Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 65

Morgunblaðið - 23.01.2001, Page 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 65 Jóhanna Stefanía Sigrún Æfingabekkir Hreyfingar Ármúla 24, sími 568 0677 Getur eldra fólk notið góðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. „Ég er búin að stunda bekkina í 8 ár, en með smá hléum, og þá strax fór ég að verða stirðari í öllum liðum. Mér finnst að bekkirnir séu nauðsynlegir, þó fólk stundi aðra líkamsrækt því þeir bæði styrkja og nudda. Mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt, t.d. liða- og vefjagigt.“ Jóhanna Einarsdóttir „Ég hef stundað æfingabekkina í rúm 12 ár eða frá því að þeir komu fyrst til landsins. Þær æfingar, sem bekkirnir bjóða upp á, eru einstaklega fjölbreyttar og góðar. Það fann ég best þegar ég stoppaði í nokkra mánuði. Vöðabólgur og stirðleiki létu ekki á sér standa. En nú er ég byrjuð aftur og er nú orðin öll önnur. Því mæli ég eindregið með æfinga- bekkjunum.“ Sigrún Jónatansdóttir „Það eru liðin 10 og ½ ár síðan dóttir mín sagði mér að hún hefði pantað fyrir mig prufutíma í nuddbekki sem hún hélt að gætu verið mjög góðir fyrir mig. Ég hafði þá þjáðst lengi af liðagigt og vöðvabólgu. Ég er ekki að orðlengja það en allar götur síðan hef ég stundað bekkina allan ársins hring með mjög góðum árangri. Ef hlé hefur verið á æfingum finn ég mjög fljótt fyrir stirðleika í liðum og sársauka í vöðvum. Ég er sannfærð um að bekkirnir hafa hjálpað mér mikið í mínu daglega lífi.“ Stefanía Davíðsdóttir  Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum?  Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?  Vantar þig aukið blóðstreymi og þol? Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel! Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun. Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9–12 og 16–20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9–18 Fr í r kynningart ími FRÆÐSLUNET Suðurlands í sam- vinnu við Ferðamálasamtök Suður- lands efnir til eins dags námstefnu um menningartengda ferðaþjón- ustu. Meginmarkmiðið verður að fara yfir málið, kynna hvað hugtakið felur í sér, hvaða möguleikar felast í hugtakinu fyrir Suðurland, hvað hefur verið gert, hvað er hægt að gera og hvernig skynsamlegast er að standa að málum. Gert er ráð fyrir að í lok námstefnunnar hafi menn nokkurt yfirlit yfir sviðið og fyrir liggi mótuð hugmynd um hvernig unnið skuli áfram að mál- um. Námstefnan verður haldin mið- vikudaginn 21. febrúar kl. 9.30–17 á Hótel Geysi í Biskupstungum og lýkur skráningu 10. febrúar. Þátt- tökugjald er 6.000 kr. og er innifalið kaffi og námskeiðsgögn. Á námstefnunni munu, eftir setn- ingu Jóns Hjartarsonar, fram- kvæmdastjóra Fns, og ávarp Sturlu Böðvarssonar samgöngumálaráð- herra, eftirtalin erindi verða flutt: Staða ferðaþjónustunnar á Suður- landi; Jóhanna B. Magnúsdóttir, formaður ferðamálasamtaka Suður- lands, Geysisstofa, frá hugmynd til veruleika; Ásborg Ósk Arnþórsdótt- ir ferðamálafulltrúi, Söfn og svæð- isbundin uppbygging menningar- tengdrar ferðaþjónustu; Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Safn sem miðpunktur ferðaþjón- ustu; Þórður Tómasson, Skógum, Menningartengd ferðaþjónusta í framkvæmd; Rögnvaldur Guð- mundsson ferðamálaráðgjafi, Sögu- setrið, ferðaþjónusta í framkvæmd; Njála og ferðamaðurinn; Arthur Björgvin Bollason bókmenntafræð- ingur, framkvæmdastjóri Söguset- ursins á Hvolsvelli, Hugmyndafræð- in á bak við uppbygginguna í Reykholti; Geir Waage, sóknar- prestur í Reykholti, Þjóðtrú og ör- nefni; Bjarni Harðarson ritstjóri, Draugaleiðir og markaðssetning; Benedikt Guðmundsson/Þór Vigfús- son og Fjármögnun og fjárveiting- ar; Sigurður Bjarnason, Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands. Að erindum loknum verða frjálsar umræður og tillögugerð, samantekt og niðurstaða. Í tengslum við námstefnuna gefur Sunnlenska fréttablaðið út blað sem helgað er sunnlenskri ferða- mennsku. Námstefna um menning- artengda ferðaþjónustu SVANHILDUR Svavarsdóttir, boðskiptafræðingur og einhverfu- ráðgjafi, heldur fyrirlestur mið- vikudaginn 24. janúar kl. 20 um boðskipti og skipulagða kennslu og vinnubrögð. Svanhildur starfaði lengi sem tal- meinafræðingur hjá SLF við Háa- leitisbraut en starfar nú í Banda- ríkjunum og hefur undanfarin ár einkum einbeitt sér að starfi með einhverf börn. Kennarar á leik- og grunnskóla- stigi eru einnig hvattir til þess að koma á fyrirlestur Svanhildar, seg- ir í frettatilkynningu. Fyrirlestur- inn verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn frá bíla- stæðinu. Fyrirlestur um boðskipti og skipulagða kennslu JÓHANN Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, segir frá borgar- görðum í Evrópu í máli og myndum á fræðslufundi Garðyrkjufélags Ís- lands í Norræna húsinu, miðvikudag- inn 24. janúar, kl. 20. Erindið nefnir hann „Garðar í Evrópu frá endur- reisnartímanum til okkar daga“. Hann ætlar að varpa upp myndum og fróðleik um garða í ýmsum borg- um Evrópu. Jóhann hefur í gegnum tíðina verið ötull að miðla af ferðum sínum og bera litskyggnur hans vitni um glöggt auga fyrir náttúru og ræktun, segir í fréttatilkynningu. Allir eru velkomnir og aðgangseyr- ir er 300 krónur. Erindi um garða í Evrópu EKIÐ var á bifreiðina UU-297, sem er VW Golf, 21. janúar á tímabilinu frá kl. 15.30 til 21.10, þar sem hún stóð mannlaus á bifreiðastæði við veitingahúsið Áslák í Mosfellsbæ. Tjónvaldur fór hins vegar af vett- vangi án þess að tilkynna það, og því eru þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um óhappið beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Ekið á jeppabifreið við Skútuvog Lýst er eftir vitnum vegna árekstrar þar sem stungið var af frá vettvangi. Óhappið átti sér stað föstudaginn 19. janúar sl. Ekið var á bifreiðina MC 655 sem er Cherokee- jeppi, dökkrauður að lit, þar sem hann var kyrrstæður á bifreiðastæði við Skútuvog 7 í Reykjavík. Tjónvaldur er ókunnur og fór af vettvangi. Lýst eftir vitnum PARKISONSAMTÖKIN á Íslandi eru flutt í Hátún 10b, 9. hæð, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla miðvikudaga kl. 17-18.30. Þess má geta að símanúmer er óbreytt. Þjónustusetur líknarfélaga er einnig flutt á sama stað og veitir allar upplýsingar og selur minningarkort. Opið er alla virka daga milli kl. 13-17. Parkison- samtökin flutt ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.