Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                !   Í HLAÐVARPANUM Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 8. sýn. í kvöld þri. 23. jan kl 21:00 uppselt 9. sýn. lau. 27. jan. kl. 21.00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.) Háaloft geðveikur svartur gamaneinleikur 21. sýn. fös. 26. jan. kl. 21 uppselt 22. sýn. þri. 30. jan. kl. 21.00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)                   !!" # $    %&'($              )  (* + $ '   , ! ,      ! " # # $  %   &   ! " ' & (  )  )  &   *+   ,   ' -. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: /0/  1     -.   -.   - .   /-  %23#435 434 67  8!) 2*! 0 -,&   9 - ,&   .  -   9 -  :; %/60043 //      ! *  /-   . ,&   . -  ,&       . -  ,&   . /-  ,&   ,& Smíðaverkstæðið kl. 20.00: 5#4<#380     8!    -  9 -  9  /-  . & - !11   . - ,&   .  -   9 -  !11    .  /-  !11    . -  !11    . -  !11      /-  ;0=2/43" >2?:   @ 0 - Litla sviðið kl. 20.30: 8;9% /8/  = A& B(% !   -  9  - -  CCC 1)     D 1)  *+(    ,   Miðasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, mið.-sun. kl. 13-20. Anddyri „Meirihlutinn hefur aldrei rétt fyrir sér fyrr en hann breytir rétt” Mið 24. jan kl. 20 Umræðufundur um lýðræði og það hvort meirihlutanum beri að hlusta á og virða skoðanir minnihlutans í lýðræðisríki. Kveikja umræðunnar er fyrirhuguð frumsýning á „Fjandmanni fólksins” í Borgarleikhúsinu föstudaginn 2. febrúar og tengsl verksins við mál sem brenna á þjóðarsálinni í dag. Leikarar flytja valda kafla úr verkinu. Fundarstjóri: Egill Helgason, sjónvarpsmaður. Þátttakendur: Garðar Sverrisson, formaður ÖBÍ, Herdís Þorgeirsdóttir, fjölmiðlafræðingur, Magnús Þór Þorbergsson, leikhúsfræðingur, auk alþingismanna. Litla svið - VALSÝNING ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Fim 25. jan kl. 20 Fös 26. jan kl. 20 Fim 1. feb kl. 20 Fös 2. feb kl. 20 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 27. jan kl. 19 Lau 3. feb kl. 19 Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 28. jan kl. 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 28. jan kl. 17 – AUKASÝNING – ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 4. feb kl. 14 - UPPSELT Sun 4. feb kl. 17 - AUKASÝNING Sun 11. feb kl. 14 – UPPSELT Sun 11. feb kl. 17 - AUKASÝNING Stóra svið FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fim 1. feb kl. 20 AÐALÆFING 1000 kr. miðinn Fös 2. feb kl. 20 FRUMSÝNING Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Lau 3. feb kl. 19 Lau 10. feb kl. 19 Ertu í saumaklúbbi? Skráðu klúbbinn á póstlistann á www.borgarleikhus.is og fáðu glæsileg leikhústilboð fyrir hópinn vikulega. Mánaðarlega er einn sauma- klúbbur dreginn út og öllum meðlimum boðið á leiksýningu í Borgarleikhúsinu. 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 27/1 I kort gilda, UPPSELT lau 27/1 kl. 23 miðnætursýning sun 28/ örfá sæti laus sun 4/2 örfá sæti laus SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 26/1 kl. 20 örfá sæti laus lau 3/2 kl. 20 örfá sæti laus lau 10/2 kl. 20 örfá sæti laus fös 16/2 kl. 20 örfá sæti laus 530 3030 SÝND VEIÐI fös 26/1 kl. 20 laus sæti lau 3/2 kl. 21 laus sæti TRÚÐLEIKUR lau 27/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 2/2 kl. 20 laust sæti Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is CHICAGO Beau er stór ogstæðilegur maður. Nálægðhans er þægileg og hann tek- ur vinalega í hönd blaðamanns um leið og hann brosir blítt undan ískyggilega svölu tregaskeggi. Svona á þetta að vera! Bláminn er hér kom- inn, holdi klæddur. Bláminn eða tregalistin (sem út- leggst sem „blues“ á útlensku) er með helstu greinum dægurtónlistar og það er ekki á hverjum degi sem maður „sem var þar“ heimsækir landið. Hvað þá tvisvar. Chicago Beau, sem heitir réttu nafni Lincoln Beauchamp, er fjöl- hæfur maður. Hann er munnhörpu- leikari og söngvari en hefur einnig starfað sem rithöfundur og ritstjóri ásamt því að stýra upptökum ann- arra tónlistarmanna. Hann hefur enn fremur unnið með víðfrægum lista- mönnum eins og Billy Boy Arnold, Pinetop Perkins, Sunnyland Slim, Junior Wells og Jimmy Dawkins. Lærði á munnhörpu hjá Billy Boy Arnold Beau segir ástæðurnar fyrir því að hann hóf að leika sér með blámistr- aða tóna ekkert liggja sérstaklega í augum uppi. „Þetta bara var í því umhverfi sem ég ólst upp í. Bláminn er lífsstíll, svo einfalt er það,“ segir hann. „Ég er fæddur í Chicago sem er borg ansi blámasveipuð. Hún var það a.m.k.“ Munnharpan er aðall Beau en hana segist hann hafa tekið upp fyrir tilstilli Billy Boy Arnold. „Ég var um fimmtán ára gamall er ég hóf að leika á hana. Billy Boy Arnold var eldri bróðir vinar míns og ég dáðist mikið að leik hans. Hann kenndi mér að spila á munnhörpuna; mér finnst hún vera heillandi hljóðfæri. Hún öskrar skemmtilega.“ Beau segir ekkert eitt af þeim samstarfsverkefnum sem hann hefur tekið þátt í taka öðru fram. „Umm... þetta er svolítið snúið,“ segir hann, mænir dálitla stund fram fyrir sig en hrekkur síðan í gír. „Ánægjan felst í því að vinna með fólki sem er í svip- uðum tónlistarhugleiðingum og þú. Og hvað viðkemur því að vinna með eldri spilurum eins og t.d. Pinetop var það ákveðin viðurkenning fyrir ungan mann að fá að vinna með mönnum eins og honum. Mér fannst mikið til koma þegar tónlistarmenn sem ég hafði virt og dáð álitu mig vera orðinn færan til að taka þátt í sköpuninni með þeim.“ Þrír tímar í giftingu Að sögn Beau liggja nokkuð skondnar ástæður að baki fyrstu heimsókninni. „Það er nokkuð áhugaverð saga- ...ef þú nennir að hlusta á hana,“ seg- ir Beau og er kurteisin uppmáluð. Leyfið er veitt með glöðu geði. „Um það leyti (1991) vann ég sem blaða- útgefandi í Chicago og gaf út tímarit um bókmenntir og blámalist. Einn daginn var ég að fletta blaði sem mig minnir að hafi heitið Metro, einhvers konar listrænt tískutímarit sem var bara ansi tilkomumikið. Það sem vakti athygli mína var að útgefand- inn þakkaði sérstaklega prentsmiðj- unni, sem var íslenska prentsmiðjan Oddi í Reykjavík. Ég hugsaði með mér: „Þessi gaur hlýtur að hafa verið himinlifandi yfir þessu.“ Ég hringdi því í Odda og leitaði fyrir mér með prentun á tímaritunum mínum. Mað- urinn sem ég ræddi við var vinalegur og við fórum að spjalla um óskyld efni, þ.á m. tónlist. Hann sagði mér að það væri heljarinnar blámavakn- ing í gangi á Íslandi og gaf mér síma- númer hjá aðila sem var á kafi í þessu. Eitt leiddi af öðru og ég kom hingað í heimsókn og hélt nokkra tónleika á Púlsinum.“ Hann segir íslenska tregatónlist- armenn hafa nokkuð einstakt lag á blámaforminu. „Þeirra tilfinning tengist svolítið landinu sem þeir búa í. Hún er skyld þessari almennu blámainnlifun en hefur sína sérstöðu engu að síður. Hvað fólk gerir í tón- list tengist alltaf sögu og bakgrunni þess og ég verð að segja að íslensku spilararnir búa yfir ríkri tilfinningu – það geta allir tjáð sig innan bláma- formsins, hvaðan svo sem þeir koma. Það eru aðeins nokkrir tímar í að Beau fái hnapphelduna góðu á sig. „Mér og verðandi konu minnifannst það bráðsniðugt að gifta okkur hér úr því að þessi heimsókn stæði til, en hún hefur aldrei komið hingað áður. Við slógum þessu því bara saman.“ Beau segir að tónleikaferðalag til Þýskalands sé svo áætlað eftir þessa heimsókn og einnig ætli hann að vinna að einhverjum plötum. Hann segist ekki búa lengur í Bandaríkj- unum, hann og kona hans búi í Tusc- anyhéraði á Ítalíu og það færist milt sælubros á varir blámafurstans. „Það er yndislegt. Uppihaldið er ódýrt og við unum okkur vel þar.“ Chicago Beau mun spila á tvenn- um tónleikum ásamt GP’s Blues áður en hann heldur af landi brott. Á morgun kl. 22 spila þeir á Hótel Sel- fossi og á fimmtudaginn kl. 23 verða tónleikar á Enn einum bar, Keflavík. Blámalistamaðurinn Chicago Beau er staddur hérlendis Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Bláminn er lífsstíll“ Fyrir hartnær tíu árum sótti blámamaðurinn Chicago Beau Ísland heim og lék hér með andans skyldum tónlist- armönnum. Beau sneri aftur á dögunum til hljómleikahalds en ákvað einnig að nota tækifærið og gifta sig heitmey sinni í leiðinni. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi blátt áfram við Beau. Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Syngjandi blámasveifla: Chicago Beau ásamt Guðmundi Péturssyni á tónleikum á Gauk á Stöng síðastliðinn sunnudag. www.mbl.is www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.