Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 49 tóku þátt í leikjum og ærslum á leikskólanum Brákaborg, sem ligg- ur milli Skipasunds og Njörva- sunds inni í Sundahverfi í Reykja- vík. Benni bjó í Skipasundi en við bræðurnir í Njörvasundi. Eftir að starfsemi lauk í leikskól- anum, varð leikvöllurinn eitt aðal athafnasvæði okkar krakkanna í hverfinu. Svo þegar við urðum eldri, víkkaði sjóndeildarhringur- inn, við fórum að sækja meira og meira niður að sjó. Athafnasvæðið víkkaði. Keilisslippurinn og skipa- flök í fjörunni vöktu athygli okkar og við fórum rannsóknarferðir með allan útbúnað sem þurfti til að komast upp í skipsflökin og skoða hvað þau innihéldu. Við lékum okk- ur einnig í gömlu bátunum í Keili og grandskoðuðum þá stafnanna milli. Svo voru auðvitað farnar rannsóknarferðir inn að gömlu öskuhaugunum og við fórum hjól- reiðaferðir um Reykjavík, inn að Elliðaám, upp á Geitháls og að Hafravatni. Um vorið eftir tíu ára bekk tókst okkur Benna að sann- færa foreldra okkar um að lofa okkur að fara aleinum upp í sum- arbústað foreldra minna upp við Úlfarsfell og dvelja þar yfir hvíta- sunnuhelgina. Ávallt síðan minnist ég þessarar helgar sem minnis- varða á leið okkar til fullorðins ára. Við höfðum með okkur mat sem við elduðum, keyptum egg hjá bónd- anum á Fellsmúla og sáum um okkur aleinir. Þetta var mikil lífs- reynsla fyrir tíu ára gamla stráka og okkur fannst þá við værum orðnir ansi gamlir. Þessa helgi not- uðum við svo til að kanna Úlfars- fellssvæðið. Við settum okkur regl- ur, útbjuggum okkur nesti og fórum rannsóknarferðir um svæð- ið. Sumarbústaðurinn og Úlfars- fellssvæðið varð svo hluti af at- hafnasvæði okkar næstu árin á eftir. Við byrjuðum ári seinna í skátunum. Saman í skátaflokk með bróður mínum og Brynjari sem einnig bjó í Skipasundi og var líka einn af okkar bestu vinum. Sum- arbústaðurinn við Úlfarsfell var mikið notaður í skátaferðir næstu árin. Benni var alltaf sá sem var áræðnastur í hópnum. Ákafur að takast á við og leysa þau verkefni og þrautir sem við fengum til úr- lausnar. Það var alveg sama hvort það var matseld, að búa til flugelda eða leysa úr skátaþrautum, Benni hafði alltaf lausnir á takteinum. Stundum aðeins öðruvísi lausnir, en áræðnar og ögrandi. Útsjón- arsemi hans og ákefð var sjaldan til einskis. Hann fann alltaf upp á einhverju, hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Og þannig tókst skátaflokknum okkar að verja tit- ilinn sinn sem besti skátaflokkur- inn í Skátafélaginu Skjöldungum ár eftir ár. Oft var það Benni sem tók af skarið, hann bara byrjaði eftir sínu höfði og svo var bara að vera með og halda áfram eftir hans höfði. Strax tíu ára gamlir fundum við út að matseldin lá vel fyrir hon- um og því var það oftast á hans ábyrgð hvað við borðuðum á ferð- um okkar og hvernig matseldin tókst til. Og ekki skorti margs kon- ar tilraunaeldamennsku, en þar var hann ávallt í fararbroddi. Um 14 ára aldur flutti svo Benni burt úr hverfinu yfir í vesturbæ- inn. Hann tók þátt í skátastarfinu með okkur, en eignaðist nýja félaga þar. Á unglingsárunum minnkuðu samskiptin smátt og smátt og eftir að hann fór til sjós í nokkur ár misstum við það nána samband sem hafði varað frá því í æsku. Gegnum árin höfum við þó haldið sambandi og síðast fyrir nokkrum árum hittumst við heima hjá Simma bróður mínum, nokkrir af félögunum sem vorum saman í skátunum á unglingsárunum. Síð- ast fyrir tveimur til þremur árum fékk ég kveðju frá Benna gegnum Simma bróður. Ég hef oft saknað þess að leiðir okkar skyldi skilja á sínum tíma, en áhugamál, vinna og önnur mál höguðu því þannig. Allt- af þegar leiðir okkar lágu saman, var það sem aðeins hefðu liðið fá- einir dagar frá því við hittumst síð- ast. Við áttum sameiginlegar rætur og vináttubönd sem héldu þrátt fyrir að leiðir skildi. Við bræðurnir minnumst Benna frá æsku okkar, sem hugaðs og úr- ræðagóðs félaga og vinar. Hann var ávallt áræðinn og áhugasamur um þau verkefni sem hann tók að sér. Hann var bæði hugmyndaríkur og framkvæmdasamur og leysti þau verkefni sem hann tók að sér. Við bræðurnir sendum fjölskyldu Benna innilegar samúðarkveðjur, börnum hans, móður og systkinum. Bjarni Þröstur og Sveinbjörn Lárussynir (Þröstur og Simmi). Elsku kallinn minn – hjálpfúsi, kraftmikli og heiðarlegi vinurinn minn. Það má segja að er ein báran rís er önnur vís. Það er óþolandi að hugsa til þess að þú sért farinn í þína síðustu ferð, „gersamlega óþolandi“, eins og þú myndir orða það sjálfur. Elskuleg börnin þín, Danni og Eva, svo efnileg og glæsileg, þurfa nú að taka á sig eitt áfallið enn og það sker mig í hjartað að hugsa til þess hvernig þau vinna sig út úr þessu. Móðir þín, Eva, sem þú varst alltaf svo góður sonur syrgir nú nýlátinn eiginmann og þig, auga- steininn sinn. Vinahópurinn þinn er harmi sleginn – stórir og sterkir menn sem virðast geta allt nema sætt sig við þessa stöðu. Góður guð styrki þau og varð- veiti í sárri sorg. Sjálf er ég í rúst – óttast að ég jafni mig aldrei. Ég get ekki sætt mig við orðinn hlut og er ekki kom- in á það stig að geta flett upp í minningunum til að hugga mig við en vonandi kemur að því síðar. Við náðum strax vel saman þeg- ar þið Guðrún systir mín voruð að byrja ykkar feril saman. Bæði höfðum við gaman af leikjum og keppnum og bárum virðingu hvort fyrir öðru enda með líka lífssýn og húmor. Sönn væntumþykja sem óx með hverju árinu stóð af sér skiln- að ykkar Guðrúnar og við vorum ákveðin í að okkar vinátta entist ævilangt. Það hve fast þú hélst þér við fjölskylduna okkar segir okkur hver hugur þinn var í okkar garð. T.d. þegar þú komst til Særúnar systur kl. 5 að morgunlagi af því þú gast ekki sofið. – Þú vissir að þú varst alltaf velkominn nótt sem dag hjá okkur öllum. Síðustu sex mánuðina varst þú að uppgötva nýjan flöt á tilverunni, þ.e. þínar þarfir og tilfinningar og þurftir mikið að tala um þær. Þú gerðir þér fulla grein fyrir hvað þú varst búinn að gefa öðrum mikið án þess að rækta garðinn þinn. Ég er ekki tilbúin að kveðja þig – ég ætla að hugsa mér þig sofandi en sendi þér þessar vísur sem eru úr ljóðinu Vinarkveðja eftir Kristján M. Fals- son: Genginn er nú gamall vin, guð, á þína braut. Í eftirsjá og sorg ég styn, sefa mína þraut. Gef mér visku og von í hjarta, vin minn tak í sátt. Er fjöllin hvítum feldi skarta, finn ég, Guð, þinn mátt. Er komið er að kveðjustund, þú kannt að leiða oss sem seinna á þinn förum fund og fáum dýrðarhnoss. Elsku Benni minn, ég bið algóð- an guð að blessa Guðrúnu systur mína og börnin ykkar. Þín mágkona, Kolbrún. Mörg máltæki eru til um að slá hlutunum ekki á frest. Samgangur í vinahópnum hafði minnkað með árunum vegna barneigna, náms, flutninga og nýrra áhugamála. Þess vegna var ákveðið að við- halda tengslunum með því að hitt- ast öll a.m.k. einu sinni á ári. Það var gaman að hittast í nóvember- byrjun, nema hvað Benni komst ekki. „Ekkert mál, hann kemur þá bara næst.“ Skyndilegt og ótíma- bært fráfall góðs vinar allt frá ung- lingsárum vekur okkur til umhugs- unar um að ekkert er sjálfgefið sem heitir á morgun. Margar minningar skjótast upp í hugann. Unglingsárin, Hagaskóli, bílprófið, rúnturinn, bíóferðir, Sig- tún, Kirkjuteigurinn, Benni á Míní- inum, Benni á Mustangnum. Skemmtilegur tími sem varaði lengi, en þó ekki í árum talið. Allt- af aksjón í kringum Benna og verið að þeysa eitthvað. Maðurinn fílaði lífið hreinlega í botn og alltaf stutt í gamansemina. Þegar kviknaði í Míníinum á leiðinni í bíó á síðustu stundu. Benni vatt sér út, opnaði húddið og fleygði heilum snjóskafli yfir vél- ina. Er farið var að athuga orsök- ina vildi ekki betur til en svo, að hann fékk húddið í hnakkann. Stynur hann þá upp „God damn, hann beit mig,“ og svo fór hann að skellihlæja. Benni hafði alltaf mörg járn í eldinum og auk þess að sinna ótal áhugamálum byggði hann upp fyr- irtækið Papco með Guðrúnu konu sinni, systur og mági. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa átt þessar skemmtilegu stund- ir saman og minningar sem við eig- um eftir að rifja upp um ókomna tíð. Alltaf verður þó erfitt að tala um einn úr hópnum í þátíð. Við viljum votta fjölskyldu Benna okk- ar innilegustu samúð og vitum að missir þeirra er mikill. Ragnar, Hugrún, Kjartan, Laufey, Einar Ingi, Svanhvít, Björgúlfur og María. „Minningaröldur Sjómannadagsins“ fást á Hrafnistuheimilunum Sími: 585 9500 / 585 3000 Minningarkort ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. )      5#%6 )* 56:!;+ ,-*./*   & *   +   ,     #     -  !         %.     / 00 - *!!<! # '$ '             =   "=  <.*'5)(! #       *         %1    1 00 *'(6'  '(6''% !*  * ! * !*  .*  , $ 2 3           9 % $  5 ;> ,-*./* &     4      %%   * #        5    %,    1 00  /3! !  !'.  '6 !(!'(.  ,!4#  ! )'(.  24# 6 ! !!'(.  '   ! 40 ''(. ! 2 %,!5 ! ,!''(. !    $ 6  ?  %@  &             %   '  #   (  3'/(' ,  ! ! /1,(' ,  ! 2 '$26$

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.