Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 69
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 69
ENGINN velur það hlutskipti í líf-
inu að vera öryrki. Þegar ég sótti
um vinnu hjá því fyrirtæki sem ég
vinn hjá grunaði mig ekki að ég
ætti eftir að lenda í kjarabaráttu
sem að ýmsu leyti má líkja við
baráttu öryrkja fyrir lífinu.
Til að útskýra mál mitt frekar
þá skulum við rifja upp atburði ný-
liðins sumars. Í byrjun ferða-
mannatímabilsins á Íslandi hófst
verkfall bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis. Þar með lögðu niður
vinnu margir af reyndustu og
traustustu atvinnubílstjórum
landsins. Annað sem kemur upp í
hugann frá sama sumri og ég þarf
örugglega ekki að minna ykkur á
eru alltof mörg rútuslys. Ég ætla
ekki að tíunda ástæður þessara
slysa enda ekki í mínum verka-
hring að gera það. Í þessu verk-
falli nutu útgerðarmenn rútubíla
dyggrar aðstoðar kennara. Sem
vill til að eru sumir nýkomnir aft-
ur til vinnu eftir verkfall sem skil-
aði bestu kjarabótum sem sést
hafa frá upphafi. Mikið var rætt
um þá ábyrð sem menn taka á sig í
starfi og þykir hverjum sitt um
það. Afar ólíklegt finnst mér að ég
eigi eftir að sjá eftirfarandi fyr-
irsögn í blöðum: „Gamalreyndur
kennari lenti út af náttúrufræði-
braut með 30 nemendur. 3 létust
og 15 voru fluttir á slysadeild, líð-
an er eftir atvikum!“ En trúlega
myndu ekki margir kippa sér upp
við að sjá þessa: „Rúta með 30 far-
þega innanborðs lenti út af veg-
inum á Reykjanesbraut. 3 létust
og 15 voru fluttir á slysadeild, líð-
an er eftir atvikum!“ Bílstjóri
þessarar rútu yrði svo dreginn fyr-
ir rétt og dæmdur fyrir manndráp
af gáleysi. Nú segja einhverjir: af-
hverju ferðu ekki bara í aðra
vinnu? Það er afskaplega einfalt.
Ég er ágætis bílstjóri og hef gam-
an af að umgangast fólk þannig að
þessi vinna hentar mér vel. Mér
hefur aldrei verið skipað að taka
ábyrgð á öllum þeim farþegum
sem koma upp í bílinn hjá mér, en
það kætir mitt litla hjarta að
stundum er klappað á öxlina á mér
og mér gefið hrós fyrir góðan
akstur. En ég er enn að bíða eftir
því að atvinnurekendur, ríkið og
þeir sem treysta okkur til að
keyra, klappi duglega á veskið hjá
rútubílstjórum og segi: þú stóðst
þig vel.
ÞRÖSTUR REYNISSON
rútubílstjóri,
Reykjamörk 16, Hveragerði.
Varúð, öryrkjar á ferð
Frá Þresti Reynissyni:
Stórsekkir
Algengar tegundir
fyrirliggjandi
Útvegum allar stærðir
og gerðir
Tæknileg ráðgjöf
Bernh. Petersen ehf.,
Ánanaust 15, 101 Reykjavík,
sími 551 1570, fax 552 8575.
Netfang: steinpet@simnet.is
Útsala
Útsala
Nú 20%
aukaafsláttur
á útsölunni!
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Hamraborg 7,
200 Kópavogur
sími/fax 564 4131
Verslunin hættir 28. jan.
Bútasaumsefni og
hannyrðavörur á verði
sem sést ekki aftur.
Opið virka daga kl. 10-18, laugard. 11-16, sun. 13-15.
Fermingarmyndatökur
Vertu ekki of sein að panta
fermingarmyndatökuna í vor.
Nokkrir dagar þegar upppantaðir.
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020