Morgunblaðið - 23.01.2001, Side 74
Engin ein kvikmynd stal senunni við
afhendingu Golden Globe-verð-
launanna á sunnudagskvöld og kom
ýmislegt á óvart í vali erlendra blaða-
manna í draumaverksmiðjunni að
þessu sinni. Björn Ingi Hrafnsson í
Los Angeles skrifar að ekki hafi
þurft að koma á óvart að Björk og
Sjón hafi lotið í lægra haldi fyrir
tveimur stórstjörnum sem hvort í
sínu lagi áttu salinn.
ÞAÐ er gömul saga og ný aðhvort tveggja tilnefningarog svo endanleg niðurstaðaGolden Globe verð-
launanna eru prýðileg vísbending
um það hvers sé að vænta á Óskars-
verðlaununum í Hollywood eftir ríf-
lega tvo mánuði. Oft hefur erlendum
kvikmyndablaðamönnum í Holly-
wood, sem afhenda Golden Globe
verðlaunin ár hvert, verið legið á
hálsi fyrir að fara troðnar slóðir og
vera íhaldssamir með afbrigðum.
Kannski af þessum sökum vekja
nokkrir verðlaunahafanna á sunnu-
dagskvöldið sérstaka athygli. Þeir
áttu sumsé ekki að fá verðlaunin,
samkvæmt spám spekinganna.
Björk okkar Guðmundsdóttir lék
að flestra mati stórkostlega í
Myrkradansa Lars von Triers og
ekki fór á milli mála dagana fyrir af-
hendinguna að gagnrýnendur og
fjölmiðlafólk hér vestra telur að þar
hafi verið um að ræða einstaka
frammistöðu. Hins vegar verður líka
að segjast eins og er að alltaf lá fyrir
að Julia Roberts hreppti verðlaunin
fyrir túlkun sína á baráttukonunni
Erin Brockovich í samnefndri mynd
Stevens Soderberghs. Roberts hefur
ekki hlotið náð fyrir augum Ósk-
arsakademíunnar, en að þessu sinni
reyndist happadrjúgt að státa af
hvort tveggja virtum leikstjóra og
mótleikara (Albert Finney) og ekki
síður svimandi háum aðsóknar- og
gróðatölum. Leikkonunni var geysi-
vel fagnað þegar niðurstaðan lá fyrir
og eru sérfræðingar þegar farnir að
spá Roberts Óskarsverðlaununum í
marslok.
Hið sama má segja um besta
frumsamda lagið, en þar var Björk
tilnefnd fyrir lagið „I’ve Seen It All“
ásamt Sjón og leikstjóranum Trier. Í
þeim flokki var ekki við mann að
eiga þar sem var Bob Dylan með
nýja meistarasmíð úr kvikmyndinni
Wonder Boys. Fór saman að ný lög
frá Dylan eru álíka algeng og logn í
vesturbænum og að erlendu blaða-
mennirnir eru þekktir fyrir stjörnu-
daður. Ekki fór heldur á milli mála
að niðurstaðan féll í frjóan svörð á
Beverly Hilton-hótelinu; gestir risu
úr sætum og klöppuðu meistaranum
vel og lengi lof í lófa.
Stjörnurnar utangátta
Að þætti Íslendinga slepptum er
hins vegar þess að geta að sverða-
glamur, eiturlyf og kannski fyrst og
fremst skrautlegur klaufagangur
settu mark sitt á verðlaunaafhend-
inguna að þessu sinni. Hvað síðast-
talda þáttinn áhrærir má ekki á milli
sjá hvort var eftirminnilegra og jafn-
framt neyðarlegra; að Renée
Zellweger var á klósettinu þegar
henni hlotnuðust verðlaun fyrir
besta leik kvenna í gamanmynd og
söngleik og Hugh Grant sem hugðist
afhenda verðlaunin spurði salinn í
kímni hvort ske kynni að hún væri
drukkin undir borði eða að gyðjan
Elizabeth Taylor birtist utangátta á
sviðinu við afhendingu síðustu verð-
launa kvöldsins, gleymdi að telja
upp tilnefndar myndir og ætlaði
þess í stað af skýra þegar frá nið-
urstöðum dómnefndarinnar.
„Ég er ný í þessu,“ sagði frúin af-
sakandi við gesti sem héldu niðri í
sér andanum í vandræðalegri þögn.
„Venjulega fæ ég svona verðlaun.“
Eiturlyf voru líka áberandi í um-
ræðunni fyrir margra hluta sakir;
stórmyndin Traffic sem tilnefnd var
til marga verðlauna þykir sýna á
raunsæjan hátt úr heimi eiturlyfja-
sala og fíkla, og Robert Downey
yngri áskotnuðust verðlaun fyrir
gestaleik í gamanþáttunum vinsælu
um Ally McBeal. Downey hefur
margoft komist í kast við lögin
vegna eiturlyfjafíknar sinnar, setið
mánuðum saman bak við lás og slá
og var síðast tekinn höndum á þakk-
argjörðardaginn í vímu á rölti um
götur Malibu.
Sjálfur gerði leikarinn grín að öllu
saman og um leið og hann tók við
verðlaununum sagði hann notalegra
að þurfa ekki að liggja undir borðum
allan tímann, eins og stundum áður á
hátíðum sem þessum. Í viðtölum síð-
ar um kvöldið var þó alvarlegri tónn
sleginn. „Ég vil þakka almenningi
fyrir stuðninginn. Sjálfstraust mitt
fer vaxandi og það er fólkinu að
þakka.“
Verðlaun fyrir besta handrit fell í
skaut ungs nýliða Stephen Gaghan
fyrir Traffic. Kom berlega í ljós í
þakkarávarpi hans að lýsingar á
miskunnarleysi eiturlyfjaheimsins
voru ekki síst byggðar á eigin
reynslu.
Bush og Sheen
í Vesturálmunni
Sumpart má líka segja að stjórn-
mál hafi sett mark sitt á verðlauna-
afhendinguna að þessu sinni, ekki
síst fyrir þær sakir að George W.
Bush sór embættiseið sem forseti
Bandaríkjanna deginum áður í
Washington. Martin Sheen sem leik-
ur einmitt forseta Bandaríkjanna í
sjónvarpsþáttunum West Wing eða
Vesturálmunni hreppti einmitt verð-
laun fyrir bestan leik í gamanþáttum
í sjónvarpi, auk þess sem þátturinn
var valinn besti dramatíski fram-
haldsþátturinn.
Sheen hefur marga fjöruna sopið
og þykir afar pólitískur, en þegar
blaðamenn spurðu eftir afhend-
inguna hvaða ráð hann gæti gefið
hinum eina og sanna nýja forseta í
Hvíta húsinu, sagði hann: „Hann
verður að hlýða hjarta sínu.“ Um
verðlaunin sagði Sheen og vísaði enn
til bandarísku forsetakosninganna:
„Ég er viss um að þetta eru stór mis-
tök, en ég ætla að halda þessum
verðlaunum þar til endurtalning hef-
ur farið fram.“
Í flokki gamanþátta stal Sarah
Jessica Parker enn og aftur senunni
með Sex and the City, eða Beðmál í
borginni. Þátturinn sá, sem fjallar á
opinskáan hátt um samskipti
kynjanna, nýtur gríðarlegra vin-
sælda, ekki síst meðal kvenþjóð-
arinnar, og hlaut verðlaunin annað
árið í röð rétt eins og aðalleikkonan
Parker.
Kelsey Grammer hélt einnig
ánægðir heim með enn eina styttuna
að verðlaunum fyrir túlkun sína á
geðlækninum taugaveiklaða, Fras-
ier Crane.
Rokk og skylmingar
Stórmyndin Gladiator eftir Ridley
Scott hreppti verðlaunin fyrir bestu
mynd ársins í flokki dramatískra
kvikmynda. Kannski er ekki hægt að
segja að það val komið algjörlega á
óvart þar sem kvikmyndin hlaut alls
fimm tilnefningar, en augu flestra
höfðu beinst að annarri kvikmynd
Stevens Soderberghs, Traffic, síð-
ustu dagana og spáðu því margir
henni verðlaununum.
Enn meiri athygli vakti þó að
kvikmyndin Almost Famous hreppti
hnossið þegar kom að flokki gaman-
og söngvamynda. Á bak við hana er
þó enginn annar en leikstjórinn og
handritshöfundurinn Cameron
Crowe, en flestir höfðu þó átt von á
annarri niðurstöðu. Almost Famous
er reyndar byggð á reynslu leik-
stjórans frá því hann var blaðamað-
ur við tónlistartímaritið Rolling
Stone og fékk það verkefni sem
sextán ára tónlistarskríbent að
fylgja stórsveitinni Led Zeppelin á
tónleikaferðalagi.
Um leið og hann þakkaði fyrir
verðlaunin, beindi Crowe orðum sín-
um til móður sinnar og þakkaði
henni fyrir að hafa hleypt sér svo
ungum á tónleikaferðalag með rokk-
urum og fylgifé þeirra. „Ég taldi
henni trú um að þeir væru hin bestu
skinn,“ sagði leikstjórinn glaðbeitt-
ur.
Mesta athygli af öllu vakti þó
kannski að besti leikstjórinn var val-
inn Ang Lee, frá Taívan, fyrir mynd-
ina Crouching Tiger, Hidden Dra-
gon. Ekki svo að skilja að þar sé á
ferðinni einhver viðvaningur, Lee er
margverðlaunaður leikstjóri (Eat
Drink Man Woman, The Ice Storm,
Sense and Sensibility) en fyrir fram
þótti ekki líklegt að leikstjóri kvik-
myndar á kínversku hreppti svo
mikið hnoss. Ekki síður fyrir þær
sakir að sami leikstjóri, Steven Sod-
erbergh, var tilnefndur fyrir tvær
kvikmyndir, Erin Brockovich og
Traffic, en slíkt er fáheyrt. Það hef-
ur enda líklega orðið honum að falli,
því sérfræðingar telja að atkvæða
Soderberghs hafi dreifst of jafnt á
báðar myndir hans. Lee hafi því
komið „bakdyramegin“ og hirt verð-
launin.
Lee var reyndar ekki hættur, því
mynd hans var einnig valin besta er-
lenda kvikmynd ársins, en hún hefur
hlotið mikið lof gagnrýnenda og ekki
síður almennings.
Meðal þeirra sem fengu Golden
Globe verðlaun í fyrsta sinn voru
Reneé Zellweger fyrir túlkun sína á
hamslausum stjörnudýrkanda í
Nurse Betty og Benicio Del Toro
fyrir Traffic. Eins og áður sagði
var Zellweger að sinna brýnum
erindum þegar nafn hennar var
lesið upp og þurfti hún að þjóta
út af snyrtingunni og inn í sal-
inn á mettíma til að missa ekki
af herlegheitunum. „Ég var á
klóinu því ég var með varalit á
tönnunum,“ sagði leikkonan til út-
skýringar, heldur skömmustuleg.
„Þetta er stund sem ég mun aldrei
gleyma. Stund sem ég var næstum
búin að missa af.“
Kate Hudson, dóttir leikkonunnar
Goldie Hawn, fékk verðlaun fyrir
leik sinn í Almost Famous og
George Clooney fyrir frammistöðu
sína í nýjasta stykki þeirra Coen-
bræðra, O Brother Where Art
Thou? Tom Hanks hlaut svo hnossið
fyrir leik sinn í Cast Away, enn ein
rósin í hnappagat þessa farsæla leik-
ara.
Clooney fór á kostum er hann tók
við verðlaununum og vakti athygli á
að ekki minni menn en Jim Carrey,
Robert DeNiro, Mel Gibson og John
Cusack hefðu verið tilnefndir í þess-
um sama flokki.
„Það þarf ekki annað en renna
augum yfir þennan lista til að sjá að í
raun og veru kom aðeins ég til
greina sem sigurvegari,“ bætti hann
við brosandi.
Sérstök heiðursverðlaun kvölds-
ins, sem kennd eru við Cecil B.
DeMille, féllu að þessu sinni í skaut
Al Pacino. Flutti stórleikarinn af því
tilefni magnað erindi um listina að
leika og listina að kenna. Pacion fór
níu mínútur fram úr leyfilegum
flutningstíma og notaði óspart hend-
urnar til að leggja áherslu á mál sitt.
Ekki fór þó á milli mála að ein
helsta stjarna kvöldsins var Julia
Roberts. Vinsælasta leikkona heims
og sú eina sem stendur jafnfætis vin-
sælustu karlleikurunum hvað kaup
og kjör varðar. Hún lagði mikla
áherslu á þátt leikstjórans Soder-
berghs. „Ég myndi lesa upp síma-
skrána, bæði hann mig um það,
sagði hún og bætti við: „Ég er yfir
mig ánægð. Og ég skammast mín
ekkert fyrir það. Og hví ætti hún líka
gera það?
Umdeild verðlaunahátíð
Hitt er svo annað mál að margir
hér í Hollywood dæma Golden Globe
verðlaunin eins og hverja aðra fjað-
urvigt og segja þau ekkert annað en
vinsældakeppni. Á það hefur verið
bent að af þeim 80 erlendu blaða-
mönnum sem skráðir eru í Samtök
erlendra blaðamanna í Hollywood
séu margir aðeins í lausamennsku
og sumir jafnvel fyrir löngu hættir
að skrifa fréttir úr kvikmyndaborg-
inni heim.
Markaðssinnaðir kvikmynda-
mógúlar láta sér slíkt hins vegar í
léttu rúmi liggja, enda fá verðlaunin
jafnan mikla athygli, þannig að að-
eins Óskar gamli gerir betur. Þannig
er talið að um 300 milljónir manna
um víða veröld hafi fylgst með af-
hendingunni beint í sjónvarpi að
þessu sinni.
Hætt er einnig við að verðlauna-
hafarnir verði auglýstir rækilega í
kvikmyndaauglýsingum næstu átta
vikurnar, eða þar til Óskarsverð-
launin komast í brennidepil.
En það er önnur saga.
Gladiator og Almost Famous kvikmyndir ársins á Golden Globe-hátíðinni
Björk var viðstödd hátíðina.
Kate Hudson, dóttir Goldie
Hawn, var útnefnd besta leik-
konan í aukahlutverki fyrir
Almost Famous.
Julia Roberts er
í mestu uppáhaldi
leikkvenna
hjá erlendum
blaðamönnum
í Hollywood.
!
""
!
!" "
""
#
$
%
"
#$
" &
#$
Stjórnmál og skraut-
legur klaufagangur
Al Pacino fékk Cecil B. DeMille-
heiðursverðlaunin.
FÓLK Í FRÉTTUM
74 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ