Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 53
Hann var kallaður Alli í hópi ætt-
ingja og vina.
Hann var fæddur í Vestmannaeyj-
um 21. júlí árið 1925. Þar dvaldi hann
fyrstu bernskuárin en við fráfall
móður hans tvístraðist systkinahóp-
urinn og Alli lenti norður að Söndum
í Miðfirði og ólst þar upp. Eftir að
hann komst til fullorðinsára hélt
hann mikilli tryggð við Sandaheim-
ilið og það fólk sem hann ólst þar
upp með enda átti hann þar góðu að
mæta.
Þótt Alli væri ekki langdvölum í
Vestmannaeyjum, hafði hann afar
sterkar taugar til Eyjanna. Eftir að
hann varð gjaldgengur á hinum al-
menna vinnumarkaði var hann á ver-
tíðum í Eyjum og komst þá auðvitað
í snertingu við stórbrotið og um leið
nokkuð hrikalegt umhverfi sem
hafði þau áhrif á hann að hann var
bundinn sterkum taugum til staðar-
ins og þótti vænt um hann.
Á lífsleiðinni stundaði Alli hin
ýmsu störf. Hann vann við sjó-
mennsku, vann við að mála hús og
bíla, við sandblástur og málmhúðun
og fl. Það lék allt í höndunum á hon-
um og álítum við að hann hafi verið
allt að því dverghagur sem kallað er
og þóttu það engir bögubósar sem
hægt var að gefa þá nafnbót. Nú má
geta þess að Alli var með afskaplega
stórar og klossaðar hendur og það
var hreint með ólíkindum hvað hann
gat skilað fínni vinnu og nákvæmri.
Eitt sinn smíðaði hann líkan af báti
og setti í það líkan allt sem í fiskibát
þarf að vera og þó heldur meira því
hann var búinn að finna upp eitt-
hvert það tæki sem hann taldi að
auðveldaði sjómönnum vinnu um
borð. Við landkrabbar kunnum ekki
að skilgreina hvað þarna var um að
ræða en hitt sáum við að þessu verki
skilaði ekki nema dverghagur mað-
ur. Þetta bátslíkan lenti á borði þá-
verandi fiskimálastjóra sem hreifst
af þessari uppfinningu og þeirri
geysilegu vinnu og nákvæmni sem
þarna var til sýnis. Ekki er okkur
kunnugt um hvort þessi uppfinning
Alla var nýtt í þágu sjómanna en í
minningunni er það nokkuð ljóst að
hér var veruleg hagræðing á ferð-
inni.
Alli kvæntist góðri konu, Regínu
Fjólu Svavarsdóttur, en þau slitu
samvistir, báru ekki gæfu til að
ganga saman götuna á enda. Þau
eignuðust fimm börn sem öll eru
nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar. Þau
eru: Kristjana, Ragnhildur, Hrönn
og Lilja (sem eru tvíburar) og loks
Ásgeir. Við hjónin komum oft á
heimili Regínu og Alla og þar var
gott að koma, maður fann sig ætíð
velkominn þar. Það var stutt á milli
heimila okkar og samgangur því
mikill og náinn þann tíma sem þær
aðstæður voru fyrir hendi. Við, syst-
ur og mágur, þökkum fyrir alla gest-
risnina og vináttuna sem ætíð mætti
okkur.
Ekki er við hæfi að leggja frá sér
penna án þess að geta þess að Alli
var listakokkur og það eitt er víst að
skipsfélagar hans fengu ósvikna
máltíð þegar hann hafði sýslað við
matseldina um borð en hann var eft-
irsóttur kokkur og gat starfað við
það óhræddur um að fá á sig nafn-
bætur á borð við skítkokkur eða eit-
urbrasari.
Alli lauk hérvist sinni skyndilega
5. febr. sl. Í raun kom það ef til vill
ekki á óvart hversu brátt það bar að.
Hann átti við langvarandi og erfið
veikindi að stríða sl. sumar, veikindi
sem hann hlaut að bíða lægri hlut
fyrir.
Við áttum því láni að fagna að geta
haft Alla á heimili okkar af og til sl.
sumar þegar hann var að ná sér eftir
veikindin. Það var ósköp gott að hafa
hann nálægt sér. Hann var ekki
margmáll en málfar hans gaf til
kynna að hann lét ekkert óhugsað
frá sér fara og gaman var að heyra
hann leggja til málanna, hann læddi
út úr sér setningum sem hittu beint í
mark og fóru ekki á skjön við um-
ræðuefnið.
Að leiðarlokum þökkum við bróð-
ur- og vinarþel í okkar garð og ósk-
um Alla allrar blessunar á þeim leið-
um sem hann nú hefur lagt á.
Börnum hans vottum við samúð okk-
ar og biðjum Guð um styrk þeim til
handa.
Jóhanna (Dista) og Arnþór.
Elsku frændi, þegar við fengum
þær fregnir að þú værir dáinn mynd-
aðist stórt og sárt tóm innra með
okkur, tóm sem enginn annar getur
fyllt. Við vildum ekki trúa því að
þetta væri ekki bara vondur draum-
ur sem við myndum vakna upp frá og
allt væri eins og áður.
Af hverju þú? Þú af öllum, þessi
yndislegi, káti og brosmildi strákur.
Þetta er spurning sem við munum
spyrja okkur aftur og aftur en henni
verður víst seint svarað. Það er alltaf
svo gaman að koma á Krossa, alltaf
sama fjörið, allt fullt af fólki og allir
vinir. Nú verða þær ferð ir ekki eins
því það er ekki lengur neinn þú.
Enginn að stríða og hrekkja og eng-
inn Sveinn Birkir til að tala við og
hafa gaman af eins og alltaf áður.
Það var svo gaman þegar við vor um
lítil, við vorum ýmist fyrir norðan
eða þið hjá okkur hérna fyrir sunn-
an. Í öllum fríum eyddum við tíma
okkar saman og það eru stundir sem
aldrei gleymast.
Þetta líf er alls ekki alltaf sann-
gjarnt. Af hverju þurftir þú að fara
frá okkur, strákur eins og þú, með
allt lífið framundan. Þetta er svo
ósanngjarnt og það er ekkert sem
við getum gert til þess að fá þig aft-
ur.
Við yljum hjörtum okkar með því
að skoða gamlar myndir af okkur öll-
um saman. Þar ert þú alltaf með hár-
ið út um allt og alltaf með sama grall-
arasvipinn, sem mildaðist nú
reyndar með árunum eins og þú all-
ur.
Elsku frændi okkar, við vonum að
þú sért nú á betri stað og við geym-
um minninguna um þig í huga okkar.
Við vitum að það kemur að því að við
hittumst einhvern tíma aftur handan
við hliðið og þá munum við loks fá
svör við öllum þeim ósvöruðu spurn-
ingum sem nú berjast um í brjósti
okkar.
Við biðjum guð að vaka yfir og
vernda fjölskyldu þína og vini í þess
ari miklu sorg og við þökkum þér
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Guðrún Rut og Berglind.
Það er erfiðara en orð fá lýst að
setjast niður og skrifa minningar-
SVEINN BIRKIR
SVEINSSON
✝ Sveinn BirkirSveinsson fædd-
ist á Ytra-Kálfs-
skinni á Árskógs-
strönd 23. apríl 1980
og ólst upp á Kross-
um í sömu sveit.
Hann lést 26. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar Sveins Birkis eru
hjónin Sveinn Krist-
insson og Sigurbjörg
Snorradóttir. Systk-
ini Sveins Birkis eru:
1) Linda Björk, f. 16.
apríl 1975. Maður
hennar er Þórður
Guðlaugsson. Þeirra barn er
Andrea Sól, f. 19. ágúst 1996. 2)
Kristján Eldjárn, f. 17. apríl 1991.
Unnusta Sveins Birkis er Karen
Sif Róbertsdóttir, f. 5. nóvember
1981.
Minningarathöfn um Svein
Birki fer fram í Stærra-Árskógs-
kirkju í dag og hefst klukkan 11.
grein um ungan frænda
okkar, Svein Birki, sem
féll frá í blóma lífsins í
janúar síðastliðnum.
Við minnumst hans
sem ungs manns sem
var fullur af lífsgleði og
hrókur alls fagnaðar,
ekki síst á ættarmótum
og öðrum góðum
stundum.
Elsku Bogga,
Svenni, og allir aðrir
sem um sárt eiga að
binda, við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð
og kveðjum góðan
dreng með þessum orðum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgir,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hrönn, Ketill og fjölskylda.
Litli vinur, lífið kallar
leiðir okkar skilja í dag.
Góðar vættir vaki allar
verndi og blessi æ þinn hag.
Nú hefur Sveinn Birkir kvatt
þennan heim svo snöggt, eins og
hendi hafi verið veifað. Ég veit ekki
alveg hvað segja skal, né hvað gera
skal.
Sorgin er svo mikil að maður
hverfur sjálfur í annan heim um
stund en eftir sitja minningarnar um
einn yndislegasta dreng sem ég hef
kynnst.
Ég kynntist Svenna árið 1999 þeg-
ar hann fór að vera með Karen sinni
sem hann unni svo heitt. Þó að við
hefðum ekki þekkst lengi vorum við
ósköp góðir vinir. Ef mér leið illa þá
kom hann mér alltaf til að brosa og
sagði mér að horfa til framtíðarinn-
ar, því hún væri björt framundan.
Hann studdi mig alltaf, sama hvað
það var. Hann var vinur vina sinna.
Alltaf stuðboltinn í hópnum nr. 1, 2
og 3. Bros hans fékk dimmu í dags-
ljós breytt. Hann var þekktur fyrir
brosið sitt og allan þann þokka sem
hann bar.
Hvað get ég sagt annað? Allir sem
þekktu Svenna vita hve æðislegur
hann var við alla stóra sem smáa og
hve bros hans fyllti heiminn af gleði.
Elsku Svenni minn, ég hefði viljað
hafa samverustundir okkar svo
miklu fleiri en þín bíða nú önnur
verkefni á æðri stöðum.
Takk fyrir allt. Megi guðs og eilíft
ljós taka þér opnum örmum og veita
þér handleiðslu þar sem þú ert. Ég
bið guð og alla hans engla að vaka yf-
ir fjölskyldu þinni og veita þeim
styrk í þessari miklu sorg.
Bogga, Svenni, Kristján, Linda og
Karen og aðrir aðstandendur. Ykkar
missir er mikill og votta ég ykkur öll-
um mína dýpstu samúð. Megi guð og
gæfa fylgja ykkur um ókomin ár.
Þín vinkona
Halldóra Sigríður.
7
;2(",+, 08
!
0-0 %#
#
- 0 -$ -$#
&
0% ' 2 ! 1'8!#%%
)'
2 !#' 2 !#%%
. >#' 2 3 !#%%
- -) '- - -)
7
"
,+;2+, -# ! 8
$
& 0 %
&
!#%%
$ ' !#%%
!
!'
+!! ? ' !#%% % >#18 '
' '
!!#%%
' ' )02
!#%%
' ' '
& !#%%
- -) '- - -)
4
$ "
&** &;, .%)%@/
"
8&- )
9(&-
&9:&:;&
, -0 !&
' < 3 !#%%
!#%%
1'% 38 % '
1
;,;,*(&
9:&-
&9:&:;&
'
# 0%08 !#%%
$%08 !#%%
7
32A +B* ,8)%C:
<&$ &
2 ( !#%% & '
( !#%% 2 !1'% '
( ' 4 2# !#%%
( '
!#!#%%
) -) ' ) -)
&;43,+, DD %
%- E
0 -
&
2 !#%%
&4 !' 2 !4 !'
-) % ! -) - -) ' 0 -)
1
1F1+&* ( $'%
8) ! %)
#%
=&- D$6 !#%%
-) D$6 !#%%