Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 63
CANON B-155 – h á m a r k s g æ ð i á v e r ð i s e m k e m u r á ó v a r t ! Rýmum fyrir nýjum vörum – allt á að seljast. Nýherji býður nú sérstakt tilboðsverð á Canon prentara- faxtækjum í viku, meðan birgðir endast. • Prentari og faxtæki Prenthraði 2 bls. á mínútu. 100 bls. innbakki. Frumritamatari 20 bls. Prentupplausn 360 x 360 dpi. Vinnsluminni 21 bls. Verð aðeins 23.900.- Söluaðilar um land allt. B O R G A R T Ú N I 3 7 – S Í M I 5 6 9 7 7 0 0 - F A X 5 6 9 7 7 9 9 W W W . N Y H E R J I . I S CANON B-210• Litaprentari og faxtæki Prentar og sendir í lit. Prenthraði í lit, 2 bls.á mín. Prenthraði í einum lit, 5 bls. á mín. Vinnsluminni 42 bls. Prentupplausn 720 x 360 dpi. Ljósritun upplausn 360 x 360 dpi. Verð 28.500.- CANON L250 CANON L60 • Laser prentari og faxtæki Prenthraði 6 bls. á mín. 600 x 600 dpi. Vinnsluminni 90 bls. Hraðval 117 númer. Hópsendingar. Frumritamatari 20 bls. Sendihraði 6 sek A4. Verð 43.500.- • Laserprentari / Faxtæki / Skanner Prenthraði 6 bls. á mín. 600 x 600 dpi. Vinnsluminni 90 bls. Hraðval 117 númer. Hópsendingar. Sendihraði 6 sek. A4. Verð 49.900.- CANON C-70 CANON L350 • Laser prentari og faxtæki Innbakki 250 bls. Modem 33.6 Kbps G3 Super. Sendihraði 3 sek A4. 600 x 600 dpi. Prenthraði 6 bls. á mín. Vinnsluminni 160 bls. Verð 59.900.- • Litaprentari / Fax / Skanner Prenthraði 2 bls. á mín í lit. Prenthraði 5 bls. á mín. svart. Vinnsluminni 42.bls. Prentupplausn 720 x 360. Ljósritun upplausn 360 x 360. Skannerupplausn 600 dpi. Verð 32.900.- HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 63 Augun eru spegill sálarinnar Því ber að vanda valið á snyrtivörum sem þeim tengjast. Njóttu faglegra ráðlegginga sérfræðinga LANCÔME sem verða í verslununum í dag og á morgun. Glæsilegir kaupaukar Opnaðu augun fyrir litum COLOR FOCUS ÖRUGGLEGA FLOTTUSTU AUGNSKUGGARNIR TRÚÐU Á FEGURÐ www.lancome.com Melhaga, sími 552 2190 Mjódd, sími 557 3390 sinnum hefur þótt það kyndugt að þeir sem hafa staðið að þessum breytingum séu jafnvel svarnir and- stæðingar þess að sameina keppn- isformin tvö. Þeir telja að sameining sé meginforsenda þess að hægt sé að gera þann uppskurð á kerfinu sem þarf til að koma því í það horf að til framfara verði. En þar er mjög á brattann að sækja því andstaðan er allnokkur og hefur einn sameining- arsinni líkt þessu við þegar samein- ing LH og Hestaíþróttasambands Íslands stóð yfir, þar sem heitar til- finningar töfðu málið í mörg ár. Eini munurinn nú sé sá að tilfinningar andstæðinga sameiningar risti mun dýpra nú en þá og því megi með réttu segja að hestamennskan sé á valdi tilfinninganna. Ekki hefur skorist alvarlega í odda vegna þessa en kunnugir telja að mjög miklar líkur séu á að það gerist með auknu fylgi við sameiningu. Hestamenn hafa oft deilt hart en alltaf náð landi í góðri sátt. Lífróður kappreiðanna Hornreka keppnismennskunnar, kappreiðarnar, hangir nú í lausu lofti. Hestamannfélagið Fákur hefur í þrjú ár gert góðar tilraunir til að auka veg kappreiðanna verulega en ekki er ljóst hvert framhald verður þar á. Fáksmenn eru að skoða málið. Þróun kappreiða frá 1980 hefur í raun verið sorgarsaga og óhætt að taka undir þær fullyrðingar að hestamenn hafi með afdalamennsku klúðrað einu af sínum betri tækifær- um til framdráttar hestamennsk- unni. Hestamennskan hefur átt mjög erfitt uppdráttar í ljósvaka- miðlum og má segja að þar hafi verið um hálfgerða eyðimerkurgöngu að ræða á nýliðnu ári. Ýmsir telja að kappreiðarnar hefðu getað laðað fjölda manna að hestamennskunni, fleiri en nokkur annar þáttur henn- ar. Á fyrri hluta níunda áratugarins, á sama tíma og kappreiðarnar voru kæfðar niður, var lottóið að hefja innreið sína og sáu ýmsir framsýnir menn þar góða möguleika á að koma af stað öflugum veðreiðum. Þess í stað var kappreiðum lokað fyrir ut- anfélagsmönnum víða um land og peningaverðlaun afnumin. Þar með var kippt í burt grundvelli fyrir gróskumiklum kappreiðum. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á árinu því þrátt fyrir allt er talsverður hugur í hópi manna fyrir kappreiðum og ekki þarf að efa að Fáksmenn munu leggja mikið í söl- urnar til að halda áfram því starfi sem þegar hefur verið unnið. En hvað sem ýmsum vandamálum líður má ætla að nú eins og áður verði boðið upp á mörg skemmtileg mót á árinu. Talsverð ró virðist yfir hestamennskunni og er því líkast að menn séu að jafna sig eftir anna- samt landsmótsár en þó má greina öfluga undiröldu því heimsmeistara- mót verður haldið í ágúst og má ætla að margir hinna snjöllu knapa lands- ins hugsi gott til glóðarinnar. Það færist í aukana að sömu hestar eigi velgengni að fagna í bæði gæð- inga- og íþróttakeppni. Gott dæmi þar um eru Ormur frá Dallandi sem hefur staðið fremstur í A-flokki gæðinga og fimmgangi sem Atli Guð- mundsson tekur hér til kostanna. Einnig mætti í þessu sambandi nefna gæðinginn Klakk frá Búlandi. Úrslit í B-flokki gæðinga svipar mjög til úrslita í fjórgangi en feti og stökki er að vísu sleppt í gæðingakeppninni. Hér fara þær María Þór- arinsdóttir og Hnota frá Fellskoti mikinn í gæðingakeppni í Tungunum. EINKAVÆÐINGIN lætur ekki á sér standa í hestamennskunni frek- ar en víða annarsstaðar. Einkaað- ilar byggja upp velli víða um land og svo virðist sem mótahald sé í auknum mæli að færast yfir á einkaaðila. Á bænum Björgum í Hörgárdal þar sem ráða ríkjum þeir bræður Sigmar og Viðar Bragasynir hefur verið byggður 250 metra hring- völlur og skeiðbraut. Hafa þeir ásamt fleirum stofnað félagsskap um mótahald á Björgum. Fyrsta fyrirhugaða mótið verður haldið 17. febrúar nk. og verður keppt í einum flokki gæðinga og vekur athygli að þar verður att saman alhliða gæðingum og klár- hestum. Í stað einkunnar fyrir skeið fá klárhestarnir einkunn fyrir yfirferðartölt. Keppendur þurfa ekki að sýna fet eða stökk. Einnig verður keppt í 100 metra fljúgandi skeiði en frekari upplýsingar um mótið sem er opið öllum er að finna í Hestabúðinni á Akureyri. Þá er á döfinni að endurtaka leikinn í skautahöllinni á Akureyri síðar í vetur en þar héldu hestamenn vel- heppnaða samkomu á síðasta vetri. Þá gæti svo farið að Íslandsmót í hestaíþróttum verði nú í fyrsta sinn haldið í nafni og á ábyrgð einka- aðila en Íslenski reiðskólinn á Ing- ólfshvoli hefur sótt um að fá að halda mótið þar á bæ og einnig á Kvíarhóli sem er í næsta nágrenni. Ekkert hestamannafélag hefur sýnt mótinu áhuga og vekur það nokkra athygli því nú í fyrsta skipti verður haldið sérmót fyrir yngri flokkana. Vekur það spurningar um hvort fjárhagsafkoma mótsins sé lakari með þessu fyrirkomulagi eða þá hvort áhugi fyrir þessu mótahaldi sé almennt að minnka. Strax og ljóst var að haldið yrði sérstakt æskulýðsmót bauðst Sörli í Hafnarfirði til þess að halda mótið en eldri flokka mótið virðist sam- kvæmt þessu minna spennandi. Landssambandið er að skoða um- sókn Íslenska reiðskólans og verð- ur fljótlega tekin ákvörðun um hvort mótið fer í Ölfusið. Einka- væðing í mótahaldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.