Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 71
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 71
Lokadagur útsölunnar
50% aukaafsláttur
Neðst á Skólavörðustíg
Djúpöndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku
og blæs burt kvíða og kvillum
Gleði er ávöxtur innri friðar
Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439.
Líföndun
Guðrún Arnalds verður með námskeið
í Reykjavík helgina 17. – 18. feb. ,
í Vestmannaeyjum 23.–25. feb
og á Akureyri 2.– 4. mars.
JÁ, einhver myndi telja það nöldur,
sem hér fer á eftir, eða a.m.k. að bera í
bakkafullan lækinn. En hvað um það,
góð vísa er víst aldrei of oft kveðin.
Þegar ég var ungur og í barnaskóla
lærðum við lestur, skrift og reikning
m.a. Þetta heitir víst í dag lestur, rit-
leikni og stærðfræði. Ég ætla svo sem
ekki að fara að gera þessu nein skil
hér, hins vegar langar mig að minnast
á ýmislegt annað og þá einkum það
sem mér finnst betur mega fara í tal-
máli.
Áður en lengra er haldið, vil ég taka
það fram, að ég er ekki það sem kallað
hefur verið langskólagenginn og þar
með enginn íslenskufræðingur. Þar
með styðst ég við gamlan lærdóm,
máltilfinningu og e.t.v. forneskju að
einhverra mati. Meðan á skólagöngu
minni stóð, hafði ég flest árin mjög
góða íslenskukennara, þó svo að ég
hefði á þeim tíma ekki haft vit né
þroska til að tileinka mér nema fátt
eitt af því sem þeir höfðu fram að
færa. Ég man eftir því, að einn kenn-
arinn kenndi okkur að þekkja hvaðan
af landinu fólk kom. Þannig mátti
þekkja fólk að vestan, með sínum
skýra framburði á a á undan ng t.d.
Fólk að norðan vegna síns raddaða
framburðar, fólk að austan vegna flá-
mælis o.s.frv. Þá mátti jafnvel þekkja
fólk frá ákveðnum bæjum vegna
notkunar á einstökum orðum, þannig
mun orðið rambelta hvergi hafa
þekkst nema í Hafnarfirði og orðið
vígalegur hvergi meira notað en á
Akranesi um alla mögulega hluti svo
dæmi séu tekin. Kennarar beittu sér
ekki gegn þessum einkennum, nema
þá helst flámælinu ef ég man rétt.
Einstaka nemandi átti við vanda að
etja, svo sem eins og skroll og stam,
sem á þeim tíma var erfitt að eiga við
og e.t.v. ekki lögð mikil eða nein
áhersla á þennan þátt. Aftur á móti
minnist ég þess, að flestir ef ekki allir
kennarar hafi lagt mikla áherslu á
framburð, ef verða mætti til þess að
laga, leiðrétta eða jafnvel útrýma
málgöllum og vil ég hér nefna fáein
dæmi þess: Flámæli, linmæli, hljóð-
villa, þágufallssýki, áhersluleysi, sí-
bylja og að tafsa svo einhver dæmi
séu nefnd af handahófi. Allir lögðu
kennararnir mikla áherslu á það, hve
íslensk tunga væri okkur dýrmæt,
sem sjálfstæðrar þjóðar og skyldum
við því vanda framburð okkar, tala
skýrt mál og forðast slettur úr erlend-
um tungum. Hver er svo staða þess-
ara mála í dag? Líti nú hver í eigin
barm og jafnvel hlusti á aðra. Er ekki
þörf á breytingu til batnaðar, jafnvel í
sumum tilfellum kraftaverki?
Í fjölmiðlum einkum þó í útvarpi og
sjónvarpi má oft heyra ýmsar ambög-
ur og oftar en ekki er íslenskan orðin
ansi mikið enskuskotin, svo ekki sé
fast að orði kveðið. Þannig mátti
heyra t.d. auglýsingu frá verslun
einni, sem nú er opin 24 tíma í sólar-
hring. Því er ekki sagt sagt að versl-
unin sé opin allan sólarhringinn. Við
eigum þetta góða orð sólarhringur,
sem þekkist vart í öðrum tungumál-
um. Þá hefur nú síðustu daga verið
talað um, að sívaxandi fjöldi Íslend-
inga taki sitt eigið líf, af hverju er ekki
talað um sjálfsvíg eða jafnvel sjálfs-
morð? Þulir í sjónvarpi og útvarpi
segja okkur að klukkan sé tíu mínútur
í átta. Hvað er átt við? Hvað er klukk-
an eiginlega þá? Að mati þeirra sem
segja þetta er klukkan 19.50, en í
mínu ungdæmi var klukkan 19.10
þegar svo var að orði komist. Hvort er
rétt? Af hverju er ekki sagt að klukk-
an sé tíu mínútur gengin í átta? Svona
mætti lengi áfram telja, íslenskan er
sífellt að víkja fyrir „ísl-enskunni“. Þá
get ég ekki orða bundist og bendi á
gífurlega ofnotkun sumra orða. Þann-
ig má heyra marga nota t.d. orðin:
sem sagt, hérna og þarna, nánast í
öðru hverju orði, að ég minnist ekki á
orðið nákvæmlega sem virðist hafa
fengið óendanlega merkingu í málfari
margra.
Já, það mætti halda lengi áfram og
tína til fjöldamörg dæmi þess, sem að
ofan greinir, en verður ekki gert hér.
Hins vegar skora ég á hvern Íslend-
ing að líta í eigin barm. Þá langar mig
að minnast á ákveðið málhelti eða
kæk, sem margur hefur tamið sér og
þá einkum langskólagengið fólk, sem
að jafnaði ætti að vera öðrum til fyr-
irmyndar, varðandi notkun og fram-
burð íslenskrar tungu. Það er eins og
margt af þessu fólki geti ekki komið
frá sér einni einustu setningu án þess,
að byrja hana á e-, u-, a-, og ekki bara
svona, heldur jafnvel og oftast e-e-e-
e-e-, u-u-u-u-u, a-a-a-a-a-, o.s.frv.
Fjöldi þeirra, sem rembast við að
koma frá sér ávarpi eða ræðu blaða-
laust, falla í fyrrnefnda gryfju, auk
þess að segja það sama jafnvel mörg-
um sinnum, með aðeins breyttu orða-
lagi. Þá verð ég að minnast á þá sem
segja t.d. menninir í stað mennirnir,
geda í stað geta og seta í stað setja svo
dæmi séu nefnd. Ekki þarf að minn-
ast á að í íslensku er áherslan ávallt á
fyrsta atkvæði orðs.
„Stofnanamál“ svo kallað, er ein-
hver útgáfa íslensks máls, sem mér er
oft óskiljanleg með öllu og má þar oft-
ar en ekki finna ýmsar málvillur og
ambögur, sem hæfa ekki svo mennt-
uðu fólki sem lætur þær frá sér fara.
Útlendingur sem ég hitti í sumar
benti mér á orð eins og „einbreið
brú“. Hann hafði flett upp í orðabók
og fundið út að átt var við „eina breiða
brú“. Af hverju má ekki segja í þessu
dæmi mjó brú?
Þurfum við ekki að fara að kenna
fólki að tala bæði skýrt og áheyrilega,
að ég nefni ekki íslensku? Ekki má
gleyma í þessu nöldri að minnast á
„fulltrúa“ íslensku þjóðarinnar, sem
sitja á þingi. Þá sjaldan ég heyri til
þeirra í fjölmiðlum nærri blöskrar
mér málhelti, orðalag og málflutning-
ur margra þeirra, að ég tali ekki um
sóðalegt orðfæri í skömmum og skæt-
ingi hver til annars. Mér finnst við
eiga kröfu til þessa fólks, að það gangi
á undan með góðu fordæmi og e.t.v.
væri rétt að afnema það, sem ég hygg
að nefnt sé „málhelgi“ þessa ágætis
fólks innan veggja Alþingis.
Að lokum aðeins þetta. Hver man
ekki eftir því sem Megas sagði, eftir
að Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra hafði afhent honum 500 þúsund
kr. verðlaun á degi íslenskrar tungu
fyrir e.k. „notkun á íslensku máli“.
Fréttamaður spurði Megas, hvaða
þýðingu þessi verðlaun hefðu og svar-
ið var auðvitað í stíl við verðlaunin
„Bunch of money“.
Það hefur alla tíð verið talinn góður
kostur að geta skilið kjarnann frá
hisminu og ugglaust má stytta mál
sitt, bæði talað og ritað, án þess að
innihaldið missi sig að neinu leyti.
Með öðrum orðum að vera „stuttorð-
ur og gagnorður“, nokkuð sem ég
sjálfur hefði betur í heiðri haft.
JÓN SVEINSSON,
Mávahrauni 4, Hafnarfirði.
Nöldur
Frá Jóni Sveinssyni:
ÞEGAR ég var ungur vissi ég ekkert
um skatta. Nú er ég kominn með bíl-
próf, orðinn sjálfráða og meira að
segja farinn að búa. Ennþá veit ég
ekkert um skatta, nema að maður
þarf að borga þá.
Nýlega fengum við sambýliskonan
mín svokallaðan „skattheimtuseðil“
frá tollstjóranum í Reykjavík. Seðill
þessi var voðalega torskilinn, en þó
skoðaði ég hann gaumgæfilega og
eftir tuttugu mínútna vangaveltur sá
ég að það væri líklega verið að láta
mig borga einhvern umframskatt og
það 3.079 kr. Þessu komst ég að, en
að sjá hvað það væri sem ég ætti að
borga fyrir gat ég ómögulega séð.
Ég sá bara fullt af orðum sem ég hef
ekki hugmynd um hvað þýða og svo
einhver lagaákvæði. Kannski maður
þurfi að vera útlærður endurskoð-
andi til að fá að vita svoleiðis, en það
stendur ekki á skattheimtuseðlinum.
Reyndar segir það nú ekki mikið ef
eitthvað stendur ekki á honum!
Ég var fullur fróðleiksþorsta og
ákvað að komast að því hvað þetta
væri. Það var símanúmer á þessum
seðli, fyrir neðan heimilisfang toll-
stjórans (560-0300), svo ég ákvað að
hringja og spyrjast fyrir. Þegar ég
gerði það þá svaraði karlmannsrödd
sem sagði bara að þetta símanúmer
væri ekki í notkun. Þetta sagði mér
ekki mikið svo ég ákvað að labba
bara niður í Tryggvagötu til að kom-
ast til botns í þessu. Þegar ég var
kominn niður eftir komst ég að því
að það var búið að loka. Opið milli 8
og 15:30. Ég byrja að vinna kl. átta,
er aldrei búinn fyrr en klukkan 17 og
sambýliskonan mín kl. 16. Hinn al-
menni borgari gæti svo sem tekið sér
frí til að skjótast og væri það í raun
ekkert mál, en við þurfum að vinna
til að hafa efni á umframsköttunum!
Auðvitað vil ég glaður borga mína
skatta, en helst vildi ég vita fyrir
hvað þegar ég fæ óvænta rukkun í
pósti, og ekki mundi það spilla fyrir
ef hún væri á (leik)mannamáli. Það
væri líka hægt að láta lítið bréf
fylgja með þar sem á stæði einungis
að ég ætti að borga „þetta“ út af
„þessu“.
Hér með skora ég sem sagt á toll-
stjóra Reykjavíkur að senda mér
bréf og útskýra (í mannamáli) af
hverju ég á að borga þessa umfram-
skatta.
ARNÓR HEIÐAR
SIGURÐSSON,
Grettisgötu 51b, Reykjavík.
Torskilinn skattheimtuseðill
Frá Arnóri H. Sigurðssyni:
Á HAUSTDÖGUM, mig minnir að
það hafi verið í byrjun október frek-
ar en í lok september, kom ég við í
þjónustudeild Landssímans við
Laugaveg og sótti um að fá tengdan
síma á heimili mínu við Laufásveg.
Var því vel tekið og mér umsvifa-
laust úthlutað símanúmeri. Þar sem
húsið sem ég bý í er gamalt og mér
var ekki kunnugt um hver hefði síð-
ast haft síma í íbúðinni, taldi starfs-
maður að ég þyrfti að fá starfsmann
heim til að tengja. Nokkrum dögum
síðar kom ungur maður frá Lands-
símanum til að tengja símann. Hann
fann ekki lagnir sem dugðu í íbúðinni
svo hann kom síðar og lenti þá í
vandræðum með að finna línu inn í
húsið eða frá húsvegg og inn, að því
að mér skildist og því tókst ekki að
útvega mér síma þarna í október.
Látum það vera en nú, rúmum þrem
mánuðum síðar, hef ég enn ekki
fengið heimilissíma í íbúðina.
Vissan skilning hef ég á vandræð-
um sem geta skapast vegna þess að í
gömlum húsum eru ekki fullnægj-
andi lagnir. Það sem ég er hins vegar
afar ósátt við er að Landssíminn hef-
ur sent mér reikninga fyrir stofn-
gjaldi og afnotagjöldum af númerinu
síðan 8. nóvember síðastliðinn. Þar
sem Landsbankinn hefur milligöngu
um greiðslu á reikningum mínum
hafa þessir reikningar verið greidd-
ir. Fulltrúi í innheimtudeild Lands-
símans lofaði að ofgreidd afnotagjöld
yrðu notuð upp í greiðslu síðar, það
hefur hins vegar ekki gerst. Þrátt
fyrir ítrekaðar kvartanir við inn-
heimtudeild Landssímans, bilana-
deild, sem reyndar fullyrðir að allt sé
í lagi, fulltrúa frá lagnadeild og þjón-
ustuver, ýmist í gegnum síma eða
með tölvupósti, er staðan enn þá sú
að þið sendið út reikninga fyrir þjón-
ustu sem þið veitið ekki og hótið lög-
fræðingum ef dráttur verður á
greiðslu. Þið hafið líka sent mér
reikninga fyrir lagnir innan húss.
Hluta af þeim hef ég greitt en þann
síðasta hef ég geymt. Sannarlega
hafið þið lagt vinnu í að leggja línur
og dósir hér innan húss en vandinn
er bara sá, að ég hef engin not fyrir
þessar línur og dósir fái ég ekki síma.
Það er svipað og að bílasali seldi mér
bíl en hjólin fylgdu ekki með.
Þá hafa vinir og kunningjar hringt
í 118 til að fá upplýsingar um síma-
númerið mitt. Viti menn, þeim er
gefið upp símanúmer en það er því
miður símanúmerið sem ég hef ekki
enn fengið afnot af.
Það hefði verið heiðarlegra að
segja mér strax að þið nenntuð ekki
að láta mig hafa síma þar sem ég bý í
gömlu húsi og einhver vandræði
væru með lagnir. Þá hefði ég losnað
við talsverðan kostnað og ekki síst
allt það ergelsi sem fylgt hefur sam-
skiptum mínum við ykkur. Ekki svo
að skilja að starfsfólkið sé óvingjarn-
legt, það er bara ekki nóg að vera
vingjarnlegur enda hefur Landssím-
inn enga gjaldskrá fyrir slíkt.
Nú nenni ég ekki að eltast við ykk-
ur lengur. Ég fer hins vegar fram á
að þið endurgreiðið mér þau afnota-
gjöld og stofngjald sem ég hef greitt.
Einnig þætti mér gott að þið end-
urgreidduð mér þá upphæð sem ég
hef greitt vegna lagna hér innan
húss og drægjuð til baka síðasta
reikninginn sem þið senduð mér
vegna sömu lagna þar sem ég hef
engin not af þeim. Þið megið ná í þær
ef þið viljið.
Þá ættuð þið líka að biðja þá sem
þið hafið gefið rangar upplýsingar í
gegnum 118 afsökunar og endur-
greiða þeim kostnaðinn við að fá hin-
ar röngu upplýsingarnar.
GUÐRÚN
SIGURJÓNSDÓTTIR,
Laufásvegi 19,
101 Reykjavík.
Opið bréf til
Landssíma Íslands
Frá Guðrúnu Sigurjónsdóttur:
Útsala Útsala
Pipar & salt, Klapparstíg 44