Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 23.01.2001, Blaðsíða 76
HANN er seigur sem ætíð fyrr, þeg- ar vinsældirnar eru annars vegar, stórleikarinn smái Tom Cruise. Önn- ur myndin í Mission Impossible-röð- inni hefur náð að afreka það sem flestir þorðu vart að spá – að slá út velgengni fyrstu myndarinnar. Kafbátahasarinn U-571 gerði það býsna gott vestanhafs síðasta sumar en hér er á ferð mynd sem byggist á sönnum viðburðum sem áttu sér stað í síðari heimsstyrjöldinni þegar bandamenn gerðu út kafbátaleiðang- ur sem hafði það verkefni með hönd- um að komast að hernaðarlega þýð- ingarmiklu dulmáli sem nasistar hafa fundið upp á. Þótt myndin þyki bæði spennandi og vel úr garði gerð hefur hún legið undir ámæli fyrir að skrumskæla þær sögulegu staðreyndir sem hún er sögð byggjast á. Nefnd hafa verið nokkur atriði því til stuðnings en hið alvarlegasta þykir þó að Bandaríkja- mönnum er eignaður heiðurinn af hernaðarafreki myndarinnar þegar það voru í raun og veru Bretar sem stóðu á bak við það í einu og öllu. Hefur þessi alvarlega sögufölsun truflað marga á meðan aðrir telja þetta veigalítið atriði sem á engan hátt skyggir á annars góða afþrey- ingu. Dæmi hver fyrir sig. Aðrar nýjar myndir á listanum eru rómantíska gleðimyndin Commited með dúndurskutlunni Heather Grah- am í hlutverki hörkukvendis sem lætur engan karlpening vaða yfir sig – allra síst eiginmanninn, og kómed- ían kolsvarta Drowning Mona með Danny DeVito, Bette Midler og Jam- ie Lee Curtis í helstu hlutverkum. Óbreytt staða á myndbandalistanum                                                                 ! "     ! #$% & "  "   '     ! #$% &  '   '  "   '     !    ! "     ! "   '  "  ( #   ( ( )  #   ( ( ( #   ( #   #   ( ( )  ( )  ( #                    !  #  $% & '   & ' (  ") *") ""   !") +""  , # " -  '" &" ) +        "  ! './') * 0 ' /  +1 Kafbátahasarinn sá ekki við Cruise Reuters Einbeitt kafbátaáhöfnin umdeilda í U-571. 76 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 3.50 og 5.55 Vit nr. 168 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 14. Vit nr. 186 Sýnd kl. 3.50. ísl tal Vit nr. 169 Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. Vit nr. 178 Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 179 BRING IT ON ÓHT Rás 2 1/2 kvikmyndir.is Frábær grín- og ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna. Vönduð Íslensk talsetning með mörgum okkar bestu leikurum. Sjötti dagurinn Þeir klónuðu rangan mann Framtíðartryllir af fítonskrafti. Arnold Schwarzenegger er í banastuði. Frá leikstjóra "Tomorrow Never Dies." Stanslaus hasarkeyrsla og tæknbrellur sem sýna hvað framtíðin ber í skauti sér. Eða hvað! Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 177 Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 167 Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i. 14 .Vit nr. 182 Hvað ef...NICOLAS CAGE TÉA LEONI www.sambioin.is Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal.Vit nr. 183. kl. 4, 6, 8 og 10. enskt tal. Vit nr. 187. BRUCE WILLIS SAMUEL L. JACKSON Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi sími 530 1919 þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. .B. i. 12.  DV „fyndin og skemmtileg“  H.K. DV Sýnd kl.10.  ÓHT Rás 2 ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl.10. Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 6 og 8. Með íslensku tali. Nick Nolte Anjelica Huston Uma Thurman  SV Mbl INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR ÓFE Sýn Í KVÖLD verða haldnir tónleikar á Gauki á Stöng sem eru liður í reglu- legu þriðjudagstónleikahaldi Und- irtóna í nafni Vélvirkjans, og þar koma fram valdir tónlistarmenn. Skurken stígur fyrstur á svið kl. 21, en hann semur raftónlist allt frá rafpoppi í anda múm út í takt- brotstónlist. Tilraunakenndi popp- tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörns- son tekur við af honum, en tónleikana endar Sýrupolkasveitin Hringir. „Pínkulítið“ nýtt Egill Sæbjörnsson segist vera að halda kveðjutónleika, en samt ekki alveg viss hvort hann er að fara Þýskalands eða Englands. „Búslóðin mín er öll í Þýskalandi og ég er að hugsa um að flytja þang- að aftur. Ef ekki þá fer ég til Lond- on í nokkra mánuði að vinna með nýja umboðsmanninum mínum, Stevo.“ – Er það nýkomið til? „Það kom upp eftir Airwaves- tónleikana.“ – Og hvað á að spila? „Ég ætla að spila efni af síðustu plötu og svo getur verið að við tök- um eitthvað pínkulítið nýtt, kannski eitt nýtt lag.“ – Ertu alltaf að semja? „Já stöðugt. Á hverri einustu nóttu sit ég við til fimm á morgnana, ef ekki lengur. Ég er með hljóð- gervil í láni sem er með fullt af fiðlu- hljóðum þannig nú eru öll lögin með fullt af fiðlum í, ha, ha,“ segir Egill að lokum og lofar að þrátt fyrir sköpunargleðina muni þeir sem fengu Tonk of the Lawn í jólagjöf heyra ýmsilegt af henni á Gauknum í kvöld. Búð í pakka Kormákur Geirharðsson, trommuleikari í Hringjum, segir sveitina sína spila afskaplega sjald- an opinberlega og að þessir tón- leikar séu kærkomið tækifæri, því „okkur finnst mjög gaman að spila“. Þessa dagana er rýmingarsala í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, og eitthvað hefur heyrst um að tónleikarnir séu haldnir af því tilefni. „Alltaf þegar Hringir spila er það í samkrulli við Herra- fataverslunina, og við æfðum þar í gær. Við viljum koma þeim skila- boðum á framfæri að hún sé að renna sitt skeið í núverandi mynd. Hún leggst niður í einhvern tíma en við finnum eitthvað út frá því, eftir að við pökkum afganginum af rým- ingarsölunni niður í kassa.“ Hringir eru ekkert að hika við hlutina frekar en fyrri daginn og munu taka sýrupolkann einsog hann leggur sig, að sögn trymbilsins. „Það fer eftir stemmningu hvort lögin verða þrjár mínútur eða fimmtán. Hvort maður næst á flug. Ég hef aldrei komið inn á Gaukinn eftir breytingarnar þannig að ég veit ekki alveg við hverju á að bú- ast,“ segir Kormákur að lokum og bætir við að það geti brugðist til beggja vona með það hvort þetta verði tónleikar eða dansiball. Gaman að spila Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Egill Sæbjörnsson á Airwaves- hátíðinni. Hinir bráðmyndarlegu Hringir ásamt vinkonu sinni Möggu Stínu sem verður fjarri góðu gamni í kvöld. Vélvirkinn á Gauki á Stöng 40—70% afsláttur af hágæða snyrtivörum og snyrtitöskum. Snyrtivöruverslun Áslaugar, Laugavegi sími 511 6717 Útsölulok Síðasta vika útsölunnar Verslunin hættir 28. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.