Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 49
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Nú er næstum ár síðan Bjössi fékk
sveinsbréfið í hendurnar, útskrifaður
sem kjötiðnaðarmaður. Hvern hefði
grunað að ári síðar væri hann ekki
hér?
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Birni Ágústssyni
og huggum okkur við það að minn-
ingarnar eigum við þó alltaf.
Kæri vinur, vonandi líður þér vel
þar sem þú dvelur nú. Fjölskyldu
þinni og aðstandendum öllum send-
um við innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum góðan guð að styrkja ykk-
ur og vaka yfir ykkur.
Bæn
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér –
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
– við hverja hugsun,
sem hvarflar til þín.
(Hrafn Andrés Harðarson.)
Hólmfríður Indriðadóttir,
Óskar Valgarðsson.
Það er erfitt að festa línur á blað
þegar ungur maður sem Björn
Ágústson fellur frá. Björn hóf störf í
starfsstöð Norðlenska á Húsavík árið
1995, þá Kjötiðju KÞ. Nam hann þar
kjötiðn og útskrifaðist sem kjötiðn-
aðarmaður síðastliðið vor.
Ég kynntist Birni fyrst þegar hann
tók að sér með stuttum fyrirvara að
vera verkstjóri í sauðfjárslátrun
haustið 1999. Mér er minnisstætt að
þegar ég bauð honum þetta verkefni
þá hikaði Björn ekki við að taka það
að sér, sem sýndi kjark. Verkstjórn
sem þessi er erfitt starf sem reynir
bæði á líkamlegt og andlegt þrek.
Björn skilaði því starfi með miklum
ágætum þrátt fyrir ungan aldur.
Hann náði að vinna með starfsmönn-
um, náði upp starfsgleði, fékk fólk til
að leggja sig fram og vinna saman.
Alltaf var Björn samt hluti af hópn-
um, brosandi og í góðu skapi.
Við samstarfsfólk hans hjá Norð-
lenska á Húsavík söknum hans sárt.
Við sendum fjölskyldu hans, vinum
og öðrum ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um góð-
an dreng lifir.
Jón Helgi Björnsson
framkvæmdastjóri.
✝ Baldur Gestssonvar fæddur á
Ormsstöðum í Klofn-
ingshreppi hinn 19.
nóvember 1912.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Akraness 3.
febrúar síðastliðinn.
Hann var sonur
hjónanna Gests
Magnússonar,
hreppstjóra og
bónda þar, f. 9.2.
1867, d. 25.1. 1931,
og konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur, f.
23.2. 1871, d. 23.3.
1956. Systkini hans voru Magnús
Gestsson safnvörður og Sigrún
Gestsdóttir. Baldur kvæntist
hinn 7.6. 1943 eftir-
lifandi eiginkonu
sinni Selmu Kjart-
ansdóttur, f. 30.8.
1924, þau eignuðust
þrjár dætur, Auði, f.
14.11. 1947, gift
Grétari Sæmunds-
syni; Unni, f. 20.4.
1952, gift Haraldi
Þór Þórarinssyni,
og Öldu, f. 20.4.
1958. Uppeldisson-
ur þeirra var Gestur
Axelsson systurson-
ur Baldurs, f. 12.11.
1942.
Útför Baldurs fer fram frá
Staðarfellskirkju 10. febrúar
klukkan 13.
Það er góð tilfinning að fyllast
stolti og fallegum minningum þegar
hugurinn leitar til baka og rifjaðar
eru upp samverustundirnar með afa.
Það er ómetanlegt fyrir okkur systk-
inin að hafa verið í sveitinni hjá
ömmu og afa á sumrin. Það er gott að
eiga góðan afa og góða ömmu.
Þau eru mörg, myndbrotin sem
leita á hugann þegar samverustund-
irnar með afa eru rifjaðar upp.
Hverfisteinn, orf og ljár. Grána
gamla, greiðusláttuvél og galtar.
Lyktað af handfylli af heyi. Hey-
skeri, kindur, fóðurbætir, kýr og
mjólkurbrúsar. Blái Fordinn, kerr-
an, girðingarstaurar, járnkarl, ham-
ar, lykkjur og naglbítur. Munntóbak,
„sixpensari“ og hádegisblundurinn á
eldhúsbekknum með tóbakstauma í
munnvikum. Afi var svo heppinn að
geta sofnað hvar sem var, þrátt fyrir
skarkala og læti í okkur krökkunum
í sveitinni. Oftar en ekki sá afi bros-
legu hliðarnar á tilverunni. Hann
glotti oft þegar Selma reyndi að
sannfæra hann um að bráðnauðsyn-
legt væri að kaupa nýja skó eða þeg-
ar minnst var á útreikninga á efn-
ismagni þegar skúrinn var klæddur.
Afi minnti ömmu líka reglulega á að
hringja í Selmu og „tala við símsvar-
ann“.
Í sveitinni hjá afa og ömmu hefur
hjarta fjölskyldunnar alltaf slegið.
Þar skutum við systkinin í æsku rót-
um sem enginn fær slitið. Það er
ómetanlegt að eiga fastan stað í til-
verunni sem hægt er að leita til og
endurhlaða líkama og sál. Sveitin
hefur alltaf verið slíkur staður og
ávallt staðið öllum opin. Það er eins
og tíminn hafi liðið hægar hjá þeim
og hinar hversdagslegu áhyggjur
einfaldlega gleymdust. Ótal margar
góðar minningar um afa munum við
alltaf geyma og búa að því að hafa
notið leiðsagnar hans og návistar.
Hjá afa og ömmu upplifðum við frá
ungaaldri að lífið býður upp á miklu
meira en veraldleg gæði. Sú lífs-
reynsla hefur vonandi gert okkur að
betri manneskjum.
Þótt við kveðjum afa með sorg í
hjarta er gleðin yfir að hafa átt svo
góðan og yndislegan afa allri sorg yf-
irsterkari. Með von um að minningin
um afa styrki ömmu í sorginni og
verði henni hvatning í framtíðinni.
Baldur, Sæmundur og Selma.
Það verður skrítið að koma næst í
sveitina því þar verður enginn
langafi. Við vorum dugleg að færa
langafa og kisunum hans mat og það
fannst okkur gaman. Við söknum
langafa og sendum honum góðar
kveðjur. Hann var mjög góður
langafi og við vonum að honum líði
vel hjá guði.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni
sitji Guðs englar allt um hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Auður Ásta og Kristján Hilmir.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær
þó degi sé tekið að halla,
það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng
að þar heyrast englar tala
og einn þeirra blakar bleikum væng
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt
svo blaktir síðasti loginn,
en svo kemur dagur og sumarnótt
og svanir á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Laugardaginn 1. febrúar kvaddi
Baldur Gestsson þetta líf hljóðlega
og æðrulaust. Hann var við fulla
rænu og skýr í hugsun fram á hinstu
stund. Síðustu árin voru honum þó á
margan hátt afar erfið heilsufars-
lega. Á móti kom að hann hélt skýr-
leika hugans og fylgdist afar vel með
öllum þjóðmálum, enda bráðgreind-
ur maður og fjölfróður.
Sá sem þetta ritar er tólf árum
yngri en Baldur. Ég man fyrst eftir
honum þegar ég var 3–4 ára. Ég
minnist þess enn hvað mér þótti
hann stór og kröftugur. En við, þess-
ir sem yngri vorum, bárum mikla
virðingu fyrir þessum glæsilega,
unga pilti.
Svo liðu árin. Baldur fór að
Hvanneyri í bændaskóla og stóð sig
þar með miklum ágætum eins og
vænta mátti. Síðan vann Baldur við
jarðabætur á Snæfellsnesi um tíma, í
byggingavinnu og við barnakennslu
o.fl. En alltaf var hugurinn heima í
litlu sveitinni okkar.
Baldur steig sitt mesta gæfuspor í
lífinu hinn 7. júní 1943 þegar hann
giftist eftirlifandi konu sinni, Selmu
Kjartansdóttur frá Fremri-Langey,
fermingarsystur minni. Þau hófu
þegar búskap á Ormsstöðum í Klofn-
ingshreppi, sem heitir nú raunar
Fellsstrandarhreppur – og bjuggu
þar upp frá því, en Baldur fór á
sjúkrahúsið á Akranesi skömmu fyr-
ir síðustu jól. Selma er harðdugleg,
mikilvirk og fórnfús kona. Enda stóð
hún sig með eindæmum vel eftir að
heilsa Baldurs gerði honum erfiðara
um vik.
Selma reyndist frábær húsmóðir
og Baldur kunni vel að meta drift
hennar og dugnað við misjafnar að-
stæður. Oft var mannmargt í heimili
á Ormsstöðum, einkum á sumrin og
það hélt áfram er frá leið. Þá komu
börn þeirra hjóna heim að Ormsstöð-
um ásamt barnabörnum og frænd-
systkinum þeirra Selmu og Baldurs.
Börn sem þau tóku í sumarvinnu og
snúninga sóttu síðar mjög að Orms-
stöðum í frístundum sínum þegar
þau voru vaxin úr grasi og allir hjálp-
uðu til við heyskapinn o.fl.
Á Baldur hlóðust mörg trúnaðar-
störf fyrir sveitina jafnt og sýsluna,
enda var hann afar greindur, tillögu-
góður og vel látinn af samstarfs-
mönnum sínum. Alltaf var gott að
leita til hans með hin fjölbreytileg-
ustu mál enda gerðu það margir.
Gaman var að spjalla við Baldur.
Sumir héldu hann ómannblendinn,
en svo var alls ekki, því auk þess sem
áður er getið var hann heilmikill
húmoristi og sló gjarna á létta
strengi á skemmtilegan og upp-
byggilegan hátt. Til dæmis sagði
Baldur að á málfundum á Hvanneyri
hefði hann oft talað þvert um hug sér
þegar flestir voru sammála í málefn-
um, til þess eins að hleypa fjöri í um-
ræðuna. Þá reyndi hann að verja
málstað sinn af fullum krafti þótt
hann væri honum í raun þvert um
geð.
Það var sárt fyrir Baldur eins og
okkur öll, sem unnum þessari fallegu
sveit, að sjá hana smám saman tæm-
ast af fólki og fénaði, þar sem áður
var litskrúðugt mannlíf, búsmali á
beit, fólk við störf úti við hvert sem
litið var og eyjabændur á þönum,
siglandi eða brunandi á trillum sín-
um um víkur og voga.
Baldri var hlýtt til sveitunga sinna
og gladdist af heilum hug ef þeim
gekk vel í lífinu. Þar var ekki hræsn-
in eða látalætin. Tíminn sem við gist-
um Hótel Jörð er stuttur. Baldur
gerði sér grein fyrir því.
Baldur mat konuna sína einstak-
lega mikils. Ég hygg að hann hafi
hugsað eins og Jón frá Ljárskógum
þegar Jón orti kvæði til konunnar
sinnar, sem endar svo:
Og seiðandi er nóttin í safírblárri höllu
við silfurstjarna skin.
En dásamlegast finnst mér þó og indælast
af öllu
að eiga þig að vin.
Börn okkar, tengdabörn og systk-
inin öll frá Sveinsstöðum kveðja þig
hinstu kveðju og þakka af alhug
liðna tíð. Við biðjum algóðan Guð að
styrkja þína góðu konu, Selmu,
börnin ykkar og alla aðstandendur.
Kristinn Sveinsson
frá Sveinsstöðum og
Margrét Jörundsdóttir.
Sykurkarið á Ormsstöðum er of-
urlítil járnskál með eyrum. Það þarf
oft að fylla skálina. Ég minnist þess
sem lítill drengur að sitja fyrir fram-
an Baldur og horfa á hann taka
hvern sykurmolann á eftir öðrum og
setja upp í sig og sjúga kaffið í gegn-
um molana. Baldur var breiðleitur
með hlýleg augu. Þegar hann tók
sykurmolana úr karinu hristist karið
því Baldur var alla tíð skjálfhentur.
Þegar molunum fækkaði spurði ég
hvort ég mætti fá mola. Þá brosti
hann til mín og ýtti karinu að mér.
Kannski var það vegna þess hve ég
var lítill en hann hafði sérstakt yndi
af öllu ungviði, hvort sem það voru
börn, lömb, kálfar, kettlingar eða
hvolpar.
Baldur Gestsson var stórbóndi á
Ormsstöðum, ekki vegna þess að bú-
ið væri svo stórt heldur vegna þess
að Ormsstaðir voru miðpunktur
sveitarinnar. Baldur var stórbóndi
án þess að eiga hest eða bifreið. Það
var mjög seint að Ormsstaðahjónin
eignuðust bíl sem ég held að Baldur
hafi aldrei ekið. Hann var stórbóndi
af því að hann hafði mikil áhrif í
hreppnum og í sýslunni. Baldur var
oddviti Klofningshrepps í fjörutíu ár.
Sat í sýslunefnd Dalasýslu í fjölda-
mörg ár, stjórn kaupfélagsins á
Skriðulandi, var matsmaður á dilka-
kjöt, forðagæslumaður, gegndi
fjölda trúnaðarstarfa í sveitinni og
sat í stjórn Hnúksness hf. þegar
hann lést.
Glugginn í eldhúsinu á Ormsstöð-
um snýr í norðvestur. Þetta er frek-
ar lítill gluggi á nútímamælikvarða.
Út um hann sést heimreiðin og upp í
Kastalabrekku, upp í hlíðar og út
bæina að Klofningi. Örlítið sést í vog-
ana en nóg til þess að vita hvort
bátar hefðu komið upp í Hnúksnes. Í
glugganum er líka talstöð og síðar
kom þar útvarp. Við hlið gluggans
hangir klukka og á bekknum fyrir
neðan gluggann voru blöðin, Tíminn,
Stjórnartíðindi, Lögbirtingablaðið,
Freyr og stundum Þjóðviljinn og
Morgunblaðið. Einhvers staðar var
neftóbakið sem hann tók í vörina. Ég
minnist á þennan glugga vegna þess
að það er ekki alltaf útsýnið sem
skiptir máli heldur hve læs maður er
á umhverfið, hve vel er hlustað og
hve þú meðtekur það sem að þér
berst. Baldur var manna fróðastur
um flesta hluti en hann var ekki víð-
förull. Menn komu til hans. Í eldhús-
inu á Ormsstöðum komu og stopp-
uðu margir. Baldur og Selma kunnu
öðrum fremur að taka á móti gest-
um.
Umræður við eldhúsborðið á
Ormsstöðum voru mismunandi ákaf-
ar og margbreytilegar. Allir fengu
að komast að og tjá sínar skoðanir.
Hér var enginn fyrirfram gefinn
sannleikur. Baldur var ekki hávær
maður en hafði ákveðnar skoðanir og
lagði þær fram á yfirvegaðan og ró-
legan hátt. Hann var félagshyggju-
maður og gerði siðferðilegar kröfur
til stjórnmálamanna. Hann var ein-
dregið á móti hervæðingu og her-
stöðvum á Íslandi.
Baldur var hygginn maður. Kín-
verska máltækið vitur maður vinnur
án strits átti vel við hann. Eitt sinn
fórum við að smala fé til að taka af
um mitt sumar. Baldur gekk álútur
með hendur fyrir aftan bak. Mér
finnst hann hafa verið með prjóna-
vettlinga með tveimur þumlum á
hvorum þar sem öðrum þumlinum
var stungið inn í vettlinginn. Hann
hafði derhúfu á höfði. Til smala hafði
hann dætur og nokkra stráka af ætt
Langeyinga. Við gengum upp túnið,
hundurinn Putti var með í för og
köttur sem skoppaði út um allt. Ég
hafði á orði að kötturinn væri orku-
mikill. Þá sagði Baldur að kötturinn
yrði búinn þegar við kæmum upp að
hliði. Það stóð heima. Þeir sem fara
hægt komast lengra.
Eggert Eggertsson.
BALDUR
GESTSSON
og ævintýraheimi. Þar var mikið
gert af því að nota ímyndunaraflið
bæði í leik og starfi. Vorum við
krakkarnir hvött til þess að nýta
hæfileika okkar sem að þeirra mati
voru endalausir þegar kom að hljóð-
færaleik og málaralist. Afi Óli, takk
fyrir það sem þú hefur verið mér,
gert fyrir mig og þýtt fyrir mig. Guð
geymi þig, elsku afi minn, og hvíl þú
í friði.
Þín
Sigrún Helga.
Að kveðja afa Óla í nokkrum orð-
um er erfitt. Við eigum margar góð-
ar minningar um hann. Minningar
um frásagnir hans af lífi sínu sem
strákur í vesturbænum, ungum
manni sem reisti olíutanka í Örfir-
isey og uppátæki barnanna sinna
sem fróðlegt var að heyra um.
Margar góðar minningar eigum
við úr Kjósinni þar sem afa leið best,
standandi út í ósi með veiðistöngina,
talandi um hvað bleikjan var miklu
stærri þegar hann var yngri.
Við gátum komið hvenær sem er
til afa Óla og ömmu Helgu á Vest-
urgötuna. Þar beið okkar ávallt
hlýja og alúð auk þess sem amma
lumaði oftar en ekki á einhverju
góðgæti.
Afi var listfengur, málaði og óf
auk þess sem bókbandið hans var á
við gott málverk. Við minnumst
jólaboðanna sem haldin voru á Vest-
urgötinni þar sem fjölskyldan kom
saman og átti dýrmætar stundir.
Okkur langar til þess að þakka
afa allar þær stundir sem við áttum
með honum, og munum geyma þær í
hjarta okkar.
Ólafur Eysteinn og
Valgerður Ósk.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Birting afmælis- og
minningargreina