Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 39
VIKULOK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 39
B
IR
T
IN
G
U
R
Acetýlsalicýlsýra er virkt efni í
fjölmörgum algengum lyfjum,
sem flest hver má fá án lyfseðils á
Íslandi. Flestir þekkja vísast
magnýl en efnið er í mun fleiri
lyfjum. Meðfylgjandi fróðleikur
um acetýlsalicýlsýru er dreginn
saman úr Íslensku lyfjabókinni:
Acetýlsalicýlsýra hefur marg-
breytilega verkun á ýmis líf-
færakerfi þótt hún sé þekktust
fyrir verkjastillandi eiginleika.
Lyfið hefur verkjastillandi áhrif,
hitalækkandi og bólgueyðandi,
sérstaklega við gigtarsjúkdómum
og er því notað t.d. við liðagigt.
Það hefur einnig áhrif á storkn-
unarþætti blóðsins og getur þann-
ig í vissum tilfellum dregið úr
hættu á blóðtappamyndun. Þessar
töflur virka líkt og aðrar acetýl-
salicýlsýrutöflur, t.d. magnýl.
Sýruhjúptöflurnar eru húðaðar
með efni sem leysist mjög hægt
upp í maga, og hámarksvirkni
verður fyrst eftir 6-8 klst. frá töku
lyfsins. Þetta er gert til að minnka
hættu á magasári, en vegna þessa
eru sýruhjúpstöflur ekki heppi-
legar til að meðhöndla skyndilega
verki, svo sem tannpínu, höf-
uðverk, tíðaverki og þess háttar.
Skammtar:Venjulegur
skammtur við verkjum og bólgu
er 1-2 sýruhjúptöflur 3-4 sinnum á
dag. Oft eru notaðir minni
skammtar, sérstaklega þegar lyf-
ið er ætlað til langtímanotkunar
til að koma í veg fyrir blóðtappa.
Aukaverkanir: Algengar: Ein-
kenni frá meltingarvegi, nábítur,
ógleði og jafnvel sáramyndun og
blæðingar frá slímhúðum maga
og þarma, sérstaklega hjá þeim
sem hætt er við magasári. Sjald-
gæfar: Ofnæmi og astmi. Þegar of
stórir skammtar eru teknir koma
fram eiturverkanir sem oft lýsa
sér fyrst sem suð fyrir eyrum. Við
reglubundna notkun í stórum
skömmtum eykst hætta á maga-
sári.
Athugið: Þegar acetýlsalicýl-
sýra er gefin fólki sem er með
veirusýkingu, svo sem inflúensu
eða hlaupabólu, kemur einstaka
sinnum fyrir svo kallaður Reyes-
sjúkdómur, sérstaklega hjá börn-
um og unglingum. Reyes-
sjúkdómur er mjög sjaldgæfur, en
hættulegur, þar sem hann veldur
bjúgmyndun í heila og lifr-
areitrun og stundum lækkun á
blóðsykri. Þess vegna er að jafn-
aði ekki rétt að nota þetta lyf til
að lækka hita í börnum sem eru
með hita vegna veirusýkinga.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir því að of stórir skammtar af
þessu lyfi geta verið mjög hættu-
legir, jafnvel lífshættulegir, sér-
staklega fyrir börn, þar sem það
hefur áhrif á sýrustig líkamans.
Til fróðleiks: Acetýlsalicýlsýra
er unnin úr salicýlsýru sem finnst
í nokkrum jurtum, m.a. í berki
sumra víðitegunda. Lækn-
ingamáttur þessara jurta hefur
verið þekktur í þúsundir ára. Ace-
týlsalicýlsýra var fyrst búin til hjá
Bayer lyfjafyrirtækinu árið 1853
en enginn sýndi því áhuga og efn-
inu var ekki sinnt í hálfa öld. Upp
úr aldamótum varð lyfið mjög vin-
sælt, undir nafninu Aspirin, og
hefur verið notað mikið síðan.
Acetýlsalicýlsýra
TENGLAR
.....................................................
NÁNAR Á NETINU:www.-
netdoktor.is
Úr Íslensku lyfjabókinni
SMÁIR skammtar af aspríni veita góða vörn
gegn hjartasjúkdómum og heilaáfalli, en E-
vítamín veitir í mesta lagi smávægilega vörn,
samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Rannsókn ítalskra vísindamanna á 4.500 körlum
og konum yfir fimmtugu leiddi í ljós, að ein
asprín á dag dregur úr hættunni á banvænu
hjartaáfalli eða heilaáfalli um helming. (Hér er
„asprín“ notað sem samheiti. Virka efnið í aspir-
in og öðrum algengum lyfjum
nefnist acetýlsalicýlsýra, sjá grein
hér til hliðar.)
Daglegir skammtar af E-vítam-
íni virtust aftur á móti ekki hafa
nein góð áhrif, nema hvað varðaði
minni hættu á æðasjúkdómum í
fótum. Greint er frá niðurstöðun-
um í læknaritinu The Lancet 13.
janúar. Dr. Maria Carla Roncaglioni, við Isti-
tuto di Richerche Farmacologiche í Mílanó,
stjórnaði rannsókninni.
Rannsóknir hafa jafnan sýnt fram á að blóð-
þynnandi áhrif smáskammta af aspríni veita
vernd gegn hjarta- og æðasjúkdómum, en rann-
sóknir á E-vítamíni hafa gefið misvísandi nið-
urstöður. Sem andoxunarefni á E-vítamín þátt í
að draga úr virkni efna í líkamanum sem
skemma frumur. Sumar rannsóknir hafa bent
til að þetta geti þýtt vernd gegn hjartasjúkdóm-
um og heilaáföllum.
Ólíklegt er að nýja rannsóknin bindi enda á
umræðuna um hvort E-vítamín sé til bóta.
Einnig kom í ljós að asprín dró úr hættunni á hjarta-
og heilaáföllum, sem ekki voru banvæn, brjóstverkjum
og öðrum hjartakvillum. Blæðingaaukaverkanir voru þó
tíðari hjá þeim sem tóku asprín, en samt ekki algengar.
Í ljósi þessara niðurstaðna, og fyrri rannsókna, ættu
læknar fremur að geta „treyst sér“ til að mæla með
smáskömmtum af aspríni til að draga úr hættu á fyrsta
hjarta- og heilaáfalli, að því er fram kemur í leiðara
The Lancet, sem birtist um leið og niðurstöðurnar.
Asprín dug-
ar betur
gegn hjarta-
áföllum en
E-vítamín
New York. Reuters.
Associated Press
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ágæti svo-
nefnds ofur-aspiríns á undanliðnum árum en þar
er um að ræða mjög öfluga skammta sem eiga að
koma hjartasjúklingum vel. Dr. Eric J. Topol,
deildarstjóri hjartadeildar við Cleveland Clinic
Foundation í Bandaríkjunum, er einn þeirra sem
varað hefur við ofur-aspiríni á þeim forsendum að
lyfið sé ekki hættulaust. Vill hann að öllum til-
raunum með ofur-aspirín verði hætt.
TENGLAR
.................................................................................
Tímaritið The Lancet:
www.thelancet.com
Ofur-aspirín
Einnig kom í ljós
að asprín dró úr
hættunni á hjarta-
og heilaáföllum,
sem ekki voru
banvæn, brjóst-
verkjum og öðrum
hjartakvillum