
eyddi með mér áður en farið var í
langar ferðir við að yfirfara sleð-
ann og allan búnaðinn. Áhugi hans
smitaði svo út frá sér að það var
ekki annað hægt en hella sér af
fullum krafti út í sleðamennskuna.
Á fjöllum var hann ómissandi því
hann gat gert við allar tegundir
sleða, vildi helst bara Polaris en lét
sig þó hafa það að gera við hinar
tegundirnar. Eins var unun að sjá
hann í Papco þegar hann þurfti að
skrúfa í sundur og setja saman vél-
arnar, þetta kunni Benni.
Alltaf var ég velkominn með
þeim félögum í Glaðheima og var
Benni duglegur að hringja í mig og
bjóða mér far, annað hvort með sér
eða Baldri. Við Benni störfuðum
saman í stjórn LÍV – Reykjavík og
voru flest allir fundirnir haldnir í
Papco og er óhætt að segja að
Benni hafi verið aðaldrifkraftur
okkar að öðrum mönnum ólöstuð-
um. Hann var mikill áhugamaður
um öryggi á fjöllum og lagði mikið
á sig við söfnun GPS punkta og að
setja inn á tæki fyrir félagsmenn
öruggar ferðaleiðir.
Sögurnar sem hægt væri að
segja um þennan góða dreng eru
endalausar. Við sem eftir stöndum
eigum góðar minningar um Benna
og vitum að hann mun vaka yfir
okkur þegar við ferðumst um há-
lendi Íslands.
Elsku Danni, Eva og Guðrún.
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Þórður Þórisson (Baugurinn).
Ég vil fyrir hönd okkar bræðra
kveðja kæran æskuvin okkar
bræðra, Benedikt Valtýsson, með
því að minnast hans og allra þeirra
samverustunda okkar og ævintýra
sem við áttum saman í æsku.
Ég man ekki hvenær leiðir okk-
ar lágu saman fyrst, líklega þegar
við vorum átta til níu ára. Við urð-
um leikfélagar ásamt fleirum sem