Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 57 Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Olíufylltu WÖSAB rafmagnsþilofnarnir lækka hitunarkostnaðinn!  Fallegir, vandaðir.  Geta sparað allt að 30%  Þunnir, taka lítið pláss.  Brenna ekki rykagnir.  Frostvarnarstilling, hentug fyrir sumarhús.  Margar stærðir, 30 eða 60 cm háir.  Sérlega hagstætt verð! Í ÞESSARI örgrein er ætlunin að gera ljósa skoðun mína á lögum um stað- greiðslu skatts á fjár- magnstekjur nr. 94/ 1996. Í lögunum segir að greiða skuli 10% staðgreiðslu til ríkis- sjóðs af vöxtum og arði. Í lok ársins 2000 uppfylltu bankar þetta lagaskilyrði og innheimtu tíund af mér og öðrum lands- mönnum. Núna er ég enginn sérstakur áhugamaður um greiðslu skatta en borga þá að sjálfsögðu eins og tryggum þegnum þjóðfélagsins sæmir að gera. Ég get hins vegar ekki orða bundist um þessa ósann- gjörnu skattpíningu sem felst í ólögum um fjármagnstekjuskatt þar sem greidd er tíund af vaxta- tekjum og arði án þess að tillit sé tekið til vaxtagreiðslna viðkom- andi. Vaxtabyrði af yfirdráttarheimildum Allir vita að vaxtabyrði þeirra sem lifa á lánum er mikil. Þeir sem eru með yfirdráttarheimild vita þetta sennilega best enda eru vextir af þeim mjög háir og komn- ir upp undir 20%. Það er ansi mik- ið og alveg nóg þó svo ekki komi aukalega til tíund ef svo ólíklega fer að einhverjar smávægilegar vaxtagreiðslur komi til baka. Ég er nýskriðinn úr skóla og hef not- að yfirdráttarheimildir og aðrar lántökur svo árum skiptir. Þetta tel ég ekki vera neitt einsdæmi, heldur frekar regla hjá náms- mönnum sem nota yfirdrátt sér til framfærslu meðan á námi stendur, enda er sú forsenda LÍN að náms- menn séu aðeins 50% fólk alls ekki rétt. Sem dæmi get ég tekið að á árinu 2000 var ég með yfirdrátt- arheimild hjá ákveðnum viðskipta- banka. Af tólf mánuðum ársins var ég í mínus á reikningnum í rúm- lega ellefu. Til að vera nákvæmur þá var ég 26 daga réttum megin við núllið. Óþarfi er að fara út í ná- kvæmar tölur hér en vextirnir sem ég greiddi á árinu 2000 skiptu ansi mörgum tugum þús- unda króna. Ég er í sjálfu sér ekkert ósáttur við að borga vexti enda tel ég full- komlega eðlilegt að sá sem láni peninga fái eitthvað í staðinn. Innvextir – áður óþekkt hugtak Eftir að ég hóf störf að lokinni skólagöngu og hafði fengið laun í um hálft ár, fór loks- ins að rofa til í fjár- málunum eftir ára- langar vaxtagreiðslur; ég komst í plús á reikningnum. Ekki stóran plús en plús engu að síður. Ég hoppaði af kæti og hélt upp á það með því að minnka aðeins plúsinn. Þegar ég skoðaði yfirlit vegna nefnds reiknings í ársbyrjun 2001 sá ég áður óþekkt hugtak á því. Það var hugtakið ,,innvextir“ sem táknar það að menn fá vexti greidda. Þetta gerist þegar menn halda sig ofan við núllið. Að laun- um fékk ég samtals rúmlega 208 krónur í vexti í minn hlut. Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem ég fékk vexti frá bankanum mín- um en ekki öfugt (ég held að það hafi gerst síðast áður en lög um fjármagnstekjuskatt voru sett árið 1996). Fyrir ofan hugtakið inn- vextir á yfirlitinu kom síðan hug- takið ,,fjármagnstekjuskattur“ og þar hurfu 20 krónur af þeim 208 sem ég var nýbúinn að fá. Það ber þó að þakka að námundun virðist vera týnd list á Íslandi og þar græddi ég krónu. Hugleiðing um réttlæti Ég endurtek að ég sætti mig við að greiða skatta til samneyslu þjóðfélagsins (þeir eru reyndar alltof háir en það er annað mál og flóknara). Það sem ég er hins veg- ar ósáttur við eru lög um fjár- magnstekjuskatt. Ég ætla hins vegar ekki að hætta mér út í pæl- ingar um réttlæti fjármagnstekju- skatts þar sem slíkt réttlæti er ekki fyrir hendi. En ef ég gef mér að skattheimta samkvæmt lögun- um sé byggð á réttlætisrökum og sé tæki til jöfnuðar, þá skil ég ekki rökin að baki reiknireglum þess- arar skattheimtu. Þegar fjár- magnstekjuskattur er reiknaður í árslok er tekin tíund af þeirri upp- hæð sem hefur verið greidd inn á reikning viðkomandi á árinu í formi vaxta (innvaxta). Núna er það svo að menn borga vexti líka (útvexti) svo sem að framan grein- ir. Hérna kemur svo hugleiðingin; af hverju er ekki tekið tillit til þess hvort viðkomandi aðili, sem fengið hefur innvexti greidda, hafi jafn- framt greitt útvexti á sama tíma- bili áður en tíund er tekin af inn- vöxtunum? Þegar þetta litla dæmi sem ég tók að framan er gert upp í árslok kemur í ljós að innvextirnir eru mjög (og þá meina ég mjög) litlir upp í alla þá útvexti sem ég hef þurft að greiða í rúmlega ellefu mánuði af árinu. Samt sem áður þarf ég að greiða 20 krónur í fjár- magnstekjuskatt til ríkisins þar sem það telst vera réttlát skatt- heimta. Hvar er sanngirnin í þess- ari skattheimtu? Sanngjörn skattheimta? Heiðar Ásberg Atlason Skattur Þessi ósanngjarna skattpíning felst í ólög- um um fjármagnstekju- skatt, segir Heiðar Ásberg Atlason, þar sem greidd er tíund af vaxtatekjum og arði án þess að tillit sé tekið til vaxtagreiðslna við- komandi. Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.