Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FRAMKVÆMDIR hafa gengið vel við nýja suðurbyggingu Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar en bygg- ingin verður tekin í notkun til bráðabirgða 25. mars nk. þegar Schengen-samkomulagið um landa- mæraeftirlit tekur gildi. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar, verkfræð- ings hjá Forverki/Línuhönnun, sem hefur umsjón með verkinu fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins, eru verklok síðan áætluð í lok nóv- ember á þessu ári. Að sögn Sig- urðar hefur verkið gengið ágæt- lega og ekkert óvænt komið upp á. Ekki er nema rúmt ár síðan fram- kvæmdir hófust við bygginguna, sem er 15.600 fermetrar og mun stækka Leifsstöð um næstum helm- ing. Sigurður segir að unnið hafi verið allan sólarhringinn á tímabili. Síðasti vetur hafi verið erfiður en veðurfarið í vetur hafi bætt það upp. Suðurbyggingin er á tveimur hæðum og undir henni kjallari. Á fyrstu hæð verður aðstaða fyrir þá farþega sem ekki tilheyra Scheng- en-löndunum og þar verður einnig vegabréfaeftirlit og vopnaleit. Önn- ur hæðin er að mestu ætluð farþeg- um sem búa innan Schengen-svæð- isins og þeim sem farið hafa í gegnum vegabréfaskoðun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdum við Leifsstöð miðar vel FULLTRÚAR útvegsmanna fund- uðu í gærmorgun með Davíð Odds- syni forsætisráðherra, Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra og Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðu kjaraviðræðna við sjómenn. Svipaður fundur var hald- inn nýlega í Stjórnarráðinu með fulltrúum sjómanna, að frumkvæði þeirra líkt og útvegsmanna. Forsætisráðherra sagði við Morg- unblaðið í gær að sannast sagna væru horfur ekki góðar um að sam- komulag næðist milli þessara deilu- aðila. Davíð útilokar inngrip ríkis- valdsins ef til verkfalls kemur á fiskiskipum. Löggjöf beitt of mikið „Oftast hefur þetta endað með ein- hverjum afskiptum löggjafarsam- kundunnar. Við viljum í lengstu lög forðast allt slíkt og höfum sagt við báða aðila að við teljum nóg komið af afskiptum ríkisvaldsins við samn- ingagerð útgerðarmanna og sjó- manna. Löggjafarvaldinu hefur ver- ið beitt of mikið. Við ætlumst til þess að aðilar leysi sín mál sjálfir og við séum þar í algjörum bakgrunni. Ef deiluaðilar koma sameiginlega til ríkisstjórnarinnar kemur það til álita að breyta lagalegu umhverfi grein- anna. Á það yrði hlustað, en að leysa málið með atbeina löggjafarvaldsins finnst okkur vera leið sem ætti að heyra fortíðinni til,“ sagði Davíð. Forsætis- ráðherra útilokar lög á verkfall Útvegsmenn funduðu með ráðherrum sem talið er að muni vekja athygli um allan heim. Rannsóknin verður gerð í samstarfi íslenskra og banda- rískra vísindamanna en henni verð- ur stýrt héðan af íslenskum vís- indamönnum hjá Hjartavernd. Forsvarsmenn Hjartaverndar sögðu á fréttamannafundi í gær að þetta rannsóknarsamstarf myndi gjörbreyta aðstöðu Hjartaverndar til rannsókna af þessu tagi og um- fang þeirra aukast verulega. Áætlað er að um fjörutíu ný störf ÖLDRUNARSTOFNUN banda- rísku heilbrigðisstofnunarinnar, National Institute on Aging, veitir Hjartavernd styrk sem nemur um 20 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 1,7 milljörðum króna, vegna samstarfs um sjö ára rannsókn á áhrifum öldrunar. Styrknum frá bandarísku stofnuninni verður m.a. varið til kaupa á flóknum tækjabún- aði. Ætlunin er að um 10 þúsund ein- staklingar taki þátt í rannsókninni, skapist vegna þessarar rannsóknar, þar af mörg fyrir lækna og vís- indamenn. Hjartavernd mun síðar á árinu flytja starfsemi sína í húsnæði við Holtasmára 1 í Kópavogi þar sem komið verður upp sérhannaðri að- stöðu. „Við höfum staðið í samningum við bandarísku öldrunarstofnunina í tvö ár og það er því óhjákvæmilegt að fólk viti um þetta. Við höfum haft samband og samráð við fjöld- ann allan af fremstu vísindamönn- um í heimi á þessu sviði, sem munu koma að rannsókninni með okkur. Rannsókninni verður þó stýrt á Ís- landi og af Íslendingum,“ sagði Vil- mundur Guðnason, forsvarsmaður öldrunarrannsóknar Hjartavernd- ar. Í rannsókninni sem fyrirhuguð er verður beitt mun ítarlegri rann- sóknum en í fyrri hóprannsóknum og segja forsvarsmenn Hjarta- verndar að með því gefist einstakt tækifæri til að afla enn frekari upp- lýsinga, sem muni væntanlega gera Íslendingum kleift að auka lífsgæði á efri árum og þar með að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Hjartavernd fær styrk vegna öldrunarrannsóknar Sjö ára verkefni með 40 nýjum störfum  Sjö ára/43 FULLTRÚAR Starfsgreinasam- bands Íslands áttu í gær fund með fjórum ráðherrum um stöðu atvinnu- mála á landsbyggðinni og óskuðu eftir stefnu stjórnvalda í byggða- og atvinnumálum. Að mati sambands- ins má ætla að mörg byggðarlög við ströndina leggist af á næstu árum verði ekkert að gert. Á blaðamanna- fundi eftir fund með ráðherrum sagðist Halldór Björnsson, formaður SGS, ekki hafa orðið var við slíka stefnu stjórnvalda. „Við bentum ráðherrunum m.a. á hvort ekki væri hægt að draga úr þessum útflutningi á óunnum fiski, sem er kannski meginorsök fyrir þessu mikla atvinnuleysi á lands- byggðinni. Við fórum einnig yfir það hvort hægt væri að tryggja íslenskri fiskvinnslu tækifæri á að bjóða í all- an fisk sem veiddur er innan ís- lenskrar lögsögu. Slíkt hefur ekki verið hægt og teljum við það óeðli- legt.“ Ástandið í Bolungarvík var tekið sem dæmi, þar sem nú standa fjöru- tíu íbúðir auðar. Lárus Benedikts- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur, sagði að nú væri 15% atvinnuleysi þar en hefði verið 20% fyrst eftir gjaldþrot NASCO. Hann sagði vanda yfirvof- andi í smábátaútgerð vegna breyt- inga á ýsu- og steinbítskvótum og gætu 120 manns misst viðurværið. Yrði ekki gripið til ráðstafana myndi bresta á fólksflótti úr bænum. Telja byggð- arlög í hættu  Vandinn/10 Jeppi valt á Fróðárheiði á Snæ- fellsnesi um kl. 13.30. Farþegi í jepp- anum kvartaði undan meiðslum í hálsi og baki og var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Tvær fólksbifreiðir ultu út af Suðurlandsvegi eftir hádegi, önnur við Litlu kaffistofuna en hin við Þrengslin. Þá fór jeppabifreið út af Suðurlandsvegi við Þjórsárbrú um kvöldmatarleytið í gær. TALSVERT var um umferðaróhöpp á hálum þjóðvegum í gær. Á Vesturlandsvegi við Beitistaði var bíl ekið fram úr öðrum. Bifreiðin sem var ekið fram úr kastaðist til á veginum og rakst á hinn bílinn sem hafnaði úti í skurði. Við gatnamót Vesturlandsvegar og Ólafsvíkurvegar var bíl ekið út af og á Akranesvegi ók ökumaður á umferðareyju og skilti. Enginn meiddist. Fjöldi umferðaróhappa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.