Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Starfsgreinasam- bands Íslands áttu í gær fund með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar um stöðu atvinnumála á landsbyggð- inni. Með forystumönnum Starfs- greinasambandsins voru einnig for- menn verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum, Bolungarvík og á Húsavík. Staðan er slæm á fleiri stöð- um og talið að hátt í 200 manns í fisk- vinnslu hafi misst atvinnu sína á síð- ustu vikum og mánuðum. Á fundinum var auglýst eftir stefnu stjórnvalda í byggða- og atvinnumál- um og meðal þeirra spurninga sem settar voru fram var hvernig hægt væri að minnka útflutning á óunnum fiski. Að mati Starfsgreinasambands- ins mætti veita mun fleiri atvinnu ef aðgengi fiskvinnslunnar að fiskaflan- um væri gert auðveldara. Eftir fundinn með ráðherrunum efndi Starfsgreinasambandið til blaðamannafundar. Þar var lagt fram minnisblað sambandsins til ráð- herranna. Minnt er á að þróun at- vinnumála á landsbyggðinni hafi versnað til muna á síðustu mánuðum. Hvert byggðarlagið á fætur öðru hafi orðið fyrir áföllum. Þetta gerist á sama tíma og góðæri ríki í efnahags- málum og mikil þensla á vinnumark- aði á höfuðborgarsvæðinu. Þessi nýju vandamál hafi bæst við fólksflutning frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Ef ekkert verði gert megi ætla að mörg byggðarlög við strönd landsins leggist af á næstu árum. Fólk flykkist til höfuðborgarinnar því þar sé vinnu að fá núna. Á fundi með ráðherrum lýsti Starfsgreinasam- bandið yfir áhyggjum sínum af þess- ari þróun. Bent var á að þenslan í ís- lensku efnahagslífi væri ekki endalaus og ljóst að vandinn gæti orð- ið skelfilegur ef ekki yrði brugðist við strax. Ráðherrunum voru einnig kynntar nýlegar ályktanir miðstjórn- ar ASÍ og framkvæmdastjónar Starfsgreinasambandsins um þessi atvinnumál og einkum vandann í fisk- vinnslunni. Auglýst eftir stefnu stjórnvalda Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagðist ekki hafa orðið mikið var við stefnu stjórnvalda í atvinnu- og byggðamál- um. Því hefði á fundinum verið aug- lýst eftir einhverri stefnu. „Við bentum ráðherrunum meðal annars á hvort ekki væri hægt að draga úr þessum útflutningi á óunn- um fiski, sem er kannski meginorsök- in fyrir þetta miklu atvinnuleysi á landsbyggðinni. Við fórum einnig yfir það hvort hægt væri að tryggja ís- lenskri fiskvinnslu tækifæri á að bjóða í allan fisk sem veiddur er innan íslenskrar lögsögu. Slíkt hefur ekki verið hægt og teljum við það óeðli- legt,“ sagði Halldór. Starfsgreinasambandið lagði fleiri mál fyrir ráðherrana, m.a. hvort hægt væri að gera fiskvinnsluhúsum án út- gerðar kleift að eignast kvóta. Fisk- vinnsluhús gætu þannig tryggt hrá- efni án þess að kaupa skip. Einnig var spurt hvernig tryggja mætti starfs- öryggi fiskvinnslufólks. Að mati sambandsins er óviðunandi að fisk- vinnslufólk hafi önnur ráðningakjör en annað launafólk. Þá vill Starfs- greinasambandið að félagsmálaráðu- neytið beiti sér fyrir því að mótuð verði langtímastefna í málefnum at- vinnulausra. Marka þurfi einhverja stefnu í málefnum atvinnulausra. Loks var þeirri spurningu beint til ráðherranna hvort þartilskipuð nefnd gæti rannsakað afleiðingar þess þeg- ar stór fyrirtæki og atvinnutæki eru seld á milli byggðarlaga. Halldór sagði ráðherrana hafa lýst tormerkj- um á að geta orðið við síðastnefndu beiðninni. Ekki væri hægt að beita lögum ef selja ætti t.d. skip úr ákveðnu byggðarlagi. „Ég hef heyrt það frá nefnd sem er að störfum fyrir sjávarútvegsráð- herra að útgerðarstaðir á landinu gætu í framtíðinni orðið fjórir. Þá má rétt ímynda sér hvernig strandlengj- an verður að öðru leyti. Við þurfum að átta okkur á stöðunni. Heilu byggð- arlögin eru að leggjast í eyði og millj- arða verðmæti eru skilin eftir. Við lögðum áherslu á það við ráðherrana að menn reyndu að átta sig á stöð- unni. Í þessu sem öðru þarf að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Þeir vitnuðu til þess að þeir hefðu ekki sömu völd og áður í al- þjóðasamfélaginu. Ég trúi því nú ekki að það megi leggja heilu strandlengj- urnar í rúst bara vegna þess að það hentar ekki einhverjum alþjóðastofn- unum í Brussel eða einhvers staðar annars staðar. Vandi þessara byggðarlaga verður ekki leystur með því að sauma gard- ínu fyrir glugga á blokk sem er í eyði. Vandinn leysist með því að fólkið fái hráefni til að vinna úr og geti unnið sína vinnu. Þetta er vandi búinn til af manna völdum, það er nægur kvóti í byggðarlögum eins og Vestmanna- eyjum. Þetta er bara spurning um hvernig aflanum er ráðstafað. Hvað ætla menn að gera? Ætla allir að flytja í Smárann í Kópavoginum og búa þar í 40 hæða blokkum? Er það framtíðin sem bíður okkar? Ég vona ekki. Stjórnvöld verða að líta á landið sem hvert annað heimili þar sem mönnum ber skylda til að taka tillit til allra sem þar búa,“ sagði Halldór og bætti við að vandinn ætti ekki aðeins við fiskvinnslufólk, margfeldisáhrifin væru sterk í sjávarútvegsplássunum. Áhyggjur í Bolungarvík Tekið var dæmi um Bolungarvík þar sem 40 íbúðir standa nú auðar. Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol- ungarvíkur, sagði að nú væri 15% at- vinnuleysi á staðnum en hefði verið 20% fyrst eftir gjaldþrot NASCO. Hann sagði allt vera reynt núna til að koma rækjuverksmiðjunni af stað. Lárus þakkaði Starfsgreinasamband- inu fyrir að vekja athygli á vandanum, ekki bara í Bolungarvík heldur um allt land. Hann sagði vanda einnig yf- irvofandi í smábátaútgerð vegna breytinga á ýsu- og steinbítskvótum. Þar gætu um 120 manns misst við- urværið. Bolvíkingar væru orðnir verulega áhyggjufullir og yrði ekki gripið til ráðstafana myndi bresta á fólksflótti úr bænum. Rótgrónir Bol- víkingar væru þegar farnir að leita sér að vinnu annars staðar og erlent vinnuafl væri þegar farið burtu. Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands- ins og Verkalýðsfélags Húsavíkur, sagði óöryggið í starfsumhverfi fisk- vinnslufólks óþolandi. Fólk væri rekið heim ef hráefnaskortur kæmi upp í einhvern tíma en það gilti ekki í öðr- um atvinnugreinum, verslunarfólk væri t.d. ekki rekið ef salan í ein- hverja daga væri dræm. Aðalsteinn sagði að tími væri kominn til að hætta að tala um að aðgerða væri þörf og fara að gera eitthvað róttækt. Auk þess að auðvelda fiskvinnslunni hrá- efnisöflun mætti skoða hluti eins og dreifbýlisstyrki námsfólks, verðlag á landsbyggðinni, flutningsgjöld og nið- urgreiddar sjúkrahúsferðir til Reykjavíkur. Arnar Hjaltalín, formaður Drífandi – stéttarfélags í Vestmannaeyjum, sagði á blaðamannafundinum að kvótakerfið sem slíkt væri ekki orsök atvinnuleysisins heldur umgengni út- gerðanna með fiskinn. Menn eins og Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki og Einar Sigurðsson, Einar ríki, hefðu orðið ríkir á því að láta vinna aflann sinn heima fyrir. Útgerðarmenn fyrr á ár- um hefðu gert sér betri grein fyrir skyldum sínum. Útgerðirnar í dag væru í dreifðari eignaraðild með þátt- töku olíu- og tryggingarisanna. Arnar benti á að árið 1983 hefðu stöðugildi í tengslum við fiskvinnslu verið 950 í Eyjum, árið 1990 hefðu stöðugildin verið um 700 en í dag væru þau um 300. Hann sagði tækni- breytingar ekki geta skýrt alla þessa fækkun starfa. Arnar sagði þetta spurningu um að setja einhvers konar reglur sem auðvelduðu fiskverkend- um að nálgast aflann. Starfsgreinasambandið á fundi með ráðherrum um atvinnumál á landsbyggðinni Vandinn skelfilegur ef ekki verður brugðist strax við Að mati Starfsgreinasambandsins gætu mörg byggðarlög við ströndina lagst í eyði grípi stjórnvöld ekki til aðgerða án tafar í at- vinnu- og byggðamálum. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér sjón- armið sambandsins sem hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúar Starfsgreinasambandsins við upphaf blaðamannafundar í gær. Frá vinstri Lárus Benediktsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, Arnar Hjaltalín, formaður Drífandi – stétt- arfélags í Eyjum, og Kristján Bragason, nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. ALÞINGI kom saman á fimmtudag eftir tæplega tveggja vikna hlé í kjölfar einhverrar harðvítugustu stjórnmálaumræðu hér á landi um árabil; umræðunnar um frumvarp ríkisstjórnarinnar eftir frægan ör- yrkjadóm Hæstaréttar. Það er því ekki laust við að spekingarnir velti fyrir sér hvort við taki veður válynd í þingsölum þar sem stóru orðin verði síst spöruð, eða hvort magn- aðar umræður um öryrkjadóminn hafi aðeins verið einangrað tilfelli sem af og til geti skotið upp á sam- komu eins og Alþingi Íslendinga, en alla jafna sé þar rólegra um að litast. Sagt hefur verið að pólitísk um- ræða hafi staðið höllum fæti hér á landi hin síðari ár. Hið minnsta er vettvangurinn ekki alveg sá sami og kemur þar margt til. Umræðan ein- angrast nú ekki aðeins við frétta- stofur ljósvakamiðla og dagblaða, heldur er hún nú rekin með öflugum hætti á víðáttum veraldarvefsins þar sem flest er látið flakka og mál eru sett fram með allt öðrum hætti en í hefðbundinni frétta- og blaða- mennsku. Svo er líka annar hver pólitíkus kominn með sitt einkamálgagn á Netinu þar sem boðið er upp á ein- ræður um landsins gagn og nauð- synjar. Það er raunar athyglisvert út af fyrir sig að menntamálaráð- herrann Björn Bjarnason, sem reið á vaðið í þessum efnum og hefur verið nokkurs konar sameining- artákn netverja síðan, heldur enn yfirburðum sínum á þessu sviði með öflugum einkafjölmiðli og tíðum pistlum sem oft á tíðum rata sjálfir í fjölmiðla og verða tilefni frétta. Þannig var sviðið um áramót og til siðs var að tala um pólitíkina í gamla daga með lotningu; eins og þá hafi aðeins verið rætt um helber grund- vallaratriði en dýrmætum tíma ekki varið í karp og dægurþras. Slíkt tal er auðvitað gróf einföld- un en þó hefur ýmislegt verið til í gagnrýni á stjórnmálaumræðuna og einmitt af þeim sökum komu um- ræður um öryrkjadóm Hæstaréttar eins og ferskur blær inn í loftleysið; skyndilega var pólitíkin aftur fyrsta frétt dag eftir dag og stjórn- málaskýringar lesnar sem aldrei fyrr. Ekki spillti fyrir að verið var að ræða grundvallarmál; lífssýn fólks á hugtök eins og mannréttindi og skyldur samfélagsins og hvoru meg- in málsins sem menn stóðu var stað- ið fast á meiningunni og hvergi gefið eftir. Því er spurningin nú hvort um- ræðurnar undir lok síðasta mánaðar hafi verið einstakt og einangrað til- felli, eða hvort íslensk pólitík sé end- urreist – komin aftur í tísku. Eflaust eru þeir margir sem vona hið síð- arnefnda, því orð eru til alls fyrst og ótal framfaramál í vestrænu sam- félagi hafa sprottið úr frjóum sverði gagnrýninnar hugsunar – alvöru rökræðu. Strax fyrsta daginn benti margt til þess að fjör væri fram undan í þingsölum. Sá fáheyrði atburður gerðist að einn af varaforsetum þingsins, Guðmundur Árni Stef- ánsson, kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og þrumaði yfir Halldóri Blöndal forseta Alþingis vegna bréfaskipta hans og forseta Hæsta- réttar. Las Guðmundur hluta af bókun sinni frá forsætisnefnd- arfundi um málið en gat ekki lokið við lesturinn vegna röggsamrar tímavörslu Blöndals að baki hans. Þegar vel og lengi hafði glumið í bjöllunni sagði forsetinn svo, brúna- þungur: „Ég vænti þess að ef fyrsti varaforseti Alþingis vill gera at- hugasemdir við stjórn mína á þinginu þá haldi hann sig við fund- arsköpin.“ Skömmu síðar sló Halldór Blön- dal þó léttan tón er hann sneri á orð Jóhönnu Sigurðardóttur um sér- staka rannsóknarnefnd og óskir Árna Steinars Jóhannssonar um verklagsreglur fyrir forsætisnefnd með þeim orðum að hann hafi nú sjálfur reynt að setja nefndinni siða- reglur á síðasta fundi hennar. Hló þá þingheimur en ekki fylgdi sögunni hvort forseta hefði tekist ætlunarverk sitt um setningu regln- anna. Undirritaður hefur nú tekið að sér stjórnmálaskrif fyrir Morg- unblaðið og mun sinna þingfrétta- mennsku út 126. löggjafarþing hið minnsta. Hvort óskir um kraftmeiri störf löggjafarsamkundunnar munu rætast skal ósagt látið enda er ærið verk í sjálfu sér að fullnægja þörfum lýðræðislegs þjóðfélags um yf- irgripsmikla og hlutlæga umfjöllun af umræðum á þjóðþinginu.      Margt bendir til þess að fjör sé framundan í þingsölum EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.