Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 28

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAL nemenda Al Gore við blaða- mannaskóla Col- umbia-háskólans er einn Íslendingur, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, frétta- maður Sjónvarpsins til skamms tíma en hún lýkur mast- ersnámi frá skól- anum í vor. „Það kom upp núna í janúar að Al Gore ætti að kenna hluta af einu þeirra námskeiða er ég sæki,“ segir Sigríð- ur í samtali við Morgunblaðið. „Það eru búin að vera ægileg læti og allt á hvolfi út af þessu. Skólinn er allur í uppnámi eins og gera má ráð fyrir.“ Öllu snúið við Fyrsta kennslustund Gore var síðasta þriðjudag og segir Sig- ríður að mikið hafi gengið á og messað hafi verið yfir nemend- unum. „Það komu þarna leyni- þjónustumenn sem tóku bygg- inguna út og öllu var snúið við svo að þetta gæti nú gengið upp. Svo kom í ljós að flestar stóru fréttastöðvarnar voru búnar að hafa samband við einhverja í bekknum og bjóða þeim borgun fyrir að vera fréttaritarar og flytja fréttir úr tímanum. Skól- inn tók fyrir þetta og ég held að Al Gore hafi ekki viljað það heldur.“ Sigríður lýsir þessu sem ein- kennilega snúnu máli. „Okkur var sagt í upphafi að ekki mætti hafa neitt eftir sem kæmi fram í tímanum, hann væri „off the re- cord“, eins og það er kallað en það var ekki meint bókstaflega. Eina reglan sem var í gildi var að við mættum ekki fá borgað fyrir að sitja þennan tíma. Og við gætum ekki verið í vinnu hjá dagblaði við að sitja í þessum blessaða tíma. Þá gætum við heldur ekki komið með fyr- irfram undirbúnar spurningar frá fjölmiðlunum fyrir Al Gore til að svara. Þetta ætti að vera kennslustund og við ættum að koma þarna sem nem- endur en ekki eitt- hvað annað. Okkur var hins vegar leyfi- legt að tala við hvern sem er eftir tímann og lýsa öllu sem gerðist í tím- anum. Þetta virðist hafa farið eitthvað öfugt ofan í fjöl- miðlana.“ Venjulegur prófessor En hvernig kennari er Al Gore? „Hann var greinilega svolítið taugaveiklaður í byrjun,“ segir Sigríður. „En hann gerði þetta mjög vel. Hann sagði fyrst að hann hefði ekki hugmynd um hvað hann ætti að gera þarna en við myndum bara finna út úr því. Svo fór hann að tala um sögu fjölmiðlanna á síðustu öld og hvernig sjónvarpið hefði breytt valdajafnvægi milli bandaríska þingsins og forsetans. Ég veit það ekki ... þetta var svona efni sem flestir aðrir hefðu líklega getað kennt betur en hann. En þetta var svo sem áhugavert. Síðan endaði þetta á því að hann spurði okkur hvað það væri sem við vildum læra af honum. Ég held að hann hafi langað meira til að vera bara venjulegur pró- fessor á meðan allir í bekknum vildu auðvitað bara heyra hann segja frá reynslu sinni, hvernig hann hefði mótað fjölmiðlana í sínu fyrra starfi og öfugt.“ Sigríður segir að Gore hafi verið skemmtilegur og reytt af sér brandarana. En skyldi kenn- arinn svo ætla að kíkja í krús með nemendum er líða fer á önnina eins og tíðkast gjarnan? „Við verðum bara að vona það!“ segir Sigríður og hlær. „Hann er víst með íbúð hérna í New York og það var einhver að hreyfa þeirri hugmynd að hann myndi bjóða okkur í partí.“ Mikið gekk á Sigríður Hagalín Björnsdóttir FULLTRÚAR blaðamennsku- deildar Columbiu-háskóla í New York tilkynntu nemendum sínum í gær að þeir mættu segja frá því sem Al Gore, fyrrverandi varafor- seti Bandaríkjanna, léti frá sér fara í kennslustundum. Gore, sem flytja mun átta fyrirlestra um fréttaflutning af landsmálum á upplýsingaöld, hóf kennslustörf sl. þriðjudag. Kennsla Gore vakti, eins og við var að búast, athygli fjölmiðla sem hópuðust að háskólanum. Háskól- inn hafði hins vegar markað þá stefnu í upphafi, að undirlagi Gore, að blaðamönnum yrði mein- aður aðgangur að námskeiðinu og nemendum meinað að tjá sig um hann. Ákvörðunin mæltist vægast sagt illa fyrir í bandarískum fjöl- miðlum, sem bentu á þau öfug- mæli sem væru í því fólgin að banna verðandi blaðamönnum að tjá sig. Hún þótti því enn eitt dæmið um mistök af hálfu Gore. „Albert Gore yngri – munið þið eftir honum? – er meðal vor á nýj- an leik og fyrstu útspil hans benda til þess að hann hafi ekki breyst agnarögn. Hann er enn of varkár, og hann er enn of rauna- mæddur. Og hann er enn mesti óvinur sjálfs sín,“ segir í umfjöll- un bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal á miðvikudag, daginn eftir fyrstu kennslustund Gore. Kennslustund í hroka Greinin sem skrifuð er áður en háskólinn breytti um stefnu er öll í hinum mesta háðstón. Höfund- urinnn Tunku Varadarajan, að- stoðarritstjóri stjórnmálaskrifa, segir atburðinn hafa verið stór- slys í almannatengslum. Hann hafi hins vegar verið ágæt kennslustund, ekki í blaða- mennsku heldur „hinum myrku listum ofsóknaræðis og hroka“. Önnur bandarísk blöð lágu heldur ekki á liði sínu. The New York Times benti á í grein sem skrifuð var sama dag (og segir reyndar frá fyrstu kennslustundinni) að hinir verðandi blaðamenn hafi þarna fengið skyndikúrs í ýmsum hliðum blaðamennsku. Þar megi fyrst telja að hvort sem persóna sem hefur fréttagildi segir eitthvað áhugavert í tíma eður ei þá megi ekki skrifa um það. Í öðru lagi megi ekki tala um það. Það hafi a.m.k. verið skilaboð aðstoðadeildarforsetans sem nem- endum voru send í tölvupósti. Í þriðja lagi þá hafi nemendur lært að það eru margir aðilar fúsir til að borga manni fyrir að hunsa fyrsta og annað atriðið. Eins og fyrr sagði hefur skólinn nú breytt um stefnu. Sú ákvörðun var tilkynnt skömmu eftir að tveir háskólar, þar sem Gore mun sinna kennslu á næstunni, Fisk há- skóli í Nashville oog ríkisháskólinn Middle Tennessee í Murfreesboro, tilkynntu að leyfilegt yrði að fjalla um kennslustundir Gore, sem fjalla mun um fjölskylduna og samfélagið á námskeiðum sínum þar. Doug Williams, yfirmaður fréttadeildar Middle Tennessee, sagði að kennslustundir sem ekki mætti fjalla um væru ekki raun- hæfar. Hann benti einnig á að Gore mun gegna prófessorsstöðu sem kennd er við afburðaárangur í rannsóknum á fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar, sem fjallar um tjáningarfrelsi, og því ekki við hæfi að brjóta í bága við hana. Átti að líkjast venjulegum námskeiðum Deildarforseti blaðamennsku- deildarinnar í Columbia, Tom Goldstein, gaf í skyn þegar hann tilkynnti um stefnubreytinguna að gert hefði verið meira en efni stóðu til úr fyrirmælum skólans í fjölmiðlum en gagnrýnt hafði ver- ið að nemendur skólans væru nú í þeirri sérstöku aðstöðu að vera einir um upplýsingarnar en geta ekki deilt þeim. Áður en Gore hóf störf sagði Goldstein hins vegar að hann áliti að það sem færi fram í kennslu- stofu væri trúnaðarmál, að minnsta kosti ætti það ekki heima í fjölmiðlum. Gore sagði sjálfur þegar hann yfirgaf skólann að hann teldi að það sem fram færi á venjulegum námskeiðum væri ekki til umfjöllunar og hann teldi að „námskeiðið muni gagnast nemendum betur ef að það líktist sem mest öðrum námskeiðum“. Þetta þykja Varadarajan kúnst- ug ummæli og minnist ekki ann- ars frá sínum háskólakennaradög- um en að nemendum hafi verið frjálst að gera hvað sem er við þær „viskuperlur“ sem hrutu af vörum hans. Því bar hann þau undir vini sína meðal háskóla- kennara, sem voru greinilega frekar undrandi á þessu nýjasta útspili Gore og varð einum þeirra að orði: „grey maðurinn getur ekki greint á milli kennslustundar í Columbia og leynilegra funda í Hvíta húsinu“. Glaðbeittur Al Gore undir lok eftirmála forsetakosninganna. Kennsl- an við Columbia er hans fyrsta verk á opinberum vettvangi eftir þær. Umdeildu þagn- arbanni aflétt New York. AP Reuters NETDAGBLAÐ í Chile birti í fyrra- dag skjöl, sem bendla Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra, beint við mannréttinda- brot og morð á andstæðingum herforingja- stjórnarinnar eft- ir valdatöku hennar 1973. Sak- sóknarar í Chile segja, að þessar upplýsingar geti flýtt fyrir mála- rekstrinum gegn Pinochet. Netdagblaðið El Mostrador, sem hefur ósjaldan verið fyrst með frétt- irnar, birti bréf, sem dagsett er 24. nóvember 1973, en í því fer saksókn- ari hersins fram á það við Pinochet, að rannsakaður verði dauði vinstri- mannsins Eugenio Ruiz Tagle og annarra en talið var, að ákveðin sveit í hernum, Dauðalestin svokallaða, hefði pyntað þá og myrt 19. október þetta sama ár. Í athugasemd neðst á bréfinu, að því er virðist með rithönd Pinochets, segir: „Tillaga um svar: Eugenio Ru- iz Tagle var tekinn af lífi vegna hinna alvarlegu afbrota, sem hann var sak- aður um. Hann var ekki pyntaður að því er upplýst er.“ Líkið illa leikið Móðir Ruiz Tagle segir hins vegar, að lík sonar síns hafi verið illa leikið. Vinstra augað hafi vantað, nef og neðri kjálki brotin, hann hafi verið skorinn á háls og svo virst sem hann hafi verið hálsbrotinn. „Nú þarf ekki lengur vitnanna við í málinu gegn Pinochet,“ sagði Ed- uardo Contreras, lögfræðingur og baráttumaður fyrir mannréttindum, um bréfið. „Þetta sýnir ekki aðeins, að Pinochet vissi um glæpaverkin, heldur að hann hafi átt beina aðild að þeim.“ Pablo Rodriguez, lögfræðingur Pinochets, kvaðst aftur á móti ekki hafa neinar áhyggjur. „Ég er viss um, að Pinochet hefur enga ábyrgð borið á þessum atburð- um og aðeins frétt af þeim þegar La- gos hershöfðingi varaði hann við,“ sagði Rodriguez og átti þá við Joa- quin Lagos, sem stýrði einu her- stjórnarsvæðanna þar sem Dauða- lestin lét til sín taka. Talsmaður ríkisstjórnarinnar seg- ir, að dómstólar verði að ákveða hvernig farið verður með bréfið. Pinochet bendlaður beint við morð og mannshvörf Santiago. AFP, Reuters. Augusto Pinochet FRANSKIR stjórnmálamenn hafa unnvörpum lýst yfir sakleysi sínu af spillingartengslum við Alfred Sirven sem nú er fyrir rétti í París. Hann var fyrir nokkrum árum næstæðsti maður olíufyrirtækisins Elf, sem var ríkiseign en er nú hluti einkafyrir- tækisins TotalFinaElf og er Sirven sakaður um að hafa notað sjóði Elf til að múta stjórnmálamönnum. Auk þess er hann sagður hafa sjálfur dregið sér stórfé úr sjóðunum. Tvö blöð, Paris Match og Le Par- isien, birtu í fyrradag um 200 nöfn sem voru á lista með um 350 síma- númerum manna er Sirven hafði samskipti við. Bók með nöfnunum fannst á honum er hann var handtek- inn á Filippseyjum í liðinni viku. Sirven er æfur yfir því að blöðin skyldu birta listann sem hann segir einkamál sitt og hefur krafið Paris Match andvirði 12 milljónum króna í bætur. Blöðin tvö komust að sögn lögreglu yfir ljósrit af bókinni. Meðal þeirra sem Sirven var með á skrá eru nokkrir af helstu leiðtog- um stærstu flokkanna í Frakklandi. Munu sum nöfnin ekki hafa verið áð- ur nefnd í tengslum við spillingarmál Elf. Herve de Charette, fyrrverandi utanríkisráðherra, er á listanunm en neitar að hafa þekkt manninn. Mál Sirvens tengist m.a. spillingarmáli Rolands Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra. Símanúmeralisti Sirvens veldur ugg Keppast við að lýsa yfir sakleysi sínu París. AFP, The Daily Telegraph. Sigríður Hagalín er meðal nemenda Al Gore í Columbia-háskóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.