Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 27

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 27 SKOÐANAKANNANIR í Serbíu sýna að mikill meirihluti telur að alþjóðlegi glæpadómstóllinn vegna fyrrverandi Júgóslavíu sé pólitískt tæki til að koma óorði á Serba. Þess vegna eru þeir andvígir framsali þeirra sem eru ákærðir, þar á meðal Milosevic, fyrrverandi forseta, til dómstólsins í Haag. Lýðræðissinnaðir stjórnmálamenn hvarvetna leita stuðnings tals- manna þjóðarbrota. Til að krækja í atkvæði Kúbana á Flórída eru bandarískir stjórnmálamenn harð- orðir um Fidel Castro og til þess að tryggja sér atkvæði gyðinga í New York fara þeir mjúkum hönd- um um Ísrael. Á sama tíma og þeir leika þennan leik krefjast banda- rískir stjórnmálamenn þess (bæði demókratar og repúblikanar) að Vojislav Kostunica, forseti Júgó- slavíu, vinni skilyrðislaust með dómstólnum í Haag. En Kostunica er skynsamur stjórnmálamaður. Hann veit að þótt talsmenn Serbíu eigi undir högg að sækja í Bandaríkjunum eru þeir allsráðandi í Serbíu. Kost- unica tekur alvarlega viðhorf kjós- enda sinna. Löngu áður en borg- arastríðið í fyrrverandi Júgóslavíu braust út komst ég að þeirri nið- urstöðu að heimurinn þyrfti á að halda alþjóðlegum dómstól til þess að taka fyrir ríkisstjórnir og her- foringja vegna stríðsglæpa, glæpa gegn mannkyninu og þjóðernis- hreinsana. En allar götur síðan al- þjóðlegi glæpadómstóllinn vegna fyrrverandi Júgóslavíu var stofn- aður árið 1993 af öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna hef ég orðið fyrir vonbrigðum. Mér líður eins og sanntrúuðum kommúnista sem gerði sér skyndilega ljóst á fjórða áratugnum að í Sovétríkjunum ríkti ógnarstjórn. Hvers vegna hefur þessi breyt- ing orðið? Biljana Plavsic, prófess- or í líffræði og leiðtogi Bosníu- Serba, kom nýlega fyrir dómstól- inn í Haag vegna ákæru um þjóðernishreinsanir. En saksókn- arinn lét nægja að endurtaka ásakanir um glæpi sem Bosníu- Serbar frömdu, og hafa verið kunnir í mörg ár. Engar nýjar eða nýlegar vísbendingar voru lagðar fram. Þegar Plavsic var Vesturland- asinnaður forseti serbneska hluta Bosníu – milli 1996 og 1998 – og átti í útistöðum við þjóðernissinn- aðri samstarfsmenn sína var henni hrósað á Vesturlöndum sem lýð- ræðissinna og fulltrúa umburðar- lyndis. Ég man eftir því að hafa séð Jacques Chirac forseta [Frakklands] kyssa hönd hennar í anddyri Elysée-hallar. Mér koma í hug hreinsanir Stalíns. Einn dag- inn er maður sovésk hetja, og næsta dag er maður skotinn sem óvinur fólksins. Hinn 27. maí 1999, þegar sprengjuárásir Atlantshafsbanda- lagsins stóðu sem hæst, gaf Louise Arbour, dómari frá Kanada og for- veri Carla del Pontes sem aðalsak- sóknari dómstólsins í Haag, út handtökuskipun á hendur Slobod- an Milosevic forseta. Ákæran var byggð á vísbendingum sem banda- ríska og breska leyniþjónustan afl- aði um brottrekstur og morð á Al- bönum í Kosovo. Dómstóllinn hefði getað ákært Milosevic mörg- um árum fyrr vegna ábyrgðar hans á stríðinu í Bosníu. En bandaríska utanríkisráðuneytið þurfti stuðning hans til að ganga frá Dayton-samkomulaginu 1995 þannig að glæpir Milosevic þá voru látnir liggja á milli hluta. Skömmu eftir að ákæran á hendur Milosevic var gefin út heyrði ég í Belgrad að bandarískir embættismenn hefðu hótað Vuk Draskovic, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, ákæru vegna aðgerða skammlífra vopnasveita hans í stríðinu í Króatíu árið 1991. Það virtist sem Bandaríkjamenn væru að segja: Hættu að skapa átök við aðra andstöðuleiðtoga eða við ákærum þig. Er í rauninni hægt að virða að vettugi, sem óskipulagða þjóðern- issinna, þá Serba sem spyrja: Hvers vegna var Franjo Tudjman (fyrrverandi forseti Króatíu) aldr- ei ákærður? Á valdatíma hans var næstum hálf milljón Serba rekin frá Króatíu; einnig hann sendi hersveitir til Bosníu til að skipta bosnísku landi. Hvað með Alija Izetbegovic, hinn múslímska fyrrverandi for- seta Bosníu sem vildi aldrei fjöl- þjóðlega (múslímsk-serbnesk- króatíska) Bosníu heldur frekar fyrsta múslímska ríkið í Evrópu? Á valdatíma hans var Sarajevo „hreinsuð“ af flestum Serbum og Króötum. Og hvað með Hashim Thaci, hinn unga leiðtoga Frels- ishers Kosovo? Þegar serbneskar hersveitir fóru frá Kosovo og Atl- antshafsbandalagið kom þangað var það í rauninni Frelsisherinn sem tók við. Síðan þá hefur hann eyðilagt fjöldann allan af serbn- eskum kirkjum og klaustrum, myrt hundruð óbreyttra borgara og rekið burtu næstum alla Serba og aðra sem ekki eru Albanar. Síðast en aldeilis ekki síst, get- um við vikist undan því að spyrja spurninga um ábyrgð Atlantshafs- bandalagsins? Jafnvel nokkur þús- und serbneskra borgara voru myrt í sprengjuárásum bandalags- ins. Ef til vill kemur á daginn að byssukúlur með rýrðu úrani, sem notaðar voru í Kosovostríðinu, valda banvænni geislun og að sum- ir yfirmenn og stjórnmálamenn vissu af því. Með því að varpa sprengjum á samgöngukerfi Ser- bíu braut her Atlantshafsbanda- lagsins einnig 14. grein prótókolls 1977 í Genfarsáttmálanum frá 1949 sem bannar árásir á „hluti sem eru nauðsynlegir fyrir af- komu almennra borgara“. Bandaríkjamenn munu aldrei samþykkja að lögsaga sjálfstæðs alþjóðadómstóls nái til banda- rískra stjórnmálaleiðtoga og her- sveita. Ekkert annað stórveldi myndi samþykkja slíkt. Talsmaður alþjóðasamskiptanefndar fulltrúa- deildar bandaríska þingsins hefur sagt þetta skýrt og skorinort: „Það eru meiri líkur á að bygging Sameinuðu þjóðanna verði rifin til grunna, stein fyrir stein, og henni hent í Atlantshafið en að flugmenn NATO komi fyrir dómstól SÞ.“ Í stað þess að gæta sanngirni og gæta réttlætis hefur dómstóllinn í Haag látið undan pólitískum þrýstingi og íhlutun. Í stað þess að hjálpa Serbum í gegnum siðferð- islega hreinsun með því að refsa sekum leiðtogum þeirra fyrir mis- gjörðir þeirra eykur dómstóllinn í Haag einungis á andvestræna for- dóma og þá tilfinningu sem er al- geng meðal Serba, að þeir séu fórnarlömb. Dómstóllinn í Haag með augum Belgrad AP Stuðningsmenn Milosevic efndu til mótmæla vegna komu Javier Solana til Belgrad í vikunni en hann var framkvæmdastjóri NATO þegar loftárásirnar á Serbíu stóðu yfir. Solana var staddur í Belgrad á vegum sendinefndar ESB sem hvatti stjórn Serbíu til að framselja Milosevic til stríðsglæpadómstólsins í Haag. eftir Aleksa Djilas © Project Syndicate. Aleksa Djilas er sonur hins mikla andspyrnumanns Milovans Djilas og kenndi áður við Harvard- háskóla. Hann er höfundur bók- arinnar The Contested Country og hefur starfað í Belgrad sem fræði- maður frá árinu 1993. Bandaríkjamenn munu aldrei sam- þykkja að lögsaga sjálfstæðs alþjóða- dómstóls nái til bandarískra stjórn- málaleiðtoga og her- sveita. REPÚBLIKANAR í Kaliforníu reyna nú að telja leikarann Arnold Schwarzenegger á að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra á næsta ári. Núverandi ríkisstjóri er demókrat- inn Gray Davis og demókratar hafa einnig meirihluta á þingi sam- bandsríkisins. Schwarzenegger er sagður íhuga málið og mun hafa hitt formann flokksdeildarinnar í Kaliforníu, John McGraw, að máli fyrir skömmu. Einnig átti hann fund með Dana Rohrabacher, er situr í fulltrúadeild- inni í Washington, og ræddu þeir um hugsanlega kosningabaráttu leikar- ans. Ronald Reagan, sem var forseti Bandaríkjanna í átta ár, var um margra ára skeið ríkisstjóri Kali- forníu og þar áður leikari í Hollywo- od. Ekki gæti Schwarzenegger þó orðið forseti ef hann hellti sér út í stjórnmálin vegna þess að hann er upprunalega austurrískur að þjóð- erni og settist að í Bandaríkjunum eftir að hafa sigrað í keppni um tit- ilinn herra heimur. Forseti verður að hafa fæðst bandarískur borgari. McGraw efast ekki um að Schwarzenegger sé rétti maðurinn. „Hann á peninga, hann er repúblik- ani í Hollywood og er svo þekktur að enginn gæti keypt sér jafnmikla frægð,“ segir hann. Leikarinn hefur, auk þess að leika í mörgum vinsæl- um kvikmyndum, náð ágætum ár- angri í viðskiptum, er þekktur fyrir störf að góðgerðarmálum og er gift- ur Mariu Shriver sem er af Kenn- edy-ættinni. Schwarzenegger íhugar framboð Reuters Arnold Schwarzenegger

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.