Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN 17. janúar sl. var kynnt í fjölmiðlum greinargerð borgar- verkfræðings um flug- vallarhugmyndir á höfuðborgarsvæðinu sem unnin var fyrir Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins. Í greinargerðinni kem- ur fram kostnaðar- samanburður á fimm hugmyndum að stað- setningu miðstöðvar innanlandsflugs, þ.e.a.s. óbreytt stað- setning, merkt Reykjavík 1; breyttur flugvöllur í Vatnsmýrinni þar sem vestur-austur-flugbrautin er færð út í Skerjafjörð, merkt Reykjavík 4; flugvöllur á Lönguskerjum; flug- völlur í Vatnsleysustrandarhreppi og miðstöð innanlandsflugs í Kefla- vík. Í greinargerð borgarverkfræð- ings er landverð í Vatnsmýrinni áætlað mjög lágt eða aðeins 2,7 milljarðar kr. Grundvöllur áætlunarinnar hvað snertir landverð er fenginn úr skýrslu frá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands frá febr. 1997. Í þeirri skýrslu er einungis reiknað með að byggt sé á 70–95 ha lands auk þess sem byggingarmagnið er lítið eða 1.200 íbúðir auk atvinnu- húsnæðis fyrir 3.000 störf (sjá sam- anburðartöflu 1). Þrír meginþættir eru sem kunn- ugt er aðaláhrifavaldar varðandi verðmæti lands, þ.e.a.s. staðsetn- ing lands, nýtingarhlutfall og heild- arstærð byggingarlóða. Nú má spyrja hvers vegna notaði borgarverkfræðingur ekki þær töl- ur við mat á landverði í sinni skýrslu sem nýjar deiliskipulags- hugmyndir frá dönsk- um arkitektum gera ráð fyrir, en þær hug- myndir eru unnar fyr- ir Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins, sem er undir stjórn fimm manna, þ.á m. borg- arverkfræðings sjálfs. Í Vatnsmýrartillög- um dönsku arkitekt- anna er gert ráð fyrir 5.000 íbúðum og at- vinnuhúsnæði fyrir 5.000 störf. Rétt er að geta þess að byggt svæði í þessu tilviki er áþekkt því sem er í skýrslu Hagfræðistofnunar (sjá samanburðartöflu 2). Lóðaverð í hjarta Reykjavíkur hækkar í sífellu. Óhætt er að segja að flugvöllurinn sé á því svæði á landinu þar sem lóðaverð er hæst. Nýleg dæmi um sölu á bygging- arlóðum sanna það. Þannig var fyr- ir skemmstu seldur svonefndur Vélamiðstöðvarreitur við hliðina á borgarverkfræðingsembættinu við Skúlatún í útjaðri miðbæjarins fyr- ir 180 milljónir/ha. Annað dæmi er sala Eimskipafélagsreitsins við Skúlagötu en þar var landverðið 400 milljónir/ha. Vatnsmýrin er í reynd hluti af miðbæ Reykjavíkur og þarf að taka mið af því þegar landverð þar er áætlað. Þriðja atriðið sem vert er að benda á er að í þeim útreikningum sem hingað til hafa verið kynntir er eingöngu reiknað með byggð á flugvallarlóðinni sjálfri en öll jað- arsvæðin við flugvöllinn eru ekki tekin með í reikninginn, en þau koma einnig inn í myndina ef flug- völlurinn fer. Þessi svæði munu gagnast byggðinni annars vegar sem útivistarsvæði (Öskjuhlíðin, Nauthólsvíkin og hluti háskóla- svæðisins), hins vegar til stækk- unar á því svæði sem byggja má á. Hygg ég að stækka mætti bygging- arlóðasvæðið í a.m.k. 120–130 ha, ef flugvöllurinn færi alfarið úr Vatnsmýrinni. Að öllu þessu athuguðu er ljóst að borgarverkfræðingur hefði átt að nota a.m.k. 5 sinnum hærra lóðaverð en notað var. Ef byggt hefði verið á slíku lóðaverði í sam- anburðinum hefði það gerbreytt því hvaða leið væri fjárhagslega hagstæðust í þessu máli. Þá kæmi í ljós að óbreytt stað- setning á flugvellinum í Vatnsmýr- inni er ekki ódýrasti valkosturinn heldur sá langdýrasti. Langódýr- asti kosturinn er þá að flytja starf- semina í Hvassahraun eða til Keflavíkur. Nú hallast ég reyndar að því og langflestir þeir fagmenn sem ég hef átt tal við, að dönsku arkitekt- arnir hafi gengið of skammt í sín- um tillögum m.a. hvað snertir nýt- ingu Vatnsmýrarinnar undir byggingarlóðir og eðlilegra væri eins og áður segir að byggja til- lögur á lóðastærðinni 120–130 ha. Að öllum líkindum væri a.m.k. óhætt að áætla 8.000 íbúða bygg- ingarmagn og húsnæði fyrir 8.000 störf (sjá samanburðartöflu 3) á svæðinu. Borgarverkfræðingur þarf okkar allra vegna að leiðrétta þessa „Vatnsmýrarvillu“ í fjölmiðlum sem fyrst svo kjósendur í Reykja- vík, sem ganga að kjörborði hinn 17. mars nk. til að kjósa um það hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera, hafi jafn mikilvægar stað- reyndir og hér um ræðir á hreinu. Guðrún Jónsdóttir Höfundur er arkitekt og félagi í Skipulagsfræðingafélagi Íslands. Flugvöllur Borgarverkfræðingur, segir Guðrún Jóns- dóttir, hefði átt að nota a.m.k. 5 sinnum hærra lóðaverð en notað var. $ %& '   (  ) !"  )    "*              6/         +&                  Vatnsmýr- arvillur Tafla 1 Borgarverkfræðingur í Mbl. 17/01/01 – Samanburður á kostnaði Milljónir króna Reykjavík 1 Reykjavík 4 Löngusker Hvassahraun Keflavík Heildarkostn. (nema landverð) 4960 8410 13470 8420 8520 Landverð - 650 - 2000 - 2700 - 2700 - 2700 Samanburðarkostn. 4310 6410 10770 5720 5820 Tafla 2 Borgarverkfræðingur „leiðréttur“ 06/02/01 – Samanburður á kostnaði Milljónir króna Reykjavík 1 Reykjavík 4 Löngusker Hvassahraun Keflavík Heildarkostn. (nema landverð) 4960 8410 13470 8420 8520 Landverð -3250 -10000 - 13500 -13500 -13500 Samanburðarkostn. 1710 - 1590 - 30 - 5080 - 4980 Tafla 3 Tillaga Guðrúnar Jónsdóttur 06/02/01 – Samanburður á kostnaði Milljónir króna Reykjavík 1 Reykjavík 4 Löngusker Hvassahraun Keflavík Heildarkostn. (nema landverð) 4960 8410 13470 8420 8520 Landverð - 5200 - 16000 - 21600 - 21600 - 21600 Samanburðarkostn. - 240 - 7590 - 8130 - 13180 - 13080 Samgönguráðherra segir það ekki í verka- hring borgarstjóra að velja land undir flug- völl. Sárindin sem koma fram í þessum ummælum stafa aug- ljóslega af því að sér- fræðihópur á vegum borgarinnar hefur sannað að fleiri kostir eru fyrir flugvöll held- ur en Vatnsmýri eða Miðnesheiði. Það hef- ur verið eitt helsta verkefni flugráða- manna áratugum sam- an að sannfæra stjórnvöld og almenn- ing um að svo sé ekki. Hagsmunatengsl flugmálastjóra og flugmálastjórnar, svo og flug- ráðs, við rekstraraðila í fluginu hafa lengi verið svo augljós að smám saman hefur trúverðugleik- inn glatast úr málflutningi þeirra. Þegar Leifur Magnússon, sem gegnt hefur nánast öllum embætt- um í stjórn flugmála og innan Flug- leiða, kemur enn einu sinni með það sjónarmið að hann einn hafi vit á legu og rekstri flugvalla, talar hann fyrir daufum eyrum. Þetta viðhorf minnir á upphafsár lýðveld- isins á fyrri hluta síðustu aldar, þegar Ísland hafði fáum sérfræð- ingum á að skipa og ráðuneyti voru smá og veikburða. Þá voru skipuð pólitísk ráð sem réðu mannkosta- menn til þess drífa upp heilu at- vinnuvegina. Í störfum ráðanna og stjórnenda á þeirra vegum bland- aðist saman stefnumótun og hlut- verk ráðuneyta, hagsmunagæsla starfsgreinar, fram- kvæmdir og sérfræði- þjónusta. Þetta voru tímar ráðstjórna og „menntaðra einvalda“ eins og flugmálastjóra, búnaðarmálastjóra og verðlagsstjóra. Hagsmunir flugráðamanna Þessir tímar eru nú liðnir og búnaðarmála- stjóri og verðlagsstjóri verða ekki grátnir úr Helju þótt einhverjir kunni að sakna þess- ara embætta. Þjóð- félag okkar hefur breyst. Sem lítið dæmi má nefna að fyrir hálfri öld voru læknar nær einu háskólamenntuðu starfsmenn spítalanna en nú munu yfir þrjátíu stéttir háskólamenntaðra sérfræð- inga koma að stjórn Ríkisspítal- anna. Landbúnaðargeirinn er fyrir nokkru búinn að taka upp stjórn- arhætti sem henta nýjum tímum þar sem hagsmunagæsla starfs- greinarinnar, sérfræðiþjónusta og pólitísk stefnumótun eru aðgreind í Stéttarsamtökum bænda, Búnaðar- félagi Íslands og landbúnaðar- rráðuneyti. En flugráð og flug- málastjóri eru enn á fullri ferð þótt hlutverk þeirra í stjórnkerfinu verði hallærislegra með hverju árinu sem líður. Við horfum nú upp á ástand þar sem flugmálastjóri og flugvallar- stjóri setja reglur um Reykjavík- urflugvöll og gefa síðan sjálfir und- anþágur frá þeim þegar þarf. Þar sem flugráð og flugmálastjórn móta í raun stefnuna í flugmálum í krafti einokunar á „sérfræði“ en ráðuneyti samgöngumála og Al- þingi virðast vera stefnulaus verk- færi í höndum hagsmunaaðila. Flugráðamenn, hagsmunabanda- lag flugrekstraraðila, flugráðs, flugmálastjórnar og landsbyggðar- þingmanna, eru vanir því að fara sínu fram. Dæmigert í því efni er að enn bólar ekkert á því að flytja eigi æfinga- og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli. Það er kom- inn áratugur frá því að borgar- stjórn mæltist til þess að svo yrði gert. Líklega stæðu áhugamenn um innanlandsflug í Vatnsmýri miklu betur að vígi ef flugráðamenn hefðu hlustað og aðhafst í þessu efni. Síðustu fréttir af flutningi æf- ingaflugsins eru þær að „mælingar séu hafnar“. Það er augljóst að flestir hollvinir flugrekstrar í Vatnsmýri á síðum dagblaða eru úr hópi frístundaflugmanna og mál- flutningur þeirra er á þeim nótum að þeir virðast alls ekki gera ráð fyrir að flug þeirra verði flutt úr Vatnsmýrinni. Þeir treysta á að flugráðamenn tryggi hagsmuni þeirra til frambúðar á gamla staðn- um. Hagsmunaaðilar eiga sinn rétt. Flest höfum við hag af innanlands- flugi. Öryggi í sjúkraflutningum er mikilvægt. Búa þarf í haginn fyrir flugrekstraraðila. En hver trúir því að ekki sé hægt að sinna þessum hagsmunum, þegar horft er til næstu áratuga, á öðrum stað en í Vatnsmýri? Reykvíkingar ætla að kjósa um það 17. mars hvort Vatns- mýrin er til ráðstöfunar fyrir inn- anlandsflug eftir 2016? Sé svo ekki, er það tæknilegt úrlausnarefni, sem nægur tími gefst til að leysa, hvernig þessara hagsmuna verður gætt þannig að vel fari. Það er hins vegar ekki boðlegt þegar rektor Háskólans á Akureyri kveður upp úr með það að reka verði alþjóðaflugvöll í miðborg Reykjavíkur vegna innanlands- flugs. Þá er hann farinn að flétta hags- muni Akureyringa saman við hags- muni Flugfélags Íslands og ann- arra flugrekstraraðila sem vilja byggja upp farþegaflug til Græn- lands og Færeyja svo og leiguflug og pakkaflug til Evrópuborga frá Reykjavíkurflugvelli. Það er svona tvískinnungur og hagsmunafléttur sem gera mál- svara flugrekstrar í Vatnsmýri ótrúverðuga. Flugmálastjóri kynnir Reykja- víkurflugvöll inn á við sem innan- landsvöll og öryggisvöll fyrir sjúkraflug og fær við hann stuðn- ingsyfirlýsingar frá landlækni og sveitarstjórnarmönnum á þeim for- sendum. Af tillitssemi við borgar- búa er flugvöllurinn svo sagður lok- aður á nóttunni. Út á við er hann aftur á móti kynntur sem alþjóða- flugvöllur sem opinn er allan sólar- hringinn enda sjálfsagt óheimilt að loka alþjóðlegum varaflugvelli. Nýtt skipulag! Á síðasta aðalfundi Flugleiða sagði stjórnarformaður félagsins að innanlandsflugið yrði ekki samt ef það flyttist til Keflavíkurflugvallar. Varla hafði hann sleppt orðinu þeg- ar samkeppni var hætt í innan- landsflugi, flugmiðar snarhækkuðu í verði og tilkynnt var að nokkrar helstu flugleiðir væru í hættu. Um leið var ljóst að ýmsar sérleyfisleið- ir til smærri staða yrðu ekki reknar nema með opinberum niður- greiðslum. Það þurfti sem sagt ekki flutning til þess að leiða það fram að innan- landsflugið er ekki samt og verður ekki í samkeppni við vegina. Engu að síður heldur flugmálastjórn áfram að birta upplýsingar um stöðuga fjölgun flugfarþega í inn- anlandsflugi og þarf að fara ofan í saumana á þeim upplýsingum eins og öðru sem þaðan kemur. Hvernig kemur það t.d. heim og saman við upplýsingar um að farþegum um Akureyrarflugvöll hafi fækkað á sl. ári? Spyrja má og hvort innan- landsflugið sé á vetur setjandi ef samhengið er þetta: Fleiri farþeg- ar, verri rekstur og eldri vélar? Þegar litið er yfir umræðuna um innanlandslug og flugrekstur í Vatnsmýri finnst mér áleitin sú spurning hvort við séum að lenda með þessa atvinnugrein í það styrkjafar sem landbúnaðurinn lenti í. Áður en svo fer skulum við fyrir alla muni reyna að halda hagsmunum sem mest aðgreindum og leysa flugráðamenn af með nýju og nútímalegu skipulagi kringum flugmálin. Hver er arðsemin? Að endingu vil ég svo ítreka þær spurningar sem ég kom á framfæri hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum mánuðum og enginn virðist hafa áhuga á að fá svör við: Hvað kostar rekstur Reykjavíkurflugvallar á ári? Hverjar eru árlegar tekjur af flugvallarrekstrinum? Hver er reiknuð arðsemi nýs flugvallar í Vatnsmýri, ásamt flugstöð og flug- hlöðum og öllu tilheyrandi? Einar Karl Haraldsson Höfundur er ritstjóri. Flug Stjórnkerfi flugmála minnir á upphafsár lýð- veldisins á fyrri hluta síðustu aldar, segir Einar Karl Haraldsson, þegar Ísland hafði fáum sérfræðingum á að skipa og ráðuneyti voru smá og veikburða. Nýtt stjórn- kerfi flugmála
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.