Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 55

Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 55 Á SÍÐUSTU árum hefur TR reynt að lækka útgjöld sín vegna heilbrigðisþjón- ustu. Útgjöldin hafa vaxið nokkuð, mest vegna hækkandi ald- urs þjóðarinnar og kröfu þegnanna um þjónustu sem sífellt verður betri og skilar meiri árangri. Áður lögðust einstaklingar í kör þegar sjúkdómar bönkuðu á dyrnar en í dag eru mörg úrræði til að bæta þar úr. Að sjálfsögðu kostar það að meðalaldur þjóðar- innar er með því hæsta sem þekk- ist. Á undanförnum árum hefur TR haft tilburði til að halda niðri kostnaði þar sem síst skyldi, það er í þáttum sem sannarlega draga úr kostnaði annars staðar í kerf- inu. Með virkri endurhæfingu og sjúkraþjálfun er hægt að koma í veg fyrir langvarandi fötlun, koma í veg fyrir aðgerðir, unnt að seinka innlögn á dýr hjúkrunarheimili og minnka lyfjakostnað. Þess í stað hefur TR ítrekað reynt að hindra aðgengi sjúklinga að sjúkraþjálfun til að spara oft eyrinn í stað krón- unnar. Um síðustu áramót tók TR upp nýjar reglur í sambandi við end- urhæfingu sjúklinga. Eru þær þess eðlis að þær koma til með að skerða aðgengi sjúklinga að sjúkraþjálfun, þeirra er síst skyldi, í það minnsta gera þeim erfiðara fyrir. Reglurnar sem nú verða teknar í gildi eru þær að sjúkraþjálfun takmarkast við 20 skipti á hverju ári. Hægt er að fá framhaldsmeð- ferð með nýju vottorði frá tilvís- andi lækni. Ef við gefum okkur að þeir sem fá sjúkdóm eða lenda í slysi fari í endurhæfingu 3 sinnum í viku þarf viðkomandi að fara til læknis eða sérfræðings á rúmlega 6 vikna fresti til þess að fá nýtt læknisvottorð um áframhaldandi sjúkra- þjálfun. Það lætur nærri að 4.000 manns séu á ferðinni á milli lækna og sjúkraþjálf- ara á 6 vikna fresti til að meta þörfina á sjúkraþjálfun. Hver er kostnaðurinn? Kostnaður vegna sjúkraþjálfunar land- ans var á árinu 1999 um 608 milljónir eða sem svarar aflaverð- mæti eins togara, söluverði Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns eða helmingi hagnaðar eins rík- isbankanna á því ári. Um er að ræða sjúkraþjálfun 24.000 einstak- linga sem hafa orðið fyrir sjúk- dómum eða slysum af misalvar- legum toga. Heildarkostnaður vegna sjúkra- þjálfunar á árinu 1999 var 60% af aðeins hækkun lyfjakostnaðar á árunum 1997–1999. Kostnaður eða sparnaður? Þegar læknir ákveður að senda sjúkling í sjúkraþjálfun og end- urhæfingu hefur hann val um að vísa á lyfjameðferð, taka viðkom- andi einstakling úr vinnu, leggja til aðgerð, eða að sannfæra ein- staklinginn um að hann verði að lifa með verki og minnkaða færni það sem eftir er ólifað. Hvaða kostur er bestur er mat læknisins en læknar í dag eru sannfærðir um það að gildi sjúkraþjálfunar sé ótvírætt betri valkostur en flestir hinna. Það að þurfa á langtíma end- urhæfingu að halda er bæði tíma- frekt og erfitt. Það gerir fólk ekki til að eyða skattfé almennings. Þeir sem eru lasburða, fötluð börn, ellilífeyrisþegar, öryrkjar og þeir sem hafa orðið fyrir sjúkdómum og slysum þurfa oftar en ekki að þjálfa sig og viðhalda starfsorku með reglulegri sjúkraþjálfun. Það að þurfa að fara bónarveg til lækna og sérfræðinga til að þókn- ast TR er ekki það sem fólk sækist eftir. Samkvæmt gögnum frá TR er meðalfjöldi meðferða í sjúkraþjálf- un 16,8 á ári á hvern einstakling. Eins og sést á myndinni til hlið- ar þar sem borin eru saman með- altöl fyrstu 5 mánaða síðasta árs sést að endurhæfing öryrkja er tímafrekust, síðan þjálfun barna og síðan koma ellilífeyrisþegar. Það segir sig sjálft að tíma ör- yrkja, foreldra langveikra barna og ellilífeyrisþega er örugglega betur varið í einhverju öðru en að sækja um framhaldsvottorð í sjúkraþjálfun. Til að reyna að hindra aðgengi fólks að sjúkraþjálfun hefur TR ráðið skrifstofulækna í störf til að vega og meta þörf einstaklinga á því hvort þeir þurfi mikla þjálfun eða ekki. Næsta skref verður lík- lega það að skrifstofulæknar verða ráðnir hjá TR til að fara yfir alla lyfseðla til að meta hvort fólk þurfi asmalyf, blóðþrýstingslyf og park- insonslyf. Eða hvort konur geti ekki bara notað getnaðarvarnar- pillur í 6 vikur á ári. Að spara eyrinn Stefna TR að spara eyrinn og henda krónunni er alveg öfugt við það sem aðrar þjóðir eru að gera. Þar er reynt að aðstoða eldra fólk við það að vera eins lengi heima og hægt er. Þannig sparast miklir fjármunir. Á Íslandi er vinnuálag meira en víðast hvar annars stað- ar. Vegna þessa verða einstakling- ar fyrir meiri álagseinkennum en sambærilegar stéttir erlendis. Þessi álagseinkenni þarf að með- höndla til að einstaklingurinn geti haldið vinnufærni og þannig greitt sína skatta. Í Skandinavíu er kostnaður vegna fjarveru frá vinnu mun meiri en hér á landi. Á Íslandi heldur fólk frekar áfram að vinna í stað þess að vera heima. Það er kannski stefna TR að auka dagpeningagreiðslur sínar í stað þess að greiða sjúkraþjálfun fyrir vinnusama Íslendinga. Hvað ætlar Trygginga- stofnun ríkisins að spara? Gauti Grétarsson Sjúkraþjálfun Stefna TR að spara eyrinn og henda krón- unni, segir Gauti Grétarsson, er alveg öfugt við það sem aðrar þjóðir eru að gera. Höfundur er sjúkraþjálfari. Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Grand Cherokee Laredo árg´99 4.0l ek. 15 þ.km, svartur, leður, sóllúga, cd, ssk. Áhv. 2.500.000. V. 3.990.000, gullmoli. Toyota Landcruser VX bensin 3,4l 14.04´98 kóngablár, ek. 31 þ. km, 33" breyttur, leður, rafmagn í sætum, ssk,, glæsilegt eintak og fullt af aukahl. Áhv. 2.100.000. V. 3.590.000. Nissan Patrol´árg ´94 2,8 diesel turbo grár, 33" breyttur, ek. 165 þ. km, þjónustubók frá upphafi, einn eig. Verð. 1.690.000 VW Golf 27.04´99, svartur, 4 dyra, ssk., ek. 20 þ. km, 16" álf, s+v dekk. Verð 1.540.000. Mercedes Benz 4-Matic ´94, fjólubl-metal, ek. 181 þ. km, sóllúga, abs, álfelgur. V. 1.950.000, gullmoli. Landrover Defender 90 Diesel árg´99, 5 gíra, 32" dekk , 3 dyra. Áhv. 1.800.000. Verð 2.300.000. Mercedes Benz E220 ´94, ek. 189 þ. km, kóngablár, ssk., sóllúga, s+v dekk, álfelgur. Verð. 1.790.000, tilb 1.390.000. Áhv. 800.000. Mercedes Benz E240 Eleganse 10.10´99, ek. 29 þ. km, blár, sóll, ssk, abs, cruise contr. o.fl. V. 3.490.000. Plymouth Breeze ´99, grár, ek. 48 þ. km, ssk, hrað- astillir, loftkæling, fjarræsibúnaður, ofl. V. 1.850.000. BMW 323 IS ´95, svartur, ek. 106 þ. km, ný s+v dekk, 16" álfelgur, ssk. Verð. 1.890.000, tilboð 1.490.000. Vantar bíla á skrá ný og betri verð Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík Sími 511 5555 Fax 511 5566 www.si.is Fundarstjóri Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Staður: Hótel Loftleiðir Þingsalur-1 Stund: Föstudagur 26. janúar Tími: Frá 13 til 16 Kaffi og léttar veitingar fyrir fundargesti. RÆÐUMENN: Reykjavíkurborg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Framkvæmdasýsla ríkisins Jóhanna Hansen staðg. forstjóra Siglingastofnun Gísli Viggóson forstöðumaður hafnarsviðs Landsvirkjun Agnar Olsen fr.kv.stj. verkfræði- og framkv.sviðs Vegagerð ríkisins Rögnvaldur Gunnarsson forst.m. framkv.d. Háfell ehf. Eyjólfur Bjarnason aðst.framkv.stj. ÚTBOÐSÞING 2001 H Ó T E L L O F T L E I Ð U M - Þ I N G S A L 1 FÉLAG VINNU- VÉLAEIGENDA Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn til að koma og taka þátt í umræðum um framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga á næstu misserum. Þingið er öllum opið. Samtök iðnaðarins og Félag vinnuvélaeigenda boða til í Reykjavík þar sem kynntar verða verklegar framkvæmdir á árinu. Í fundarlok verður fjallað um breytt samskipti við verkkaupa - árangur af gæðastarfi. ÚTBOÐSÞINGS föstudaginn 26. janúar á Hótel Loftleiðum Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni Álftamýri 5, 108 Reykjavík Tímapantanir frá mánudegi til föstudags milli kl. 10.00—12.00 og 13.00—16.00 í síma 520 0100, faxnúmer 520 0109. Sveinbjörn Brandsson, bæklunarskurðlæknir dr.med.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.