Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 62

Morgunblaðið - 23.01.2001, Síða 62
HESTAR 62 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur Á ÁRSÞINGI Landssam-bands hestamannafélaga,sem haldið var í Mos-fellsbæ í haust, fór fram umræða um mótakerfi hestamanna og stöðu mótanna. Almennt eru menn sammála um að skórinn kreppi víða í þeim efnum og aðgerða sé þörf en greinir á um hvaða leiðir til bóta séu vænlegastar. Vanda- málin eru í fyrsta lagi fjárhagsaf- koma hestamóta og því tengt er dræm aðsókn að mótum og aukinn kostnaður við mótahaldið. Kröfur um að vel og glæsilega sé staðið að mótum aukast og vilji félagsmanna til að vinna sjálboðavinnu virðist mjög dvínandi í mörgum félögum ef ekki öllum. Fjórir möguleikar í flóknu kerfi Þá er að nefna fjölbreytt og flókið keppnisfyrirkomulag hestamennsk- unnar, sem virðist að margra mati vera erfiður þröskuldur fyrir nýja hestamenn að tileinka sér og taka þátt í. Með réttu má segja að keppn- isformin eða keppnismöguleikar séu fjórir, þ.e. gæðingakeppni, íþrótta- keppni, kappreiðar og svo kynbóta- sýningar, sem er mat á gæðum hrossa til ræktunar, en eigi að síður vettvangur sem veitir mönnum út- rás fyrir metnað og keppnisgleði. Þótt mótaskrá LH sé ekki tilbúin enn má gera ráð fyrir að hún verði nokkuð hefðbundin og bjóði upp á hestamót um hverja helgi frá byrjun febrúar og fram í september. Mikil þátttaka undir litlu áhorfi Oft er talað um að mótin séu alltof mörg og sumar helgarnar eru haldin upp undir tíu mót. Á móti er bent á að á meðan viðunandi þátttaka sé í öllum þessum mótum sé ekki ástæða til að fækka þeim. Það er hinsvegar dálítið hallærislegt að á mörg þess- ara móta mæta sárafáir áhorfendur umfram keppendur sjálfa og vini eða aðstandendur þeirra. Grunnhug- myndin er sú að þátttakendur í hestamóti skiptist í þrjá hópa, það er keppendur sem skemmti áhorfend- um, sem séu í það minnsta jafn- margir og helst talsvert fleiri en fyrrnefndi hópurinn. Þriðji hópur- inn og jafnframt sá fámennasti eru svo starfsmenn mótsins. Í mörgum tilvikum er það svo að keppandinn er hættur að vera skemmtikraftur en tekur þess í stað þátt í keppni til að skemmta sjálfum sér þegar hann um leið fær mat á frammistöðu sína við þjálfun hestsins og útfærslu í keppninni sjálfri. Rúmur áratugur er síðan farið var að bjóða upp á styrkleikaflokka í hestamennskunni og á það sérstak- lega við íþróttakeppnina. Þar eru ákvæði í reglum sem segja til um hvernig skuli skipta í flokkanna og er skemmst frá því að segja að á því kerfi eru ýmsar brotalamir og marg- ir sammála um að langur vegur sé frá því að fundin sé góð lausn þar á. Hefur oft komið upp ágreiningur um útfærslu þessara reglna og ýmsir augljósir vankantar. Af þeim sökum hafa sumir verið þeirrar skoðunar að hætta skuli þessari styrkleika- skiptingu. Þeir virðast þó mun fleiri sem eru þeirrar skoðunar að halda skuli þessu kerfi til streitu en gera þurfi á því ýmsar bragarbætur. Í stuttu máli er í kerfinu gert ráð fyrir þremur flokkum. Efsti flokk- urinn er meistaraflokkur þar sem keppendur vinna sér keppnisrétt með því að ná ákveðinni lágmarks- einkunn en það gildir aðeins fyrir parið (mann og hest). Fyrsti flokkur er fyrir þau pör sem ekki hafa náð þessum lágmarkseinkunnum nema þá sem kjósa að keppa í öðrum flokki, sem er nokkurskonar áhuga- mannaflokkur. Ýmiss konar ágrein- ingur hefur komið upp vegna flokk- anna og þá aðallega hvað varðar fyrsta flokk og meistaraflokk. At- hyglisvert er að með þessari flokka- skipan er farið að undirstrika þá skilgreiningu að parið eða ákveðin persóna á ákveðnum hesti sé kepp- andinn. Ef knapi skiptir um hest er í raun kominn nýr keppandi og sömu- leiðis ef skipt er um knapa á hesti. Þessi skilgreining er mjög mikilvæg fyrir áframhaldandi þróun keppn- innar því það er löngu vitað að góður knapi kemst hvorki lönd né strönd hafi hann ekki góðan hest til umráða og að sama skapi getur árangur á ákveðnum hesti ráðist mjög af getu knapans til að laða fram bestu hliðar hestsins. Hvað styrkleikaflokkana varðar er deginum ljósara að mesta þörfin var að tryggja þeim sem skemmra eru á veg komnir í reiðmennskunni vettvang til að keppa á. Vettvang sem gaf þeim möguelika að komast í úrslitakeppni og fá verðlaun, keppn- in gengur jú út á að ná árangri og fá umbun fyrir. Töluverð togstreita hefur hinsvegar verið um meistara- og fyrsta flokk því í báðum þessum flokkum keppa bestu knaparnir. Þeir bestu keppa í fyrsta flokki þeg- ar þeir eru að vinna sér keppnisrétt í meistaraflokki með nýjan hest og hefur þetta gert það að verkum að góðir knapar eru í raun að keppa á tveimur vígstöðvum á venjulegu íþróttamóti. Þetta þýðir að einn og sami knapinn getur verið sigurveg- ari í tölti í meistaraflokki og fyrsta flokki og sömuleiðis í bæði tölti og fjórgangi. Það má spyrja hvort ástæða sé til að leyfa knöpum að keppa á tveimur hestum í sömu grein en sínum í hvorum flokki. Gildi flokkaskiptingarinnar hlýtur að vera að gefa fleirum kost á að fá verðlaun. Á Íslandsmótum mega keppendur aðeins keppa í einum flokki í hverri grein og er það áleitin spurning hvort ekki sé full ástæða tilað hafa það svo um öll mót. Opin mót af ýmsum gerðum Mótafyrirkomulagið nú er með þeim hætti að öll félög halda sín félagsmót og hefur svo verið um langa tíð. Þeirri skoðun, að brjóta þurfi upp þetta fyrirkomulag, vex stöðugt fylgi þannig að í stað lokaðs félagsmóts, sem segja má að sé að sumu leyti verndað umhverfi, haldi eitt eða fleiri félög saman opin mót og gæti þá verið um að ræða mót fyrir áhugamenn, fyrsta flokk eða meistaraflokk. Með þessum hætti gætu mótin verið jafnmörg og þau eru í dag en áherslurnar aðrar og fleiri keppendur/pör að vinna til verðlauna. Stóra spurningin er sú hvort slíkt fyrirkomulag laðaði ekki að fleira fólk til keppni en nú er. Full þörf væri á að flokka mótin og skil- greina hversu mikið þurfi að leggja í umgjörð þeirra og umfang, allt frá stórmótum á landsvísu, þar sem að- eins hinir bestu tækju þátt, sbr. landsmót, og allt niður í mjög einföld mót, þar sem talsverður fjöldi kepp- enda mætti til forkeppni þar sem þeir keyptu sér mat þriggja dómara á sig og sinn hest. Fimm eða tíu efstu keppendur fengju síðan að taka þátt í úrslitum í hverri grein eins og nú tíðkast. Þarna á milli gætu síðan verið einn eða tveir flokkar móta sem yrðu þá skilgreind eins og hin. Mót geta verið allt frá stórglæsilegum sýningum valdra hrossa og knapa niður í vinnumót þar sem menn kaupa þjónustu, sbr. héraðssýningar kynbótahrossa með örlítið hátíðlegri endapunkti (úrslit- um/yfirlitssýningu). Þá þykir mörgum gæta mikillar óhófsemi hjá hestamönnum við skipulagningu móta. Helst verður að keppa í öllum hugsanlegum greinum og dagskráin hefst þá snemma morguns og vel þekkt að menn séu að gaufa, þá gjarnan við kappreiðar, langt fram á kvöld. Allir búnir að fá sig fullsadda og meira en það á glæstum gæðingum á tölti, brokki og skeiði. En svo aftur sé vikið að skilgrein- ingu keppandans, þar sem segir að parið sé hinn eiginlegi keppandi, þá er þar komið að viðkvæmasta þætt- inum hjá hestamönnum. Mörgum þykir jaðra við landráð og drottin- svik að hrófla við gæðingakeppninni sem hefur eigi að síður tekið miklum breytingum í áranna rás. Hið sama má segja um þróun kunnáttu og getu manna í reiðlistinni á Íslandi þar hefur hver byltingin rekið aðra og ekki verður betur séð en íslenskir hestamenn séu í miðri einni slíkri. Þróunin verður ekki stöðvuð, segja sumir, en við getum haft áhrif á hana og jafnvel tafið, segja aðrir. Gæðingakeppnin hefur fylgt eftir þessari þróun reiðmennskunnar eins og skugginn enda ekki annað hægt. Gæðingakeppnin þætti sjálf- sagt hlægilegur skrípaleikur í dag ef hún hefði ekki verið löguð að sínu rétta umhverfi. Það segir kannski sína sögu þegar unga fólkið úr röð- um hestamanna kemst í mynd- bandsspólurnar sem hafa að geyma myndir frá sjötta og sjöunda ára- tugnum, og horfir á þær eins og góð- ar gamanmyndir. En auðvitað má ekki hlæja að gömlu goðunum, þarna getur að líta þá hesta og menn sem lögðu grunninn að því sem við búum við í dag og þökk sé þeim. Eins og ástfangið par Þrátt fyrir að gæðingakeppnin sé í dag orðin afar keimlík íþrótta- keppninni eru þeir ótrúlega margir sem spyrna við fótum sé minnst á sameiningu þessara keppnisforma. Þeir sem eru fylgjandi sameiningu hafa bent á að þessi tvö keppnisform hafi frá fyrsta degi dregist hvort að öðru eins og ástfangið par. Á nánast hverju ársþingi, þar sem fjallað var um þessi keppnisform, voru gerðar breytingar þar sem parið nálgaðist hvort annað. Hörðustu sameiningar- Uppskurðar þörf á móta- kerfinu? Nú þegar óðum styttist í að hestamenn fari að leiða saman hesta sína í orðsins fyllstu merkingu er ástæða til að leiða hugann að stöðu mótahaldsins og eins skiptingu kepp- enda í styrkleikaflokka. Valdimar Kristinsson dregur hér saman nokkrar staðreyndir málsins ásamt vangaveltum ýmissa aðila um stöðu mála. Full þörf virðist á að LH standi fyrir gagngerri endurskoðun á móta- og keppnisfyrirkomulagi hestamennsk-unnar þar sem menn mættu til leiks með opnum huga og gæfu upp hugmyndir sem kæmu af stað frjórri umræðu. Morgunblaðið/Valdimar Í yngri flokkum virðist lítill sem enginn munur á því hvort keppt er í gæðinga- eða íþróttakeppni, það eru sömu hrossin og sömu knapar sem vinna verðlaunin. Hér fer Ljúfur frá Sandhólaferju vel hjá Daníel Inga. Vettvangur Blæju frá Hólum hefur verið töltkeppni þar sem hún og Eg- ill Þórarinsson hafa náð góðum árangri og sigrað meðal annars á Ís- landsmóti. Blæja hefur hinsvegar lítið sést í gæðingakeppni og væri vissulega gaman að sjá þau á þeim vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.