Morgunblaðið - 23.01.2001, Qupperneq 73
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 73
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
4507-4100-0006-6325
4548-9000-0056-2480
4543-3700-0027-8278
4507-4500-0028-0625
4507-2800-0004-9377
! "#
"$% &'
()( )$$$
Skráning er hafin á byrjendanámskeið
Séræfingar fyrir konur
Barnaflokkar frá 5 ára aldri
JUDO er íþrótt sem þjálfar upp snerpu, jafnvægi, mikið þol,
aga og liðleika. Æfingar verða í Einholti 6 sem er í 5 mín.
göngufæri frá Hlemmi.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á staðnum í síma 562 7295,
hjá Sævari í síma 861 1286, Birni í síma 698 4858, Hermanni í síma 894
5265 eða Andra í síma 898 9680.
JUDOdeild Ármanns
Einholti 6, sími 562 7295
www.judo.is
VIÐ OG við koma fram á sjónar-
sviðið kvikmyndagerðarmenn,
svona rétt einsog þruma úr heið-
skíru lofti. John Dahl er einn
þeirra. Dahl vakti verðskuldaða at-
hygli með frumrauninni Kill Me
Again (’89), sem hann leikstýrði,
auk þess að semja handritið og
stjórna kvikmyndatökum. Í stuttu
máli vann hann sigur á öllum víg-
stöðvum. Áður hafði hann verið að-
stoðarleikstjóri Jonathans Demme
við tökur á Somethimg Wild (’86),
og samið handrit P.I. Private
Investigation (’87). Svo ánægjulega
vill til að það var enginn annar en
Sigurjón Sighvatsson sem stóð á
bak við P.I. og Kill Me Again, og
einnig Red Rock West, næstu mynd
leikstjórans. Það var því Propa-
ganda Films, þeirra Sigurjóns og
Steves Golin, sem komu á framfæri
einum eftirtektarverðasta leik-
stjóra/handritshöfundi Bandaríkja-
manna í dag. Ef minnið svíkur mig
ekki, þá tjáði Sigurjón mér ein-
hverju sinni, að Dahl hefði starfað
sem leikstjóri tónlistarmyndbanda
hjá Propaganda, líkt og svo margir
þekktir samtímaleikstjórar banda-
rískir.
Dahl er fæddur árið 1956 í borg-
inni Billings í Montana, Kletta-
fjallaríkinu fagra. Stundaði nám í
list- og tónfræði við háskóla fylk-
isins, en söðlaði fljótlega um og fór í
kvikmyndagerð. Hélt síðan til fram-
haldsnáms í faginu hjá American
Film Institute í Los Angeles. Var
fljótlega farinn að vinna við kvik-
myndageirann, meðfram náminu.
Vakningarmaður
film noir
Fyrstu myndir Dahls fengu mikið
lof gagnrýnenda sem sáu í honum
vakningarmann film noir-formsins.
Sem var einkum í hávegum haft um
og eftir miðja síðustu öld, þegar það
setti svip sinn á kvikmyndasöguna
með allnokkrum ódauðlegum mynd-
um. Kill Me Again fór þó að mestu
framhjá áhorfendum, sem hafa upp-
götvað hana síðar og hefur nokkuð
cult-fylgi í dag. Red Rock West var
engu síðri, með suddagóðan leik-
hóp, sem m.a. var skipaður Nicolas
Cage, Dennis Hopper og J.T.
Walsh. Hún varð til þess að vekja
almenna athygli á hinum unga og
lítt reynda leikstjóra, sem sannaði
þar með að rökkurgæði fyrstu
myndarinnar voru engin tilviljun.
Ári síðar kom The Last Seduct-
ion, sannkölluð snilld og langbesta
mynd Dahls til þessa. Efnið kol-
svart og fullt af mórauðum gálga-
húmor. Linda Fiorentino, sem hafði
til þessa lítil spor markað í kvik-
myndasöguna, var öllu heldur enn
ein sætabrauðsstúlka B-myndanna,
fékk nú kærkom-
ið tækifæri til að
sýna getu sína.
Öllum á óvart á
hún ógleyman-
legan leik sem sí-
gild „femme
fatale“, erkitæfa,
eða hvernig sem
við viljum skil-
greina slíka kven-
skratta. Upp risu
háværar gagn-
rýnisraddir í
Bandaríkjunum
er í ljós kom að
Fiorentino hafði ekki hlotið náð hjá
bandarísku kvikmyndaakademí-
unni, sem sniðgekk stórleik hennar
við tilnefningar. Til eru þeir sem
enn eru hneykslaðir á þeirri yfir-
sjón. Reyndar var ástæðan að ein-
hverju leyti sú að The Last Seduc-
tion var, einsog fyrri myndir Dahls,
frumsýnd að einhverju leyti á kap-
alsjónvarpsstöðvum – áður en hún
naut brautargengis á hvíta tjaldinu.
Sú uppreisn æru var tilkomin vegna
einstaklega jákvæðra viðbragða
gagnrýnenda og áhorfenda. „Mót-
tökur þeirra veittu mér mjög mikla
persónulega ánægju,“ segir Dahl.
Næsta verkefni leikstjórans, Un-
forgettable (’96), stóð því miður
ekki undir nafni – né heldur vænt-
ingum. Ray Liotta leikur mann,
grunaðan um morð á konu sinni.
Hann leitar á náðir prófessors
(Linda Fiorentino), sem frægur er
fyrir rannsóknir sínar á heila-
starfsemi, og saman leggja þau
krafta sína í að hafa uppá hinum
rétta morðingja. Myndin er e.k. vís-
indaskáldsögulegur tryllir. Dahl
var því víðsfjarri heimaslóðum og
hvorugt náði flugi, þar sem Fiorent-
ino magalenti eftir uppsveifluna.
Þá var röðin komin að Rounders
(’98), sem segir af vináttu tveggja
gamalla skólafélaga (Matt Damon,
Edward Norton), sem fer í hundana
er Damon hyggst koma Norton til
bjargar við spilaborðið. Dahl fékk
að leikstýra í fyrsta sinn stór-
stjörnum, John Malkovich kom
einnig við sögu. Það vantaði hins-
vegar meiri fyllingu í efnið í annars
áhugaverðri mynd.
Gott og friðsælt
uppeldi
Dahl hlaut gott og friðsælt upp-
eldi í Billings. Faðir hans, fyrrum
hermaður í seinna stríði, starfaði
sem tryggingasölumaður og var
leiðtogi stráks í skátahreyfingunni.
Dahl hefur oft verið inntur eftir
hvað valdi einörðum áhuga hins
háttprúða og mjúkmála leikstjóra á
skuggaverum og -veröld film noir,
eða rökkurmyndaforminu. Dahl tel-
ur það stafa að hluta til af því að
hann ólst upp í betri hluta borg-
arinnar, og hugsaði oft með sér –
hvernig ætli sé umhorfs í hinum
hlutanum? Hann segir einnig að
verk Billys Wilders, einkum Ace in
the Hole, hafi haft mikil áhrif á sig.
Engin mynd þó meiri en A Place in
the Sun, eftir George Stevens, sem
er dökkmáluð, meistaraleg lýsing á
hvernig allt fer úrskeiðis í rólynd-
islegum smábæ í Bandaríkjunum.
Með í sumarslagnum
Um þessar mundir er Dahl að
snurfusa Joyride, nýjustu mynd
sína í Hollywood, þar sem hún verð-
ur frumsýnd 1. júní, en hafði áður
verið stillt upp í mars nk. Sem segir
okkur að myndinni er treyst í slag-
inn við hákarla sumarmyndanna.
Joyride gæti því orðið fyrsta kassa-
stykki leikstjórans. Að henni standa
20th Century Fox og New Regency,
framleiðslufyrirtæki Arnons
Milchan, sem er orðlagt fyrir rúmar
fjárhagsáætlanir og vandvirkni.
Dahl virðist því í góðum höndum.
Efnislega er að sjá sem um blöndu
af spennu-, vega- og rökkurmynd sé
að ræða. Menntaskólastrákur
(Matthew Kimbrough) ákveður að
aka þvert yfir Bandaríkin til þess að
heilsa upp á elskuna sína (Leelee
Sobieski). Með í ferð er gufurugl-
aður bróðir hans (Steve Zahn) sem
tekst að æsa upp geðsjúkan vörubíl-
stjóra með þeim válegu afleiðingum
að náunginn hyggst koma þeim fyr-
ir kattarnef.
John Dahl (t.v.) við tökur á The Last Seduction
ásamt þeim Lindu Fiorentino og Peter Berg.
Steve Zahn, Leelee Sobieski og Paul Walker í Joyrider, næstu mynd Johns Dahls.
JOHN DAHL
Nicolas Cage og Lara Flynn Boyle í Red Rock West.
THE LAST SEDUCTION
(1994) Þau eru öll í ótrúlega góðum gír,
Linda Fiorentino, Peter Berg og
J.T. Walsh, í snilldarverki Johns
Dahl, sem heldur manna best film
noir-forminu á lofti. Fiorentina leik-
ur algjöran kvendjöful. Rænir illa
fenginni peningasummu frá smá-
krimmanum, bónda sínum (sem er í
góðum höndum Bills Pullman). Flýr
síðan New York og sest að í
krummaskuði norður undir Kanada.
Fer þar að ráðum lögfræðingsins
síns (Walsh), sem virðist hafa numið
það helst hvernig eigi að brjóta lögin.
Þar velgir hún karlkyninu undir
uggum, einkum meinleysisgreyi
(Peter Berg), sem hún vefur um
fingur sér. Pullman kemst á sporið
en enginn sér við Lindu. Ruddaleg
skemmtun þar sem maður heldur
frekar með glæpakvendinu en mann-
lerunum í lífi hennar. Linda er bein-
línis ómótstæðilegt kvenskass og
Walsh gerir heilmikið fyrir myndina,
ekki síst húmorinn, í litlu, veiga-
miklu hlutverki. Var einhver að tala
um að við karlar misnotuðum konur?
KILL ME AGAIN (1989)
Val Kilmer leikur einkaspæjara í
smábæ sem kemst í kynni við mun-
aðarfagra kventæfu (þáverandi kona
hans, Joanne Whalley-Kilmer), sem
táldregur spæjarann til að sviðsetja
morð á sér. Það tekst svo vel að
Kilmer er settur undir smásjá lög-
reglunnar, sem sá grunaði. Ekki nóg
með það, heldur kemur til sögunnar
snarbilaður náungi (Michael Mad-
sen), vinur tæfunnar, sem nú er
gufuð upp. Spæjarinn hefur því í
nógu að snúast til að halda ærunni og
líftórunni því Madsen hyggst drepa
hann fyrir morð á kærustunni.
Myndin er yfirfull af spennu, und-
irferli, ótryggð, svikum; öllu því sem
prýða ná góða spennu- og rökkur-
mynd.
RED ROCK WEST
(1992) Nicolas Cage leikur flæking sem
kemur á bar þar sem hann er tekinn í
misgripum af eigandanum (J.T.
Walsh) fyrir leigumorðingja sem
hann var að ráða til að ganga frá
kvensnift sinni (Laura Flynn-Boyle).
Cage sér leik á borði til að nálgast
drápslaunin en málin gerast flóknari
með hverri stundinni. Hann verður
ástfanginn af sniftinni og þegar allt
er að komast í uppnám mætir rétti
manndráparinn (Dennis Hopper) á
staðinn. Kaldhæðin, útsmogin mynd
sem er leikur kattarins að músinni.
Myrkar persónurnar eru í höndum
einvalaleikhóps og myndin er í
hæsta gæðaflokki rökkurmynda.
Sígild myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson