Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 37 BANDARÍKJAMENN sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að taka þátt í tilraunarannsóknum á genameðferð munu innan skamms geta fengið betri upplýsingar um hvaða hættur eru því samfara. Bandarísk stjórnvöld greindu í vik- unni frá fyrirætlunum sínum um að kveða á um að greint verði opinber- lega frá aukaverkunum næstum jafn óðum og þær koma í ljós. Þessi grundvallarbreyting á stefnu bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlits- ins (FDA) á rætur að rekja til mót- mælaöldu er reis á síðasta ári í kjölfar þess að táningsstrákur í Arizona lést við þátttöku í genameðferðartilraun. Samkvæmt nýju tillögunum verða vísindamenn að gera uppskátt um flesta öryggisþætti rannsóknar, þeg- ar hún hefst, á vefsíðu FDA. Hingað til hafa þessar upplýsingar að mestu verið launungarmál. Tillögurnar hafa mest áhrif á hið nýja svið genameðferðar, en einnig á tilraunir í framandígræðslu, eða ígræðslu líffæra úr dýrum í menn. „Bæði þessi svið lofa mjög góðu en þau kunna einnig að valda þeim ein- staklingum, sem hafa sjálfviljugir tekið þátt í rannsóknum, lítilvægri og afmarkaðri hættu,“ sagði Jane Henn- ey, yfirmaður FDA. Talsmenn neytenda hrósuðu þess- ari stefnubreytingu og sögðu hana löngu tímabæra til að sjúklingar gætu betur áttað sig á því hvort þeir ættu að taka þátt í tilteknum rannsóknum. En talsmenn líftækniiðnaðarins sögð- ust myndu berjast gegn breyting- unni, á þeim forsendum að ef svona upplýsingar yrðu gerðar opinberar gæti það gert fólki erfiðara um vik að átta sig á því hvort rannsóknir væru í raun hættulausar eða hvort tiltekin aukaverkun ætti rætur að rekja til annarra kvilla þátttakandans. Það sem varð til þess að breytingin verður gerð var dauði Jesses Gelsin- gers í fyrra, en hann tók þátt í gallaðri rannsókn á genameðferð er fram fór við Háskólann í Pennsylvaniu. Þetta var fyrsta dauðsfallið sem rakið hefur verið til genameðferðar. Opinberir rannsakendur komust ennfremur að því að vísindamenn vör- uðu þátttakendur ekki við því að tveir apar höfðu dáið í rannsókninni og létu undir höfuð leggjast að stöðva til- raunirnar eftir að sumir þátttakenda greindust með alvarleg afbrigði í lif- ur. Gelsinger lést af völdum lifrar- kvilla fjórum dögum eftir að hann gekkst undir meðferðina. FDA sker úr um hvort vísinda- menn geti gert rannsóknartilraunir á fólki í ljósi niðurstaðna á rannsóknum á dýrum. Sjúklingar sem bjóða sig fram til þátttöku í slíkum rannsókn- um eiga að fá eyðublað þar sem til- greindar eru allar hugsanlegar hætt- ur. En FDA reiðir sig að mestu á að staðbundnar eftirlitsnefndir sjái um að þetta sé gert og of oft er þetta ekki gert. Eftir að tilraun hefst verða vísinda- mennirnir að greina FDA frá öllum aukaverkunum, en hingað til hefur stofnunin haldið þeim upplýsingum leyndum vegna þrýstings frá tals- mönnum iðnaðarins sem segja að það sem gerist í tilraunum séu viðskipta- lega mikilvæg iðnaðarleyndarmál. Jafnvel þótt FDA stöðvi tilraun vegna dauðsfalla er sjaldan greint frá því op- inberlega. Þátttakendur í rannsókn- um þurfa oft að reiða sig á að fá upp- lýsingar um öryggisatriði frá vísindamönnum sem eiga hagsmuna að gæta vegna tilraunameðferðarinn- ar. Samkvæmt breytingatillögunum er vísindamönnum gert að gefa mikl- ar upplýsingar um nýjar rannsóknir, þ.á m. hvaða sjúklingar koma til greina, hvað nákvæmlega er verið að prófa og niðurstöður öryggistilrauna á dýrum og rannsókna á mönnum, hafi þær verið gerðar. Þegar rann- sókninni er fram haldið verður enn- fremur að greina frá aukaverkunum er fram koma. Talsmaður Samtaka líftækniiðnað- arins, Michael Werner, segir að hætt sé við því að fólk skilji ekki að margar aukaverkanir sem sjúklingar verði fyrir í tilraunum stafi af kvillum sem þeir hafi þjáðst af fyrir, en ekki af til- raunameðferðinni. Ef tiltekin tilraun sé í raun hættuleg ætti FDA að stöðva hana, og ef hún er það ekki ættu þátttakendur að fá upplýsingar um öryggisatriði frá vísindamönnum sem gerst þekkja til, segir Werner. Greint verði frá hætt- um genameðferðar Washington. AP. Associated Press Dr. Krishna Fisher, yfirmaður rannsókna við Tulane Gene Therapy Center í New Orleans, undirbýr genameðferð í tilraunaskyni. Fisher kom nálægt máli sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum. Hann vann að rannsóknum við Genameðferðarstofnun háskólans í Pennsylvaníu. Sjúklingur sem gekkst undir meðferð þar, Jesse Gels- inger að nafni, lést eftir hana í sept. 1999. Fisher heldur því fram að allt of mikill hraði hafi einkennt tilraunirnar sem Gelsinger gekkst undir í leit að lækningu. Dauðsfall NOTKUN vélknúins arms og myndavélar er orðinn áreið- anlegur valkostur í stað venjulegr- ar hjartaaðgerðar þar sem brjóst- holið er opnað, að því er bandarískur læknir greindi nýver- ið frá. Sagði hann að þegar hann hafi notað vélmenni sér til aðstoðar við viðgerð á míturlokanum, sem stjórnar blóðstreymi á milli hjarta- hólfanna tveggja, hefði sjúkling- urinn jafnað sig fyr og minna blóð hefði tapast í samanburði við hefð- bundna aðgerð. Dr. Leslie W. Nifong og sam- starfsmenn hans við East Carolina- læknaháskólann í Norður- Karólínuríki í Bandaríkjunum hafa notað umrædda tækni í tvö ár. Um er að ræða vélmennið „Aesop“ sem er raddstýrður vélarmur, fram- leiddur af fyrirtækinu Computer Motion í Kaliforníu, sem notaður er til að stjórna myndavél sem læknar nota til að sjá aðgerðarsvæðið Aesop-kerfið „hjálpar okkur að halda myndavélinni og stýra henni í hvaða átt sem við viljum,“ segir Nifong. Hann greindi frá nið- urstöðum sínum og samstarfs- manna sinna á 37. ársfundi Félags brjóstholsskurðlækna sem haldinn var í New Orleans. Starfshópur Nifongs er nú að gera tilraunir með fullbúið vél- menni, svonefnt da Vinci- uppskurðarkerfi (da Vinci Surgical System), og segir hann aðgerðir hafa verið gerðar á 17 sjúklingum með því og hafi allt gengið að ósk- um. Hann segir enn fremur að með da Vinci-kerfinu „finnst manni eins og maður haldi á verkfærunum en maður hefur enga snertitilfinningu fyrir vefjunum.“ Skurðlæknirinn fari eftir því sem hann sjái en „í oddinum á hverju verkfæri er tölvuflaga með forrituðu álagi, þannig að hversu fast sem maður tekur á stjórnborðinu verður vef- urinn aðeins fyrir tilteknu álagi.“ Aðgerðir með vélmennum taka um það bil einni klukkustund lengri tíma en venjulegur upp- skurður en Nifong bendir á að sjúklingarnir séu fljótari að jafna sig. Vélmenni til bóta við hjartaupp- skurð New Orleans. Reuters. Associated Press Dr. Rob Williams, sem er skurðlæknir við Murray-Callo- way County Hospital sýnir hvernig raddstýrt Aesop-vél- menni vinnur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.