Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 39
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 39 B IR T IN G U R Acetýlsalicýlsýra er virkt efni í fjölmörgum algengum lyfjum, sem flest hver má fá án lyfseðils á Íslandi. Flestir þekkja vísast magnýl en efnið er í mun fleiri lyfjum. Meðfylgjandi fróðleikur um acetýlsalicýlsýru er dreginn saman úr Íslensku lyfjabókinni: Acetýlsalicýlsýra hefur marg- breytilega verkun á ýmis líf- færakerfi þótt hún sé þekktust fyrir verkjastillandi eiginleika. Lyfið hefur verkjastillandi áhrif, hitalækkandi og bólgueyðandi, sérstaklega við gigtarsjúkdómum og er því notað t.d. við liðagigt. Það hefur einnig áhrif á storkn- unarþætti blóðsins og getur þann- ig í vissum tilfellum dregið úr hættu á blóðtappamyndun. Þessar töflur virka líkt og aðrar acetýl- salicýlsýrutöflur, t.d. magnýl. Sýruhjúptöflurnar eru húðaðar með efni sem leysist mjög hægt upp í maga, og hámarksvirkni verður fyrst eftir 6-8 klst. frá töku lyfsins. Þetta er gert til að minnka hættu á magasári, en vegna þessa eru sýruhjúpstöflur ekki heppi- legar til að meðhöndla skyndilega verki, svo sem tannpínu, höf- uðverk, tíðaverki og þess háttar. Skammtar:Venjulegur skammtur við verkjum og bólgu er 1-2 sýruhjúptöflur 3-4 sinnum á dag. Oft eru notaðir minni skammtar, sérstaklega þegar lyf- ið er ætlað til langtímanotkunar til að koma í veg fyrir blóðtappa. Aukaverkanir: Algengar: Ein- kenni frá meltingarvegi, nábítur, ógleði og jafnvel sáramyndun og blæðingar frá slímhúðum maga og þarma, sérstaklega hjá þeim sem hætt er við magasári. Sjald- gæfar: Ofnæmi og astmi. Þegar of stórir skammtar eru teknir koma fram eiturverkanir sem oft lýsa sér fyrst sem suð fyrir eyrum. Við reglubundna notkun í stórum skömmtum eykst hætta á maga- sári. Athugið: Þegar acetýlsalicýl- sýra er gefin fólki sem er með veirusýkingu, svo sem inflúensu eða hlaupabólu, kemur einstaka sinnum fyrir svo kallaður Reyes- sjúkdómur, sérstaklega hjá börn- um og unglingum. Reyes- sjúkdómur er mjög sjaldgæfur, en hættulegur, þar sem hann veldur bjúgmyndun í heila og lifr- areitrun og stundum lækkun á blóðsykri. Þess vegna er að jafn- aði ekki rétt að nota þetta lyf til að lækka hita í börnum sem eru með hita vegna veirusýkinga. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að of stórir skammtar af þessu lyfi geta verið mjög hættu- legir, jafnvel lífshættulegir, sér- staklega fyrir börn, þar sem það hefur áhrif á sýrustig líkamans. Til fróðleiks: Acetýlsalicýlsýra er unnin úr salicýlsýru sem finnst í nokkrum jurtum, m.a. í berki sumra víðitegunda. Lækn- ingamáttur þessara jurta hefur verið þekktur í þúsundir ára. Ace- týlsalicýlsýra var fyrst búin til hjá Bayer lyfjafyrirtækinu árið 1853 en enginn sýndi því áhuga og efn- inu var ekki sinnt í hálfa öld. Upp úr aldamótum varð lyfið mjög vin- sælt, undir nafninu Aspirin, og hefur verið notað mikið síðan. Acetýlsalicýlsýra TENGLAR .....................................................  NÁNAR Á NETINU:www.- netdoktor.is Úr Íslensku lyfjabókinni SMÁIR skammtar af aspríni veita góða vörn gegn hjartasjúkdómum og heilaáfalli, en E- vítamín veitir í mesta lagi smávægilega vörn, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsókn ítalskra vísindamanna á 4.500 körlum og konum yfir fimmtugu leiddi í ljós, að ein asprín á dag dregur úr hættunni á banvænu hjartaáfalli eða heilaáfalli um helming. (Hér er „asprín“ notað sem samheiti. Virka efnið í aspir- in og öðrum algengum lyfjum nefnist acetýlsalicýlsýra, sjá grein hér til hliðar.) Daglegir skammtar af E-vítam- íni virtust aftur á móti ekki hafa nein góð áhrif, nema hvað varðaði minni hættu á æðasjúkdómum í fótum. Greint er frá niðurstöðun- um í læknaritinu The Lancet 13. janúar. Dr. Maria Carla Roncaglioni, við Isti- tuto di Richerche Farmacologiche í Mílanó, stjórnaði rannsókninni. Rannsóknir hafa jafnan sýnt fram á að blóð- þynnandi áhrif smáskammta af aspríni veita vernd gegn hjarta- og æðasjúkdómum, en rann- sóknir á E-vítamíni hafa gefið misvísandi nið- urstöður. Sem andoxunarefni á E-vítamín þátt í að draga úr virkni efna í líkamanum sem skemma frumur. Sumar rannsóknir hafa bent til að þetta geti þýtt vernd gegn hjartasjúkdóm- um og heilaáföllum. Ólíklegt er að nýja rannsóknin bindi enda á umræðuna um hvort E-vítamín sé til bóta. Einnig kom í ljós að asprín dró úr hættunni á hjarta- og heilaáföllum, sem ekki voru banvæn, brjóstverkjum og öðrum hjartakvillum. Blæðingaaukaverkanir voru þó tíðari hjá þeim sem tóku asprín, en samt ekki algengar. Í ljósi þessara niðurstaðna, og fyrri rannsókna, ættu læknar fremur að geta „treyst sér“ til að mæla með smáskömmtum af aspríni til að draga úr hættu á fyrsta hjarta- og heilaáfalli, að því er fram kemur í leiðara The Lancet, sem birtist um leið og niðurstöðurnar. Asprín dug- ar betur gegn hjarta- áföllum en E-vítamín New York. Reuters. Associated Press Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ágæti svo- nefnds ofur-aspiríns á undanliðnum árum en þar er um að ræða mjög öfluga skammta sem eiga að koma hjartasjúklingum vel. Dr. Eric J. Topol, deildarstjóri hjartadeildar við Cleveland Clinic Foundation í Bandaríkjunum, er einn þeirra sem varað hefur við ofur-aspiríni á þeim forsendum að lyfið sé ekki hættulaust. Vill hann að öllum til- raunum með ofur-aspirín verði hætt. TENGLAR ................................................................................. Tímaritið The Lancet: www.thelancet.com Ofur-aspirín Einnig kom í ljós að asprín dró úr hættunni á hjarta- og heilaáföllum, sem ekki voru banvæn, brjóst- verkjum og öðrum hjartakvillum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.