Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 51

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 51
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 51 Fanney Sigtryggs- dóttir fæddist á Stóru- Reykjum í Reykja- hverfi 23. janúar 1911. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Hallgríms- son og Ásta Lovísa Jón- asdóttir. Systkini Fanneyjar voru Lauf- ey, f. 2. júní 1905, Garð- ar, f. 15. mars 1909, og Óskar, f. 29. september 1914, öll látin. 2. júlí 1967 giftist Fanney Páli H. Jóns- syni kennara á Laug- um. Hann lést 1990. Þau bjuggu fyrst á Laugum, en þegar Fanney hætti kennslu fluttu þau til Húsavíkur. Nú býr hún á Dvalar- heimilinu Hvammi. Fanney nam í Laugaskóla og Hús- mæðraskólanum á Laugum og sótti handavinnunámskeið á Siglufirði og Reykjavík. Handavinnukennari á Staðarfelli 1944–1946 og síðan við Húsmæðraskólann á Laugum til árs- ins 1975. Hún fór í ársfrí veturinn 1956 til 1957 og tók þá handavinnukennara- próf frá KÍ. Elsku Fanney frænka. Í tilefni af afmælinu þínu langar mig til að senda þér kveðju frá okkur héðan að vestan. Margs er að minnast. Þú varst alltaf einn af föstu punktunum í lífi okkar frændsystkinanna sem ólumst upp í nágrenni við þig, ömmu og afa á Stóru-Reykjum. Lítilli stelpu þóttu veturnir sem þú varst á Staðarfelli lengi að líða, en eft- ir að þú fórst að kenna á Laugum var ekki jafn langt á milli funda. Á sumr- in varstu oftast heima á Reykjum, enda stoð og stytta ömmu og afa við búskapinn. Það var heyjað með hestavinnuvélum, og oft man ég þig sitjandi á rakstrarvélinni, stjórnandi Stjörnu, Þyt eða Litlu-Gránu. Þá var gaman að ganga með þér um tún og móa, þú varst óþreytandi að svara spurningum um jurtir, steina og annað sem ég vildi fræðast um, fyrir utan allar sögurnar sem þú sagðir frá liðinni tíð. Grasa- og berja- ferðir voru líka ævintýri. Stundum FANNEY SIGTRYGGSDÓTTIR buðuð þið mér með í lengri ferðir. Sérstak- lega man ég ferð í Mý- vatnssveit þar sem ég fékk að sjá Stórugjá, Höfða og margt annað í fyrsta sinn. Þegar ég var í Laugaskóla átti ég mörg spor til þín í „Kvennó“, oft til að fá hjálp við handavinnu eða þá bara í heimsókn, og alltaf var jafn gott að koma til þín. Við vorum líka sam- tíða í Reykjavík þegar þú varst í Kennaraskól- anum og þá fórum við saman í leik- hús, bíó o.fl. Í „Kvennó“ kenndir þú fatasaum og handavinnu, og þar lærði ég margt af því sem best hefur nýst mér í lífinu. Árin liðu og það lengdist á milli okkar. En þegar við komum norður var sjálfsagt að heimsækja ykkur Pál. Strákarnir muna ennþá hvað það var gaman að leika sér í kringum Holt og fá að gefa silungunum í tjörninni með Páli. Eftir að þið flutt- uð til Húsavíkur lá jafnvel ennþá beinna við að líta inn til ykkar, hvort sem var í íbúðinni ykkar í innbænum eða í Litla-Hvammi. Þar bjóst þú ein í nokkur ár eftir að Páll dó, en nú býrð þú í litla herberginu í Hvammi og alltaf er jafn notalegt að líta inn til þín. Handavinna hefur alltaf verið þitt stóra áhugamál, enda hefur þú skap- að mörg listaverk, saumuð, flosuð eða máluð, og þær flíkur sem þú saum- aðir eru óteljandi. Kennslan var þó þitt stóra lífsverk, og ég veit að þær eru óteljandi stúlkurnar sem eru þér eilíflega þakklátar fyrir að hafa leitt þær fyrstu sporin í saumum og handavinnu. Elsku frænka, það hefði verið gam- an að geta hitt þig á afmælisdaginn, en þess í stað sendi ég þér hjartanleg- ar afmæliskveðjur og hamingjuóskir frá okkur Gísla og okkar fólki. Von- andi hittumst við áður en langt um líður. Líði þér alltaf sem best. Þín frænka Svanhildur. KIRKJUSTARF FIMMTUDAGINN 25. janúar næstkomandi kl. 14–16 hefjast eft- irmiðdagar fjölskyldunnar í safn- aðarheimili Dómkirkjunnar, Lækj- argötu 14a (gengið inn Vonar- strætismegin). Gerður Bolladóttir söngkona ætlar að stjórna spenn- andi tónlistarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 0–2 ára og á miðhæð hússins verður kaffihlaðborð á mjög vægu verði. Bolli Pétur Bollason, fræðari safnaðarins, hef- ur umsjón með stundunum. Verið velkomin. Áskirkja: Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10– 14. Skemmtiganga kl. 10:30. Létt- ur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safn- aðarheimilinu kl. 14–16. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í há- degi kl. 12:10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barna- kórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Fermingarfræðsla kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélagi kl. 20. „Body language.“ Kristin „mystik“ kl. 20. Námskeið Leik- mannaskóla Þjóðkirkjunnar. Laugarneskirkja: Kl. 20. Fullorð- insfræðsla. Sóknarprestur fjallar um afstöðu kristinnar trúar til auðs og fátæktar. Kl. 21. Þriðju- dagur með Þorvaldi. Lofgjörðar- stund þar sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir söng, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil og sr. Bjarni flytur Guðs orð og bæn. Kl. 21.30 fyrirbænaþjónusta. Neskirkja: Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16:30–18. Stjórnandi Inga J. Back- man. Foreldramorgunn miðviku- dag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja: Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bæna- stund í kapellunni í safnaðarheim- ilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bæn- arefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552 7270 og fá bæn- arefnin skráð. Safnaðarprestur leið- ir bænastundirnar. Að bænastund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja: Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Langholtskirkja: Langholtskirkja er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Endurminningafundur karla er kl. 13–14.30. Ath. breyttur tími í þetta eina skipti. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldr- aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11:20. Sam- vera, léttur málsverður og kaffi. Æskulýðsstarf KFUK og Digra- neskirkju fyrir 10–12 ára stúlkur kl. 17:30. Fella- og Hólakirkja: Foreldra- stundir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Æskulýðs- félag fyrir 8. bekk kl. 20–22. Grafarvogskirkja: Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13:30. Helgi- stund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18– 19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Fyrirlestur í Grafarvogskirkju um sorg og sorgarviðbrögð. Gunnar Matthíasson sjúkrahúsprestur verður með fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögðí Grafarvoggskirkju í kvöld þriðjudag 23.janúar kl. 20. Allir velkomnir. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðar- stund kl.18. Kópavogskirkja: Foreldramorg- unn í dag kl. 10–12 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Seljakirkja: Foreldramorgnar. Op- ið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safnaðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10–12. Fundur hjá kirkjukrökkum frá kl. 17.15–18.15. Safnaðarheimilið opn- að kl. 17. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteig. Starfs- fólk verður á sama tíma í Kirkju- lundi. Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu Sig- urðardóttur og undirleikari er Tone Solbakk. Starfið er ætlað börnum 10 til 12 ára. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT, tíu – tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT (9–12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. All- ir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT (9–12 ára) starf er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safnaðarheimilinu. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar, ratleik- ur í umsjón unglinga. Boðunarkirkjan. Annað kvöld kl. 20 heldur áfram námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar „Lærum að merkja biblíuna“. Mjög spennandi efni verður tekið fyrir og biblían verður aðgengilegri. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Kefas, kristilegt samfélag. Almenn bænastund kl. 20:30. Eftirmið- dagar fjöl- skyldunnar Safnaðarstarf INNLENT HEYRNARSKERTIR nemendur og kennarar í Vesturhlíðarskóla eru nú komnir með nýjustu þráð- lausu samskiptatæknina í sína þjónustu. Um er að ræða tvo GPRS-/GSM-síma sem eru sí- tengdir Netinu og tvær lófatölvur sem tengjast símtækjunum og gera notendum þar með kleift að vera í þráðlausu netsambandi hvar sem er. Þessi nýjasta þráðlausa sam- skiptatækni er gjöf til Vesturhlíð- arskóla frá Tali. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, afhenti gjöfina í til- efni af flutningi HópTALs, fyr- irtækjaþjónustu Tals, í ný húsa- kynni. Berglind Stefánsdóttir, skólastjóri Vesturhlíðarskóla, tók við gjöfinni fyrir hönd nemenda og kennara. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tal hlutast til um að efla mögu- leika heyrnarskertra barna á að vera í sambandi við umheiminn. Við skólaslit Vesturhlíðarskóla vorið 1999 færði Tal öllum út- skriftarnemum að gjöf GSM-síma með titrarahringingu og SMS. Við athöfnina hjá HópTALi fimmtu- daginn 18. janúar skýrði Berglind Stefánsdóttir frá því að notkun GSM-síma væri mikil hjá heyrn- arskertum, en þeir nota einkum SMS-skilaboðamáta símtækjanna. Hún sagði að tilkoma GPRS-/ GSM-símanna með sítengdu net- sambandi gerði heyrnarskertum kleift að koma flóknari og ítarlegri skilaboðum viðstöðulaust sín á milli og væri því kærkomin viðbót, segir í fréttatilkynningu. Tal gefur skóla heyrnarskertra tæki Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, afhendir Berglindi Stefánsdóttur, skólastjóra Vesturhliðarskóla, GPRS/GSM símtækin og lófatölvurnar og Tryggvi Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs, fylgist með. NÁUM ÁTTUM – fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi mánudaginn 5. febrúar kl. 8.30–10.30 í Sunnusal Hótel Sögu. Á fundinum flytur Óttar Guðmunds- son geðlæknir erindi sem nefnist „Blekking og þekking“ og fjallar m.a. um sjúkdómshugtakið, meðferð og AA sem úrræði fyrir ungt fólk. Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykja- víkurborgar, fjallar um eftirmeðferð fyrir unglinga á vegum borgarinnar. Fundarstjóri verður Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Þátttökugjald 1.500 kr. með morg- unverði, Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Þátttaka skráð hjá: iae@rvk.is og bryndis@bvs.is Náum áttum – er opinn samstarfs- hópur um fræðslu- og fíkniefnamál með þátttöku: Áfengis- og vímuvarn- aráðs, Heimilis og skóla, Íslands án eiturlyfja, Vímulausrar æsku, Götu- smiðjunnar, Barnaverndarstofu, Landlæknis, fulltrúa framhaldsskól- anna, samstarfsnefndar Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Lög- reglunnar í Reykjavík, Stórstúku Ís- lands, Rauðakrosshússins og Geð- ræktar. Fundur um vímuefnaneyslu unglinga og meðferð SKÁTAFÉLAGIÐ Garðbúar í Reykjavík bauð nú í haust í fyrsta skipti upp á 13 vikna æv- intýranámskeið fyrir krakka á aldrinum 8 til 10 ára. Undirtektir voru góðar, segir í fréttatilkynn- ingu, og nú eru næstu námskeið að hefjast. Hópur reyndra skátaforingja sér um námskeiðin en þau byggj- ast upp á skátafundum einu sinni í viku. Auk þess verður farið í tvær dagsferðir og fyrir þá sem vilja er boðið upp á útilegu að Úlfljótsvatni. Námskeiðin eru unnin upp úr sumarútilífsnám- skeiðum Garðbúa en við þau er blandað hefðbundnu skátastarfi sem gerir námskeiðin skemmti- lega blöndu af fróðleik og skemmtun, segir í tilkynningunni. Öll börn fá ylfingaplakat með sér heim og safna á það sérstökum límmiðum. Skráning stendur nú yfir í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði 34. Ævintýra- námskeið fyrir 8-10 ára gömul börn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.